Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.02.2016, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.02.2016, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7.2. 2016 LESBÓK ÞRASS Hið goðsagnakennda bandaríska þrassband Megadeth sendi á dögunum frá sér sína fimmtándu hljóðversskífu, Dystopia. Hefur hún fallið í frjóa jörð og renndi sér til að mynda beint í þriðja sæti Billboard 200-listans í Bandaríkjunum sem er besti árangur Megadeth í tæpan aldarfjórðung en Countdown to Extinction náði öðru sæti árið 1992. Megadeth, sem lék á Íslandi árið 2005, hlýtur að daðra við heimsmet í mannabreytingum og teflir nú fram tveimur nýjum meðlimum; brasilíska gítaristanum Kiko Loureiro og trymblinum Chris Adler úr Lamb of God. Mun sá síðarnefndi framvegis leika með báðum böndum. Oddviti Megadeth og aðallaga- og textahöf- undur er sem fyrr Dave Mustaine. Enn þrassar Megadeth Morgunblaðið/Sverrir Dave Must- aine á Nasa. KVIKMYNDIR Frans páfi verður fyrsti páfinn til að leika í kvikmynd en hann mun koma fram í fjöl- skyldumyndinni Beyond the Sun sem tekin verður upp á Ítalíu á næstunni. Ekki er reiknað með að páfi sæki leiklistarnámskeið af þessum sökum en hann mun „leika“ sjálfan sig í myndinni. Tvennum sögum fer af því hversu stórt hlutverk páfa verður í myndinni, sum- ir segja að hann hafi stóru hlutverki að gegna en aðrir að einungis sé um stutta prédikun að ræða, þar sem páfi leggur ungmennum lífsreglurnar. Allur ágóði af myndinni mun renna til góðgerðarmála. Vegna um- ræðna um myndina fann Páfagarður sig knúinn til að senda frá sér yfirlýsingu í vikunni. Hún hljóðar svo: „Páfinn er ekki leikari!“ Frans páfi leikur í kvikmynd AFP Frans páfa er margt til lista lagt. Bellis-feðgar ásamt hin hressu Betty. Engin verðlaun fyrir Betty FURÐUR David nokkur Bellis fór á dögunum með sigur af hólmi í sjálfu-samkeppni ferðaskrifstof- unnar Thomson Holidays’ í Bret- landi en með honum á myndinni eru sonur hans, Jacob, og hryssan Betty, sem þeir rákust á í grennd við heimili sitt í Wales. Skælbros- andi. Í verðlaun var ferð að eigin vali að verðmæti 200 þúsund krón- ur. Eigandi Bettyar, Nicola Mitch- ell, móðgaðist ógurlega þegar hún frétti af þessu enda hafði Betty að hennar mati unnið verðlaunin fyrir feðgana. Í framhaldi af kvörtun hennar fór ferðaskrifstofan yfir málið og Bellis heldur verðlaun- unum. Og Betty situr eftir heima – með sárt ennið. FURÐUR Dómari nokkur í Pennsylv- ania-ríki í Banda- ríkjunum hefur neyðst til að setja upp skilti í anddyri dóms- hússins, þar sem hann bannar fólki að mæta í nátt- fötum í dómsal. Nokkur brögð munu hafa verið að þessu og á end- anum brast þolinmæði dómarans. „Það er vaxandi vandamál að fólk klæðir sig ekki almennilega áð- ur en það kemur fyrir dóm, sem það ætti auðvitað að gera. Sama máli gegnir um dómsal og kirkju, menn klæða sig upp á áður en þeir mæta þangað,“ sagði dómarinn, Craig Long að nafni. Úr náttfötunum FURÐUR Glæpamaður í Banda- ríkjunum tók vonda ákvörðun á dögunum sem leiddi til handtöku hans. Hann byrjaði á því að brjótast inn hjá aldraðri konu og ræna hana. Lítið fé reyndist í íbúðinni, þannig að bófinn dró konuna með sér út í hraðbanka. Þar gat hún aðeins tek- ið út 400 af þeim 2.000 dollurum sem hann sóttist eftir. Bað ræning- inn hana þá að hitta sig á tilteknum stað tveimur dögum síðar með af- ganginn. Sú gamla hafði þá lögregl- una með sér sem handtók manninn. Rænulítill ræningi Fá lög hafa verið sungin meira afæsku þessa lands á fyrstu vik-um ársins en „Allir með“, lokalagið úr Áramótaskaupinu með Steinda jr., Agli Ólafssyni og fé- lögum, og óhætt að fullyrða að það hafi náð óvenjumiklum vinsældum af lagi úr skemmtiþætti að vera. „Allir með“ hefur til að mynda komist á topp vinsældalista bæði Bylgunnar og FM 95,7 og er nú í fjórða sæti vin- sældalista Rásar 2. Steindi segir ekki annað hafa komið til greina en að hafa lokalagið frumsamið en það er eftir Stop Wait Go-hópinn sem líka samdi textann í samvinnu við Steinda. „Það er heilög stund þegar lokalagið í Skaupinu fer í gang og varla hægt að hugsa sér betra tækifæri til að koma tónlist á framfæri; öll þjóðin er að horfa. Þess vegna fer vel á því að hafa lagið frumsamið,“ segir hann. Steindi segir höfundana hafa lagt upp með að lagið gæti lifað lengur en þessa einu kvöldstund og það hafi greinilega tekist. „Markmiðið var að gera lag sem myndi fá spilun í útvarpi og á skemmtistöðum. Sjálfur kíkti ég út á lífið um daginn og heyrði lagið spilað. Það var mjög góð tilfinning og ég lét mér ekki nægja að syngja með, heldur dustaði líka rykið af dansskónum. Það var sjón að sjá,“ segir hann hlæjandi. Steindi viðurkennir að þjappa hafi þurft miklu efni saman á aðeins þremur mínútum en útgangs- punktur lagsins var að góðærið væri komið aftur. „Við eyddum miklum tíma í þetta og segja má að ég hafi verið með lagið í eyrunum í heilan mánuð; heima, í bílnum og í síman- um. Þegar ég geri svona lög fer ég alltaf fimm til sex sinnum í stúdíó og breyti einhverju,“ segir hann. Að hans mati voru félagarnir í Stop Wait Go réttu mennirnir til að semja lagið enda hafi þeir einstakt nef fyrir grípandi laglínum. „Við vorum líka sammála um að enginn yrði betri í viðlagið en Egill Ólafsson og sem betur fer tók hann okkur strax vel. Fyrir utan sönginn var frá- bært að hafa Egil líka í loka- atriðinu enda er hann ógeðs- lega góður leikari.“ Arnar Eggert Thoroddsen, dokt- orsnemi í tónlist- arfræðum, kveðst í auknum mæli vera farinn að skoða vinsældir dægurlaga út frá forminu og tækninni. Nýir hlutir, eins og Spotify og YouTube, séu tvímælalaust til þess fallnir að halda lögum lengur á lífi en áður þekktist. „Auðvelt er að giska á að lög úr Skaupinu og öðrum gaman- þáttum hefðu fengið lengra líf á sín- um tíma hefði þessi tækni verið kom- in fram á sjónarsviðið,“ segir hann. Vinsældir Steinda Arnar Eggert segir einnig vert að taka tillit til gríðarlegra vinsælda Steinda jr. meðal yngstu kynslóða þessa lands. Flest sem hann geri veki athygli af þeim sökum. Honum þykir innlegg Egils Ólafssonar skemmtilegt en efast þó um að það hafi haft úrslitaáhrif á vinsældir lagsins. Egill höfði meira til eldri hlust- enda. „Það má heldur ekki gleyma því að vel var lagt í atriðið sjálft, sem var alveg ljómandi skemmtilegt og skar sig frá öðru efni í Skaupinu. Allt hefur þetta áhrif.“ Áramóta- skaupið á að vera ádeila og Arnari Eggerti þykir „Allir með“ ganga prýðilega upp í því sambandi. Óvenjumargt sé dregið saman á aðeins þremur mínútum. „Ef maður fer í meiri djúpsjávar- köfun þá á Skaupið að vera ádeila, menn eiga að pota í stjórnvöld og helst stinga á kýlum. Séu menn klár- ir eru þeir með beitt vopn á hendi og það á ljómandi vel við í þessu tilviki.“ Hann segir lokalag Áramóta- skaupsins 2008, „Skrúðkrimmar“, hafa verið einstaklega beitt að þessu leyti en þar var lagt út af lagi Mich- aels Jacksons, „Smooth Criminal“, og bankamenn og útrásarvíkingar fengu á baukinn. „Það lag varð svo- lítið vinsælt og var nokkuð lengi í umræðunni.“ „Skrúðkrimmar“ var ekki frum- samið lag, eins og „Allir með“. Arnar Eggert segir alltaf metnaðarfullt að tefla frumsömdu efni fram í þessu sambandi en viðurkennir þó að lagið höfði ekki sérstaklega til hans. „Höf- undar lagsins, þeir félagar í Stop Wait Go, eru afkastamiklir og klárir í sínu fagi. Þetta lag er samt ekkert sérlega merkilegt. Það verður að segjast eins og er. Annars er ekkert að marka mig; ég er bara einfalt popphænsn. Ef ég hefði lagið í eyr- unum nokkuð stöðugt í einhverja daga myndi ég ábyggilega úrskurða það meistaraverk,“ segir hann kími- leitur. Egill Ólafsson og Steindi jr. í lokalagi áramótaskaupsins, „Allir með“. Dustaði rykið af dansskónum Lokalag Áramótaskaupsins 2015, „Allir með“, hefur notið mikilla vinsælda og lifir enn góðu lífi með þjóðinni meira en mánuði eftir að það var frumflutt. Það er ekki algengt með lög úr skemmtiþáttum. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Arnar Eggert Thoroddsen
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.