Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.02.2016, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.02.2016, Blaðsíða 15
7.2. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15 allt með framleiðslufyrirtækinu „Ég vil kannski fá tuttugu manns en þeir hafa bara pening fyrir tíu en þá bendi ég á að ef ég er með fleiri taki þetta minni tíma.“ Í þessum bransa eins og fleirum er tími pen- ingar. Tímaáætlanir verða að standast og segir Heba að þær séu „ekki upp á mínútu heldur sekúndu“, allt er skipulagt út í ystu æsar. Hvort sem hún er í hlutverki einkaförð- unarmeistara eða með alla deildina á sínum herðum sér hún um að samfellan haldist. „Ég verð oft að fara inn á eftir hverri töku og laga förðunina.“ Ánægð með sálfræðitímana Þegar hún starfar sem einkaförðunarmeistari stjarna er starfið aðeins öðruvísi. „Þá er ég ráð- in af leikkonunum sjálfum,“ segir Heba og gæt- ir þá hagsmuna þeirra en þarf líka að gæta þess að allir séu sáttir. Hún hefur samband við yf- irmann förðunardeildar og stillir saman strengi. „Þá er ég í samskiptum við leikkonuna en verð að hafa í huga að útlitið passi inn í bíómyndina. Leikkonan getur ekki litið út eins og Kard- ashian og aðrir ekki með neitt,“ grínast Heba. Hún segir að starf einkaförðunarmeistara geti verið ekki síður krefjandi þótt hún sé bara að fást við eina manneskju. „Þá gerir maður líka allt einn án þess að fá hjálp. Það eru meiri væntingar til manns líka,“ segir Heba sem hefur stundum lent í leiðinni í hlutverki aðstoðarmanns, kokks, hjúkr- unarkonu eða barnfóstru. „Maður þarf líka að passa upp á lýsingu og að allt sé við höndina sem þau gæti vantað,“ segir Heba og bætir við að hún þurfi alltaf að vera nokkrum skrefum á undan. Starf förðunarmeistara krefst þannig mikilla hæfileika í mannlegum samskiptum því Heba er jú alla daga að fást við fólk. „Ég er allavega mjög ánægð með að ég tók alla sálfræðitímana í framhaldsskóla frekar en stærðfræðina,“ segir hún. Heba hefur verið með margar dásamlegar leikkonur í stólnum hjá sér síðustu ár eins og Scarlett Johansson, Cate Blanchett, Söru Silv- erman og Kristen Wiig svo einhverjar séu nefndar. Upphafið hjá Tarantino „Ég hef verið rosalega heppin. Þetta er allt „word of mouth“,“ segir hún en upphafið liggur hjá leikstjóranum Quentin Tarantino. „Hann réð mig á Kill Bill. Þetta spannst allt út frá því. Ég hef þakkað Quentin fyrir hvert símtal sem ég hef fengið síðan frá öðrum en honum. Þetta byrjaði allt þar.“ Kill Bill var stóra stökkið hennar Hebu en fyrri myndin kom út árið 2003. „Ég gerði bara auglýsingar á meðan strákarnir mínir voru litl- ir. Þeir fæddust ’89 og ’92. Ég var komin með hús og börn og fráskilin og hafði ekki efni á að gera bíómynd fyrir ekki neitt til að vinna mig upp en mér fannst ég alveg tilbúin til að gera mynd,“ segir Heba sem var á þessum tíma- punkti búin að aðstoða við förðun í nokkrum myndum, til dæmis Twin Peaks. „Mér fannst ég þá alveg tilbúin en sé eftir á að ég var hryllilega græn. Quentin var einn af tveimur eða þremur leikstjórum í heiminum sem gátu sagt: Ég ætla að ráða Hebu og það var ekkert stúdíó sem var að fara að neita af því ég væri ekki með langa ferilskrá. Quentin gat gert hvað sem hann vildi.“ Hluti af fjölskyldunni Tarantino bauð henni starfið. „Quentin hringdi í mig og sagði: Ég vil alltaf búa til fjölskyldu- stemningu á settinu hjá mér og þú varst alveg augljós kostur því þú ert fjölskylda nú þegar,“ segir Heba en þau þekktust fyrir og voru í svip- uðum vinahópi. „Ég var heppin að þetta var í raun lítil mynd, þótt þetta væri stórt verkefni,“ segir hún og á þá við að oftar en ekki hafi tveir leikarar verið í hverju atriði en undantekningin er auðvitað hið magnaða atriði þar sem Crazy 88-gengið kemur við sögu á japanska staðnum House of Blue Leaves. „Það var ótrúleg reynsla að gera þessa mynd, að fara um allan heim, en ég hafði ekki verið á tökustað áður,“ segir hún en í gegnum tengslin sem hún byggði upp í Kill Bill fékk hún næstu verkefni en fyrst kom The Life Aquatic with „Burtséð frá því hverjum ég er að vinna með vil ég geta farið heim á kvöldin og sagt: Ég gerði mitt besta. Og ég er ánægð með það sem ég gerði. Og ef ég er það ekki þá bý ég til plan til að laga það,“ segir hún. Morgunblaðið/Ingólfur Guðmundsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.