Víkurfréttir


Víkurfréttir - 21.10.1993, Page 6

Víkurfréttir - 21.10.1993, Page 6
6 21. OKTÓBER 1993 VHfUHPRÉTTIR FRETTIR Útgefendi iVikmfi’éttii1 hf. Afgreiðsla,ritst jpórag auglýsirgar :VaIlai’götu 15, símai’ 14717, 15717. Box 185, S30 Keflavík. Póstfax nr. 1S777. - Ritst jórigo ábra.:Pál Ketil >n, heimas. 13707. - Fréttast jórHi Bárðarson, heimas. S7064 bílas. 985-33717. - Auglýsiigast jóri: Slgi’íðui’ Gunnarsdóair - Upplag: 6400 eintök semdi’eift er ókeypis um öll Suðurnes. - Fréttaþjónusta íyrii’ Stöð S og Bylgj- una. - Aðili að Samtökum bæja- og héraðsfréttablaða - Eftir- prentun, hljóðritun, notkun fjósmynda og annað er óheimilt nema heimildar sé getið. Umbr ot, flmuvinna cq prntun: Gl’ágás iKeflavík ölW “gpor Hvað er milljónkall? Grélar sagði í samtali við blaðið að hann hafi ekki fengið hátt verð fyrir dýrið. „Bara ánægjuna af því að koma dýrinu í land“, en Grétar vildi ekki gefa upp söluverð dýrsins. Heimildir blaðsins segja að fyrir kjötið hafi fengist ein milljón króna. - Forsíða Víkurfrétta 14. okt. 1993 + FÆR ... áhöfnin á Farsæl GK- 162 fyrir að færa þjóðinni Ijúffengt hrefnukjöt á haust- dögum. Suðurnesjamenn fá einnig plús fyrir að hafa opnað buddumar hressilega á Haustdögum verslana. Valdi þarf síðar nœrbuxur Valdimar fór hamförum á sínum seðli, sýndi ótrúlegt hugrekki og kulda í „tippinu“. - Getraunaþáttur Víkurfrétta 14. okt. 1993 Líflegur dauðdagi! Eftir líflega viðureign, þar sem minkurinn Itafði oft betur. lét sá loðni lífið undir skóflu eins lögreglumannsins. - Löggufrétt úr Ketlavík. -t- FÆR ... dómsmálaráðherra fyr- ir að kippa fótunum undan tjáröflun björgunarsveit- anna með því ða veita HHI leyfi fyrir spilakössum og VAmarliðið fyrir að hleypa ekki hundum inn á haust- hátíð sína! Leiðari: Breytingar Eins og eflaust all flestir vita nú orðið hafa orðið breyt- ingar á ritstjórn Víkurfrétta. Þetta þóttu talsverð tíðindi hér á Suðurnesjum og kannski ekki að furða þar sem Víkurfréttir hafa verið stærsti fjölmiðill svæðisins á annan áratug og oft haft mikil áhrif á gang margra mála á Suðurnesjum. Ekki er laust við að maður hafi hugsað til þeirra sem eru oft í um- ræðunni meðal fólks og mátti heyra ýmsar útgáfur (sumir kalla þetta kjaftasögur!) af ástæðum „hjónaskilnaðar“ Pál- anna sem stýrðu saman pennunum hér á Víkurfréttum í tíu ár. Nú er undirritaður orðinn einn við stjórnvölinn á blaðinu og vonast ég til þess að eiga gott samstarf og samskipti við ykkur Suðurnesjamenn, góðir, hér eftir sem hingað til. Aðrir fastráðnir starfsmenn blaðsins eru áfram þeir sömu, Hilmar Bragi Bárðarson er fréttastjóri og Sigríður Gunnarsdóttir heldur utan um auglýsingamálin. Stefanía Jónsdóttir er skrifstofustjóri og sér um afgreiðslu. Ymsar breytingar verða á blaðinu og ein Ieit dagsins ljós í síðasta tölublaði, þegar nýr „haus“, eins og sagt er, var mættur á forsíðuna, og meira segja í lit. Það er ekki hægt annað en að segja að ntaður sýni smá lit, eða hvað! Fleiri breytingar er að sjá í blaðinu í dag, á efnistökum og útliti. Meðal annars verður leiðari meðal fastra þátta í fram- tíðinni. Það er síðan ykkar að dæma, lesendur góðir, og verið ó- hrædd að segja okkur, sem á blaðinu störfum, ykkar skoðun. Blaðið er fyrir ykkur, um ykkur og ykkar mál, og það sem máli skiptir hér á Suðurnesjum. Það verður þó eflaust lengi hægt að deila um það, hvað á erindi í fjölmiðla nútímans. Kjarninn í stefnu Víkurfrétta verður þó eins og verið hef- ur; að fjalla fyrst og fremst um málefni sem gerast á Suð- urnesjum og snerta svæðið. Fréttir um Suðurnesjamálefni og Suðurnesjamenn. Þið munuð taka eftir því að pistlahöfundar verða meira á- berandi en verið hefur. Við höfunt fengið gott fólk með okkur í lið, til að gefa blaðinu meiri vídd og þessir „pennar“ verða reglulega með sína pistla. Pistlahöfundar okkar koma úr öllum stéttum og sumir hafa dýft í blekið fyrir okkur áður. Þeir helstu eru m.a. Marta Eiríksdóttir, Valur Ketilsson, Kjartan Már Kjartansson, Fljálmar Árnason, Hrafnkell Ósk- arsson, Elías Jóhannsson, Kristín Sveinbjörnsdóttir, Grétar Miller og fleiri eiga eflaust eftir að koma til sögunnar. Þetta fólk mun taka á öllum málum, segja sínar skoðanir og ann- arra og allt þar á milli. Pennafært fólk má líka hafa sam- band! En ekki má gleyma því að fréttirnar skipa að sjálfsögðu stóran sess í blaðinu og.til þess að geta gefið út gott blað í hverri viku....þarf auglýsingar. Viðhöfum verið heppin í öll þessi ár, haft marga góða viðskiptamenn og við munum að sjálfsögðu sinna þeim áfram, og öllum sem til okkar koma, nteð góðri þjónustu og góðum auglýsingum sem koma skilaboðum þeirra alla leið! Fréttadeild Víkurfrétta mun áfram sinna fréttaþjónustu fyrir Stöð 2 og Bylgjuna og ef þið hafið eitthvað fram að færa, og viljið koma fréttum á framfæri þá endilega hafið samband. Símanúmer fréttamanna eru í blaðhaus hér að ofan Þið megið hringja dag sem nótt. Fréttamenn eru á vaktinni allan sólarhringinn! Páll Ketilsson MODEL: sigrún gróa magnúsdóttir MYNDATAKA: oddgeir karlsson FÖRÐUN: nýtt útlit/gloría HÁRGREIÐSLA: elegans FATNAÐUR: Kóda Fyrirsætur óskast Óskum eftir að komast í kynni við ungt fólk á öilum aldri sem hefur áhuga á og þorir að sitja fyrir á SEXSÍÐUMYND blaðsins, sem er tískuþáttur blaðsins. Myndirnar verða af ýmsum toga og birtast reglulega í blaðinu á síðu sex. - Sendu okkur mynd af þér og upp- lýsingar um símanúmer svo við getum haft samband við þig. Utanáskriftin er: Víkurfréttir, Vallargötu 15 Pósthólf 125 - 232 Keflavík

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.