Víkurfréttir


Víkurfréttir - 12.08.1993, Qupperneq 8

Víkurfréttir - 12.08.1993, Qupperneq 8
8 12. ÁGÚST 1993 YÍkuifréttir ♦ Lárus Ingi Lárusson gefur bátnum nafn eftir tengdamömmu sinni. Mynd: Katrín Sigurðardóttir. • Njarðvíkingur í Noregi: Keypti úreltan bút og sigldi út Um verslunarmannahelgina lagði af stað úr Njarðvíkurhöfn lítill bátur er bar nafnið Odd- björg. Bátur þessi hafði áður fyrr verið gerður út frá Suðurnesjum m.a. undir nafninu Bolli KE 46 og var þá í eigu þeirra feðga Magnúsar heitins Ingimundar- sonar og Amars Magnússonar. A síðasta ári var báturinn hins vegar úreltur, en þá var hann kominn í eigu þeirra Arneyjar- manna, Dags Ingimundarsonar og Oskars Þórhallssonar. Þrátt fyrir að báturinn hafði verið úreltur, hafði honum ekki verið fargað enda um mjög góðan eikarbát að ræða. Er Lár- us Ingi Lárusson úr Njarðvík, búsettur í Stavangri í Noregi frétti af þessu sló hann til og festi kaup á bátnum, með það í huga að gera úr honum skemmtibát til notkunar ytra. Lárus Ingi er 34 ára gamall og hefur búið ytra í 10 ár. Þar rekur hann lítinn slipp til viðgerðar á smábátum.en iðnina lærði hann í Njarðvíkurslipp, undir leið- sögn Oskars Guðmundssonar. Sem fyrr segir er hann Njarð- víkingur, þ.e. hann bjó þar frá níu ára aldri. Gekk ferðin út mjög vel að sögn móður hans, Katrínar Sig- urðardóttur, prjónakonu þó að leiðindabræla hafi verið á leið- inni og kont hann til Stavangers síðasta sunnudag eftir um viku siglingu frá Njarðvík. ♦ Oddbjörgin sem nú siglir undir norsku flaggi við bryggju i Njarðvík. Mynd: epj. VIDSKIPTA- & ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR HÓPFERÐIR 8-30 manna bílar í allar tækifærisferðir FERÐAÞJÓNUSTA SUÐURNESJA SÍMI 985-35075 Mikilvæg 1 símanúmer 1 Raflaanavinnustofa Siaurðar Inavarssonar Heiðartúni 2 Garði S: 27103 SIEMENS Lögreglan í Keflavík: 15500 Lögreglan í Grindavík: 67777 Slökkvistöðin Keflavík: 12222 Slökkvistöðin Grindavík: 68380 Sjúkrabifreið Grindavík: 67777 Slökkvistöð Sandgerði: 37444 Sjúkrahús/Heilsugæsla: 20500 Tannpínuvakt: 20500 Neyðarsími: 000 UMB0Ð Ljós og lampar - Heimilis- tæki - Hljómtæki- Myndbönd - Sjónvörp Raflagnir - Efnissala Augiýsinga- símarnir 14717 15717 Yíkurfréttir 1 1 f ^ dropinn Hafnargötu 90 Sími 14790 25% afsláttur af ^ nokkrum gerðum gólfdúka , Vi&talstímar bæjarstjóra eru sem hér segir: Alla virka daga nema þriðjudaga kl. 9:00 - 11:00 Viötalstími forseta bæjarstjórnar: Kl. 9-11 á þriðjudögum Bæjarstjórinn í Keflavík Fréttaþjónusta á Suðurnesjum S: 14717 & 15717 Heimasími: 13707 & 27064 Bílasími: 985-33717 ÞÚ getur hringt inn smúauglýs- inguna þína - og greitt með greiðslukorti. Yikurfréttir • Útvegsmenn á Suðurnesjum: Styðja lokun veiðisvæðo Á fundi í stjórn Útvegs- mannafélags Suðurnesja ný- verið var tekin til umræðu á- kvörðun Sjávarútvegsráðu- neytis að loka til lengri tíma svæðum sem smáfiskur heldur sig á og hefur veiðst í miklu mæli. Stjóm Ú.F.S. styður ein- dregið þessa ákvörðun ráðu- neytisins. Segist félagið hafa um langan tíma beitt sér fyrir því að uppeldisstöðvar þorsks verði lokaðar fyrir öllum veið- um. Jafnframt því hefur Ú.F.S. beitt sér fyrir og ályktað að allar veiðar verði stöðvaðar á aðal hrygningartíma þorskins í 12- 15 daga. Þá segir orðrétt í samþykkt fundarins: „Stjóm Ú.F.S. vill ítreka fyrri mótmæli sín varðandi þá mis- munum sem á sér stað t.d. þegar veiðibannið var sett á sem gilti frá 6. - 21. apríl síðastliðinn á svæðinu frá Stokksnesi að Bjargtöngum, utan markalínu þessasvæðis voru leyfðarveiðar í öll veiðarfæri önnur en net. Þá er netaveiðibann frá 1. júlí - 15. ágúst þegar veiðar eru leyfðar í öll önnur veiðarfæri. Frá því að netaveiðibann þetta var upphaflega ákveðið hafa orðið stórstígar framfarir á meðferð afla og veiðarfæra á netaskipunum og eru skipin nú útbúin til að slægja og ísa aflann í kör og kassa jafnóðum og hann kemur í skipið. Þá hefur bættur útbúnaður skipanna leitt til þess að auðvelt er að taka netin með sér í land þegar landað er og frí tekin. I ljósi þessa getur stjóm Ú.F.S. ekki fallist á ofangreinda ntismunun milli veiðarfæra og skorar því á sjáv- arútvegsráðuneytið að breyta þessu nú þegar.“ Kirkja Sunnudaginn 15. ágúst Keflavíkurkirkja: Föstudagur 13. ágiíst: Jarðarför Sigríðar Hjartardóttur fer fram kl. 14. Sunnudagur: Prestsvígsla í Dómkirkjunni í Reykjavík kl. 10.30. Biskup ís- lands, herra Olafur Skúlason. vígir Sigfús Baldvin Ingvason til að- stoðarprestsstarfa í Keflavík. Guðsþjónusta sunnudagskvöld kl. 20.30. Athugið breyttan messu- tíma. Ólafur Oddur Júnsson Grindavíkurkirkja: Messa kl. II. Organisti Siguróli Geirsson. Kór kirkjunnar syngur. Sóknarprestur Hvítasunnukirkjan/ Vegurinn: Samkoma kl. 11. Allir velkomnir.

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.