Morgunblaðið - 16.02.2016, Síða 4
4 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 2016
Mikið er gott að vita að ég
skuli ekki vera sá eini sem er pirr-
aður yfir því að sjá eftirnöfn ís-
lensks íþróttafólks aftan á lands-
liðsbúningum.
Það hefur lengi farið í taug-
arnar hjá mér, eins og lesendur
Morgunblaðsins vita eflaust, að
sjá „Gudmundsson,“ „Skuladott-
ir“ o.s.frv. á íslenskum landsliðs-
treyjum. Skemmtilegar undan-
tekningar hafa verið t.d. hjá
kvennalandsliðinu í fótbolta og
karlalandsliðinu í körfubolta.
„Hlynur,“ „Pavel,“ „Margrét“ og
„Sara“ hefur gefið viðkomandi lið-
um mikið jákvæðari blæ.
KSÍ skýrði frá því í síðustu viku
að eftirnöfn leikmanna yrðu á
keppnisbúningunum í lokakeppni
EM í Frakklandi og það var rök-
stutt með því að það væri betra
fyrir leikmennina sjálfa og þeirra
samninga.
Nú er komin af stað herferð á
netinu þar sem skorað er á stjórn
KSÍ að breyta þessu og vera með
fornöfn leikmanna aftan á keppn-
istreyjunum á EM í sumar. Þetta er
rökstutt með fornafnahefð Íslend-
inga sem tali um Gylfa og Kolbein
en ekki Sigurðsson og Sigþórsson.
Einnig með fordæmi í öðrum
löndum þar sem t.d. nöfn eins og
Ronaldo, Pelé, Kaká, Chicharito
o.fl. sé á keppnistreyjum. Bent er
á að fornöfnin séu styttri og ódýr-
ari í framleiðslu, og líti betur út á
vellinum og í sjónvarpinu.
Þá sé auðveldara að þekkja
leikmennina í sundur. T.d. séu fleiri
en einn Sigurðsson og Skúlason í
landsliði Íslands auk þess sem
nær allir séu með eftirnöfn sem
enda á -son.
Við þetta er engu að bæta
öðru en að benda ykkur á slóðina:
www.ipetitions.com/petition/
fornoefnin-a-treyjurnar
BAKVÖRÐUR
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
NBA
Gunnar Valgeirsson
Los Angeles
Stjörnuleikur NBA deildarinnar fór
fram í Toronto á sunnudagskvöld og
vann Vesturliðið 196:173 þar sem
bæði lið settu stigamet fyrir sína
deild. Eins og geta má var lítið um
varnarleik í þessum leik, ef undan
er skilin síðasta mínúta leiksins
þegar Vesturleikmenn reyndu að
stöðva Paul George frá Indiana Pa-
cers í að bæta stigamet goðsins Wilt
Chamberlain í þessum leikjum.
George var stigahæstur allra leik-
manna með 41 stig, en Russell
Westbrook frá Oklahoma City
Thunder vann nafnbótina „maður
stjörnuleiksins annað árið í röð með
31 stig fyrir Vesturliðið. Enginn
leikmaður hefur unnið þessa nafn-
bót tvö ár í röð í þessum leikjum
síðan Bob Pettit gerði það á sjötta
áratug síðustu aldar.
Kobe vildi gefa öðrum tækifæri
Þessi leikur markaðist mikið af
því að þetta var síðasti stjörnuleikur
Kobe Bryants og hann sagði fyrir
leik að hann myndi gefa öðrum leik-
mönnum tækifæri til að skína í
þessum leik. Hann skoraði tíu stig
og var kátur að spila ekki of lengi í
leiknum.
Þótt þessi leikur hafi á köflum
verið skemmtilegur fyrir augað þeg-
ar leikmenn voru að skora, þá
mættu leikmenn allavega reyna að-
eins meira í að verja skot í þessum
leikjum. Annars er þetta bara
brandari. Leikmenn Hrafnistu gætu
gert betur.
LaVine varði troðslutitilinn
með sýningu
Á laugardag varði bakvörðurinn
Zach LaVine frá Minnesota Tim-
berwolves troðslutitil sinn frá því í
fyrra eftir hreint stórkostlega úr-
slitarimmu gegn framherjanum
Aaron Gordon frá Orlando Magic.
Þeir kappar hefðu sjálfsagt keppt til
úrslita í fyrra, en Gordon fótbrotn-
aði rétt fyrir keppnina þá.
LaVine fékk fullkomið stigaskor í
síðustu sex troðslum sínum gegn
Gordon, en þrír dómarar gáfu Gord-
on 9 af tíu stigu í einni troðslu hans
og það var nóg fyrir LaVine.
Þetta var ein skemmtilegasta
troðslukeppnin um árabil og geta
lesendur fundið myndbönd af þess-
um troðslum víðsvegar á netinu.
Thompson vann Curry
Í þriggja stiga skotkeppninni var
úrslitarimman mest á milli samherj-
anna Klay Thompson og Stephen
Curry frá Golden State Warriors,
þótt nýliðinn Devin Booker frá
Phoenix Suns væri einnig með í úr-
slitaumferðinni. Þeir Thompson og
Curry sýndu að þeir eru nú tvær
bestu þriggja-stiga skyttur deild-
arinnar. Curry hóf úrslitalotuna
með 23 stig, en Thompson var heit-
ur í lokin og hann setti fimm síðustu
skotin sín niður og vann með 27
stigum.
Bara gripið til varnarleiks
á síðustu mínútunni
Stigamet í Stjörnuleik NBA George stöðvaður í að slá met Chamberlains
AFP
Skemmtun Russell Westbrook og Kobe Bryant voru kátir í Stjörnuleiknum. Westbrook var kjörinn maður leiksins
annað árið í röð, fyrstur til þess í 57 ár, og Kobe lék sinn nítjánda og síðasta Stjörnuleik á ferlinum.
Hinn 18 ára gamli Tristan Freyr
Jónsson setti um helgina nýtt Ís-
landsmet í sjöþraut innanhúss í
flokki 18-19 ára, á Meistaramóti í
fjölþrautum í Laugardalshöll.
Tristan, sem keppir fyrir ÍR, fékk
5.442 stig og bætti þar með met Inga
Rúnars Kristinssonar frá árinu 2012
en það var 5.369 stig. Tristan bætti
sig um 336 stig frá því í fyrra og er
afrek hans það fimmta besta í Evr-
ópu á árinu í flokki 19 ára og yngri.
Tristan heldur þar með áfram að
bæta sig en síðasta sumar rauf hann
7.000 stiga múrinn í tugþraut með
glæsibrag. Hann náði þá 7.204 stig-
um og hafnaði í 13. sæti á EM U20
ára í Eskilstuna í Svíþjóð.
Í sjöþrautinni um helgina náði
Tristan eftirfarandi árangri í grein-
unum sjö:
60 metra hlaup: 7,13 sekúndur.
1.000 metra hlaup: 2:49,34 mínútur.
60 metra grindahlaup: 8,14 sekúnd-
ur. Hástökk: 1,93 metrar. Lang-
stökk: 6,88 metrar. Stangarstökk:
4,50 metrar. Kúluvarp (6,0 kg): 11,91
metrar.
Árangur Tristans í grindahlaup-
inu er einnig Íslandsmet í flokki 18-
19 ára, en gamla metið var 8,23 sek-
úndur. sindris@mbl.is
Morgunblaðið/Eggert
Efnilegur Tristan Freyr Jónsson á fullri ferð í grindahlaupi.
Tristan Freyr fimmti
besti í Evrópu á árinu
:
PÖNTUNARFRESTUR AUGLÝSINGA:
fyrir kl. 16 miðvikudaginn 2. mars.
–– Meira fyrir lesendur
NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR:
Katrín Theódórsdóttir
Sími: 569 1105
kata@mbl.is
Fermingarblað
Morgunblaðsins
kemur út föstudaginn
4. mars
SÉRBLAÐ
Fermingarblaðið er eitt af vinsælustu
sérblöðum Morgunblaðsins
og verður blaðið í ár
sérstaklega glæsilegt.
Fjallað verður um allt
sem tengist fermingunni.
FERMINGAR