Morgunblaðið - 24.03.2016, Blaðsíða 2
Í KAPLAKRIKA
Guðmundur Hilmarsson
gummih@mbl.is
Vel stemmdir Gróttumenn innbyrtu
öruggan og sanngjarnan sex marka
sigur, 34:28, á móti FH-ingum í næst
síðustu umferð Olís-deildar karla í
handknattleik í Kaplakrika í gærkvöld.
Eftir gott gengi í undanförnum leikj-
um komu Gróttmenn FH-ingum niður
á jörðina og liðin höfðu sætaskipti á
stigatöflunni. Grótta er komin í 5. sæti
með jafnmörg stig og FH en stendur
betur að vígi í innbyrðisleikjum. Bæði
lið eiga enn möguleika á að ná fjórða
sætinu og tryggja sér þar með heima-
vallarréttinn í fyrstu umferð úr-
slitakeppninnar en þau eru stigi á eftir
ÍBV sem er í fjórða sætinu. Í loka-
umferðinni tekur Grótta á móti Vík-
ingi, FH fær ÍR í heimsókn og Eyja-
menn sækja Aftureldingu heim.
Fyrri hálfleikurinn var sveiflu-
kenndur þar sem bæði lið náðu góðu
áhlaupum en það fór lítið fyrir varn-
arleik og markvörslu. Gróttumenn
höfðu þriggja marka forystu af loknum
fyrri hálfleik og eftir að þeir náðu að
þétta raðirnar í vörninni og Lárus
Gunnarsson hrökk í stuð sigldu
Gróttumenn öruggulega fram úr FH-
ingum og það var aðeins spurning
hversu stór sigur Seltirninga yrði.
Liðsheildin var aðal Gróttumanna
og margir skiluðu góðum leik eins og
Þráinn Orri Jónsson, Finnur Ingi Stef-
ánsson, Vilhjálmur Geir Hauksson og
Daði Laxdal Gautason. Sóknarleik-
urinn gekk vel upp hjá nýliðunum og
stemningin og sigurviljinn miklu meiri
heldur en hjá FH-ingum.
FH, sem hefur átt mjög góðu gengi
að fagna eftir áramótin, náði sér aldrei
á strik. Vissulega hafði það mikil áhrif
á sóknarleikinn að Ásbjörn Frið-
riksson heltist úr leik eftir 10 mínútur
vegna meiðsla en varnarleikur liðsins
var í molum og markvarslan eftir því.
Einar Rafn Eiðsson og Jóhann Birnir
Ingvarsson áttu góða spretti en aðrir
náðu sér ekki á strik.
Afturelding verður með heima-
leikjarétt í átta liða úrslitum en Mos-
fellingar náðu þriðja sætinu af ÍBV
með sigri norður á Akureyri, 26:24.
ÍBV lá óvænt heima gegn botnliði
Víkings, 31:35, og er í fjórða sæti. Í
lokaumferðinni munu því ÍBV, FH og
Grótta slást um fjórða sætið og heima-
leikjaréttinn.
Valur vann Fram, 23:22, á Hlíð-
arenda eftir að hafa verið undir, 18:21,
rétt fyrir leikslok. Garðar B. Sig-
urjónsson gerði 12 mörk fyrir Fram-
ara. Þar með er ljóst að Fram og Ak-
ureyri verða í 7. og 8. sæti og mæta
Haukum og Val í 8 liða úrslitum, en
hvort mætir hvoru skýrist í loka-
umferðinni. Haukar burstuðu fallna
ÍR-inga, 32:19.
Grótta í góðri stöðu í sla
Vann FH á sannfærandi hátt Aftur-
elding fær heimaleikjarétt ÍBV, Grótta
og FH í baráttunni um fjórða sætið
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Návígi Guðni Ingvarsson úr Gróttu og Daníel Matthíasson úr FH í Kaplakrika.
Í KEFLAVÍK
Skúli B. Sigurðsson
skulibsig@mbl.is
Flestir ef ekki allir höfðu afskrifað
Keflvíkinga í einvígi þeirra gegn
Tindastól fyrir gærkvöldið. Keflvík-
ingar höfðu komið sér í þá holu að
vera undir 2:0 í einvíginu og urðu að
vinna ella væru þeir á leið í sum-
arfríið. Svo fór að lokum að þeir komu
sáu og sigruðu með mikilli baráttu.
95:71 varð loka niðurstaða kvöldsins
og skilaboð Keflvíkinga nokkuð skýr:
Aldrei afskrifa okkur!
Liðin mætast nú í fjórða sinn á
Sauðárkróki á mánudagskvöldið.
Þetta byrjaði þó ekkert vel hjá
þeim heimamönnum og allt stefndi í
enn einn 100 stiga leikinn hjá þeim
varnarlega því eftir fyrsta fjórðung
höfðu gestirnir skorað 31 stig og
leiddu með 6 stigum. En Keflvíkingar
settu þá allt púður í byssurnar og hófu
árás á báðum endum vallarins. Liðið
var farið að leika eins og það gerði
best hérna fyrir áramót. Menn að
vinna hver fyrir annan og með hverri
mínútu leiksins virtist sjálfstraustið
hjá liðinu aukast.
Tindastólsmenn sem framan af leik
voru aldrei langt undan voru end-
anlega slegnir út af laginu um miðjan
fjórða leikhluta þegar Keflvíkingar
höfðu þá skorað einhver 10 stig í röð
og komnir í 20 stiga forystu.
Baráttan um fráköstin
réð úrslitum
Maður veit í raun ekki alveg hvað
gerist hjá þeim Tindastólsmönnum
nema bara það að þeir mættu særðum
Keflvíkingum sem vissu upp á hár
hvað var í húfi þetta kvöldið. Þeir voru
svo sem að spila sinn leik að mestu en
hittu illa úr skotum sínum, jafnvel
þeim auðveldustu undir körfunni. En
saga leiksins liggur í frákastabarátt-
unni þar sem Keflvíkingar tóku 20
fráköstum fleiri en gestir sínir.
Jerome Hill var í krossferð þetta
kvöldið og langt frá því að játa sig
sigraðan af liðinu sem losaði sig við
hann fyrr í vetur. Hill barðist af öllum
kröftum frá fyrstu mínútu og það skil-
aði honum 28 stigum og 21 frákasti
ásamt því að spila fantavörn á Myron
Dempsey sem náði sér aldrei á strik í
leiknum.
Nú heldur einvígið aftur norður á
Sauðárkrók og spilað er næsta mánu-
dag. Þar þurfa Keflvíkingar að halda
sömu baráttu innan síns liðs og þá
sérstaklega í varnarleiknum. Það er
nú ekki á hverjum degi sem lið koma
til baka í einvígi eftir að hafa lent 2:0
undir. En eitt lið hefur afrekað það í
sögu úrvalsdeildarinnar og það eru jú
einmitt Keflvíkingar.
Hill í kross-
ferð gegn
Tindastóli
Ljósmynd/Skúli B. Sigurðsson
Hefnd Jerome Hill sækir og Helgi Rafn Viggósson verst. Hill lét Sauðkrækinga
heldur betur finna fyrir sér og kemur nú aftur á Krókinn með Keflvíkingum.
28 stig og 21 frákast gegn gömlu
félögunum Einvígið heldur áfram
2 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. MARS 2016
Lengjubikar karla
A-DEILD, riðill 3:
ÍA – KR...................................................... 0:4
Hólmbert Friðjónsson 30., Morten Beck
69., Finnur Orri Margeirsson 75., Morten
Beck Andersen 87. Rautt spjald: Ólafur
Valur Valdimarsson (ÍA) 45.
Víkingur R. 12, ÍA 7, KR 7, HK 4, Hauk-
ar 3, Grindavík 2. KR á eftir að mæta
Grindavík og Víkingur R. mætir ÍA.
B-DEILD, riðill 1:
Grótta – Afturelding ................................ 4:0
Grótta 9, Afturelding 9, Njarðvík 3,
Vængir Júpíters 0, Álftanes 0, Reynir S. 0.
Vináttulandsleikir karla
Króatía – Ísrael ........................................ 2:0
Rúmenía – Litháen................................... 1:0
Pólland – Serbía ....................................... 1:0
Meistaradeild kvenna
8 liða úrslit, fyrri leikir:
Rosengård – Frankfurt .......................... 0:1
Sara Björk Gunnarsdóttir lék allan leik-
inn með Rosengård en Andrea Thorisson
var ekki í hópnum.
Wolfsburg – Brescia................................. 3:0
Barcelona – París SG ............................... 0:0
Lyon – Slavia Prag................................... 9:1
KNATTSPYRNA
Olís-deild karla
ÍR – Haukar.......................................... 19:32
Valur – Fram ........................................ 23:22
Akureyri – Afturelding ........................ 24:26
ÍBV – Víkingur ..................................... 31:35
FH – Grótta .......................................... 28:34
Staðan:
Haukar 26 22 1 3 736:572 45
Valur 26 19 1 6 653:592 39
Afturelding 26 13 2 11 616:615 28
ÍBV 26 11 4 11 673:669 26
Grótta 26 11 3 12 669:688 25
FH 26 12 1 13 653:688 25
Fram 26 10 2 14 627:645 22
Akureyri 26 8 5 13 610:639 21
ÍR 26 7 2 17 657:713 16
Víkingur 26 4 5 17 601:674 13
1. deild karla
Þróttur – Mílan..................................... 30:22
Þýskaland
RN Löwen – Bergischer ..................... 28:20
Stefán Rafn Sigurmannsson skoraði 5
mörk fyrir Löwen en Alexander Petersson
skoraði ekki.
Arnór Þór Gunnarsson skoraði 5 mörk
fyrir Bergischer. Björgvin Páll Gústavsson
varði 11 skot.
Lemgo – Füchse Berlín....................... 26:34
Bjarki Már Elísson skoraði 5 mörk fyrir
Füchse. Erlingur Richardsson þjálfar liðið.
Staða efstu liða:
RN Löwen 24 21 0 3 679:535 42
Flensburg 24 19 2 3 716:596 40
Kiel 22 19 0 3 680:565 38
Melsungen 24 16 3 5 682:611 35
Füchse Berlín 24 14 3 7 693:626 31
Danmörk
Bjerringb.Silkeborg – Aalborg ......... 24:19
Ólafur Gústafsson var ekki í leikmanna-
hópi Aalborg vegna meiðsla.
Mors-Thy – SönderjyskE.................... 25:28
Guðmundur Árni Ólafsson skoraði 1
mark fyrir Mors-Thy en Róbert Aron Hos-
tert skoraði ekki.
Árni Steinn Steinþórsson var ekki í leik-
mannahópi SönderjyskE. Daníel Freyr
Andrésson ver mark liðsins.
Skive – Midtjylland ............................. 16:27
Vignir Svavarsson skoraði 4 mörk fyrir
Midtjylland.
Tvis Holstebro – KIF Kolding ........... 24:24
Egill Magnússon skoraði 5 mörk fyrir
Holstebro en Sigurbergur Sveinsson var
ekki í hópnum.
Århus – GOG ........................................ 31:27
Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði 3
mörk fyrir Århus.
Skjern – Nordsjælland........................ 23:30
Jóhann Karl Reynisson var ekki í leik-
mannahópi Nordsjælland.
Lokastaðan: Tvis Holstebro 39, Århus
35, Skjern 33, Bjerringbro/Silkeborg 33,
KIF Kolding 30, GOG 30, Aalborg 28, Sön-
derjyskE 27. Skanderborg 23, Mors-Thy
20, Ribe-Esbjerg 19, Midtjylland 19, Nor-
dsjælland 16, Skive 12.
Átta efstu liðin leika um meistaratitilinn,
Midtjylland og Nordsjælland fara í umspil
en Skive er fallið.
Frakkland
Ivry – St. Raphaël ............................... 30:30
Arnór Atlason skoraði 4 mörk fyrir St.
Raphael.
Chambéry – Nimes ............................. 29:25
Snorri Steinn Guðjónsson skoraði 6
mörk fyrir Nimes en Ásgeir Örn Hall-
grímsson ekkert.
Meistaradeild karla
16 liða úrslit, seinni leikur:
Kiel – Pick Szeged............................... 33:26
Alfreð Gíslason þjálfar Kiel.
Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson
dæmdu leikinn.
Kiel áfram, 62:59 samanlagt og mætir
Barcelona í 8 liða úrslitum.
HANDBOLTI
Kaplakriki, Olís-deild karla, mið-
vikudaginn 23. mars 2016.
Gangur leiksins: 2:4, 5:7, 8:11,
12:11, 14:14, 15:18, 17:21, 18:23,
20:25, 22:28, 23:32, 28:34.
Mörk FH: Einar Rafn Eiðsson 9/2,
Jóhann Birgir Ingvarsson 7, Ágúst
Birgisson 3, Þorgeir Björnsson 2,
Halldór Ingi Jónasson 2, Benedikt
Reynir Kristinsson 2, Ásbjörn Frið-
riksson 2, Andri Berg Haraldsson
1.
Varin skot: Ágúst Elí Björgvinsson
5, Brynjar Darri Baldursson 4.
Utan vallar: 4 mínútur
Mörk Gróttu: Finnur Ingi Stef-
ánsson 7/2, Þráinn Orri Jónsson
6, Vilhjálmur Geir Hauksson 5,
Daði Laxdal Gautason 5, Aron
Dagur Pálsson 4, Viggó Krist-
jánsson 3, Guðni Ingvarsson 2,
Árni Benedikt Árnason 1, Þorgeir
Bjarki Davíðsson 1.
Varin skot: Lárus Gunnarsson 15.
Utan vallar: 4 mínútur
Dómarar: Ingvar Guðjónsson og
Ómar Ingi Sverrisson.
Áhorfendur: 873.
FH – Grótta 28:34
TM-höllin, Dominos-deild karla, 8 liða
úrslit, 3. leikur, miðvikudag 23. mars.
Gangur leiksins: 5:10, 6:17, 17:23,
25:31, 29:37, 35:38, 45:41, 49:49,
60:49, 64:56, 71:62, 76:63, 76:65,
81:68, 89:68, 95:71.
Keflavík: Jerome Hill 28/21 fráköst/3
varin skot, Magnús Már Traustason
24/8 fráköst, Valur Orri Valsson 17/9
fráköst/5 stoðsendingar, Guðmundur
Jónsson 7/4 fráköst, Reggie Dupree
7/8 fráköst, Ágúst Orrason 6, Andrés
Kristleifsson 3/5 fráköst, Magnús Þór
Gunnarsson 3.
Fráköst: 41 í vörn, 16 í sókn.
Tindastóll: Darrel Lewis 22/11 frá-
köst, Viðar Ágústsson 11/5 fráköst,
Anthony Gurley 11/4 fráköst, Myron
Dempsey 9/8 fráköst/4 varin skot,
Pétur Rúnar Birgisson 9/4 fráköst/5
stoðs., Helgi Rafn Viggósson 6/6 frá-
köst, Helgi Freyr Margeirsson 3.
Fráköst: 26 í vörn, 13 í sókn.
Staðan er 2:1 fyrir Tindastól.
Keflavík – Tindastóll 95:71