Morgunblaðið - 24.03.2016, Side 1

Morgunblaðið - 24.03.2016, Side 1
Ljósmynd/GSÍ 62 Rúnar hitti 16 flatir af 18 í tilskildum höggafjölda á methringnum. GOLF Kristján Jónsson kris@mbl.is „Strákarnir sem ég keppi við hérna úti eru allt frábærir kylfingarnir og því er það stórt og gott skref að vinna háskólamót,“ sagði Rúnar Arnórsson, úr Keili, þegar Morg- unblaðið sló á þráðinn til hans í gær. Hann var þá búinn að sinna tveimur viðtölum þar ytra, annars vegar við dagblað á svæðinu og hins vegar við vefsíðu skólans. Rúnar sigraði í fyrsta skipti á móti í háskólagolfinu í Bandaríkjunum á þriðjudags- kvöldið en hann er á öðru ári í Uni- versity of Minnesota. Þeir eru orðnir nokkrir íslensku kylfingarnir sem unnið hafa há- skólamót í gegnum tíðina en veru- lega hefur fjölgað í þeim hópi síð- ustu fimm árin eða svo. Systir Rúnars, Signý Arnórsdóttir, sigraði á móti árið 2010 og var fyrst ís- lenskra kvenna til að afreka það eft- ir því sem Morgunblaðið kemst næst. Í tilfelli Rúnars vekur fyrsti hringur hans í mótinu mesta athygli og ekki að ástæðulausu. Rúnar fór hamförum á Barona Creek-vellinum í Kaliforníu og lék hann á 62 högg- um sem er tíu höggum undir pari. Skólametið orðið 17 ára Ekki veit Morgunblaðið til þess að fleiri Íslendingar en Örn Ævar Hjartarson hafi leikið á betra skori í móti erlendis en hann lék á 60 högg- um á New Course-vellinum í St. Andrews í St. Andrews Links Trophy-mótinu. Frammistaðan er merkileg í því ljósi en auk þess er um skólamet að ræða. „Þegar þú nefnir þetta þá hugsar maður fyrst út í hver sé númer eitt og ég held að flestir afrekskylfingar á Íslandi þekki afrek Arnar Ævars. Auðvitað er gaman að heyra þetta og vita til þess að maður hafi skrifað nafn sitt á einhvern stað þar sem hægt verði að finna það í framtíð- inni. Einnig er skemmtilegt að setja skólamet en það var sett árið 1999 og er því orðið sautján ára gamalt. Auk þess sýnir þetta hvers ég er megnugur á golfvellinum og gefur vísbendingu um hvar ég stend í golf- inu. Í golfinu leggur maður mikla vinnu í æfingar og maður getur ekki horft á annað en skorið sem maður skilar inn sem viðmið,“ sagði Rúnar. Fyrri 9 á 29 höggum Rúnar segist hafa verið ágætlega meðvitaður um skorið meðan á hringnum stóð og þannig sé því yf- irleitt háttað hjá honum. Hann seg- ist þó ekki hafa fundið fyrir miklu stressi þótt skorið eftir fyrri 9 hol- urnar hafi sýnt 29 högg. „Ég er yfirleitt mjög efins þegar kylfingar segjast ekki vita á hvaða skori þeir eru því sjálfur veit ég oft- ast á hvaða skori ég er, eða kemst alla vega mjög nálægt því. Ég var fjögur högg undir pari eftir fimm holur og sex undir eftir níu. Eins og stundum gerist þegar vel gengur þá þurfti ég ekki að þvinga fram góð högg. Ég átti oft vegalengdir eftir inn á flöt sem henta mér vel og þeg- ar uppi var staðið hitti ég sextán flatir af átján í tilskildum högga- fjölda. Auk þess hitti ég flestar ef ekki allar brautirnar af teig. Ég vissi að ég væri undir 30 eftir níu holur og leyfði mér að hugsa um það. Minnti bara sjálfan mig á að einbeita mér alltaf að næsta höggi,“ sagði Rúnar ennfremur við Morg- unblaðið. „Stórt og gott skref“  Rúnar Arnórsson leyfði sér að hugsa um skorið á hringnum sögulega  Skólamet sem athygli vekur í Minnesota  Áhugaverð tölfræði FIMMTUDAGUR 24. MARS 2016 ÍÞRÓTTIR Petrúnella Skúladóttir Reyndasti leikmaður Grindavíkurliðsins sem er komið í úrslitakeppni Íslandsmótsins í körfubolta. Driffjöður í liðinu, fær samherjana til að rífa sig upp og gerir miklar kröfur á sjálfa sig. 4 Íþróttir mbl.is Robbie Sigurðs- son, leikmaður SR, hefur fengið leikheimild með íslenska landslið- inu í íshokkí. Hefur hann verið valinn í æf- ingahópinn fyrir 2. deild heims- meistaramótsins en Ísland leikur á Spáni í apríl. Robbie á íslenskan föður en er fæddur í Bandaríkjunum 1993 og ólst þar upp. Reglur alþjóða ís- hokkísambandsins kveða á um að leikmaður þurfi að hafa leikið í tvö ár samfleytt í deildakeppni í landi þess landsliðs sem hann sækir um að leika fyrir. Robbie hefur nú leik- ið síðustu tvö tímabil með SR. Hann lék einnig með liðinu tímabilið 2011-2012 en lék í millitíðinni í Bandaríkjunum. kris@mbl.is Löglegur með landsliðinu Robbie Sigurðsson Ísland og Danmörk mætast í 23. skipti í A-landsleik karla í knatt- spyrnu í kvöld en þjóðirnar eigast þá við í Herning á Jótlandi. Saga viðureigna þjóðanna í milli er jafngömul landsliðssögu Íslands því fyrsti leikurinn í sögu íslenska landsliðsins var einmitt gegn Dön- um á Melavellinum árið 1946. Dan- ir sigruðu 3:0 og hafa allt frá þeim tíma verið erfiðasti andstæðingur Íslands á knattspyrnuvellinum. Af 22 viðureignum þjóðanna hef- ur Ísland nefnilega ekki unnið eina einustu. Fjórum sinnum hafa þær gert jafntefli en 18 sinnum hafa Danir fagnað sigri. Stundum stór- sigri en aldrei þó eins og árið 1967 þegar þeir unnu 14:2 í Kaupmanna- höfn. Markatalan er 71:13, Dönum í hag, en þeir hafa tvisvar skorað sex mörk gegn Íslandi og tvisvar fimm. Sex síðustu leikir þjóðanna hafa endað með dönskum sigri. Sá tæp- asti af þeim var á Parken í Kaup- mannahöfn í september 2010 en Danir unnu þá 1:0 á marki í upp- bótartíma. Þá voru Aron Einar Gunnarsson, Gylfi Þór Sigurðsson og Jóhann Berg Guðmundsson allir ungir leik- menn með örfáa landsleiki að baki í byrjunarliði Íslands, Birkir Már Sævarsson var hægri bakvörður og þeir Kolbeinn Sigþórsson og Birkir Bjarnason komu inn á sem vara- menn. Þessir leikmenn eru allir í stórum hlutverkum í dag og spila eflaust allir í Herning í kvöld en leikurinn hefst klukkan 19 að ís- lenskum tíma. Nú eru Danir í því óvenjulega hlutverki að vera ekki á leið á stór- mót og mæta Íslandi sem er á leið á EM í Frakklandi. Åge Hareide stýrir Dönum í fyrsta sinn í kvöld en hann tók við af Morten Olsen um áramótin. vs@mbl.is Erfiðasti mótherjinn í sögunni  Kemur fyrsti sigurinn í 23. til- raun í Herning? Ljósmynd/Gísli Baldur Parken Gylfi Þór Sigurðsson með boltann í ósigrinum nauma gegn Dönum fyrir sex árum. María Þórisdóttir, landsliðskona Noregs í knattspyrnu, hefur ekki getað spilað síðan hún meiddist á fæti í ágúst. María fékk þær fréttir frá læknum í gær að hún gæti þurft að leggja skóna á hilluna, fengi hún ekki rétta meðferð. Jón Páll Pálmason, sem þjálfar Maríu hjá úrvalsdeildarliðinu Klepp, sagði við Morgunblaðið í gær að búið væri að senda hana sér- fræðinga á milli og stöðugt væru að koma nýjar greiningar. „Ég trúi því ekki að ferlinum sé lokið en þetta virðast vera sjaldgæf meiðsli. Liðband slitnaði þegar stig- ið var á ristina á henni og svo fékk hún beinmar. Þetta hefur verið erf- iður tími en hún hefur í raun verið á spinninghjólinu í hálft ár og æft mjög vel. En um leið og hún reynir að skokka, kemur bakslag,“ sagði Jón Páll um íslenska Norðmanninn í liði sínu. vs@mbl.is Óvissa með ferilinn hjá Maríu Sara Björk Gunnarsdóttir og samherjar henn- ar í sænska meistaraliðinu Rosengård voru óheppnar að tapa 0:1 fyrir Evrópumeist- urum Frankfurt á heimavelli í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í knatt- spyrnu í gærkvöld. Dzenifer Mar- oszán skoraði sigurmarkið úr víta- spyrnu á 71. mínútu. Rosengård var sterkari aðilinn lengst af og litlu munaði að Sara jafnaði undir lokin þegar bjargað var á marklínu eftir skalla hennar. Rosengård varð fyrir áfalli eftir tíu mínútna leik þegar markvörð- urinn Erin McLeod fór meidd af velli. Seinni leikur liðanna fer fram í Frankfurt næsta miðvikudag. vs@mbl.is Sara nærri því að jafna Sara Björk Gunnarsdóttir  Ellert Sölvason spilaði sinn síðasta landsleik í Árósum árið 1949 þegar Ís- land sótti Danmörku í fyrsta sinn heim í A-landsleik karla í knattspyrnu.  Ellert fæddist 1917 og var þekkt- astur sem „Lolli í Val“ en hann lék all- an sinn feril með Valsmönnum, til árs- ins 1951, og varð sjö sinnum Íslandsmeistari með liðinu, þar sem hann var lengst af í stóru hlutverki. Hann var markahæsti leikmaður Ís- landsmótsins árið 1942. Ellert lék fjóra fyrstu landsleiki Íslands á árunum 1946 til 1949. Hann lést árið 2002. ÍÞRÓTTA- MAÐUR DAGSINS

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.