Morgunblaðið - 12.03.2016, Page 2
2 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. MARS 2016
DÓMARAR
Ívar Benediktsson
iben@mbl.is
„Ég hefði öskrað af gleði hefði ég
ekki verið með veik börn heima sof-
andi,“ sagði Jónas Elíasson hand-
knattleiksdómari, spurður um hver
hans fyrstu viðbrögð hefðu verið
þegar honum bárust þau tíðindi á
föstudaginn fyrir viku að hann og
félagi hans, Anton Gylfi Pálsson,
hefðu verið valdir til þess að dæma í
handknattleikskeppni Ólympíu-
leikanna í Ríó í sumar.
Fyrir þremur mánuðum blés ekki
byrlega hjá þeim félögum. Þeir voru
sendir heim eftir að hafa dæmt einn
leik á heimsmeistaramóti kvenna í
handknattleik í Danmörku vegna
mistaka annarra manna í leik sem
þeir dæmdu. Útlit var fyrir að mikil
vinna síðustu ár við dómgæslu á
kappleikjum og mótum víða um
heim væri fyrir bí. Þeir væru komn-
ir út af landakortinu hjá Alþjóða-
handknattleikssambandinu, IHF.
„Okkur var boðið að dæma tvo
vináttuleiki hjá Evrópumeisturum
Þjóðverja og nokkru síðar kom boð
frá IHF um að dæma leiki í for-
keppni Ólympíuleikanna sem fram
fara í Gdansk í Póllandi í byrjun
apríl. Þá vaknaði von um að við
værum kannski komnir inn í mynd-
ina hjá IHF á nýjan leik,“ sagði
Anton Gylfi. „Sú von var á rökum
reist þegar boðið um að dæma á Ól-
ympíuleikunum barst því IHF sér
um þá keppni fyrir Alþjóðaólymp-
íunefndina,“ sagði Anton Gylfi. „Við
tökum þessum gleðifregnum af stó-
ískri ró.“
Dæmt saman í nærri þrjú ár
Anton Gylfi og Jónas eru langt
komnir á sínu þriðja keppnistímabili
saman sem dómarapar. Anton, sem
er 39 ára gamall, dæmdi árum sam-
an með Hlyni Leifssyni á stórmót-
um landsliða og í Evrópukeppni.
Þegar Hlynur hætti hóf Anton sam-
starf með Jónasi sem um nokkurra
ára skeið hafði verið samdómari
Ingvars Guðjónssonar. Anton Gylfi
hefur verið Evrópudómari í 16 ár en
Jónas í 10. Að Ólympíuleikunum í
sumar loknum hefur Anton dæmt á
öllum stórmótum A-landsliða, því
hann á að baki að hafa dæmt á HM
og EM karla og kvenna. Jónas, sem
er fertugur, á enn nokkuð í land að
jafna metin við Anton.
Spurðir hvenær þeir hafi talið sig
eiga möguleika á að geta dæmt á
Ólympíuleikum, sagði Anton það
hafa verið eftir að þeir dæmdu úr-
slitaleik EHF-keppni karla í Berlín
á síðasta vori.
Fengu úrslitaleik eftir tvö ár
„Þegar við byrjuðum að dæma
saman sáum við ákveðna möguleika
í stöðunni þar sem við vorum nokk-
uð sterkt par með góða reynslu þótt
við hefðum ekkert dæmt saman. En
eftir úrslitaleikinn í Berlín sáum við
hversu langt við vorum komnir. Það
hefur engu pari tekist að fá úrslita-
leik í Evrópukeppni á öðru ári sam-
starfs. Þá var ljóst hversu langt við
vorum komnir og hversu vel yfir-
menn dómaramála kunnu að meta
frammistöðu okkar. Í framhaldinu
settum við okkur markmið og eitt
þeirra var að dæma á Ólympíu-
leikum,“ sagði Anton Gylfi sem hef-
ur frekar orð fyrir þeim félögum.
Allt lék í lyndi og m.a. dæmdu þeir
félagar í Asíuhluta forkeppni Ól-
ympíuleikanna í Katar í nóvember
auk þess sem þeir dæmdu nokkra
leiki í Meistaradeild Evrópu í haust
og fram í desember, þegar bakslagið
kom á HM kvenna í Danmörku.
Skipað að fara heim strax
„Það var hrikalegt högg sem við
fengum þar,“ sagði Jónas. „Senni-
lega svipað og að vera sagt upp
vinnunni fyrirvaralaust og án
ástæðu. Við vorum kallaðir á fund
og sagt að ákveðið hefði verið að við
færum heim nú þegar. Þátttöku
okkar á mótinu væri lokið,“ sagði
Anton Gylfi. „Þegar við óskuðum
eftir skýringum þá var okkur nánast
svarað með þögninni, bara sagt að
þetta væri ákveðið og yrði ekki
breytt.“
Í stuttu máli sagt þá var notast
við svokallaða marklínutækni á HM
kvenna í Danmörku. Myndavélum
var komið fyrir inni í mörkunum og
þær tengdar við tölvur. Ef dóm-
urum þótti leika vafi á hvort boltinn
hefði farið inn fyrir marklínuna gátu
þeir stöðvað leikinn og óskað eftir
upplýsingum úr myndavélunum. Í
fyrsta leiknum sem þeir dæmdu (og
þeim eina) kom upp vafaatvik
snemma í leik Suður-Kóreu og
Frakklands. Anton Gylfi sem stóð
við endalínuna dæmdi mark en eftir-
litsdómara leiksins þótti ástæða til
þess að skera úr um hvort rétt hefði
verið dæmt og kalla eftir upplýs-
ingum frá þeim sem sat yfir mynda-
vélatölvunni. Eftirlitsdómarinn fékk
rangar upplýsingar með þeim afleið-
ingum markið var afturkallað.
Upprisa eftir hrik
Fremstir Jónas Elíasson og Anton Gylfi
ureign Evrópumeistara Þýskalands og A
Anton og Jónas voru sendir heim af HM að ósekju
Svipað og að vera sagt upp vinnunni að ástæðulausu
Fengu gífurlegan stuðning Boðið til Þýskalands og Pól-
lands Uppreisn æru að vera valdir á Ólympíuleikana í Ríó
Lengjubikar karla
A-DEILD, riðill 2:
Breiðablik – Víkingur Ó. .........................2:2
Höskuldur Gunnlaugsson 14., Atli Sigur-
jónsson 21. – Kenan Turudija 47., Hrvoje
Tokic 54.
Fylkir 7, Breiðablik 7, Víkingur Ó. 6, KA
4, Selfoss 0, Fjarðabyggð 0.
A-DEILD, riðill 4:
Þróttur R. – Leiknir F............................. 1:2
Emil Atlason 62. - Kristófer Páll Viðarsson
55., 74.
FH 9, Leiknir R. 7, Þór 4, Fjölnir 3,
Leiknir F. 3, Þróttur R. 0,.
Þýskaland
Hertha Berlín – Schalke...........................2:0
B-deild:
Arminia Bielefeld – Nürnberg ...............0:4
Rúrik Gíslason hjá Nürnberg er ekki
tilbúinn í leik eftir meiðsli.
Danmörk
Esbjerg – AGF ..........................................2:1
Guðlaugur Victor Pálsson hjá Esbjerg er
frá keppni vegna meiðsla.
Theódór Elmar Bjarnason lék allan leik-
inn með AGF.
Holland
B-deild:
Telstar – Jong PSV .................................1:1
Albert Guðmundsson lék með Jong PSV
í 87 mínútur og skoraði mark liðsins.
Noregur
Aalesund – Stabæk.................................. 1:0
Adam Örn Arnarson lék allan leikinn
fyrri Aalesund. Aron Elís Þrándarson fór
nefbrotinn af leikvelli á 64. mín. Daníel Leó
Grétarsson kom ekkert við sögu.
England
Bikarkeppnin, 8-liða úrslit:
Reading – Crystal Palace .........................0:2
Ítalía
Juventus – Sassuolo ................................. 3:0
Spánn
Málaga – Sporting Gijon.......................... 1:0
KNATTSPYRNA
1. deild karla
Fjölnir – KR.......................................... 32:26
Þróttur – HK ........................................ 26:30
ÍH – Selfoss........................................... 25:29
Stjarnan – Mílan....................................36:21
Staðan:
Stjarnan 18 17 0 1 579:400 34
Selfoss 18 15 0 3 516:427 30
Fjölnir 18 14 0 4 519:423 28
Þróttur 18 7 2 9 450:498 16
HK 18 7 0 11 503:539 14
Mílan 18 6 1 11 437:473 13
ÍH 18 3 0 15 460:570 6
KR 18 1 1 16 379:513 3
Vináttulandsleikur karla
Þýskaland – Katar ...............................32:17
Dagur Sigurðsson þjálfar lið Þýska-
lands.
Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson
dæmdu leikinn.
Þýskaland
B-deild:
Eintracht Hagen – Springe.................24:28
Fannar Þór Friðgeirsson skoraði 1 mark
fyrir Hagen.
Aue – Bietigheim................................. 25:25
Árni Þór Sigtryggsson skoraði 7 mörk
fyrir Aue og Bjarki Már Gunnarsson 2.
Sveinbjörn Pétursson ver mark Aue og
Rúnar Sigtryggsson þjálfar liðið. Sigtrygg-
ur Daði Rúnarsson er frá keppni vegna
meiðsla.
Aron Rafn Eðvarðsson ver mark Bietig-
heim.
Austurríki
West Wien – Schwaz ............................30:27
Hannes Jón Jónsson skoraði ekki mark
fyrir West Wien en hann þjálfar liðið.
HANDBOLTI
ENGLAND
Guðmundur Hilmarsson
gummih@mbl.is
Ætlar öskubuskuævintýrið að halda
áfram hjá Leicester City og ná bláu
„refirnir“ að skjóta stóru liðunum ref
fyrir rass og hampa Englandsmeist-
aratitlinum í vor? Þessari spurningu
hafa menn velt upp ótal sinnum á síð-
ustu vikum og mánuðum. Sparkspek-
ingar út um allan heim og miklu fleiri
til hafa spáð því trekk í trekk að blaðr-
an hjá strákunum hans Claudio Rani-
eri hljóti nú að fara að springa en Leic-
ester-hraðlestin er ennþá á fullu stími
og engin teikn á lofti sem stendur um
að hún ætli eitthvað að hægja eitthvað
á ferðinni.
Þegar níu umferðum er ólokið í
deildinni er Leicester með fimm stiga
forskot á Tottenham, átta stiga for-
skot á Arsenal og er tíu stigum á und-
an Manchester City. Leicester er ein-
faldlega í dauðafæri á að verða enskur
meistari í fyrsta sinn í sögu félagsins
sem yrði hreint út sagt stórkostlegt af-
rek.
Hvorki heppni né tilviljun
Nú tala menn ekki lengur um
heppni eða tilviljun. Leicester-liðið er
einfaldlega frábært fótboltalið sem
hefur allt sem prýða þarf góð lið. Í lið-
inu er stemning, leikgleði, klókindi,
agi, hraði, útsjónarsemi og afburða-
leikmenn þar sem í hryggsúlunni eru
Kasper Schmeichel, Wes Morgan,
N’Golo Kante, Riyad Mahrez og Jamie
Vardy. Allir hafa þeir slegið í gegn
sem og hreinlega allt Leicester-liðið.
Frá stofnun ensku úrvalsdeildar-
innar 1992 hafa aðeins fimm lið hamp-
að titlinum, Manchester United,
Blackburn, Arsenal, Chelsea og Man-
chester City og frá því Arsenal varð
Englandsmeistari árið 2004 hafa
Chelsea, Manchester United og Man-
chester City skipt titlinum á milli sín.
Uppgangur Leicester City á einu
ári hefur verið hreint lygilegur. Þær
eru 38 umferðirnar sem spilaðar eru í
ensku úrvalsdeildinni og þegar maður
spólar 38 leiki aftur í tímann þá sat
Leicester á botni ensku úrvalsdeild-
arinnar. En í 9 síðustu leikjunum á síð-
ustu leiktíð og þeim 29 sem það hefur
spilað á tímabilinu hefur Leicester
unnið 24 leiki. Til marks um uppgang-
inn þá hafði Leicester aðeins unnið
fjóra leiki af 29 eftir að það vann sér
sæti í ensku úrvalsdeildinni 2014.
Uppskera Leicester í síðustu 38 leikj-
um er 82 stig, 11 stigum meira en
Manchester City hefur fengið, 12 stig-
um meira en Arsenal og 13 stigum
meira en Tottenham.
Yrði mikill sigur fyrir fótboltann
Af leikjunum níu sem Leicester á
eftir að spila eru fimm á heimavelli, við
Newcastle, Southampton, West Ham,
Swansea og Everton og útileikirnir
eru fjórir, við Crystal Palace, Sunder-
land, Manchester United og Chelsea.
Maður sér í hillingum ríkjandi meist-
ara Chelsea standa heiðursvörð á
Stamford Bridge þann 15. maí en þá
sækir Leicester meistarana heim í
lokaumferð deildarinnar. Mikill yrði
sigurinn fyrir fótboltann ef litla Leic-
ester City stæði uppi sem Englands-
meistari og eitt er víst að ég vona það
svo innilega.
„Ég held að ef Leicester verður
Englandsmeistari þá sé það meira af-
rek en hjá Nottingham Forest forðum
daga.“ Þetta sagði Savage, fyrrver-
andi leikmaður Leicester, en hann
starfar sem knattspyrnusérfræðingur
í sjónvarpi í dag.
Líkt við Nottingham Forest
Leicester hefur verið líkt við Nott-
ingham Forest á áttunda áratugnum
Leicester-hraðlestin á fullu stími
Viðhorf á laugardegi
Taka mistök nærri sér
Mikið álag er á dómurum. Þeir eru oft harðlega gagnrýndir og verða
einnig fyrir misjafnlega skemmtilegum athugasemdum frá áhorfendum í
hita leiksins. Anton og Jónas segjast aldrei hafa átt erfitt með að mæta
þeirri gagnrýni sem þeir hafa fengið og aldrei t.d. leitað eftir aðstoð frá
sálfræðingum. „Mér líður vel á vellinum. Ástríðan og spennan er alltaf
fyrir hendi,“ sagði Anton.
„Ef við gerum mistök, sem kemur fyrir, þá sjáum við eftir því og biðj-
umst afsökunar. Eins ef þjálfarar senda okkur upptökur af leikjum þar
sem við gerum mistök, þá ræðum við saman. Við höfum aldrei neitað að
tala við þjálfara eða leikmen vegna mistaka okkar inni á leikvellinum. Ef
einhverjum líður illa yfir mistökum sem þeir gera í leikjum þá eru það
við dómararnir. En lífið heldur áfram.“
Feta í fótspor Gunnars og Stefáns
Þegar Jónas Elíasson og Anton Gylfi Pálsson dæma í handknattleiks-
keppni Ólympíuleikanna í Ríó í sumar feta þeir í fótspor annars íslensks
dómarapars. Gunnar Viðarsson og Stefán Arnaldsson voru fyrstu ís-
lensku dómararnir til þess að dæma handknattleik á Ólympíuleikum.
Þeir félagar dæmdu á ÓL í Aþenu 2004. Síðan hafa íslenskir handknatt-
leiksdómarar ekki dæmt á Ólympíuleikum. Karlalandsliðið hefur sett
þeim mun meiri svip á tvenna síðustu leika en það verður ekki með að
þessu sinni.
Þróttarar úr Reykjavík, sem leika í
úrvalsdeildinni í knattspyrnu í
sumar eftir sex ára fjarveru, hafa
fengið til sín tvítugan danskan bak-
vörð, Kristian Larsen. Hann hefur
lengst af verið í röðum Bröndby og
á að koma í stað Hlyns Haukssonar
sem verður ekki með liðinu í ár
vegna náms. Larsen er þriðji er-
lendi leikmaðurinn sem Þróttarar
fá til sín í vetur en áður voru
komnir danski miðjumaðurinn Seb-
astian Svärd og brasilíski miðju-
maðurinn Thiago Pinto Borges.
vs@mbl.is
Þróttur bætir
Dana í hópinn