Víkurfréttir


Víkurfréttir - 12.08.1993, Blaðsíða 9

Víkurfréttir - 12.08.1993, Blaðsíða 9
Yikurfréttir 12. ÁGÚST 1993 9 Haustferðalag Þroska- hjálpar á Suðurnesjum grín ■ gagnrýnl g ■ vangaveltur ■ umsjón: emil páll* Skemmtinefnd félagsins (Galsi) stendur fyrir haustferð laugardaginn 21. ágúst nk. og verður farið frá Ragnarsseli kl. 10. Byrjað verður í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í Reykjavík og farið þaðan í heimsókn að Skálatúni. Seinni partinn verður svo grillað í sumarbústað við Meðalfellsvatn, en reiknað er með að vera komin aftur heim um kl. 18. Allir eru velkomnir og eru fé- lagsmenn hvattir til að taka með sér gesti. Þátttökugjald er kr. 1000,- á fjölskyldu og er að- gangseyrir í Fjölskyldugarðinn innifalinn í því. Þátttaka til- kynnist til Veigu í síma 13135, Huldu í síma 27027 eða á skrif- stofu félagsins f.h. í síma 15331. Smábátafélag Reykjaness: Tafarlaus svipt- ing veiðileyfis Stjóm Smábátafélags Reykja- ness hefur samþykkt hörð mót- mæli gegn þeim fréttaflutningi sem fram hefur komið á veiðar á undirmálsfiski smábáta. Telur félagið sig reiðubúið að leggja opinberlega fram upplýs- ingar frá Fiskmarkaði Suðurnesja þar sem fram kemur að hámark undirmálsftsks á svæði félagsins sé 5%. Smábátafélag Reykjaness styður hugmyndir um að til komi tafarlaus svipting veiðileyfts allra fiskiskipa, sem staðin eru ítrekað að veiðum á undimiálsfiski um- fram leyfilegt magn. Jafnframt ítrekar Smábáta- félag Reykjaness fyni ályktanir um veiðar smábáta, og varar við framkomnum hugmyndum um skerðingu á veiðum þeirra, þar sem því mun fylgja stóraukið at- vinnuleysi og byggðarröskun um land allt. Allar nánari upplýsingar veitt- ar á þessum stöðum, og er fólk beðið að skrá sig fyrir 19. ágúst. Ragnarssel, dagvistarheimili félagsins hefur verið lokað vegna sumarleyfa, en mun opna aftur 17. ágúst. Einnig mun Leik- fangasafnið opna 20. ágúst. Heimsókn frá Svíþjóð 19. ágúst nk. mun Þroskahjálp á Suðurnesjum taka á móti 10 manna hópi frá Svedenskolan í Solna í Svíþjóð. Um er að ræða 4 fjölfatlaða unglinga og 6 fylgdarmenn þeirra. Gestimir munu gista í Ragn- arsseli og dvelja fram á sunnu- dag. Fundur um sjávarútvegs- mál á Glóðinni á morgun: Óánægja með núverandi fiskistefnu „Það er mikil óánægja með núverandi fiskistefnu og við viljum gagngera endurskoðun á Hafrannsóknarstofnun"', sagði Grétar Mar Jónsson, fomtaður Skipsstjóra- og stýrimannafé- lagsins Vísis sem heldur al- tnennan fund um sjávarútvegs- mál á Glóðinni á morgun, föstudag. Fundurinn hefst kl. 10 f.h. en þrír frummælendur verða á honum. Það eru þeir Kristinn Pétursson frá Bakkaftrði. Hann talar um hafranr.sóknir, Grétar Mar, skipsstjóri og formaður Vísis ræðir um núverandi fisk- veiðistefnu. Guðjón A. Krist- jánsson er þriðji frummælandinn en hann bendir á nýjar leiðir í stjómun ftskveiða. Gestir fundarins verða sveit- arstjómarmenn og þingmenn kjördæmisins en allir eru vel- komnir á meðan húsrúm leyfir. m Stóri skellurinn framundan? Frétt Morgunblaðsins á forsíðu í vor um mikinn niðurskurð Vamarliðsins, svo og forsíðufrétt Víkurfrétta í sumar með fyr- irsögninni „Sprenging í haust“ þóttu sumum ekki trúverðugar er þær birtust. Samkvæmt heim- ildum MOLA eru þau efnisatriði sem þar komu fram, einmitt þau sömu og eru á borðum ráðamanna landsins nú eftir fundi með Bandaríkjamönnum. Menn óttast jafnvel að málin séu mun verri en fram komu í umræddum fréttum blaðanna tveggja. Eru þetta því mjög slæmar fréttir ef rétt reyn- ist. Rangar merkingar... I síðustu MOLUM var greint frá að merkingar vantaði við hið nýja hringtorg sem sett hefur verið upp í Keflavík. Brugðust menn vel við og óðar var merkj- unum komið í lag, en þó ekki að öllu leyti, því ein merking er enn röng. Umferð sem kemur norður Hafnargötu er samkvæmt merk- ingu á aðalbraut. Engu að síður er biðskyldumerki örfáum metrum frá þeim stað sem aðalbrautar- merkið er, gegnt fyrrum frysti- húsi Keflavíkur hf. ...ó hringtorginu Þama á að sjálfsögðu að taka niður aðalbrautarmerki og setja í staðinn merki sem segir: Að- albraut endar. Af þessu ranga merki hafa ýmsir umferðarmenn s.s. ökukennarar nokkrar á- hyggjur, því erfitt er að sjá hvort menn eigi að stoppa á biðskyldu þegar þeir eru um leið að aka fram hjá merki sem segir þeim að þeir séu á aðalbraut. Eiðar og Galtalœkur Umsjónarmenn baðhússins við Bláa lónið voru að vonum • Aöalbrautarmerkið sem gefur ranga mvnd af raunveruleikanum. Mynd: epj. ánægðir með aðsóknina um verslunarmannahelgina. Þá sóttu frá 1800 og vel yfir 2000 manns staðinn á hverjum einasta degi. Slógu þeir þar með Eiðar út og fóru langleiðina með að slá út aðsóknina í Galtalæk. Vinsœlir göngustígar Það er óhætt að fullyrða að göngustígarnir á Hólmsbergi við Keflavfk eru mjög vinsælir. Samkvæmt athugun MOLA sem gerð var tvo daga í síðustu viku og í báðum tilfellum um mið- nætti, voru 16-25 manns sam- tímis á Berginu, sem er mjög gott. Þar að auki var annað til- fellið um verslunarmanna- helgina, þegar þorri bæjarbúa var á faraldsfæti. Pólitíkin hvorki fugl né fiskur Þeir eru margir sem hafa haft á orði hvað Keflavík og raunar fleiri sveitarfélög á Suðumesjum hafi tekið miklum breytingum í sumar, hvað fegurð varðar. Þetta sjá allir nema kannski krata- minnihlutinn í Keflavík, sem kvartar yfir framkvæmdaleysi í bæjarfélaginu. Má jafnvel lesa milli lína að þeim finnist fram- kvæmdirnar í Keflavík vera í anda nafnsins á listaverkinu sem afhjúpað var í sumar: „Hvorki fugl né fiskur". Sé þetta rétt, er óhætt að fullyrða að þessi pólitík er með öilu óþolandi. Það þarf ekki alltaf að vera nauðsynlegt að segja að allt sem hinir gera sé slæmt. Fréttastuldur Fréttastuldur fjölmiðla hefur nokkuð verið til umræðu í DV og Pressunni að undanfömu. Slíkur stuldur hefur mikið bitnað á okk- ur hér á Víkurfréttum, því alltof algengt er að við heyrum í útvarpi eða sjáum í blöðum fréttir sem algjörlega eru unnar úr fréttum frá okkur án þess að þess sé þó getið. Heldur eigna viðkomandi fréttamenn sér fréttina og bæta kannski einu viðtali við. Allt of oft höfum við lagt mikla vinnu í fréttina við öflun heimilda og annars, en aðrir fjölmiðlar taka hana síðan næstum orðrétt. Slíkur fréttaþjófnaður er leiðinlegur til lengdar og til þess eins fallinn að staðfesta að þeir sem hann stunda hafa ekki það sjálfstæði til að bera sem fréttamaður þarf að hafa. Nema viðkomandi fjöl- miðlar sem þetta stunda séu með þessu að afhjúpa máttleysi sitt. GARÐEIGENDUR TIL SÖLU gróöurmold skrautmöl perlumöl og sandur Ath.: Allt heimkeyrt! Upplýsingar í síma 11033 og 11131 eöa 985-20152 f RAFMAGN Alhliöa raíþjónusta - Nýlagnir Viðgerðir - Útvega teikningar Dyrasímakerfi HJÖRLEIFUR STEFÁNSSON Löggiltur rafvirkjameistari Vesturgötu 17, 230 Keflavík Sími 15206, hs. 15589 985-39065 Kirkja Sunnudagur15. ágúst -J! Fréttabréf FEB: mrJEB Gott ferðasumar senn á enda Aðalstarf félags okkar yfir sumarmánuðina tengist ferða- lögurn og er skipulag þeirra og framkvæmd í höndum ferða- nefndar undir traustri forystu Margrétar Friðriksdóttur. Nú vil ég byrja á að minna á næsta verkefni sem er Eins dags ferð 26. ágúst Farið verður austur í Land- eyjar, komið víða við og meðal annars þegið kaffiborð hjón- anna Ingveldar Bjamadóttur og Þrastar Einarssonar sem búa í Forsæti, en þau eru bæði úr Keflavík. Ég vil biðja fólk að skrá sig sem fyrst í ferðina hjá Sérleyfisbifreiðum Keflavikur, SBK s. 15551, eða hjá Margréti Friðriksdóttur í síma 11361. Gullfoss og Geysir Fyrsta dagsferðin var farin 15. maí og tekin stefnan á Geysi og Gullfoss. Víða var komið við m.a. í Hruna en þar var farið í kirkju. Síðan var komið við í Básnum í Ölfusi, drukkið þar kaffi og slegið upp harm- onikkudansleik. Komið var heim um kl. 18.30. Snæfellsnes Þann 22. júní var farið á Snæ- fellsnes, gist á Hótel Eldborg í tvær nætur. Farið var víða um nesið, markverðir staðir skoðaðir en lokaskemmtun haldin á hót- elinu með kvöldvöku og dansi. Vestmannavatn Farið var að Vestmannavatni í Aðaldal 21. júlí. Á norðurleið var komið við á Löngumýri og stað- urinn skoðaður. Öllum leist mjög vel á þennan stað og líklegt að þangað verði farið til sum- ardvalar félagsmanna okkar næsta sumar. Að lokum bauð Margrét Jóns- dóttir, forstöðukona öllum hópn- um í kaffi og meðlæti. Vest- mannavatn þykir mjög fallegur staður, aðbúnaður var þar góður og sérstaklega góður matur á hóflegu verði. Margar skoð- unarferðir voru famar undir á- gætri leiðsögn eigi færri en sjö leiðsögumanna sem miðluðu fólki miklum fróðleik um norð- austurhom landsins. Farið var m.a. um Húsavík, Mývatn, Tjör- nes, Vopnafjörð og Asbyrgi. Kvöldvökur félagsins í ferðinni voru vel heppnaðar enda nutu þær mikils stuðnings prestanna úr nærliggjandi sóknum sem komu með ýmsa skemmtun og fróðleik. héldu uppi söng og spiluðu með dansi. Eitt kvöldið bættist svo Jó- hanna Steingrímsdóttir í hópinn og skemmti með upplestri og frá- sögnum. Ferðin tók alls sex daga. Þátt- takendur voru 30 og getur stað urinn ekki rúmað fleiri til gistingar. Allar okkar ferðir hafa verið t'arnar með bifreiðum SBK og er fólk samdóma um góða þjónustu, þægilegan ferðamáta og trausta bílstjóra. Félag eldri borgara á Suð- umesjum fer nú að hyggja að vetrardagskrá sinni og væntir góðs samstarfs við félags- málaráð og starfsmenn þess. Ég vil minna á að nokkrir fé- lagsmenn hafa ekki ennþá greitt félagsgjaldið og því ekki fengið afsláttarkortin. En að lokum vil ég segja, hittumst heil til starfa þegar sumri tekur að halla. Sigfús Kristjánsson Kálfatjarnarkirkja Messa kl. 14 Sóknarprestur

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.