Víkurfréttir


Víkurfréttir - 21.10.1993, Qupperneq 1

Víkurfréttir - 21.10.1993, Qupperneq 1
• Sundlaugum fjölgar ört á Suðurnesjum: SUNDSTAÐIR HÉR FLEIRI EN í REYKJAVÍK! Almenningssundlaugar á Suðurnesjum eru orðnar fleiri en í höfuðborg íslands, Reykjavík. Á Suðurnesjum eru sundlaugar í öllum byggðarlöguin nema Höfnum, en í Reykjavík eru al- menningslaugarnar einungis fjórar. I Keflavík eru tvær sundlaugar, ein úti og önnur inni. Þá er gert ráð fyrir 25 metra innilaug við sundmiðstöðina. I Njarðvík er lítil innilaug og önnur útilaug á teikniborðinu. Þá eru stórar sundlaugar i Garöi, Sandgerði og Vogum. Lítil útilaug er í Grindavík og innan fárra mánaða verður tekið í notkun þar eitt glæsilegasta sundmannvirki á Suðurnesjum. Þá má ekki gleyma stórri sundlaug á Keflavíkurflugvelli og vinsælasta baðstað á Suðurnesjum, Hláa lóninu. Mikill áliugi er á sundíþróttinni á Suðurnesjum, enda er þorri alls fremsta sundfólks landsins af Suðurnesjum. Erlingur Jóhannsson hjá Iþrótta- og tómstundaráði Reykjavíkur sagði í samtali við blaðið að með aukinni aðstöðu til sundiðkunar ættu Suðurnesjamenn að ná enn lengra í þessari íþróttagrein. Viðtaliö: ODDGEIR myndar úti í náttúrinni. Kjaftasögur: Valur Ketilsson skrifar um Gróu á Leiti. Kirkjustarf: Fólk vill léttari guðs- þjónustur. Sjá grein séra Ólafs Odds. • Þrír vertíðarbátar úr Garðinum: Kvótinn að klárast Þó aðeins séu liðnir rétt tæpir tveir mánuðir af kvótaárinu eru a.m.k. þrír vertíðarbátar úr Garðinunt að verða búnir með firkveiðikvóta sína. Bátarnir eru Gunnar Hámundarson GK-357 og Hólmsteinn GK-20. Þá er Katrín GK-98 að klára sinar veiðiheimildir. Júlíus Guðmundsson á Hólmsteini GK sagði í samtali við blaðið að hann væri hálfn- aður með kvótann sem er 136 þorskígildistonn, Það tæki ekki langan tíma að klára það sem eftir væri. Þorvaldur Hall- dórsson, útgerðarmaður Gunn- ars Hámundasonar GK. sagði í samtali við blaðið, að kvótinn væri búinn, en báturinn væri að ftska kvóta fyrir annan aðila. FRÉTTIR Sterar í umferð á Suðurnesjum Sterar hafa verið í umferð á Suðurnesjum. Þetta kemur fram í grein sem Hrafnkell Óskarsson, yfirlæknir Sjúkrahúss Kefla- víkurlæknishéraðs, skrifar í blaðið í dag. 1 grein sinni fjallar Hrafnkell um útlit karla og kvenna og svokallaðar skrokka- sýningar. - Sjá nánar um stera- notkun í blaðinu í dag. Þakka bílbeltum að ekki fór illa Bílvelta varð á Grinda- víkurvegi nærri Seltjörn kl. 7.30 á mánudagsmorgun. Ökumaður missti stjórn á bifreið sinni í liálku og valt út í móa. Þrír far- þegar voru með ökumanninum. Tvö börn voru í bílstólum í aft- ursæti og beltuð niður og einnig farjregi í framsæti. Aðkoman að slysinu var ekki góð. þar sem ýmsir smáhlutir úr bílnum höfðu kastast langar leiðir og einnig var skótau af börnunum sem hafði kastasl langt frá bílnum. Engan sem var í bílnum sakaði utan þess að ökumaður kenndi smá verkjar og þakkar hann því að allt fór vel að allir voru í beltum og börnin í bílstólum. Ökumaðurinn sagði í samtali við lögrcglu að hann gæti ckki hugsað það til enda bílbeltin hefðu ekki verið notuð. 18 tonn á fimm tímum í netin Það fiskaöist vel í netin hjá Oddi Sæmundssyni á Stafnesi KE-130 á mánudaginn. 18 tonn af fiski fengust í netin eftir fimm tíma í sjó. Helsta frétt þriðju- dagsins af miðunum var mikil veiði hjá Agústi Guðmundssyni GK í Jökuldýpi, en þar var mikill ufsi. - Sjá nánari fréttir af alla- brögðum á blaðsíöu 12 staður Sími 11777 mummi og vignir leika fyrir dansi föstudags- kvöld og BALDUR og BIRGIR laugardagskvöld eftir leikhús. Húsið opnar fyrir almenning kl. 23:00 - 03:00 Söngleikurinn „STONDUM SAMAN" Leikfélag Keflavíkur sýnir föstu- dags- laugardags- og sunnudags- kvöld kl 21:00. Matargestir mæti kl. 19:00. Leikrit & 3ja rétta kvöldverður & ball á eftir, aðeins kr. 3.500,- Leikhús-matseðill á kr. 2500,- SjÁVíirrétta terrine Á srtLiti með ilmandi volgri balsamic vinagrette og grcenmetissafa # Grillaðnr lambavöðvi þakinn með rabbabara barbecne og rósmarine sósn, ristnðn grrenmeti og gratinernðtim kartöflum. # Okkar meiribÁttar siíkkn- biðimousse terta með Grand marnier kremi og ferskum Ávöxtum.

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.