Morgunblaðið - 24.03.2016, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 24.03.2016, Blaðsíða 4
Jötunn kynnir GOES fjórhjól á Íslandi Goes er franskt fyrirtæki stofnað af nokkrum fyrrverandi lykilstjórnendum evrópudeildar Bombardier árið 2005. Frá upphafi hefur áherslan verið lögð á framleiðslu einfaldra og vandaðra vinnuhjóla og eru hjólin í dag seld í 15 Evrópulöndum og framleiðslan er í allt um 4000 hjól á ári. 100.000 kr kynningarafsláttur í mars! Hafðu samband við okkur í síma 480 0400 fyrir frekari upplýsingar • Driflæsing framan, sjálfstæð afturfjöðrun, spil og stálfelgur. • Lengd: 2120 mm • Þyngd: 313 kg • Vél: 493 cc • 4x4 / 4x2 • Stillanlegir demparar • Rafléttistýri • Diskabremsur framan og aftan • Dekk framan: 25x8x12” • Dekk aftan: 25x10x12” • 12“ stálfelgur • Bensíntankur: 19L • Litur: Svartur með vsk GOES 520 Kr. 1.239.000 • Driflæsing , sjálfstæð fjöðrun , spil og álfelgur. • Lengd 2300 mm • Þyngd 352 kg • Vél: 594 cc • 4x4 / 4x2 • Stillanlegir gasdemparar framan og aftan. • Diskabremsur framan og aftan • Dekk framan: 25x8x14“ • Dekk aftan: 25x10x14“ • Álfelgur 14“ • LCD skjár • Bensíntankur: 19L • Litur: Hvítur með vsk Kr. 1.490.000GOES 625i • Driflæsing , sjálfstæð fjöðrun, spil og álfelgur. • Lengd: 2320 mm • Þyngd: 323 kg • Vél: 493 cc • 4x4 / 4x2 • Stillanlegir demparar. • Rafléttistýri • Diskabremsur framan og aftan • Dekk framan: 25x8x12“ • Dekk aftan: 25x10x12“ • Álfelgur 12“ • LCD skjár • Bensíntankur: 19L • Litur: Grár með vsk Kr. 1.297.000GOES 520 LTD Austurvegur 69 - 800 Selfoss Lónsbakki - 601 Akureyri Sólvangi 5 - 700 Egilsstaðir Sími 480 0400 jotunn@jotunn.is www.jotunn.is Verð án vsk. á kynningartilboði: GOES 625i Kr. 1.201.685,- án vsk. Verð án vsk. á kynningartilboði: GOES 520 LTD Kr. 1.046.031,- án vsk. Kr. 1.339.000 Kr. 1.590.000 Verð án vsk. á kynningartilboði: GOES 520 Kr. 999.254,- án vsk. 4 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. MARS 2016 Leikur karlalandsliðsins í knattspyrnu gegn Dönum í Hern- ing í kvöld markar upphafið að lokaundirbúningi liðsins fyrir Evrópumótið í Frakklandi í sumar og er fyrsta „genaralprufan“ hjá Heimi, Lars og lærisveinum þeirra áður en þeir stíga inn á stóra sviðið þegar þeir mæta Portúgölum í fyrsta leiknum í Sa- int-Étienne þann 14. júní. Það eru leikmenn í hópnum sem eru berjast fyrir því að kom- ast í lokahópinn og leikurinn í kvöld og eins leikurinn á móti Grikkjum á þriðjudaginn getur ráðið úrslitum hvort þeir hljóti náð fyrir augum landsliðsþjálf- aranna eða ekki. Sverrir Ingi Ingason, Hörð- ur Björgvin Magnússon, Hjörtur Hermannsson, Ögmundur Krist- insson, Ingvar Jónsson, Ólafur Ingi Skúlason og Arnór Ingvi Traustason eru í hópnum í þess- um leikjum en þetta eru allt strákar sem eru að berjast fyrir því að fá farseðilinn á EM. Vonandi fá strákarnir okkar fljúgandi start í þessum lokaund- irbúningi og fara með sigur af hólmi á móti Dönum og skrifa þar með nýjan kafla í sögu lands- liðsins. Staðreyndin er nefnilega sú að Íslendingar hafa aldrei fagnað sigri gegn gömlu herra- þjóðinni en leikurinn í kvöld er sá 23. í röðinni. BAKVÖRÐUR Guðmundur Hilmarsson gummih@mbl.is 28. UMFERÐ Guðmundur Hilmarsson gummih@mbl.is Petrúnella Skúladóttir lagði svo sannarlega sitt af mörkum með liði Grindavíkur þegar það hafði betur gegn grönnum sínum í Keflavík í baráttu liðanna um fjórða sætið í Dominos-deild kvenna í körfuknatt- leik og þar með sæti í úrslitakeppn- inni. Petrúnella skoraði 16 stig og tók 2 fráköst í 84:77 sigri Grindvík- inga og hún er leikmaður 28. og lokaumferðarinnar í deildinni. „Hún er okkar reynslumesti leik- maður og hefur verið einn besti leikmaðurinn í deildinni undanfarin ár,“ sagði Daníel Guðni Guðmunds- son, þjálfari Grindvíkinga, við Morgunblaðið þegar hann var beð- inn um að lýsa Petrúnellu. Petrúnella er 30 ára gömul og leikur í stöðu framherja. Hún hefur leikið allan sinn feril með Grindavík fyrir utan tímabilið 2011-12 þegar hún lék með Njarðvík. Þá hefur hún átt fast sæti í íslenska landsliðinu undanfarin ár og hefur þar verið öflugur liðsmaður sem leggur sig ávallt vel fram. Lenti í erfiðum höfuðmeiðslum „Petrúnella lenti í erfiðum höf- uðmeiðslum í haust og var lengi frá en á undanförnum vikum hefur verið mikil stígandi í hennar leik og hún er nálgast sitt allra besta form. Það munar miklu fyrir okkur að geta nýtt hennar krafta bæði í sókn og vörn. Þó svo að skotin séu ekki alltaf að detta niður hjá henni er alltaf hægt að treysta því að hún skili góðum varnarleik. Hún gerir miklar kröfur á sjálfa sig til þess að ná árangri og er mikil driffjöður í okkar liði,“ segir þjálfarinn Daní- el Guðni við Morgunblaðið. Gott að geta leitað til hennar Í leikjunum 19 sem Petrúnella hefur spilað með Grindvíkingum í deildinni hefur hún skorað 10,1 stig að meðaltali, tekið 3,2 fráköst og hefur átt 2 stoðsendingar. „Reynsla hennar nýtist liðinu af- ar vel og stelpurnar hlusta á hana og fylgja hennar fordæmi. Þegar hún á sína bestu leiki og gefur sig alla í leikina þá fylgja hinar með. Hún hefur þann eiginleika að fá samherja sína til að rífa sig upp þegar á móti blæs. Það er gott að geta leitað til hennar þegar hlut- irnir eru ekki að ganga alveg eins og þeir eiga að gera. Hún hefur gegnt fyrirliðastöðunni undanfarin ár og er núna varafyrirliði. Hún þekkir körfuboltaíþróttina út og inn og er bara virkilega mik- ilvægur hlekkur í Grindavíkurlið- inu,“ sagði Daníel Guðni en Grindavík mætir deildarmeist- urum Hauka í úrslitakeppninni en í hinni viðureigninni eigast við Ís- lands- og bikarmeistarar Snæfells og Valur. Að nálgast sitt besta form  Petrúnella Skúladóttir er mikil driffjöður í liði Grindavíkur sem er komið í úrslitakeppnina  Hún gerir miklar kröfur á sjálfan sig, segir Daníel þjálfari Morgunblaðið/Ómar Ákveðin Petrúnella Skúladóttir hefur um árabil verið í stóru hlutverki í liði Grindvíkinga og spilað um tvö hundruð leiki með því í efstu deild. Körfubolti kvenna: Leikmaður umferðarinnar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.