Víkurfréttir - 12.08.1993, Side 11
\ikurfréttir
12. ÁGÚST 1993
11
♦ Óli Þór Magnússon
skoraði þrennu gegn
IBV á mánudagskvöldið
og hefur skorað þrjú
mörk með skalla í síð-
ustu tveimur leikjum.
mynd: pket.
Milljóna-skalli
ÓLA ÞÓRS
„Þú þarft ekki endilega að vera stór
til að skora skallamörk. Þetta er
spumingin um að vera á réttum tíma
á réttum stað. Gunni Odds á stóran þátt
í þessum mörkum mínum í sumar.
Hann hefur átt flestar sendingarnar á
mig sem hafa gefið mörk“, sagði Óli
Þór Magnússon, nýjasti „gullskalli"
Getraunadeildarinnar. Óli Þór er ann-
ar markahæsti leikmaður Getrauna-
deildarinnar í knattspymu, hefur
skorað 9 mörk. I síðustu leikjum hefur
hann skorað mikilvæg mörk. Hann
skoraði sigurmark IBK gegn Vík-
ingum á síðustu mínútu, gegn Val í
Mjólkurbikamum og var í miklu stuði
gegn Eyjamönnum á mánudags-
kvöldið.
Milljónamark gegn Val
Óli Þór skoraði sigurmark ÍBK
gegn Valsmönnum í Mjólkurbik-
amum í síðustu viku, - með glæsi-
legum skalla efst í markhomið, á síð-
ustu sekúndum leiksins. Markið kom
IBK í úrslitaleikinn gegn Skaga-
mönnum, sem hafa nokkuð örugglega
tryggt sér Islandsmeistaratitilinn. Það
gerir það að verkum að IBK hefur
unnið sér þátttökurétt í Evrópukeppni
bikarhafa á næsta ári, hvernig sem
bikarleikurinn fer, því IA leikur í
Evrópukeppni meistaraliða. „Þetta er
örugglega dýrmætasta mark sem ég
hef skorað og það er ánægjulegt. Mér
hefur verið sagt að það eigi eftir að
skila einhverjum milljónum í sjóði
félagsins, vonandi rætist það.“
-Nú eru skallamenn yfirleitt há-
vaxnir, en varla er hægt að segja
það um þig?
„Ég er rétt fyrir neðan 180 senti-
metrana og þar af leiðandi langt frá
því að vera risi, en ég skora samt
skallamörk. Auðvitað er gott að hafa
hæð í skallaeinvígjum en það er ekki
nóg fyrir mig að skora bara með
skalla".
Ekki mólið hver skorar
Óli Þór skoraði þrennu gegn ÍBV
og tvö markanna með skalla, fyrsta og
fjórða markið. „Auðvitað er
skemmtilegt að skora en það er ekki
aðal málið hver skorar, heldur að liðið
skori og því gangi vel. Við höfum
komið á óvart í sumar þó svo við
höfum átt okkar slöku leiki eins og
flest önnur lið. Númer eitt er að ná
fleiri stigum í næstu tveimur leikjum.
Þá getum við alveg hætt að hugsa um
einhverja fallbaráttu og einbeitt okkur
vel að bikarúrslitaleiknum. Sigurinn
gegn IBV var mjög mikilvægur því
það voru mörg lið í einum hnapp í
miðri deildinni."
Óli Þór er næst leikjahæsti nú-
verandi leikmaður ÍBK, á að baki 148
leiki í 1. deild fyrir ÍBK og Þór, 132
fyrir IBK og 13 fyrir Þór. Hann hefur
leikið með öllum landsliðum Islands,
fjóra með U-16, jafn marga með U-18
og U-21 og þá á Óli Þór tvo A-
landsleiki að baki.
- gegn slöku liði Eyjamanna, 4:0 sigur síst ofstór
„Við gáfum þeim engan frið og
strákamir voru sívinnandi allan leik-
inn. Það var auðvitað mjög sterkt að
skora seint í fyrri hálfleik og snemma
í þeim seinni. Það var rothöggið. Eft-
irleikurinn var formsatriði“, sagði
Kjartan Másson, þjálfari IBK eftir yf-
irburðasigur á lakasta IBV-liði sem
keppt hefur í Keflavík í mörg ár.
Keflvíkingar skoruðu fjögur mörk en
þau hefðu getað orðið mun fleiri því
heimamenn óðu hreinlega í færum
allan leikinn. Með þessum sigri skut-
ust Keflvíkingar í 4. sæti Get-
raunadeildarinnar og eru með 17 stig.
Óli gullskalli
Óli Þór Magnússon skoraði senni-
lega mikilvægasta mark sitt á ferlinum
þegar hann skallaði knöttinn í netið
hjá fyrrverandi Keflvíkingnum í
Valsmarkinu, Bjama Sigurðssyni, í
bikarleik ÍBK og Vals á dögunum.
Kollurinn á Óla var greinilega enn
heitur því hann sneiddi boltann með
sjóheitu „enninu" á 30. mínútu í
leiknum á mánudagskvöldið gegn
IBV, eftir sendingu frá Gunnari
Oddssyni. Óli Þór bætti við mark-
areikninginn sinn á síðustu mínútu
fyrri hálfleiks með hörkumarki úr
vítaspyrnu eftir að Marco Tanasic
hafði verið felldur inn í teig. 2:0 í
hálfleik.
Rothöggið
Rothögg Keflvíkinga á Eyja-
peyjum kom á fyrstu mínútum síðari
háifleiks. Marco Tanasic skoraði þá
með viðstöðulausu skoti óverjandi
fyrir Friðrik markvörð ÍBV, 3:0. Og
Keflvíkingar héldu áfram að sækja.
Þeir átti mörg fleiri góð tækifæri í fyrri
hálfleik og í þeim síðari áttu þeir enn
fleiri. Eitt mark bættist í safnið og enn
var það Óli Þór sem skoraði. Gunnar
Oddsson gaf góða sendingu langt inn
í markteig og þar kom gullskallinn
„dökkhærði" og skallaði léttilega yfir
Eyjamarkvörðinn, 4:0.
Níu stiga leikur
„Þetta var níu stiga leikur“, sagði
Sigurður Björgvinsson, aðstoðar-
þjálfari og leikmaður ÍBK. Ef við
hefðum tapað værum við í þriðja
neðsta sæti en með sigrinum fórum
við í fjórða sæti. Ég held að menn átti
sig ekki á því hvað þetta var mik-
ilvægur sigur. Við eigum erfiða leiki
framundan, Fram í kvöld og Val á
sunnudag, báða úti og vonandi tekst
okkur jafn vel upp í þeim.“
Sigurður yfir 250
Sigurður Björgvinsson lék sinn
252. leik mánudagskvöldið gegn
Eyjamönnum. Sigurður lék sinn 250.
leik gegn Víkingi fyrir skömmu sem
IBK vann 1:0. Hinn gamalreyndi
knattspymumaður á að baki 199 leiki
með IBK en hann lék sem kunnugt er
53 leiki með Vesturbæjarliðinu KR.
Tvöhundraðasti leikur Sigurðar er í
kvöld, gegn Valsmönnum.
Jafnt hjá UMFG
Grindvíkingar gerðu jafntefli
við Stjömuna í Grindavík í fyrra-
kvöld. Hvort lið skoraði eitt mark.
Stjörnumenn sáu um að skora fyrir
heimamenn því þeir gerðu sjálfs-
mark en Bjami Benediktsson
gerði mark Stjörnunnar.
Með þessu jafntefli eru Grind-
víkingar í fjórða sæti 2. deildar
með 16 stig og eiga varla mögu-
leika á sæti í 1. deild. Næst neðsta
liðið í deildinni er þó með 12 stig
og má því segja að sex lið í 2.
deildinni geti verið í fallbaráttu.
Arnar með þrennu í
6:3 sigri
mömmustróka
Mæðrasynir sigruðu Hómer
ömgglega á Heiðarbólsvellinum
sl. föstudag með sex mörkum
gegn þremur. Hómersmenn skor-
uðu þó tvö fyrstu mörkin í leiknum
og leiddu þannig í hálfleik. En þá
fór „bruðningsvér Mæðrasona í
gang og skoruðu mömmu-
strákamir sex mörk án þess að
Hómer og félagar kæmu nokkrum
vörnum við. Kurteisins vegna
fengu Hómersmenn að bæta við
marki fyrir leikslok. Lokatölur því
6:3. Amar Astþórsson skoraði
þrennu fyrir Mæðrasyni en aðrir
sem skoruðu voru Sigurður Svav-
ar, Karl, og Ægir.
í 4. deildinni sigruðu Njarð-
víkingar Emi með sjö mörkum
gegn þremur en Hafnamenn töp-
uðu hins vegar fyrir Hvatberum
1:4.
Fyrstí leikur Eysteins
Eysteinn Hauksson, sem gekk
tll liðs við ÍBK frá Hetli í vor lék
sinn fyrsta leik með ÍBK gegn ÍB V
á mánudag. Eysteinn er sterkur
leikmaður og stóð sig vel í leinum.
Hann á að baki ung-
lingalandsleiki.
Gestur í bann
Gestur Gylfason er í leikbanni
í næsta leik ÍBK í Get-
raunadeildinni. Hann er kominn
með fjögur gul spjöld og verður
því ekki með liðinu gegn Fram í
kvöld.
Yfirburðir ÍBK