Morgunblaðið - 14.03.2016, Qupperneq 4
Í LAUGARDAL
Jóhann Ólafsson
johann@mbl.is
Guðrún G. Björnsdóttir, KR og Daði
Freyr Guðmundsson, Víkingi urðu í
gær Íslandsmeistarar í einliðaleik í
borðtennis en Íslandsmótið fór fram
um helgina í húsakynnum Tennis-
og badmintonfélags Reykjavíkur.
Auk þess urðu þau bæði Íslands-
meistarar í tvíliðaleik, Daði ásamt
Magnúsi Finni Magnússyni og Guð-
rún með Aldísi Rún Lárusdóttur.
Guðrún varð þar með Íslands-
meistari í sjöunda skipti í einliðaleik
kvenna. Daði var hins vegar að
brjóta ísinn en þessi rétt tæplega
þrítugi Víkingur hampaði sínum
fyrsta Íslandsmeistaratitli í einliða-
leik.
Daði var skiljanlega ánægður
þegar blaðamaður Morgunblaðsins
greip hann tali eftir úrslitaleikinn
þar sem Daði sigraði Magnús Jó-
hann Hjartarson, samherja sinn úr
Víkingi, 4:0. Aðspurður sagðist hann
ekki hafa gert ráð fyrir því að vinna,
þó það hafi verið ætlunin. „Ég er
búinn að vinna fyrir þessu, búinn að
æfa vel í gegnum árin og mér er bú-
ið að ganga vel á tímabilinu. Ég
gerði ekki ráð fyrir þessu en ætlaði
mér að taka þetta,“ sagði Daði.
Tekur mig alveg á æfingum
Sigur Daða í úrslitaleiknum var
býsna öruggur, eins og lokatölur
leiksins gefa til kynna. Meiri spenna
var í undanúrslitaleiknum þar sem
Daði sigraði Kára Ármannsson, KR,
4:2. „Þessir strákar eru með mis-
munandi stíl og það er misjafnt hvað
hentar manni. Ég spila meira við
Magnús en ég er að þjálfa þennan
strák og kann því kannski meira á
hann. En hann er alveg að taka mig
á æfingum og svona,“ sagði Daði og
glotti þegar blaðamaður spurði
hann hvort það hefði verið eins og
sigur eggsins á hænunni ef Magnús
hefði haft betur.
Daði varð einnig Íslandsmeistari í
tvíliðaleik og var því ánægður með
uppskeru helgarinnar. „Ég er mjög
sáttur.“
Þurfti næstum því að
éta allt ofan í mig
Guðrún K. Björnsdóttir var hins
vegar að vinna sinn sjöunda Ís-
landsmeistaratitil í einliðaleik í gær.
Hún sigraði Aldísi Rún, 4:1, í úr-
slitaleiknum. Fyrir helgina var hún
vongóð um að ná árangri. „Ég er
búin vinna þau mót sem ég hef tekið
þátt í núna í vetur. Ég vonaðist því
til að vinna en var næstum því búin
að þurfa að éta allt ofan í mig í und-
anúrslitaleiknum,“ sagði Guðrún í
TBR húsinu í gær.
Hún mætti Sigrúnu Ebbu Tóm-
asdóttur, KR, í undanúrslitum. Við-
ureign þeirra var æsispennandi en
Guðrún hafði betur eftir oddalotu,
4:3. „Það var mjög erfiður leikur og
hún náði alveg að koma mér í opna
skjöldu með þéttum, hressandi leik,
það var alveg svakalegt.“
Blaðamaður tók eftir því að borð-
tennisspilarar snerta oft borðið á
milli stiga. Guðrún segir að það sé
andlegur undirbúningur. „Þetta
snýst líka mikið um að þú ert einn
við þetta borð. Stundum er pepp í
gangi og stundum ekki. Það er rosa-
lega erfitt að yfirstíga sjálfan sig,
sleppa af sér hömlum og vinna. Ef
þú ert ekki með klapplið til að búa
til læti, þá ertu bara þitt eigið
klapplið. Gerir það sem þarf til að
vinna.“
Guðrún sagði að borðtennis væri
íþrótt fyrir alla. „Ég er að þjálfa öðl-
ingahópinn í KR, sem eru eldri
byrjendur og lengra komnir. Það
eru allir velkomnir, þú mátt koma,“
sagði Íslandsmeistarinn í borð-
tennis.
Guðrún og Daði unnu
Guðrún í sjöunda skipti en Daði í fyrsta sinn Hænan sigraði eggið í úrslita-
leiknum í karlaflokki Keppendurnir þurfa stundum að vera eigið klapplið
Morgunblaðið/Golli
Íslandsmeistarar Guðrún G. Björnsdóttir og Daði Freyr Guðmundsson sigurreif með verðlaunagripi sína eftir góða uppskeru í Laugardalnum í gær.
4 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. MARS 2016
Dominos-deild kvenna
Grindavík – Stjarnan............................ 83:66
Keflavík – Haukar ................................ 54:67
Staðan:
Haukar 21 19 2 1672:1361 38
Snæfell 21 18 3 1591:1231 36
Valur 21 12 9 1551:1476 24
Grindavík 21 11 10 1529:1456 22
Keflavík 22 10 12 1544:1541 20
Stjarnan 22 3 19 1457:1710 6
Hamar 22 2 20 1259:1828 4
Svíþjóð
8-liða úrslit, fyrsti leikur:
Norrköping – Sundsvall .................... 70:61
Hlynur Bæringsson var stigahæstur hjá
Sundsvall með 18 stig, tók 15 fráköst og átti
3 stoðsendingar.
Borås – Nässjö ..................................... 79:58
Jakob Örn Sigurðarson var stigahæstur
hjá Borås með 18 stig, tók 1 frákast og átti
1 stoðsendingu.
Spánn
Valencia – Manresa............................. 83:56
Jón Arnór Stefánsson skoraði sex stig og
gaf þrjár stoðsendingar fyrir Valencia í
leiknum.
B-deild:
Huesca – Palma ................................... 67:82
Ægir Þór Steinarsson skoraði þrjú stig
og átti tvær stoðsendingar fyrir Huesca.
NBA-deildin
Aðfaranótt sunnudags:
Dallas – Indiana................................ 105:112
Charlotte – Houston......................... 125:109
Philadelphia – Detroit...................... 111:125
Toronto – Miami ............................... 112:104
Atlanta – Memphis ............................... 95:83
Milwaukee – New Orleans................. 103:92
San Antonio – Oklahoma ..................... 93:85
Denver – Washington ...................... 116:100
Golden State – Phoenix.................... 123:116
Portland – Orlando............................. 121:84
KÖRFUBOLTI
Viðar ÖrnKjartans-
son skaut Malmö
í undanúrslit
sænsku bikar-
keppninnar í
knattspyrnu í
gær þegar hann
skoraði eina
markið í sigri á
Norrköping. Kári Árnason var
einnig í liði Malmö en þeir Jón
Guðni Fjóluson og Arnór Ingvi
Traustason voru í liði Norrköping.
Malmö mætir Kalmar í undanúrslit-
unum.
Andrea Mist Pálsdóttir, knatt-spyrnukona úr Þór/KA, fór úr
axlarlið í æfingaleik með liðinu um
helgina gegn 3. flokki karla hjá KA.
Andrea Mist, sem var fastamaður í
liði Þórs/KA síðasta sumar og á að
baki 22 leiki fyrir yngri landslið Ís-
lands, verður því frá keppni næstu
vikurnar hið minnsta.
Aron Pálm-arsson var
markahæstur
með átta mörk
fyrir Veszprém
frá Ungverja-
landi þegar liðið
vann Tatran Pre-
sov frá Slóvakíu
á útivelli í loka-
umferð Austur-Evrópudeildarinnar
í handknattleik um helgina, 26:25.
Veszprém hefur þegar tryggt sér
sigur í deildinni með 47 stig og leik-
ur til úrslita í henni um næstu mán-
aðamót ásamt Zagreb frá Króatíu,
Vardar Skopje frá Makedóníu og
Meshkov Brest frá Hvíta-
Rússlandi, sem eru í öðru til fjórða
sæti.
Landsliðsfyrirliðinn Guðjón Val-ur Sigurðsson og félagar hans
í Barcelona komust í undanúrslit
spænsku bikarkeppninnar í hand-
knattleik með 32:24-sigri á Granoll-
ers. Guðjón skoraði fjögur mörk í
leiknum. Barcelona vann fyrri við-
ureign einvígisins, 34:27, og komst
því örugglega áfram. Undanúrslitin
og úrslitin fara fram 7. og 8. maí
með „Final Four“-fyrirkomulaginu.
Fólk sport@mbl.is
Emilía Rós Ómarsdóttir úr SA kór-
ónaði árangur sinn á tímabilinu
með því að vinna unglingaflokk A á
Vetrarmóti Skautasambands Ís-
lands í Egilshöll um helgina. Emilía
setti nýtt stigamet í stuttu pró-
grammi á laugardaginn þegar hún
fékk 38,91 stig, en hún sló þar með
met Völu Rúnar B. Magnúsdóttur
frá árinu 2014, sem var 37,08 stig.
Emilía, sem hefur unnið öll mót
vetrarins í listhlaupi á skautum hér
á landi, vann svo einnig keppni í
frjálsu prógrammi í gær. Þuríður
Björg Björgvinsdóttir hafði fengið
95,15 stig fyrir sína frammistöðu og
sett þannig pressu á Emilíu sem
stóðst hana hins vegar mjög vel og
hlaut 100,22 stig. Kristín Valdís
Örnólfsdóttir úr SR varð í 3. sæti
með 94,48 stig.
Í stutta prógramminu varð Þur-
íður Björg einnig í 2. sæti, einnig
yfir gamla stigametinu hennar
Völu Rúnar, en Þuríður fékk 37,12
stig. Agnes Dís Brynjarsdóttir varð
í 3. sæti með 36 stig en hún náði sér
ekki á strik í frjálsa prógramminu í
gær og endaði í 5. sæti með 87,98
stig.
Sigurvegari í stúlknaflokki A
varð Marta María Jóhannsdóttir úr
Skautafélagi Akureyrar. Hún hlaut
77,97 stig og hefur, líkt og Emilía
Rós, sigrað í sínum flokki á öllum
ÍSS-mótum í vetur. sindris@mbl.is
Morgunblaðið/Golli
Sigursæl Emilía Rós Ómarsdóttir leikur listir sínar í Egilshöll um helgina.
Emilía með fullt
hús í vetur og met