Víkurfréttir


Víkurfréttir - 12.08.1993, Blaðsíða 6

Víkurfréttir - 12.08.1993, Blaðsíða 6
6 12. ÁGÚST 1993 Yikurfréttir YÍkurfréttir 12. ÁGÚST 1993 7 V/? HafiégeinhverntímaveriðundirþaðbúinnaðsigraekkiíLandsmótivarþaðnúna.Hinar *T\ stelpurnar hafa verið að sækja í sig veðrið og því átti ég alveg eins von á að vinna ekki. Ég hef aldrei leikið jafn mikið golf, í fyrsta skipti sem ég hef ekki tekið neitt frí. Ég var að Ijúka mínu fyrsta ári í Bandaríkjunum og síðan kom ég beint heim í keppnir. Golf er ekki bara leikur. Þetta getur verið puð og það þarf að taka sér hvíld frá öllu í einhvern tíma. En þetta hafðist og það var gaman að innbyrða fimmta titilinn í röð", segir Karen Sævarsdóttir, sem varð íslandsmeistari kvenna í golfi en Landsmótinu lauk á Hólmsvelli í Leiru á föstudag fyrir verslunarmannahelgi. Frá ltalíu beint í titilvöm Karen varð fyrst íslands- meistari kvenna 1986 á Hólms- velli. Hún hefur sigrað á hverju ári síðan. I fyrsta skipti var keppandi frá íslandi á Evrópumeistaramóti einstaklinga í kvennaflokki í áren mótið fór fram í Tórínó á Italíu síðustu dagana fyrir Landsmót og Karen kom heim daginn fyrir mótið. Henni gekk mjög vel, komst í gegnum niðurskurðinn af um 150 keppendum sem þykir mjög gott. „Þetta var meiriháttar völlur og það var náttúrlega skemmtilegt að komast áfram. Eg lék á 80-76-73-81 eða samtals 310 höggum. Völlurinn er mjög lang- ur eða svipaður og Hólmsvöllur á karlateigum", segir Karen sem náði besta árangri kvenna á Norðurlandamóitnu í fyrra þegar hún varð í 2. sæti, einu höggi á eftir norski stúlku. „Ég byrjaði vel í Landsmótinu og var ánægð að koma inn á 79 höggum fyrsta daginn, því það er alltaf erfitt að koma úr allt öðrum aðstæðum og veðri, eins og var í þessu tilviki. Mér gekk hræðilega annan daginn (86 högg) og þá var Olöf María Jónsdóttir aðeins einu höggi á eftir mér, þannig að allt gat gerst. En þriðja daginn gekk mér mjög vel, kom inn á 75 höggum og átti þá níu hö£g á O- löfu fyrir síðasta daginn. Ég bætti um betur síðasta daginn og í lokin munaði tíu höggum“. -Hvað heldurðu að haft ráðið úrslitum? „Ég held að þekking mín á Hólmsvelli hafi komið mér til góða því ég var þó nokkuð frá mínu besta. Veðrið var ekki hag- stætt til golfleiks og þó ég haft ekki náð mínu besta dugði það til sigurs. Sjaldan fellur eplið.... Karen er kominn niður í 2,5 í forgjöf og stefnir enn lægra. Hún keppir um helgina í Norð- urlandamótinu með liði Islandsen það fer fram í Finnlandi að þessu sinni. Mótið er með breyttu fyr- irkomulagi. Ekki er keppt í ein- staklingskeppni nema annað hvert skipti þannig að ekki á Karen möguleika á að verða Norðurlandameistari einstaklinga að þessu sinni, en hún segist vonast til þess að liðinu gangi vel eins og í fyrra. Móðir Karenar, Guðfinna Sig- Karen Viðtal: Páll Ketilsson. Myndir: pket. og mad. segir að... frisvar Það styttist í tugtnn... Fimmfaldur Islandsmeistari kvenna í golfi, Karen Sævarsdóttir íverðlaunaliafi. „Það er mikið verk að þurrka af þessu öllu", segir hún. ...draumurinn sé auðvitað að geta unnið fyrir sér með því að KYLFUNNI ALLA DAGA í keppnir. Það er ansi mikið. En nú er ég að hefja mitt annað ár og það verður vonandi miklu auð- veldara því þá er ekki allt nýtt fyrir manni“. Skólinn hefst 23. ágúst hjá Karenu og hún missir því af sveitakeppni Golfsambands Is- lands. „Ég hefði viljað spila í því móti og hjálpa mínum klúbbi. Vonandi kemst ég í mótið á næsta ári en þetta er einungis spuming um hvenær skólinn byrjar og hvenær þetta mót er tímasett hér heirna". Fjárfrekt En hverja telur Karen mögu- leikana á atvinnumensku vera? „Það er ekki nóg að vera góður kylfingur. Það kostar mikla pen- inga að taka þátt í úrtökumótum fyrir atvinnumannakeppnir. Eitt ár í keppnishaldi, með ferða- lögum og uppihaldi kostar um 3 milljónir króna. Heppni spilar mikið inn í. Ef maður nær að standa sig vel í einu móti getur manni staðið til boða þátttaka í fleiri mótum...og ef boltinn ratar rétta leið í holuna, holu eftir holu eftir holu...þá fær ntaður góða á- vísun og þá myndi þetta byrjað að rúlla fyrir einhverri alvöru. Nú er ég að tala í óskhyggju og draumi en hver veit nema að þetta eigi eftir að rætast. Draumurinn er auðvitað að geta unnið fyrir sér með því að sveifla kylfunni alla daga... Fjórir flokka- meistarar fró Suðurnesjum Fyrir utan Karenu eignuðust Suðurnesjamenn fjóra flokka- meistara á Landsmótinu í golfi. I 3. flokki karla sigraði Júlíus Steinþórsson, GS. Högni R. Þórðarson, GS, vann í 2. flokki karla og í 2. flokki kvenna sigr- aði Sigrún Sigurðardóttir, GG. Þá var Rut Þorsteinsdóttir ör- uggur sigurvegari í 1. flokki kvenna. Móðirin meistari fyrir 25 órum Guðfinna Sigurþórsdóttir var fyrsti lslandsmeistari kvenna í golfi 1968 ogKaren sigraði ífimmta sinn núna, nákvæmlega tuttugu og fimm árum frá fyrsta sigri Guðfinnu en hún sigraði alls þrisvar sinnum imótinu. Myndin að ofan er tekin af henni í Leirunni á Itennar meistaraárum. urþórsdóttir var fyrsti íslands- meistari kvenna, árið 1968 og sigraði þrisvar sinnuni á árunum 68-71. Það vill svo skemmtilega til að nú þegar Karen var að vinna fimmta árið í röð eru liðin tuttugu og fimm ár frá því móðir hennar varð fyrsti íslandsmeistari kvenna. Guðfinna segir að megin munurinn á kvennagolfi nú og þá sé aðstaðan. „Þetta var á algjöru frumstigi þegar ég var á fullu í þessu og það hafa rniklar fram- farir átt sér stað á þessum árum.“. Guðfinna segir að öll fjöskyldan sé á fullu í golfinu og styðji við bakið á Karenu, „það þarf mikinn stuðning í þessari íþrótt og við reynum eftir fremsta megni að taka þátt í þessu með henni“. Aðrir fjölskyldumeðlimir spila einnig gott golf, faðirinn Sævar Sörensson hefur orðið flokka- meistari á Landsmóti og son- urinn, Sigurþór hefur eins og mamman og systirin orðið ís- landsmeistari, en það var í ung- lingaflokki fyrir fjórum árum síðan, en þá reyndar sigraði Karen í stúlknaflokki. Það var sann- kallaður systkinasigur. Unnusti Karenar er sjálfsögðu forfallinn golfari, en það er enginn annar en Jón H. Karlsson, sonur gam- alkunnugs íþróttamanns og síðar dómara, Karls Jóhannssonar. Jón kennir golf á nýjum golfvelli Oddfellowstúkunnar og hefur af- salað sér áhugamannaréttindun- um. „Hann kentur með mér út þegar ég gerist atvinnumaður og verður kylfusveinn hjá mér“, segir Karen með bros á vör en strax þegar hún kemur úr Norð- urlandamótinu í næstu viku, heldur hún til Bandaríkjanna í nám og meira golf.... Draumurinn... „Auðvitað er draumurinn að fara í atvinnumennsku. En fyrst þarf ég að klára skólann", segir Karen en hún stundar hag- fræðinám í Lamar University í Texas í Bandaríkjunum. „Mér hefur gengið vel og var fasta- maður í fimm manna liði skólans sem hefur á nokkuð sterku liði á að skipa. Við æfum mikið og keppunt einnig oft, alls tíu sinnum eða fimm mót á hvorri önn. Þetta er mjög stíft prógramm því hver keppni tekur tæplega viku og svo þarf oft að leika í undankeppnum um sæti í liðinu. Það eru mikil ferðalög og bara á þessu fyrsta skólaári mínu fór ég til sjö fylkja Meistarasveifla Karen ermeð 2,5 íforgjöfsem er langlægstaforgjöfsem kvenkylfingurhefurnokkum tíma náð hérálandi. Einn helst styrkleiki hennar er liögglengdin. Margur karlmaðurinn mundi vilja eiga upphafsltöggin hennar, sé nú ekki talað unt glæsilega sveiflu hennar.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.