Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.02.2016, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.02.2016, Blaðsíða 22
strákum og allir sjá hvað hann hefur gert núna.“ Robert Hanning, framkvæmdastjóri Fuchse Berlin og einn varaforseta þýska handbolta- sambandsins, ber ábyrgð á því að Dagur er þjálfari í Þýskalandi. Þegar forráðamenn Fuchse ákváðu fyrir nokkrum árum að hefja alvöru uppbyggingu segist Hanning hafa viljað ráða þjálfara frá Norðurlöndunum. „Ég vildi fá einhvern sem skildi leikinn vel, helst einhvern sem hefði verið góður miðjumaður sem keppandi,“ segir Hann- ing við Sunnudagsblað Morgunblaðsins. Hann velti þó fyrir sér öllum helstu þjálfurum heims þar til sex voru á listanum. Hinn íslenski lands- liðsþjálfari Austurríkis var einn þeirra … „Ég hringdi í Dag, sendi honum myndband og flaug svo til Íslands. Á leiðinni af flugvell- inum að heimili hans ræddum við um hand- bolta, um Fuchse og hvað þyrfti að gera til að búa til gott lið. Ég sagði fljótlega við Dag: þú getur í raun keyrt mig strax aftur út á flugvöll. Við þurfum ekki að ræða nánar saman því ég ætla að ráða þig!“ Robert, alltaf kallaður Bob, sagði viðræður um kaup og kjör ekki hafa tekið nema fimm mínútur og fljótlega hófst ævintýrið. „Við byggðum liðið upp saman og á milli okk- ar var alltaf fullkomið traust. Við ræddum alla hluti og það kom sér vel að hann var ekki bara vel að sér um handbolta heldur þekkti líka til viðskiptalífsins og hvernig best væri að byggja félagið upp frá þeirri hlið. Það sama átti við um mig; auk þess að vera framkvæmdastjóri fé- lagsins hafði ég lengi þjálfað.“ Hanning og Dagur komu sér upp góðri að- ferð til að ræða málin; notuðu litina í götuvit- anum. Hann nefnir dæmi af því ef hugmynd kom upp að næla í ákveðinn leikmann: „Ef ann- ar hvor okkar sagði rautt við hugmyndinni var hún ekki rædd frekar. Ef gult varð fyrir valinu var málið rætt áfram en grænt merkti að við semdum við leikmanninn án frekari bollalegg- inga.“ Þannig stjórnuðu þeir félaginu í sex ár og aldrei bar skugga á samstarfið, segir Hanning. Frá litareglunni var ein undantekning; þegar Fuchse bauðst að semja við spænska landsliðs- manninn Iker Romero, sem þá lék með Barce- lona. „Rautt var mat okkar beggja fyrst í stað en svo fór ég og ræddi við Iker og skipti um skoðun. Þegar ég sagði Degi frá því varð hann undrandi og stuttar vangaveltur sagði hann: mitt svar er meira en grænt. Við sömdum við Romero og það er ein besta ákvörðun í sögu Fuchse.“ Einn sá besti í heimi Hanning segir að fyrir tveimur árum hafi danska handboltasambandið lýst yfir áhuga á að ráða Dag sem landsliðsþjálfara. „Hann var með samning við Fuchse, ég sagði honum að hann gæti farið þrátt fyrir það, en að kannski væri betra fyrri hann að bíða í eitt ár.“ Ekki vill Hanning þó upplýsa hvort það hafi verið vegna þess að þá strax hafi hann verið farinn að undirbúa jarðveginn og viljað að Dagur tæki við liði Þýskalands. „Danir réðu Gumma [Guð- mund Guðmundsson] sem er líka mjög góður þjálfari en ég er á því að Dagur sé orðinn einn besti þjálf- ari í heimi.“ Áður en Dagur var ráðinn þjálfari Þýska- lands ræddi Hanning um starfið við Alfreð Gíslason og Svíann Lju- bomir Vrajnes, auk Dags. „Um málið urðu harðar umræður hjá hand- boltasambandinu en ég var viss um að best yrði ráða Dag; vissi að við yrðum að fara í mikla uppbyggingu, ekki ósvipaða og hjá Fuchse á sínum tíma, og hann hent- aði vel í það verkefni.“ Hanning fékk sitt fram og enginn þorir að and- mæla því í dag að ákvörð- unin hafi verið rétt. „Ég sem varaforseti ræddi við bæði forseta þýsku deildarinnar og for- ráðamenn liðanna og í þeim hópi voru allir á einu máli um að ráða Dag.“ Þeir þjálfarar Dags sem blaðamaður ræddi við eru allir á einu máli um hve gríðarlega góður leikmaður hann var. „Þegar hann kom í meistaraflokkinn til mín, 17 ára, hafði hann þjálfað yngri flokka, bæði stelpur og stráka, með mjög góðum árangri. Hann sýndi snemma mjög góða takta sem miðjumaður í sókninnni – leikstjórnandi – og var mikill leiðtogi,“ segir Þorbjörn Jensson, þjálfari Vals á þeim tíma. „Það var mjög gott að eiga við Dag, hann hafði mjög góðan skilning á leiknum og það var hann sem tók af skarið þeg- ar þurfti. “ Þorbjörn nefnir dæmi um hve félagslega sterkur Dagur var ungur að árum. „Íslensk íþróttafélög berjast oft í bökkum og eitt árið átti Valur engan pening. Við sögðum við leikmenn- ina: Í vetur skuluð þið sýna hvað þið getið til að komast svo til erlendra liða, en þið verðið að spila fyrir ekki neitt. Um leið og ég hafði sleppt orðinu stóð Dagur upp, skrifaði undir samning og fór. Það sýndi hvað hann er tryggur fé- lagsmaður. Mönnum leist ekkert of vel á þetta en eftir að hann skrifaði undir gerðu hinir það líka.“ Dagur lék undir stjórn Viggós Sigurðssonar hjá Wuppertal í Þýskalandi og einnig með landsliðinu. „Hann var algjör draumaleikmaður, hafði snemma yfirburða leikskilning og var framleng- ing þjálfarans inn á völlinn. Hann er án efa einn allra besti miðjumaður sem ég hef þjálfað,“ seg- ir Viggó. Hann segir Dag hafa verið til fyrirmyndar í öllu. „Margir leikmenn eru góðir en á ögur- stundu var alltaf hægt að treysta á Dag; hann skilaði sínu 100% í erfiðu leikjunum og þar skil- ur á milli hvort menn eru góðir eða frábærir. Nú er það sama að gerast með hann sem þjálfara. Hann er sigurvegari.“ Kennarinn Viggó er ekki í vafa: „Ég gef Degi 10 í einkunn!“ Viggó nefnir áhugavert dæmi: Á undirbún- ingstímabili lét ég menn alltaf hlaupa tólf sinn- um 400 metra og ég sé í gamalli dagbók að Dag- ur hljóp alltaf undir 70 sekúndum, sem er afburðagott, og síðasta hringinn fór hann á 57 Dagur, Viggó Sigurðsson, þá landsliðsþjálfari, og Ólafur Stefánsson áður en liðið hélt á heimsmeist- aramótið í Túnis árið 2005. Viggó hafði áður þjálfað Valsarana tvo hjá Wuppertal í Þýskalandi. Morgunblaðið/Árni Sæberg Dagur og Guðmundur Guðmundsson, þáver- andi landsliðsþjálfari, sem nú þjálfar Dani. Morgunblaðið/Golli Þorbjörn Jensson þjálfari og Dagur á HM 2001. Morgunblaðið/Golli Dagur á fyrsta stórmótinu sem þjálfari Þýskalands; heimsmeistaramótinu í Katar í janúar í fyrra. Morgunblaðið/Golli Lárus eldri bróðir Dags fékk að fara í Ísaksskóla þegar hann var sex ára, en á þeim árum byrjuðu börn alla jafna ekki í grunnskóla fyrr en sjö ára. „Þeim yngri fannst það rosalega erfitt, og óréttlátt, að hann væri bara í leikskóla en sá eldri í Ísaksskóla. Við fengum því að setja Dag í Ísaksskóla þegar hann var fimm ára og hann var rosalega spenntur þegar við fórum í fyrsta skipti. Ætlaði að taka þetta með stæl,“ segir Ragn- heiður Lárusdóttir, móðir þeirra. „Við fórum tvö í kennaraviðtal við Sólveigu, sem kenndi honum, og þegar við settumst niður spurði hún Dag hvað hann héti. Hann horfði fyrst á mig, og sagði svo við Sólveigu: Dagur Ragnheiðarson! Ég veit ekki hvernig honum datt það í hug, börn voru ekki farin að kenna sig við mæður sínar á þessum tíma og ég varð auðvitað alveg steinhissa. Ég hef hvorki heyrt þetta fyrr né síðar en hann vildi líklega segja kenn- aranum svo það færi ekki á milli mála að þetta væri mamma hans sem var þarna með honum ...“ Spurðu Lalla bróður! Ragnheiður segir að Dagur hafi litið mjög upp til Lárusar þegar þeir voru litlir og látið hann taka margar ákvarðanir fyrir sig. „Æ, spurðu bara Lalla bróður,“ var oft viðkvæðið þegar hún spurði um skoð- un yngri bróðurins. „Svo breyttist karakterinn um ferm- ingu. Þá varð hann mjög sjálfstæður í skoðunum og vildi til dæmis alltaf fá að ráða þegar keyptur var á hann fatnaður. En hann var alltaf mjög þægilegur.“ FÉKK AÐ FARA FIMM ÁRA Í SKÓLA Dagur ásamt foreldrum sínum, Sigurði Dagssyni og Ragnheiði Lárusdóttur, á þeim stað þar sem Íslendingar bjuggu í Ólympíuþorpinu þegar leikarnir fóru fram í Berlín árið 1936. SVIÐSLJÓS 22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7.2. 2016 Morgunblaðið/Golli Dagur í leik með lands- liðinu á Ólympíu- leikunum í Aþenu 2004. „Dagur Ragnheiðarson“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.