Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.02.2016, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.02.2016, Blaðsíða 51
7.2. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 51 „Ég vann eins og brjálæðingur á milli þess sem ég þeyttist um að lesa upp úr minni bók fyrir síðustu jól þannig að ég las lítið. Þegar ég leit svo upp í janúar átti ég talsvert af bókum sem ég hef ekki lesið, bæk- ur sem ég hafði eignast með því að skipta við aðra höf- unda. Ég hef verið á leiðinni að skiptast á bókum við Kristínu Ómarsdóttur, en við höfum haft þann háttinn á að við göngum hvort um sig með bók í vasanum og bíðum eftir því að guð stefni okkur saman, en það hefur ekki gerst ennþá, það er eitthvert ves- en á guði. Við höf- um því ákveðið að grípa fram fyrir hendurnar á honum og ætlum að hittast í næstu viku til að eiga bókabýtti og ég hlakka til að lesa bókina hennar Flækinginn. Ég verð svo að lesa Sjóveikur í München eftir Hallgrím Helgason, Hundadaga Einars Más og Kal- mann, ég hef ekki lesið neitt af þessu. Ég er reyndar búinn að lesa Stóra skjálfta Auðar Jónsdóttur mér til mikillar ánægju og svo var ég líka að klára Geirmundar sögu heljarskinns eftir Bergsvein Birg- isson og hún er mjög fín. Hermann Stefánsson Óli G. á vinnustofu sinni á Akureyri snemma árs 2010. Hann lést í janúar 2011. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson BÓKSALA JANÚAR 1 DauðaslóðinSara Blædel 2 SogiðYrsa Sigurðardóttir 3 Fram hjáJill Alexander Essbaum 4 Þýska húsiðArnaldur Indriðason 5 Almanak HÍ 2016Ýmsir 6 Konan í blokkinniJónína Leósdóttir 7 Stóri skjálftiAuður Jónsdóttir 8 Þín eigin goðsagaÆvar Þór Benediktsson 9 Mínímalískur lífsstíllÁslaug Guðrúnardóttir 10 Mamma klikk!Gunnar Helgason 11 Stríðsárin 1938 - 1945Páll Baldvin Baldvinsson 12 Tíminn minn: dagbókBjörg Thorhallsdóttir 13 Konan í lestinniPaula Hawkins 14 Mitt eigið HarmagedónAnna Heiða Pálsdóttir 15 Almanak HÍÞÝmsir 16 Ég man þigYrsa Sigurðardóttir 17 Fávís mærIda Simons 18 Nóttin langaStefán Máni 19 Heilsubók Röggu naglaRagnhildur Þórðardóttir 20 Sjálfstætt fólkHalldór Laxness Listinn er tekinn saman af FÍBÚT MIG LANGAR AÐ LESA Helsta teiknimyndahátíð Frakk- lands, og ein sú helsta í Evrópu al- mennt, er Angoulême-hátíðin, sem haldin er í samnefndri borg í suð- vesturhluta Frakklands. Hátíðin hefur iðulega verið umdeild, en aldrei eins og nú. Að þessu sinni komst hún í fréttirnar fyrir það þegar tilnefn- ingar voru kynntar til heið- ursverðlauna hátíðarinnar, enda var engin kona á þeim lista, en þrjátíu karlar. Fyrir vikið óskuðu margir þekktustu teiknimynda- frömuðir Frakka eftir því að nafn þeirra yrði tekið af viðkomandi lista og hátíðarhaldarar bættu konum á listann til að bregðast við ánægju manna, en þess má geta að ein kona hefur hlotið þessa við- urkenningu í 43 ára sögu verð- launanna. Næsta uppákoma var ekki síður fréttnæm, en kynnir helstu verð- launa kvöldsins byrjaði á að til- kynna nokkra verðlaunahafa, en hætti síðan við, sagðist hafa verið að spauga og las upp réttu nöfnin. Þetta olli eðlilega mikilli óánægju þeirra sem fyrst voru nefndir og hermir sagan að sumir hafi farið grátandi út úr salnum. Hinir raunverulegu handhafar verðlauna Angouleme teiknimyndahátíðarinnar, Fauve d’Angouleme Prix du Public Cultura. AFP Umdeild hátíð GRÁTT GAMAN 1. Notandi þarf að vera með fulla áskrift og skráður á mbl.is 2. Það er gert á forsíðu mbl.is, efst í vinstra horninu (Innskráning · nýskráning) 3. Þú færð Morgunblaðs-appið á App Store og Play Store 4. Kennitala er skráð sem notandanafn 5. Lykilorð er það sama og á mbl.is SVONA SKRÁIR ÞÚ ÞIG Ef þú þarft frekari aðstoð hafðu þá samband við okkur í síma 569 1100 VIÐBÓT FYRIR ÁSKRIFENDUR v Fáðu Moggann þinn hvar sem er og hvenær sem er Nú fylgir Morgunblaðið í rafrænni útgáfu fyrir spjaldtölvur og snjallsíma MOGGINN ÁSKRIFENDUR ATHUGIÐ *RAFRÆN ÚTGÁFA MORGUNBLAÐSINS, E-MOGGINN, FÆST BÆÐI FYRIR IPAD OG ANDROID 2.2. OG NÝRRI ÚTGÁFUR. **GILDIR FYRIR ÞÁ SEM ERU MEÐ FULLA ÁSKRIFT. * **
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.