Morgunblaðið - 14.03.2016, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 14.03.2016, Blaðsíða 7
FIMLEIKAR Jóhann Ólafsson johann@mbl.is Ármann stóð uppi sem sigurvegari í kvenna- og karlaflokki á Bikarmótinu í áhaldafimleikum 2016 sem fram fór á laugardag. Keppnin var æsispennandi og skemmtileg en Ármann seig fram úr í síðustu tveimur áhöldunum. Í kvennaflokki börðust þrjú félög um titilinn, Ármann, Björk og Gerpla. Ár- menningar tylltu sér á toppinn í loka- umferðinni og tryggðu sér þar með bik- armeistaratitilinn annað árið í röð. Björk hafnaði í öðru sæti og Gerpla í því þriðja. Þetta er frábært Dominiqua Belányi, Ármanni, var ánægð með sigurinn þegar blaðamaður Morgunblaðsins heyrði í henni í gær. „Við vörðum titilinn okkar, unnum í fyrsta skipti í fyrra þegar við stoppuðum að ég held 10 ára sigurgöngu Gerplu. Þannig að við stelpurnar höfðum titil að verja núna og gerðum það. Átta lið voru að keppa og ég held að það hafi aldrei verið jafnmörg lið að keppa á bikarmóti. Þetta er frábært,“ sagði Dominiqua sig- urreif. Gerpla var í fyrsta sæti fyrir loka- umferðina kvennamegin, Björk í öðru sæti og Ármann í því þriðja. Ármenn- ingar enduðu á gólfæfingum sem gengu það vel að þær tryggðu sér titilinn. Sigur heildarinnar „Stelpur keppa á fjórum áhöldum: stökki, tvíslá, slá og gólfi,“ útskýrir Dom- iniqua en henni fannst Ármann ekki standa sig áberandi vel eða illa á ein- hverju ákveðnu áhaldi. „Mér fannst liðið standa sig rosalega vel, við vorum saman í þessu. Ef einhver gerði mistök þá var önnur tilbúin að hífa hana upp.Ég get því ekki sagt að eitthvert áhald sé okkar sterkasta, við unnum bara vel saman.“ Strákar hópast í fimleika Þrjú karlalið tóku þátt en það er í fyrsta skipti í langan tíma sem svo mörg lið taka þátt í karlakeppninni. Dominiqua segist verða vör við aukinn fjölda stráka í fimleikum. „Það er aukning strákamegin í fimleikum á Íslandi, það er ekki spurn- ing. Það eru fleiri og fleiri strákar sem byrja að æfa fimleika af því að okkur hef- ur verið að ganga vel á heimsvísu und- anfarin ár. Ég myndi segja að núna sé mikil uppbygging. Það eru ekki margir eldri strákar núna en það er mikil aukn- ing í yngri hópum og starfsemi. Ég býst við að strákarnir verði aftur komnir á toppinn eftir 5-10 ár.“ Öruggt hjá Ármanni karlamegin Í karlaflokki stóð baráttan um sigur- inn milli Gerplu og Ármanns. Fór það svo að lokum að Ármenningar vörðu titilinn sem þeir unnu í fyrra. Fimleikafélagið Björk hafnaði svo í þriðja sæti. Ljósmynd/Áslaug Jónasdóttir Bikarmeistarar Ármenningar unnu tvöfalt á bikarmótinu og hér eru liðin samankomin með verðlaun sín. Ármann varði titilinn  Tvöfaldur sigur Ármenninga á bikarmótinu í áhaldafimleikum  Mikil spenna í kvennaflokki  Fleiri strákar æfa og að þessu sinni tóku þrjú karlalið þátt Tilþrif Irina Sazonova sýnir hér hvað í henni býr á bikarmótinu, þar sem hún keppti fyrir hönd Ármanns. ÍÞRÓTTIR 7 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. MARS 2016 Ítalía Udinese – Roma ....................................... 1:2  Emil Hallfreðsson lék allan leikinn fyrir Udinese. Staða efstu liða: Juventus 29 21 4 4 51:15 67 Napoli 29 19 7 3 59:23 64 Roma 29 17 8 4 61:30 59 Fiorentina 29 16 6 7 50:32 54 Inter 29 16 6 7 39:27 54 Milan 29 13 9 7 39:30 48 Sassuolo 29 11 11 7 36:32 44 B-deild: Como – Cesena ........................................ 1:3  Hörður Björgvin Magnússon kom inná hjá Cesena á 81. mínútu. Frakkland Nantes – Angers ...................................... 2:0  Kolbeinn Sigþórsson var í liði Nantes fram á 77. mínútu.  Efstu lið: París SG 77, Monaco 52, Nice 47, Lyon 45, Rennes 44, Nantes 44, Caen 43, Saint-Étienne 42, Lille 40. Belgía St. Truiden – Lokeren ............................ 1:1  Sverrir Ingi Ingason var á varamanna- bekk Lokeren. Sviss Basel – St. Gallen..................................... 4:2  Birkir Bjarnason var ekki í leikmanna- hópi Basel. Tyrkland Genclerbirligi – Galatasaray ................. 1:1  Ólafur Ingi Skúlason lék fyrstu 60 mín- úturnar fyrir Genclerbirligi. Rússland Mordovia – Krasnodar ........................... 0:1  Ragnar Sigurðsson var í byrjunarliði Krasnodar og fékk rautt spjald á 12. mín- útu leiksins. Danmörk OB – Nordsjælland .................................. 3:1  Hallgrímur Jónasson fyrirliði lék allan leikinn fyrir OB og Ari Freyr Skúlason fram á 75. mínútu.  Guðmundur Þórarinsson var í liði Nord- sjælland fram á 60. mínútu en Rúnar Alex Rúnarsson sat á bekknum. Svíþjóð Bikarkeppnin, 8-liða úrslit: Malmö – Norrköping............................... 1:0  Kári Árnason lék allan leikinn fyrir Malmö. Viðar Örn Kjartansson lék fram á 86. mínútu og skoraði sigurmarkið.  Jón Guðni Fjóluson lék allan leikinn fyr- ir Norrköping en Arnór Ingvi Traustason varð að hætta við að spila rétt fyrir leik. Noregur Bodö/Glimt – Sogndal ............................ 2:0  Hannes Þór Halldórsson lék allan leik- inn fyrir Bodö/Glimt. Molde – Tromsö ....................................... 1:1  Eiður Smári Guðjohnsen var í byrjunar- liði Molde, en var tekinn af velli á 66. mín- útu leiksins.  Aron Sigurðarson lék allan leikinn fyrir Tromsö og skoraði jöfnunarmark liðsins á 70. mínútu leiksins. Odd – Rosenborg ..................................... 1:0  Hólmar Örn Eyjólfsson lék allan leikinn fyrir Rosenborg og Matthías Vilhjálmsson kom inná á 53. mínútu. Sarpsborg – Haugesund ......................... 0:1  Kristinn Jónsson lék allan leikinn fyrir Sarpsborg. Start – Lilleström .................................... 1:1  Guðmundur Kristjánsson lék allan leik- inn fyrir Start .  Árni Vilhjálmsson var á bekk Lilleström. Rúnar Kristinsson þjálfar liðið og Sigurður Ragnar Eyjólfsson er aðstoðarþjálfari. Kína B-deild: Wuhan Zall – Beijing BG ........................ 1:1  Sölvi Geir Ottesen lék allan leikinn með Wuhan Zall. Lengjubikar karla A-DEILD, riðill 1: Valur – ÍBV ....................................... frestað A-DEILD, riðill 3: HK – Haukar ............................................ 5:0 Ágúst Freyr Hallsson 30.(víti), 41., 62., Sveinn Aron Guðjohnsen 34., Hákon Ingi Jónsson 72.(víti) Rautt spjald: Stefnir Stef- ánsson (Haukum) 31.  Víkingur R. 9, ÍA 4, HK 4, KR 4, Haukar 2, Grindavík 1. A-DEILD, riðill 4: Fjölnir – Þór...................................... frestað Leiknir R. – Leiknir F ............................. 1:1 Kolbeinn Kárason 66. (víti) – Kristófer Páll Viðarsson 48.  FH 9, Leiknir R. 8, Þór 4, Leiknir F. 4, Fjölnir 3, Þróttur R. 0. Lengjubikar kvenna A-DEILD: Selfoss – Stjarnan.................................... 0:4 Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir 13., Bryndís Björnsdóttir 41., Ana Cate 61., 66. Þór/KA – Fylkir ............................... frestað Breiðablik – ÍBV...................................... 3:1 Málfríður Erna Sigurðardóttir 8., Esther Rós Arnarsdóttir 11., Jóna Kristín Hauks- dóttir 59. – Shaneka Gordon 4. KNATTSPYRNA Skúli Óskarsson, kraftlyft- ingamaður frá Fáskrúðsfirði og fyrrverandi heimsmethafi, var á laugardag sæmdur fyrst- ur allra gullmerki Kraftlyft- ingasambands Íslands. Skúli setti heimsmet í rétt- stöðulyftu í Laugardalshöllinni árið 1980 þegar hann lyfti 315,5 kílóum í 75 kg flokki. Hann varð þar með fyrstur íslenskra íþróttamanna til að setja heimsmet, en það ár var hann kjörinn íþróttamað- ur ársins af Samtökum íþróttafréttamanna í ann- að skipti. Skúli, sem var um árabil einn vinsælasti íþróttamaður þjóðarinnar, var áður kjörinn 1978. Skúli tók við gullmerkinu í upphafi þings Kraft- lyftingasambands Íslands. sport@mbl.is Skúli sæmdur fyrsta gullmerki Skúli Óskarsson Ólafur Guðmundsson skoraði fimm mörk fyrir Kristianstad þegar liðið tryggði sér endan- lega sænska deildarmeistara- titilinn í handbolta, með því að vinna Karlskrona á heima- velli, 34:22, á laugardag. Þó að enn séu fjórar umferðir eft- ir er Kristianstad þegar búið að setja stigamet, en liðið hef- ur unnið 26 af 28 leikjum í deildinni í vetur og komið með 52 stig. Fyrra metið var í eigu Guif frá því fyrir fjórum árum, er liðið náði 50 stigum. Kristian- stad gæti endað með 60 stig í vor. Þetta er annað árið í röð sem Kristianstad vinnur deildina, en áður hafði það ekki unnið hana síðan 1953. sindris@mbl.is Ólafur meistari á nýju stigameti Ólafur Guðmundsson Svana Katla Þorsteinsdóttir, karatekona úr Breiðabliki, hreppti bæði gull- og silfur- verðlaun á alþjóðlegu móti í kata, Swedish Kata Trophy, sem fram fór í Stokkhólmi um helgina. Í opnum flokki kvenna vann Svana Katla fyrstu þrjár viðureignir sínar örugglega, gegn sænskum andstæðingum, en hún mætti svo Carolu Casale Sambo frá Ítalíu í úrslitum þar sem sú ítalska hafði betur. Svana Katla fékk hins vegar gull í hópkata ásamt þeim Kristínu Magnúsdóttur og Örnu Katrínu Kristinsdóttur, en þær keppa saman á næstkomandi Norðurlandameistaramóti. Fleiri úrslit má sjá á mbl.is/sport. sport@mbl.is Svana Katla með gull og silfur Svana Katla Þorsteinsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.