Morgunblaðið - 16.02.2016, Side 3

Morgunblaðið - 16.02.2016, Side 3
Ársþing KSÍ » Þingið var haldið í 70. skipti á laug- ardaginn og fór fram á Hótel Nordica í Reykjavík. » Öll aðalstjórn KSÍ var endurkjörin. Kristinn Jakobsson tók sæti Þórarins Gunnarssonar í varastjórn og Magnús Björn Ásgrímsson tók sæti Valdemars Einarssonar sem landshlutafulltrúi Austurlands. » Eina breytingin á lögum KSÍ var að stofna 2. deild kvenna, þriðju efstu deild, frá og með tímabilinu 2017. Fjölda ályktunartillagna var vísað til stjórnar KSÍ. reksturinn hjá þeim á þessu ári,“ segir Geir en illa hefur gengið hjá sumum liðum að ná endum saman. Í ræðu Geirs á ársþinginu kom fram að heildarskuldastaða 24 efstu fé- laganna í árslok 2014 var um 500 m.kr. og versnaði um 40 m.kr. á milli ára. Skuldastaðan versnaði hjá 12 félögum á milli ára. Hvað fer mikið fé af þessum 1.130 milljónum króna í þátttöku karlalandsliðsins á EM? „Við áætlum að það geti verið um 600 milljónir króna og við vonum að þessar áætlanir standist. Það er alltaf einhver óvissa um þætti í kringum svona en við vonumst til að geta haldið okkur við þessa tölu. Undirbúningur okkar fyrir mótið gengur vel. Fyrsta skrefið var að kortleggja leikina og leikjapró- grammið. UEFA gerir miklar kröfur á ýmsum sviðum og í byrj- um mars fara átta manns frá KSÍ í vinnubúðir þar sem skipulagðir verða ýmsir þættir varðandi mót- ið, tæknimálin, öryggismálin og fleiri atriði.“ Greiðslur í takt við hin Norðurlöndin Getur þú upplýst hversu háa upphæð KSÍ greiðir landsliðs- mönnum fyrir að spila á Evrópu- mótinu auk bónusgreiðslna? „Sú fjárhæð sem leikmenn fá er bundin trúnaði en það eina sem ég get sagt í þessu sambandi er að þær greiðslur eru í takt við það sem hin Norðurlöndin gera. Ég hef átt góð samskipti við kollega mína í Svíþjóð og Danmörku sem hafa verið reglulegustu gestirnir á lokamótum og ég leitaði eftir þeirra aðstoð í þessum efnum,“ sagði Geir en stór hluti þeirra 600 milljóna króna sem KSÍ eyrna- merkir þátttöku Íslands á Evrópu- mótinu fer í að greiða leikmönnum og þjálfurum. Íslendingar og Svíar verða fulltrúar Norðurlandanna á Evrópumótinu en Norðmenn og Danir misstu af lestinni þar sem þeir töpuðu í umspili um sæti í lokakeppninni. Raunhæft að stækka Laugardalsvöll? KSÍ greindi frá því í haust að samningur hefði verið gerður við Borgarbrag, fyrirtæki sem stofnað var í fyrravor, um að kanna raun- hæfi þess að stækka Laugardals- völl. Spurður um stöðuna á þessu máli sagði Geir; „Næsta skrefið gæti verið að gera formlega hagkvæmnis- athugun og fá til þess erlenda að- ila sem hafa gert slíkt áður, hafa byggt upp leikvanga og rekið þá. Við tökum ákvörðun um það um næstu mánaðamót hvort við förum í þetta og þá yrði þessi hag- kvæmnisathugun unnin á næstu mánuðum. Að henni lokinni væri þá hugsanlega hægt að taka ein- hverjar ákvarðanir.“ ÍÞRÓTTIR 3 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 2016 Kringlukast-arinn efni- legi Guðni Valur Guðnason keppti í annað sinn á al- þjóðlegu móti í kringlukasti inn- anhúss um helgina þegar hann tók þátt í móti í Tipshallen í Växjö í Svíþjóð. Guðni Valur vann keppnina og kast- aði 58,47 m. Guðni Valur, sem æfir undir handleiðslu Péturs Guðmunds- sonar, kastaði tvívegis yfir 60 metra í upphitun og var sem fyrr segir ná- lægt því að slá glænýtt Íslandsmet sitt, 58,59 metra, sem hann setti á Botnia-leikunum í Finnlandi fyrir rúmri viku.    Knattspyrnudeild KR hefur hafn-að öðru tilboði sænska meistaraliðsins IFK Norrköping í Hólmbert Aron Friðjónsson, en þetta kom fram á Fótbolta.net í gær. Hólmbert er uppalinn í HK en gekk í raðir Fram árið 2011. Þaðan fór hann svo til Glasgow Celtic, þar sem hon- um tókst ekki að festa sig sessi og var því lánaður til danska félagsins Bröndby, áður en hann kom aftur heim á síðasta ári og samdi við KR.    Liverpool staðfesti í gær að mið-vörðurinn Joel Matip myndi ganga í raðir félagsins í sumar frá þýska liðinu Schalke. Hann kemur til félagsins án greiðslu, en samningur hans við Schalke rennur út eftir tíma- bilið. Matip er 24 ára gamall og gerir fjögurra ára samning við Liverpool. Hann getur einnig spilað á miðjunni, en hann hefur spilað með Schalke frá árinu 2009. Hann á að baki 27 lands- leiki fyrir Kamerún og er annar leik- maðurinn sem Jürgen Klopp fær til liðs við sig síðan hann tók við stjórn liðsins. Serbneski miðjumaðurinn Marko Grujic skrifaði undir fimm ára samning í janúar en leikur sem láns- maður hjá Rauðu stjörnunni út tíma- bilið.    Ítalski landsliðsmaðurinn MarcoVerratti framlengdi í gær samn- ing sinn við Paris Saint-Germain og er hann nú samningsbundinn félag- inu til ársins 2020. Verratti er 23 ára gamall og hefur leikið með Parísarlið- inu frá árinu 2012. Hann hefur verið orðaður við félög á borð við Barce- lona, Bayern München og Real Ma- drid en hefur nú ákveðið að halda kyrru fyrir og framlengja samning sinn við Paris SG í þriðja sinn.    Jamie Vardy,framherji Leicester, er markahæstur í ensku úrvals- deildinni. Vardy hefur skorað 19 mörk, þremur mörkum meira en þeir Harry Kane, Tottenham, og Romelu Lukaku úr Everton, sem báðir hafa skorað 16 mörk. Þar á eftir koma Sergio Agüero, Man. City, Odion Ighalo, Watford, og Riyad Mahrez, Leicest- er, sem hafa skorað 14 mörk hver.    Handknattleiksmaðurinn RóbertAron Hostert leikur ekki með liði sínu Mors-Thy næstu vikurnar vegna höfuðmeiðsla. Þetta kom fram á vefmiðlinum Fimmeinn.is í gær. Þar segir að Róbert hafi fengið þungt höfuðhögg í leik í síðustu viku og svo annað á æfingu síðastliðinn föstudag. Meiðslin séu þess eðlis að Róbert verði að taka sér hvíld frá handbolta næstu vikurnar.    Makedónski miðvörðurinn DanielIvanovski, sem lék með Fjölni í Pepsi-deild karla í knattspyrnu fyrri hluta síðustu leiktíðar, hefur skrifað undir nýjan samning við félagið. Fólk folk@mbl.is 19. UMFERÐ Sindri Sverrisson sindris@mbl.is „Hún er ein af þeim sem ná að fara niður á plan þeirra yngri í liðinu þegar þess þarf, og stíga upp og vera þessi flotta „mamma“ í hópnum þegar þess þarf,“ sagði Kristín Guð- mundsdóttir, um Sigurlaugu Rúnu Rúnarsdóttur, liðsfélaga sinn hjá Val. Sigurlaug er leikmaður 19. um- ferðar Olís-deildarinnar í handbolta, en hún skoraði sjö mörk í öruggum sigri á Fylki. Eftir sigurinn er Valur þremur stigum frá toppliði Gróttu, í 4. sæti. Sigurlaug er einn af reyndustu leikmönnum deildarinnar, en þessi 37 ára gamla handboltakona var far- in að gera sig gildandi í meistara- flokki Vals um miðjan tíunda áratug síðustu aldar. Hún fór með Val í bikarúrslit árið 1997 og fagnaði titl- inum með liðinu þremur árum síðar með sigri á Gróttu/KR, þar sem Sigurlaug þótti meðal annars hafa góðar gætur á Öllu Gorkorian, lyk- ilmanni andstæðinganna. Á þessum tíma var kvennalið Vals hins vegar ekki neitt stórveldi en Sigurlaug sagði sjálf í viðtali við Valsblaðið 2003 að það væri einmitt hennar mottó að breyta því og gera Val að kvennaveldi í handboltanum. Sigurlaug var þá komin aftur heim eftir nám í Danmörku, þar sem hún lék með Rödovre í 1. deildinni. Sigurlaug lék svo áfram með Val, enda mikil Valskona og tilheyrir frá- bærri kynslóð Valskvenna ásamt Örnu Grímsdóttur, Hafrúnu Krist- jánsdóttur, Berglindi Írisi Hans- dóttur og fleirum. Og Sigurlaug fékk að upplifa það þegar Valur varð svo sannarlega stórveldi og raðaði til sín titlum árin 2010-2014. Það gerði hún hins vegar að mestu af áhorfenda- pöllunum, en Sigurlaug átti þrjú börn á árunum 2005-2009, og virtist eftir fæðingu þriðja barnsins hafa látið gott heita í keppni þeirra bestu hér á landi. Það leist Kristínu ekki nægilega vel á. Frábær í úrslitaleik 2014 eftir langt hlé „Ég dró hana aftur á æfingar með okkur um áramótin 2013-2014, þegar við urðum svo bikarmeistarar og Ís- landsmeistarar um vorið. Við vorum nágrannar þá og hún hafði verið að spila með mínum gömlu vinkonum í Víkingi í utandeildinni, ásamt fleir- um úr Val. Ég var alltaf að tuða í henni að koma aftur og hún sló til um áramótin, og átti svo frábæran úrslitaleik þegar við tryggðum okkur titilinn auk þess að hjálpa okkur bara rosalega mikið að öðru leyti. Hún er með rosalega kaldan haus og er þessi týpa sem maður setur á vítalínuna þegar það er jafnt í úr- slitaleik,“ sagði Kristín. Síðustu tvö tímabil hefur Sigurlaug svo leikið lykilhlutverk hjá Val, eftir þær miklu breytingar sem urðu á liðinu sumar- ið 2014. „Eftir titilinn 2014 var Valsliðið bara að fara til fjandans og um tíma leit út fyrir að það yrði bara ekki meira með. Ég og Óskar Bjarni (Óskarsson) vildum halda þessu uppi, og Sigurlaug slóst í þann hóp, sem var alveg æðislegt. Maðurinn hennar, Stefán Karlsson, hefur svo komið inn síðustu ár sem formaður handknattleiksdeildar, sem er líka stór ástæða fyrir því að við erum enn á þessum stað,“ benti Kristín á. Hún segir vart hægt að hugsa sér betri liðsfélaga en Sigurlaugu, sem hún lék fyrst með í U16-landsliði seint á síð- ustu öld: „Hún gefst aldrei upp, fer aldrei í fýlu og er aldrei pirruð. Hún er alltaf tilbúin að reka á eftir hinum í liðinu og hjálpa okkur. Það er rosalega þægilegt að æfa með henni, það líkar öllum við hana, og svo er hún lúmsk- ur húmoristi með góðan húmor fyrir sjálfri sér. Hún er svolítil Pollýanna, finnst gaman að segja brandara en er yfirleitt búin að segja lokalínuna áður en brandarinn er búinn,“ sagði Krist- ín og hló. „Svo hlær hún alltaf manna mest að sjálfri sér, og það finnst okkur ótrúlega fyndið,“ bætti hún við létt. Handbolti kvenna: Leikmaður umferðarinnar Húmoristi sem fer á vítalínuna í úrslitaleik  Sigurlaug er einn reyndasti leikmaður deildarinnar  Gefst aldrei upp Morgunblaðið/Eva Björk Reynsla Sigurlaug Rúnarsdóttir hóf að leika með Val á ný 2014 og hefur hjálp- að liðinu mikið eftir að talsverðar breytingar urðu á því. Kristinn Jakobsson, fyrrverandi milliríkjadómari í knattspyrnu, tók sæti í varastjórn Knattspyrnusambands Íslands á ársþingi sambandsins um helgina. Þar með eru nú feðgar saman í stjórninni því faðir Kristins, Jakob Skúlason, situr þar sem landshlutafulltrúi Vesturlands en hann hefur sinnt því hlutverki um langt árabil. Feðgarnir í varastjórn KSÍ ÚR DÓMGÆSLUNNI Í STJÓRNARSTÖRFIN Saman Kristinn Jakobsson og Jakob Skúlason á KSÍ-þinginu. Þrír nýliðar eru í íslenska landsliðs- hópnum í körfuknattleik kvenna sem Ívar Ásgrímsson landsliðsþjálf- ari tilkynnti í gær fyrir næstu leiki í undankeppni Evrópumótsins. Ísland mætir Portúgal á útivelli á laugardaginn kemur, 20. febrúar, og Ungverjalandi í Laugardalshöllinni miðvikudaginn 24. febrúar. Sylvía Rún Hálfdánardóttir úr Haukum, sem er aðeins 17 ára, er í hópnum, eins og þær Salbjörg Ragna Sævarsdóttir úr Hamri og María Björnsdóttir úr Snæfelli, en þessar þrjár hafa ekki spilað A- landsleik. Þá bætast við hópinn þær Hall- veig Jónsdóttir úr Val, Ingunn Embla Kristínardóttir úr Grindavík og Margrét Kara Sturludóttir úr Stjörnunni. Þær voru ekki í hópnum þegar Ísland lék fyrstu tvo leiki sína í keppninni. Ísland tapaði þeim báð- um, gegn Ungverjalandi ytra og Slóvakíu á heimavelli. Portúgal er einnig án sigurs í undankeppninni til þessa. Áfram í hópnum eru eftirtaldir leikmenn: Auður Íris Ólafsdóttir (Haukum), Berglind Gunnarsdóttir (Snæfelli), Bergþóra Tómasdóttir (Val), Björg Einarsdóttir (Grindavík), Bryndís Guðmundsdóttir (Snæfelli), Guð- björg Sverrisdóttir (Val), Gunn- hildur Gunnarsdóttir (Snæfelli), Helena Sverrisdóttir (Haukum), Jó- hanna Björk Sveinsdóttir (Hauk- um), Marín Laufey Davíðsdóttir (Keflavík), Pálína Gunnlaugsdóttir (Haukum), Ragna Margrét Brynj- arsdóttir (Stjörnunni), Sandra Lind Þrastardóttir (Keflavík), Sigrún Sjöfn Ámundadóttir (Grindavík). vs@mbl.is Þrír nýliðar valdir fyrir EM-leikina

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.