Morgunblaðið - 14.03.2016, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 14.03.2016, Qupperneq 6
BIKARINN Sindri Sverrisson sindris@mbl.is Eins vel og tímabilið leit út hjá Ars- enal fyrir aðeins mánuði hafa vonir liðsins um að landa titli á þessu tíma- bili dvínað allsvakalega síðustu vik- ur. Liðið hefur aðeins unnið einn af síðustu sjö leikjum sínum í öllum keppnum, dregist aftur úr í toppbar- áttu ensku úrvalsdeildarinnar, nán- ast stimplað sig út úr Meistaradeild Evrópu, og í gær féll liðið svo úr leik í 8-liða úrslitum ensku bikarkeppn- innar með 2:1-tapi gegn Watford. Arsenal hefur unnið keppnina síð- ustu tvö ár. Þetta var þriðja tap Arsenal í röð á Emirates-vellinum og það hefur liðið ekki þurft að þola áður á þess- um velli, sem tók við af Highbury sem heimavöllur Arsenal árið 2006. Nú þarf liðið annaðhvort að vinna upp átta stiga forskot Leicester í ensku úrvalsdeildinni, og komast sömuleiðis upp fyrir Tottenham, eða vinna Meistaradeildina til að geta landað titli á þessari leiktíð. Þar er liðið 2:0 undir gegn Barcelona í 16- liða úrslitum fyrir seinni leik liðanna á Camp Nou á miðvikudagskvöld. Manchester United hélt sér með naumindum inni í keppninni með 1:1-jafntefli við West Ham í gær, en liðin þurfa að mætast að nýju á heimavelli Hamranna. Dimitri Payet kom West Ham yfir með glæsimarki úr aukaspyrnu en Anthony Martial náði að jafna fyrir United sjö mín- útum fyrir leikslok. „Þetta verður erfitt í seinni leikn- um en ég tel okkur líklegri því ég held að sjálfstraustið verði enn meira hjá okkur,“ sagði Slaven Bilic, knattspyrnustjóri West Ham. Auk Watford eru Crystal Palace og Everton komin áfram í undan- úrslit bikarsins, sem fara fram á Wembley 23. og 24. apríl. Everton sló Chelsea út með 2:0-sigri á laug- ardag þar sem Romelu Lukaku skoraði bæði mörkin seint í leiknum. Mánaðar martröð  Watford sá til þess að Arsenal nær ekki að verja bikarmeistaratitilinn aftur AFP Glaðir Quique Flores faðmar Nathan Ake, lærisvein sinn hjá Watford, eftir sigurinn góða á Arsenal í gær sem tryggði Watford farmiðann á Wembley. 6 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. MARS 2016 England Bournemouth – Swansea........................ 3:2  Gylfi Þór Sigurðsson lék allan leikinn með Swansea og skoraði annað marka liðs- ins á 62. mínútu leiksins. Norwich – Manchester City .................... 0:0 Stoke – Southampton............................... 1:2 Aston Villa – Tottenham.......................... 0:2 Staðan: Leicester 29 17 9 3 52:31 60 Tottenham 30 16 10 4 53:24 58 Arsenal 29 15 7 7 46:30 52 Manch.City 29 15 6 8 52:31 51 West Ham 29 13 10 6 45:33 49 Manch.Utd 29 13 8 8 37:27 47 Southampton 30 12 8 10 38:30 44 Liverpool 28 12 8 8 43:37 44 Stoke 30 12 7 11 32:36 43 Chelsea 29 10 10 9 43:39 40 WBA 29 10 9 10 30:36 39 Everton 28 9 11 8 51:39 38 Bournemouth 30 10 8 12 38:47 38 Watford 29 10 7 12 29:30 37 Crystal Palace 29 9 6 14 32:39 33 Swansea 30 8 9 13 30:40 33 Sunderland 29 6 7 16 35:54 25 Norwich 30 6 7 17 31:54 25 Newcastle 28 6 6 16 28:53 24 Aston Villa 30 3 7 20 22:57 16 Bikarkeppnin, 8-liða úrslit: Everton – Chelsea.................................... 2:0 Arsenal – Watford.................................... 1:2 Manchester United – West Ham............ 1:1 B-deild: Cardiff – Ipswich..................................... 1:0  Aron Einar Gunnarsson hóf leikinn á varamannabekk Cardiff en kom inná á 73. mínútu leiksins. Charlton – Middlesbrough ..................... 2:0  Jóhann Berg Guðmundsson lék allan leikinn fyrir Charlton. Wolves – Birmingham............................. 0:0  Björn Bergmann Sigurðarson lék allan leikinn fyrir Wolves. Blackburn – Leeds ................................... 1:2 Bolton – Preston....................................... 1:2 Fulham – Bristol City .............................. 1:2 Huddersfield – Burnley........................... 1:3 Hull – MK Dons........................................ 1:1 Nottingham F. – Sheffield Wed.............. 0:3 QPR – Brentford ...................................... 3:0 Rotherham – Derby ................................. 3:3 Staða efstu liða: Burnley 37 21 11 5 60:30 74 Middlesbrough 35 20 7 8 46:21 67 Hull 35 19 8 8 49:21 65 Brighton 36 17 14 5 49:34 65 Derby 37 16 13 8 50:35 61 Sheffield Wed. 37 15 14 8 53:36 59 Cardiff 37 15 13 9 48:40 58 Birmingham 36 15 10 11 40:34 55 Ipswich 36 15 10 11 44:43 55 Preston 37 13 13 11 35:34 52 QPR 37 12 14 11 46:42 50 Wolves 37 12 11 14 45:50 47 Leeds 36 11 14 11 36:41 47 C-deild: Burton – Fleetwood ................................ 2:1  Eggert Gunnþór Jónsson lék allan leik- inn fyrir Fleetwood. Þýskaland Darmstadt – Augsburg ...........................2:2  Alfreð Finnbogason lék allan leikinn fyr- ir Augsburg og skoraði jöfnunarmark liðs- ins úr vítaspyrnu á 90. mínútu leiksins. Bayern München – Werder Bremen .... 5:0  Aron Jóhannsson var ekki í leikmanna- hópi Werder Bremen vegna meiðsla. Staðan: Bayern M. 26 21 3 2 64:13 66 Dortmund 26 19 4 3 61:25 61 Hertha B. 26 13 6 7 35:26 45 Gladbach 26 13 3 10 53:42 42 Schalke 26 12 5 9 37:34 41 Mainz 26 12 4 10 34:32 40 Leverkusen 26 11 6 9 37:33 39 Wolfsburg 26 10 7 9 38:33 37 Köln 26 8 9 9 28:33 33 Ingolstadt 26 8 9 9 22:29 33 Stuttgart 26 9 5 12 43:52 32 Hamburger 26 8 7 11 30:35 31 Augsburg 26 6 9 11 32:40 27 Darmstadt 26 6 9 11 27:40 27 W.Bremen 26 7 6 13 35:53 27 E.Frankfurt 26 5 9 12 28:43 24 Hoffenheim 26 5 9 12 27:42 24 Hannover 26 5 2 19 22:48 17 C-deild: Holstein Kiel – Erzgebirge Aue ............ 3:0  Eiður Aron Sigurbjörnsson var ekki í leikmannahópi Holstein Kiel. Spánn Las Palmas – Real Madrid .......................1:2 Athletic Bilbao – Real Betis .....................3:1 Sevilla – Villarreal.....................................4:2 Levante – Valencia....................................1:0 Rayo Vallecano – Eibar ............................1:1 Atlético Madrid – Dep. La Coruna..........3:0 Celta Vigo – Real Sociedad ......................1:0 Barcelona – Getafe....................................6:0 Staða efstu liða: Barcelona 29 24 3 2 84:22 75 Atlético Madrid 29 21 4 4 45:12 67 Real Madrid 29 19 6 4 83:28 63 Villarreal 29 15 8 6 35:23 53 Sevilla 29 13 9 7 43:31 48 Athletic Bilbao 29 14 5 10 47:37 47 Celta Vigo 29 13 6 10 41:51 45 B-deild: Real Oviedo – Valladolid ........................ 2:4  Diego Jóhannesson var ekki í leik- mannahópi Real Oviedo. KNATTSPYRNA Alfreð Finnbogason tryggði liði sínu Augsburg afar mik- ilvægt stig í fallbaráttunni í þýsku 1. deildinni í knatt- spyrnu þegar hann jafnaði metin gegn Darmstadt í 2:2 úr víti á lokamínútu leiks liðanna á laugardag. Darmstadt var 2:0 yfir í hálfleik. Þetta var annað mark Alfreðs í fyrstu sex leikjum hans í Þýskalandi. Liðin eru því áfram jöfn að stigum og eru með Werder Bremen í 13.-15. sæti, þremur stigum frá Eintracht Frankfurt og Hoff- enheim í 16. sæti og 17. sæti. Liðið sem endar í 17. sæti fellur, og liðið í 16. sæti fer í umspil við liðið í 3. sæti næstefstu deildar, um sæti í 1. deildinni á næstu leiktíð. sindris@mbl.is Alfreð skoraði afar dýrmætt mark Alfreð Finnbogason Jakob Örn Sigurðarson og fé- lagar í Borås áttu ekki í vand- ræðum með að leggja Nässjö að velli í fyrsta leik liðanna í 8- liða úrslitum sænsku úrvals- deildarinnar í körfubolta. Bor- ås vann 79:58 á heimavelli og var Jakob stigahæstur með 18 stig. Sundsvall Dragons, lið Hlyns Bæringssonar, tapaði hins veg- ar gegn Norrköping Dolhpins á útivelli, 70:61. Hlynur fór á kostum og skoraði 18 stig auk þess að taka 15 fráköst. Næstu leikir hjá þessum liðum í 8-liða úrslit- unum eru á fimmtudagskvöld. Vinna þarf þrjá leiki til að komast áfram í undanúrslitin. sindris@mbl.is Stórleikur Hlyns dugði ekki til Hlynur Bæringsson Paris Saint-Germain varð í gær franskur meistari í knatt- spyrnu fjórða árið í röð, þrátt fyrir að enn séu átta umferðir eftir af tímabilinu. Liðið er með 25 stiga forskot á Monaco sem er í 2. sæti, en PSG hefur aðeins tapað einum leik á tíma- bilinu. PSG tryggði sér titilinn með stæl því liðið vann botnlið Troyes 9:0 á útivelli. Svíinn Zlatan Ibrahimovic skoraði fernu í leiknum og Édinson Cavani tvö. „Við höfum verið upp á okkar besta frá byrjun. Ég veit ekki hvort okkur tekst nokkurn tímann að leika þetta eftir,“ sagði Laurent Blanc, stjóri PSG, glaður í bragði. sindris@mbl.is Meistarar með 24 stig enn í pottinum Zlatan Ibrahimovic Jóhann Ólafsson johann@mbl.is Vegna leikja í ensku bikarkeppninni í knattspyrnu voru ekki leiknir nema fjórir leikir leiknir í úrvals- deildinni. Tottenham og Manchest- er City gátu þar með saxað á forskot Leicester á toppnum en toppliðið tekur á móti Newcastle í kvöld. Manchester City fór illa að ráði sínu þgar það gerði markalaust jafntefli við Norwich. Tottenham heldur hins vegar áfram að anda ofan í háls- málið á spútnikliði Leicester en Tottenham sigraði botnlið Aston Villa, 2:0, á útivelli í gær. Lærisvein- ar Mauricios Pochettinos eru með 58 stig, tveimur stigum minna en Leicester. Markahrókurinn Harry Kane skoraði bæði mörkin í leiknum og er þar með búinn að skora jafn- mörg mörk og Jamie Vardy í deild- inni í vetur, 19 talsins. Þeir félagar eru markahæstir í deildinni en held- ur hefur hægt á Vardy síðan hann skoraði í 11 leikjum í röð fyrir ára- mót. Slakir liðsfélagar? Landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sig- urðsson heldur áfram að draga vagn- inn fyrir Swansea. Hann skoraði annað mark liðsins í 3:2-tapi gegn Bournemouth á laugardag. Gylfi hef- ur þar með skorað níu mörk í deild- inni á tímabilinu en sjö þeirra hafa komið á árinu 2016. Gengi Swansea hefur samt ekki verið neitt sérstakt en liðið er nú í 16. sæti með 33 stig, átta stigum frá fall- sæti. Sumir sérfræðingar segja að liðsfélagar Gylfa séu ekki á pari við hann, hvað varðar knattspyrnuhæfi- leika. Netmiðillinn Wales Online gaf okkar manni 8 í einkunn fyrir frammistöðu sína. „Enn einu sinni var frammistaða hans sannfærandi sem sýnir að hann á betra skilið frá liðsfélögum sínum,“ sagði velski mið- illinn meðal annars í umsögn sinni um Gylfa Þór Sigurðsson. AFP Góður Gylfi Þór Sigurðsson skoraði sitt níunda mark á tímabilinu um helgina. Það dugði ekki til en Swansea tapaði 3:2 fyrir Bournemouth. Herðar Gylfa þurfa að þola mikið álag  Sjöunda markið á árinu dugði ekki til

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.