Morgunblaðið - 16.02.2016, Síða 2

Morgunblaðið - 16.02.2016, Síða 2
KSÍ Guðmundur Hilmarsson gummih@mbl.is „Ég held að hvað fjárhag og ár- angur varðar hafi staða okkar aldrei verið jafn sterk og á þessum tímapunkti,“ sagði Geir Þorsteins- son, formaður Knattspyrnusam- bands Íslands, við Morgunblaðið en 70. ársþing KSÍ var haldið um nýliðna helgi. Að teknu tilliti til fjármagnsliða var hagnaður af starfsemi KSÍ 157 milljónir króna, en áætlun gerði ráð fyrir 153 millj- óna króna hagnaði. ,,Rekstur KSÍ á nýliðnu ári gekk vel og það eru engar sérstakar kvaðir á sambandinu. Fjárhags- staðan er sterk og það eru spenn- andi tímar framundan en árang- urinn úti á vellinum á síðasta ári var stórkostlegur,“ segir Geir, sem var endurkjörinn í fyrra til tveggja ára en hann hefur setið á for- mannsstóli frá árinu 2007. 1.130 milljónir frá UEFA Eins og alþjóð veit tekur karla- landsliðið þátt í sínu fyrsta stórmóti í sumar þegar liðið tekur þátt í úr- slitakeppni Evrópumótsins í Frakk- landi. KSÍ fær 8 milljónir evra í greiðslu frá UEFA vegna þátttök- unnar en sú upphæð jafngildir 1.130 milljónum króna. Stjórn KSÍ hefur ákveðið að um 300 milljónir króna muni renna til aðildarfélaga KSÍ á árinu sem sérstakt EM framlag auk þess sem barna- og unglingastyrkur mun hækka um 30% og styrkur vegna leyfiskerfis mun hækka um 15%. „Það er ekki spurning að hagur KSÍ vænkast með þessum greiðslum frá UEFA sem er bara mjög ánægjulegt. Hagur íslenskra félaga mun að sama skapi vænkast og vonandi gerir þetta það að verk- um að athyglin á íslenskum leik- mönnum muni aukast og þeir verði verðmætari. Þessi EM greiðsla til félaganna mun hjálpa mikið til við Staða okkar hefur aldrei verið betri Ljósmynd/KSÍ Formaður Geir Þorsteinsson í ræðustóli á þinginu. Hann hefur gegnt emb- ættinu frá 2007 og var kjörinn til tveggja ára fyrir einu ári.  Fjárhagsstaða KSÍ sterk og miklar tekjur af EM í sumar  Undirbúning- urinn fyrir Evrópumótið í Frakklandi gengur vel, segir Geir Þorsteinsson  Leikmannagreiðslur trúnaðarmál 2 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 2016 England B-deild: Leeds – Middlesbrough............................0:0 Staðan: Hull 30 18 5 7 47:19 59 Middlesbrough 30 17 7 6 39:16 58 Burnley 31 15 11 5 48:26 56 Brighton 30 15 11 4 40:30 56 Sheffield Wed. 31 14 11 6 49:33 53 Derby 31 13 12 6 40:27 51 Birmingham 31 13 9 9 38:30 48 Ipswich 31 13 9 9 40:39 48 Cardiff 31 11 13 7 38:33 46 Nottingham F. 31 10 12 9 31:27 42 Preston 31 10 12 9 29:29 42 Wolves 31 10 10 11 40:42 40 Brentford 31 11 7 13 42:48 40 QPR 31 9 12 10 37:38 39 Reading 31 9 10 12 33:33 37 Leeds 31 8 13 10 29:34 37 Huddersfield 31 9 8 14 42:44 35 Fulham 30 7 11 12 47:50 32 Blackburn 29 6 13 10 25:27 31 MK Dons 31 8 7 16 25:42 31 Bristol City 31 7 10 14 27:48 31 Rotherham 31 7 5 19 36:55 26 Charlton 31 5 10 16 26:56 25 Bolton 31 4 12 15 30:52 24 Þýskaland B-deild: Nürnberg – Bochum ............................... 1:1  Rúrik Gíslason hjá Nürnberg er frá keppni vegna meiðsla. Holland B-deild: Sparta – Jong PSV ................................. 1:0  Óttar Magnús Karlsson var ekki í leik- mannahópi Spörtu.  Albert Guðmundsson sat á meðal vara- manna Jong PSV allan leikinn. Hjörtur Hermannsson var ekki í leikmannahópi liðsins. KNATTSPYRNA 1. deild karla Þróttur – Stjarnan................................ 21:36 Staðan: Stjarnan 15 14 0 1 488:333 28 Fjölnir 15 12 0 3 431:344 24 Selfoss 15 12 0 3 426:361 24 Þróttur 15 6 2 7 368:411 14 Mílan 15 6 1 8 372:380 13 HK 15 5 0 10 417:458 10 ÍH 15 2 0 13 385:486 4 KR 15 1 1 13 314:428 3 Svíþjóð Ricoh – Lugi ......................................... 18:24  Magnús Óli Magnússon skoraði 4 mörk fyrir Ricoh og Tandri Már Konráðsson 1. Malmö – Kristianstad ..........................21:29  Leó Snær Pétursson skoraði ekki fyrir Malmö.  Ólafur A. Guðmundsson skoraði 5 mörk fyrir Kristianstad.  Staðan: Kristianstad 44, Alingsås 37, Redbergslid 30, Sävehof 30, Lugi 28, Malmö 27, Ystad 26, Guif 25, Hammarby 24, Ricoh 13, Skövde 12, Karlskrona 11, Aranäs 10, Drott 3. Austur-Evrópudeildin Veszprém – Spartak Vojput .............. 36:29  Aron Pálmarsson var ekki í leikmanna- hópi Veszprém að þessu sinni.  Staðan: Veszprém 40, Vardar Skopje 40, Zagreb 33, Meshkov Brest 33, Tatran Pre- sov 27, Nexe 21, Vojvodina 11, Borac 10, Spartak Vojput 10, Zomimak 2. HANDBOLTI ÍSHOKKÍ Hertz-deild karla, lokaumferð: Akureyri: SA – Björninn...................... 19.45 Laugardalur: SR – Esja....................... 19.45 KNATTSPYRNA Deildabikar karla, Lengjubikarinn: Kórinn: HK – Víkingur R .................... 18.15 Í KVÖLD! 16. UMFERÐ Guðmundur Hilmarsson gummih@mbl.is Ragnar Ágúst Nathanaelsson, risinn í liði Þórs í Þorlákshöfn, er leikmað- ur 16. umferðar í Dominos-deild karla í körfuknattleik en Ragnar átti afbragðsgóðan leik í sigri liðsins á móti ÍR-ingum. Ragnar, sem er 24 ára gamall og 2,18 metrar á hæð, var atkvæðamikill í leiknum. Ragnar skilaði 30 fram- lagspunktum í leiknum en hann skor- aði 14 stig, tók 14 fráköst og átti 6 stoðsendingar í leiknum en hann lék í rúmar 32 mínútur. Morgunblaðið fékk Emil Karel Einarsson, liðsfélaga Ragnars hjá Þór, til að gefa álit sitt á leikmann- inum en Ragnar sneri aftur til Þórs- ara fyrir tímabilið eftir eins árs dvöl hjá sænska úrvalsdeildarliðinu Sundsvall Dragons. Allaf mættur fyrstur „Raggi er hrikalega metnaðar- fullur. Hann er yfirleitt mættur fyrstur á æfingarnar og er frábær karakter í alla staði. Hann er dugleg- ur að „peppa“ mannskapinn upp og er virkilega góður liðsmaður. Í varn- arleiknum er hann liðinu gríðarlega mikilvægur. Hann leyfir okkur að spila fastar utan af velli og við getum í rauninni sent leikmenn til hans og þurfum ekkert að hafa stórar áhyggj- ur af því að þeir séu að fara að skora körfur yfir hann. Hann hjálpar okkur mikið upp á allan takt í vörninni. Það er mjög þægilegt að hafa 218 senti- metra við körfuna,“ segir Emil Karel en Ragnar og körfuboltagoðsögnin Pétur Guðmundsson eru hávöxnustu núlifandi Íslendingarnir, báðir 2,18 metrar á hæð. Körfuboltinn númer eitt, tvö og þrjú „Raggi er rosalega sterkur sókn- arfrákastari og þó svo að það sjáist ekki alltaf í tölfræðiskýrslunni þá býr hann til fullt af skotfærum fyrir okk- ur. Oftar en ekki dregur hann til sín varnarmenn og með því opnar hann færi fyrir okkur. Hjá Ragga er körfuboltinn númer eitt, tvö og þrjú og það er vonandi að hann nái langt,“ sagði Emil Karel. Ragnar hefur á þessu tímabili skorað að meðaltali 13,2 stig í leik og tekið 11,6 fráköst og framlags- punktar hans hafa verið að jafnaði 20,9. Emil segir að Ragnar hafi komið sterkari til baka eftir dvölina hjá Sundsvall og hann sér alveg fyrir sér að Ragnar fari aftur út í atvinnu- mennskuna. „Vonandi fyrir hann þá fær hann aftur tækifæri til að spila úti en það yrði að sama skapi ekki gott fyrir lið- ið,“ segir Emil Karel en Þór spilaði um nýliðna helgi til úrslita í bikar- keppninni í fyrsta sinn en varð þar að láta í minni pokann fyrir Íslands- meisturum KR. „Raggi er mikill leiðtogi í sér og það er mjög fínt að hafa hann í liðinu. Hann er duglegur að stappa stálinu í mannskapinn og hvetja hann áfram. Hann á stóran þátt í góðu gengi liðs- ins. Við höfum spilað saman í nokkur ár. Við vorum saman í drengja- og unglingaflokki þegar Hamar og Þór voru sameinuð. Við vorum með fínt lið og vorum nokkrum sinnum ná- lægt því að vinna titla. Raggi byrjaði seint að æfa körfubolta. Það var allt- af verið að reyna að draga hann á æf- ingar. Hann hafði engan áhuga á því fyrr en Ágúst Björgvinsson kom til Hamars. Hann fékk hann til að koma og þá má segja að áhugi hans hafi kviknað,“ sagði Emil. Þægilegt að hafa 218 sentimetra við körfuna  Ragnar Nathanaelsson er hvetjandi leiðtogi í liði Þórs  Hrikalega metn- aðarfullur, segir Emil Karel Einarsson Morgunblaðið/Eva Björk Sterkur Ragnar Nathanaelsson er illviðráðanlegur undir körfunni og nýtist Þórsliðinu ákaflega vel. Hann hefur leikið 35 landsleiki fyrir Íslands hönd. Körfubolti karla: Leikmaður umferðarinnar Aron Pálmarsson kom ekkert við sögu þegar Veszprém vann Spartak Vojput frá Serbíu, 36:29, á heima- velli í Austur-Evrópudeildinni í handknattleik í gærkvöldi. Aron var einn af fimm sterkum leikmönnum liðsins sem fengu frí frá leiknum. Í þeirra stað fengu óreyndari leikmenn að spreyta sig. Ástæðan fyrir því að leikmenn- irnir fimm fengu leyfi frá leiknum var sú að Veszprém lék í Meistara- deild Evrópu á laugardaginn auk þess sem serbneska liðið þótti ekki hættulegur mótherji. Aron og fé- lagar fengu frí

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.