Morgunblaðið - 14.03.2016, Page 1
MÁNUDAGUR 14. MARS 2016
ÍÞRÓTTIR
England Gylfi Þór Sigurðsson skoraði sitt sjöunda mark á árinu í fallslag með Swansea um helgina.
Bikarmeistarar Arsenal og Chelsea féllu úr leik í ensku bikarkeppninni en Man. Utd fær annað tækifæri 6
Íþróttir
mbl.is
Valencia og
Barcelona eru
enn jöfn á toppi
spænsku 1. deild-
arinnar í körfu-
bolta eftir leiki
gærdagsins. Jón
Arnór Stef-
ánsson setti nið-
ur tvær þriggja
stiga körfur í
þremur til-
raunum fyrir Valencia sem vann
Manresa af öryggi, 83:56, en Barce-
lona fylgdi því eftir með því að
vinna Joventut af sams konar ör-
yggi, 85:59.
Barcelona og Valencia hafa því
hvort um sig unnið 21 leik af 23 í
vetur, en Real Madrid er í 3. sæti
með 19 sigra. sindris@mbl.is
Titilbaráttan
áfram jöfn
Jón Arnór
Stefánsson
Morgunblaðið/Golli
Frábær Forentina Stanciu átti stórleik í marki íslenska landsliðsins í naumum sigri á Sviss, 20:19. Hún varði 23 skot og var 55% hlutfallsmarkvörslu. »2
NOREGUR
Sindri Sverrisson
sindris@mbl.is
„Það er gott að fá hrós frá Ole
Gunnar Solskjær en það gerir voða-
lega lítið fyrir mig. Ég er ekki að
velta mér upp úr því sem aðrir eru
að segja, hvort sem það eru góðir
eða slæmir hlutir,“ sagði knatt-
spyrnumaðurinn Aron Sigurðarson
við Morgunblaðið í gær, eftir að hafa
skorað frábært mark í fyrsta leik
sínum sem atvinnumaður, með
Tromsö í norsku úrvalsdeildinni.
Liðið gerði 1:1-jafntefli við meist-
arakandídatana í Molde á útivelli, og
eftir leik sagði Ole Gunnar Sol-
skjær, þjálfari Molde, ljóst að
Tromsö hefði gert „kjarakaup“ þeg-
ar félagið fékk Aron frá Fjölni í vet-
ur.
„Þetta hefur farið ágætlega af
stað. Það var fínt að fá fyrsta leik á
móti Molde sem eru með eitt besta
lið í deildinni og eru taldir líklegir til
að vinna deildina, og ná jafntefli á
sterkum útivelli,“ sagði Aron, sem
skoraði einnig tvö stórglæsileg mörk
í æfingaleik gegn Brann fyrir
skömmu. Nú þegar er rætt um að
Aron muni standa stutt við í Noregi:
„Þetta er langt tímabil og ég verð
að halda áfram að standa mig vel og
bæta mig í mínum leik og sjá hvað
gerist. Auðvitað stefni ég hátt, ég er
með stóra drauma og stór markmið.
Ég vil spila í stærstu deildum í Evr-
ópu, en ég einbeiti mér 100% að
Tromsö núna og vil standa mig vel
hér og vonandi verða seldur í stærra
lið síðar,“ sagði Aron, og tekur undir
að hann verði óneitanlega var við
talsverða athygli eftir innkomu sína í
norska boltann:
Forvitnir um möguleikann á EM
„Það eru fjölmiðlar á hverri æf-
ingu og ég er mikið tekinn í viðtöl
eftir æfingar. Það er sérstaklega tal-
að mikið um landsleikinn á móti
Bandaríkjunum og hvernig ég met
möguleikana á að fara á EM í
Frakklandi, þeir hafa mikinn áhuga
á því,“ sagði Aron, en hann skoraði í
frumraun sinni með íslenska A-
landsliðinu gegn Bandaríkjunum í
janúar. Eftir þann leik, þegar Aron
var enn leikmaður Fjölnis, virtist
hann í viðtali hér í blaðinu ekki hafa
mikla trú á að hann ætti nokkra von
um að komast í landsliðshópinn sem
fer á EM í Frakklandi, en hefur sú
trú styrkst núna?
„Auðvitað eykst hún þegar ég
kemst í stærri deild, það væri algjör
draumur að fara á EM með landslið-
inu. Ég fékk forsmekkinn á móti
Bandaríkjunum og það var mikill
heiður og mjög gaman. en sam-
keppnin er mjög erfið og Ísland er
með frábært landslið og marga góða
leikmenn í minni stöðu. Ég verð að
standa mig vel hér í Tromsö til þess
að auka líkurnar á að verða valinn,“
sagði Aron.
Langþráður leikur Hannesar
Aron jafnaði metin fyrir Tromsö á
70. mínútu, skömmu eftir að Sol-
skjær hafði tekið Eið Smára Guð-
johnsen af velli en hann var í byrj-
unarliði Molde í sínum fyrsta leik í
norsku úrvalsdeildinni.
Hannes Þór Halldórsson lék sinn
fyrsta leik síðan 10. október, eftir að
hafa jafnað sig af axlarmeiðslum, og
hélt hreinu þegar Bodö/Glimt vann
Sogndal, 2:0, en Hannes var lánaður
til Glimt í nýliðinni viku. Hannes
þótti standa sig vel og kom Glimt
meðal annars til bjargar þegar kort-
er var til leiksloka þegar hann varði
frá Martin Ramsland í mjög góðu
færi.
Gott að fá hrós frá Solskjær
Aron
Sigurðarson
Hannes Þór
Halldórsson
Aron skoraði laglegt mark í frumrauninni í atvinnumennsku Vonin um
að komast á EM í Frakklandi hefur eflst Hannes hélt hreinu eftir langa bið
Sigurður Jónsson komst fyrstur
Íslendinga í undanúrslit í sundkeppni
Ólympíuleika en það gerði hann á ÓL í
London árið 1948.
Sigurður fæddist 1924 og var ávallt
nefndur Sigurður Jónsson Þing-
eyingur til aðgreiningar frá alnafna
sínum sem keppti líka í London. Hann
keppti fyrir HSÞ allan sinn feril. Sig-
urður hafnaði í 14. sæti í 200 m
bringusundinu í London á 2:52,4 mín-
útum en hafði náð betri tíma í und-
anrásum. Sigurður varð Norð-
urlandameistari í greininni árið 1949
og varð stigahæsti einstaklingur
Landsmóts UMFÍ sama ár. Það ár synti
hann best á 2:42,6 mínútum. Sigurður
lést árið 2003.
ÍÞRÓTTA-
MAÐUR
DAGSINS
Jóhann Berg
Guðmundsson og
félagar í Charl-
ton eiga mun
betri von um að
halda sér uppi í
ensku B-deild-
inni í knatt-
spyrnu eftir frá-
bæran 2:0-sigur
á liðinu í 2. sæti,
Middlesbrough, í
gær. Jóhann lagði upp fyrra mark-
ið með hornspyrnu sinni í seinni
hálfleik.
Þetta var tíunda markið sem Jó-
hann leggur upp á leiktíðinni og á
hann flestar stoðsendingar í deild-
inni.
Charlton er með 32 stig í næst-
neðsta sæti, fimm stigum frá næsta
örugga sæti þegar níu umferðir eru
eftir. sindris@mbl.is
Jóhann lagði
upp tíunda
markið
Jóhann Berg
Guðmundsson