Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurfebrúar 2016næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    31123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    282912345
    6789101112

Morgunblaðið - 16.02.2016, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 16.02.2016, Blaðsíða 1
ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 2016 ÍÞRÓTTIR Sigurlaug Rúnarsdóttir Einn reyndasti leikmaður Olís-deildarinnar. Var hætt eftir að hafa eignast þriðja barnið en Kristín dró hana aftur á æfingar. Húmoristi sem fer óhikað á vítalínuna í jöfnum úrslitaleik. 3 Íþróttir mbl.is  Anna Ólafsdóttir náði bestum ár- angri af þremur íslenskum sundkon- um sem kepptu á Ólympíuleikunum í London árið 1948.  Anna fæddist 1932 og keppti fyrir Ármann. Hún varð í 18. sæti í 200 m bringusundi í London, þá aðeins fimm- tán ára gömul, og það var ekki fyrr en á leikunum í London árið 2012 að ís- lensk sundkona náði lengra á Ólymp- íuleikum. Anna var besta bringusunds- kona landsins um árabil og setti fjölda Íslandsmeta. ÍÞRÓTTA- MAÐUR- DAGSINS Á AKUREYRI Einar Sigtryggsson sport@mbl.is SA Ásynjur unnu stórsigur á liði Bjarnarins, 10:2, í fyrstu rimmu lið- anna um Íslandsmeistaratitilinn í ís- hokkí kvenna í Skautahöllinni á Ak- ureyri í gærkvöldi. Næsti leikur fer fram annað kvöld í Egilshöllinni í Grafarvogi. Vinni SA Ásynjur þann leik tryggja þær sér Íslandsmeist- aratitilinn. Leikurinn var ójafn en engin ein- stefna því Björninn átti nokkur góð færi í leiknum. Elise Marie Valjaots í marki heimakvenna var klár þegar á þurfti að halda og varði stundum mjög vel. Í hinu markinu hafði Guð- laug Ingibjörg Þorsteinsdóttir í nógu að snúast allan leikinn og þrátt fyrir lokastöðuna má segja að hún hafi átt stórleik. Annar leikmaður í liði Bjarnarins sem vakti athygli var Alexandra Hafsteinsdóttir. Hún er leiftursnögg og var ávallt skeinu- hætt. Þar er á ferð óslípaður dem- antur. Lið Akureyringa er eins og óvinnandi herdeild með harðskeytta og lipra leikmenn. Þar innan um eru nokkrir afar ungir og efnilegir leik- menn, þeir yngstu aðeins 12 ára. Val- inn maður er í hverju rúmi og nokkr- ir leikmenn utan hóps í þokkabót. Mörk/stoðsendingar – Ásynjur: Silvía Rán Björgvinsdóttir 3/1, Kol- brún María Garðarsdóttir 2/2, Sarah Smiley 2/1, Linda Brá Sveinsdóttir 1/1, Sunna Björgvinsdóttir 1/1, Birna Baldursdóttir 1/1, Thelma Guð- mundsdóttir 0/2, Arndís Sigurðar- dóttir 0/1, Eva Karvelsdóttir 0/1. Björninn: Elva Hjálmarsdóttir 1/0, Alexandra Hafsteinsdóttir 1/0, Lilja Sigfúsdóttir 0/1, Karen Þóris- dóttir 0/1, Sigríður Finnbogadóttir 0/1. Ásynjur eru í lykilstöðu  Eftir stórsigur á heimavelli Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Yfirburðir Akureyringurinn Birna Baldursdóttir með pökkinn í stórsigri norðanstúlkna á Birninum í gærkvöldi. Ólafur Andrés Guðmundsson og samherjar hans í sænska meist- araliðinu IFK Kristianstad unnu HK Malmö, 29:21, í sænsku úrvalsdeildinni í handknattleik í gærkvöldi. Þar með hefur IFK Kristianstad unnið 22 af 23 leikjum keppnistímabilsins og er með yfir- burðastöðu í deildinni. Ólafur skor- aði 5 mörk fyrir IFK Kristianstad. Leó Snær Pétursson komst ekki á blað hjá Malmö. iben@mbl.is Enn einn sigurinn Ólafur Andrés Guðmundsson Guðmundur Hilmarsson gummih@mbl.is Geir Þorsteinsson, formaður Knatt- spyrnusambands Íslands, heldur enn í vonina um að Svíinn Lars Lagerbäck framlengi samning sinn við KSÍ sem landsliðsþjálfari karla. Samningur Lagerbäcks við KSÍ rennur út eftir Evrópumótið í Frakklandi í sumar en Svíinn hefur náð frábærum árangri með lands- liðið eftir að hann tók við því í árs- byrjun 2012. Heimir Hallgrímsson var aðstoðarmaður hans fyrstu tvö árin en frá árinu 2014 hafa þeir stýrt liðinu í sameiningu og Heimir á að óbreyttu að taka einn við stjórninni að Evrópukeppninni lok- inni. „Við höfum rætt lítillega þessi mál, ég og Lars, en við ætlum að setjast niður og ræða betur saman í næsta mánuði. Það er alltaf von á meðan við erum að ræða saman en það er eindreginn vilji KSÍ að halda honum,“ sagði Geir í samtali við Morgunblaðið. Lars Lagerbäck er 68 ára gamall og hann er að fara með landslið í lokakeppni stórmóts, EM eða HM, í sjöunda sinn. Undir stjórn Lag- erbäcks og Tommy Söderbergs komust Svíar í úrslitakeppni EM 2000 og 2004 og í úrslitakeppni HM 2002. Lagerbäck stýrði Svíum í úr- slitakeppni HM 2006 og í úr- slitakeppni EM 2008 og liði Nígeríu á HM 2010. Morgunblaðið/Eggert Þjálfari Lars Lagerbäck gæti haldið áfram að Evrópukeppninni lokinni. „Eindreginn vilji“  Rætt nánar við Lars Lagerbäck í næsta mánuði að leika með Vík- ingi í knattspyrn- unni næstu þrjú árin. Víkingar keyptu Martin frá KR en upphæð greiðslunnar var ekki gefin upp. Martin hefur ver- ið hér á landi frá árinu 2010. Fyrst var hann um tveggja ára skeið hjá ÍA en síðustu þrjú árin hefur hann verið í her- búðum KR. „Víkingar sýndu mikinn metnað í að fá mig og fótbolti snýst um að vera ánægður. Maður verður að sætta sig við að maður verður að gera það besta fyrir ferilinn. Sumir segja þetta vera skref niður á við en þetta er það ekki. Þetta er skref upp á við fyrir mig hvað varðar ánægju. Kannski er Víkingur ekki með jafn mikil gæði í sínu liði og KR. Það vita allir en við getum samt unnið KR- inga og við viljum gera vel. Það eru hæfileikaríkir leikmenn hérna svo að þetta var auðveld ákvörðun.“ Nokkuð hefur verið rætt og ritað um framtíð Martin undanfarna mán- uði, en hann var óánægður í her- búðum KR og vildi yfirgefa félagið síðasta sumar. Martin og Bjarni Guð- jónsson, þjálfari KR, komust þó að þeirri niðurstöðu að hann yrði áfram en svo breyttust hlutirnir. „Ég gat verið áfram hjá KR. Þetta snerist ekki um hvað ég get í fótbolta, heldur hvort ég væri ánægður eða ekki. Maður getur ekki spilað fótbolta þegar maður er leiður,“ sagði Gary Martin, Víkingur. Víkingar sýndu metnað  Gary Martin skrifaði undir þriggja ára samning  Gat verið áfram hjá KR Gary Martin FÓTBOLTI Brynjar Ingi Erluson brynjar@mbl.is „Það er ótrúleg tilfinning og ég er mjög spenntur að vera kominn hingað. Ég vil reyna að hjálpa liðinu að komast upp töfluna, sérstaklega eftir tímabilið sem það átti síðasta sumar, og Víkingar vildu virkilega fá mig hingað,“ sagði Gary Martin við Morgunblaðið í gærkvöldi eftir að hann hafði skrifað undir samning um

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: Íþróttir (16.02.2016)
https://timarit.is/issue/391303

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

Íþróttir (16.02.2016)

Aðgerðir: