Víkurfréttir


Víkurfréttir - 21.10.1993, Síða 12

Víkurfréttir - 21.10.1993, Síða 12
12 21. OKTÓBER 1993 vIki/ufréttir AFLABRÖGÐ Á SUÐURNESJUM Keflavík / Njarðvík Sterkir straumar draga úr veiði Veiði í síðustu viku var með eindæmum léleg hjá bátum sem gera út frá Keflavík og Njarð- vfk. Heildarafli þessa daga var 173 tonn og þar á bæ hefur sú tala ekki sést í langan tíma. Eyvindur KE var aflahæstur dragnótabáta með 10,9 tonn í þremur róðrum. Fiskines var aflahæst handfærabáta með 1.6 tonn í tveimur róðrum. Fuglinn var aflagæstur smærri línubáta með 2,3 tonn, en Albert Olafs- son var aflahæstur stærri línu- báta með 42 tonn í einni lönd- un. Stafnes var aflahæst netabáta með 29 tonn í síðustu viku. Eldeyjar-Súla landaði í þrjá gáma og Þuríður Halldórsdóttir landaði í tvo gáma og 9,6 tonn- um að auki Grindavík Skarfur með 59 tonn Skarfur var með meslan afla línubáta í Grindavík í síðustu viku, landaði 59,4 tonnum og Sighvatur var með 47,9 tonn og setti fisk í einn gám að auki. Af netabátum fékk Kópur mestan afla, 54,8 tonn, en fast á hæla honum var Agúst Guð- mundsson með 54 tonn. Gnúpur landaði í síðustu viku 30 körum af saltfiski og setti í þrjá gánta að auki. Oddgeir landaði einnig í tvo gáma. Síld hefur verið landað í Grindavík, en þá aðallega til bræðslu. Nesfiskur í Garði tók á dögunum 100 tonn til vinnslu. Ekkert hefur verið saltað af síld í Grindavík sem komið er og ekki er allt of bjart yfir síldarsölt- unarsamningum. Ef ekki verður saltað í Grindavík á þessu hausti má búast við tekjuskerðingu hjá mörgum heimilum og starfs- manni á Hafnarvigtinni leist ekki á ástandið. Tónlistarfélag Keflavíkur: Vclheppnaðir djasstónleikar á Ránni Tónlistarfélag Keflavíkur stóð sl. mánudagskvöld fyrir djass- tónleikum á neðri hæð Ráarinnar. A tónleikunum komu fram þau Sig- urður Flosason, saxófónleikari, Eyþór Gunnarsson, hljómborðsleikari, Ellen Kristjánsdóttir, söngkona ásamt þremur dönskunt Itljóð- færaleikurum þeint Torber Werstergárd, bassaleikara, Soren Frost, trommuleikara og Karsten Houmark, gítarleikara. Flutti hljómsveitin nýtt verk eftir Karsten Houmark, sem samið er við Ijóðabálkinn "Flower Faries of Autum" eftir bresku skáldkonuna Ciceley Mary Barker. Var verkið mjög skemmtilegt og fallegt áheyrnar og nutu tón- leikagestir, sem nærri fylltu salinn, kvöldsins. Meistarafélag lönsveinafélag byggingarmanna Suöurnesja á Suöurnesjum Endurmenntunar- námskeið Meistarafélag byggingarmanna á Suö- urnesjum og Iðnsveinafélag Suöur- nesja standa fyrir námskeiöi í verk- stjórn á byggingastað, fyrri hluta, 4. - 6. nóvember n.k. Skráning á námskeiöiö fer fram á skrif- stofu Iðnsveinafélags Suðurnesja og í síma 12976, og á skrifstofu Meistara- félags byggingamanna á Suöurnesjum og í síma 15101. Vikuna 10.-16. október Sandgerði Dauft yfir fiskiríinu Það var svo sem enginn bjartsýnissöngur í símanum á Hafnarvigtinni í Sandgeröi á mánudaginn, enda dauft yfir fiskiríinu. Þn'r togarar lönduðu í Sandgerði í síðustu viku. Hauk- ur GK eftir 9 daga 128 tonnum af karfa. Olafur Jónsson eftir 6 daga 70 tonnum af karfa og Sveinn Jónsson eftir 6 daga 70 tonnum af karfa. Benni Sæm fékk mestan afla í dragnótina 11,4 tonn, Þorri GK gerði það best á línuna, með 42.8 tonn. Tuttugu og fimm handfærabátar lönduðu 75 sinn- um samtals 30 tonnum. Þá fóru 28 litlir línubátar í 114 sjóferðir og færðu að landi 90,3 tonn af fiski. Þar var Sandvíkingur cfst- ur með sex tonn. Vala var afla- hæst netabáta í Sandgerði með 19.8 tonn í sex róðrum. SÍMTAL Á MIÐIN 985-28446 ODDUR SÆMUNDSSOII, SKIPSTJÓRI ÁSTAFNESIKE-130 „Gott skot í netin" „Það liefur gengið vel hjá okkur síðustu daga og reyndar allt frá því við byrjuðunt vertíðina 15. ágúst. Við erunt koninir með 480 tonna afla á tveimur mánuðum og að sjálfsögðu er kvótinn löngu búinn,“ segir Oddur Sæmundsson, skipstjóri á Stafnesi KE-130 í samtali við blaðið. Kvóti skipsins er um 360 tonn í þorskígildum. „Núna erum við að veiðum við Eldeyjarboðann, en einnig liöfum við talsvert verið undir Jökli og norður af Garðskaga. I áhöfn Stafness KE eru ellefu strákar og hver róður tekur frá ein- um og upp í þrjá sólarhringa. „í gær (mánudag) fengum við gott skot í netin. Eftir að hafa haft þau ftmm tíma í sjó drógum við 18 tonn. Við erurn rneð 130 net í sjó og þessi afli var í 80 net.“ segir Oddur. Frétt þriðjudagsins á miðunum var að Ágúst Guðmundsson var í miklum ufsa í Jökuldýpi og „mokaði" upp aflanum, eins og sjóarantir komast að orði. Leikfélag Keflavíkur: STÖNDUM SAMAN Uni sl. helgi hóf Leikfélag Kefla- víkur sýningar á nýjum söngleik eft- ir Huldu Ólafs- dóttur, sem nefnist Kjartan Már „Stöndum saman". Kjartansson sýningarstaður cr efri hæð vemngahussins Glóðin og fór undirritaður á 2. sýn- ingu s.l. laugardagskvöld. Var það hin besta skemmtun og er l'ull á- stæða til að benda Suðurnesja- mönnum á að láta þessa sýningu ekki fram hjá sér fara. I söngleiknum notar Hulda fjölda skemmtilegra laga sem hún hefur samið nýja texta við. Fjallar verkið um sambúð ungra fram- haldskólanema, barneignir þeirra. barnapíuvandamál, framhjáhald og sambúðarslit; uppákontur sem alltaf eru að gerast í hinu daglega lífi. Aðalhlutverkin eru í höndum Guðnýjar Kristjánsdóttur, sem leikur Öldu, og Hafsteins Gísla- sonar, sem leikur Edda. Þau skila sínum hlutverkum mjög vel og er söngur þeirra beggja góður. Aðrir leikarar sem koma við sögu eru Halla Sverrisdóttir, María Bald- ursdóttir, Jóhannes Kjartansson, Guðmundur Hreinsson, María Kristjánsdóttir, Marta Hennanns- dóttir, Brynja Aðalbergsdóttir og Hallmann Sigurðsson og Marta Ei- ríkdóttir. Þau standa sig öll mjög vel. Sérstaklega er gaman að sjá að Leikfélagið er ckki í vandræðum með að finna hæfileikaríkt fólk og eru nokkrir í þessari sýningu að stíga sín fyrstu spor á sviðinu. Það er merki um gott og kraftmikið starf félagsins. Sérstakt söngtríó, skipað þeini Maríu Guðmundsdóttur. Særúnu Lúðvíksdóttur og Ásntundi Val- geirssyni, sér um að tengja atriðin saman og eru þau um leið sögu- maður sýningarinnar. Öll hafa þau lært eitthvað í söng. mismikið þó, og skila sínu hlulverki vel. Þó hefði mátt leggja meiri vinnu í röddun söngsins því þau hafa næga kunnáttu til að gera enn betur. Pí- anóleikur sýningarinnar er í hönd- um Söru Vilbergsdóttur og þar situr rétt manneskja á réttum stað. Þó er ég ekki frá því að það hefði komið enn betur út að "lyfta" píanóinu aðeins t.d. með" hljóðnema því hljómgæði á Glóðinni eru ekki mikil og hljómurinn dálítið mattur. Ein persóna setti skemmtilegan svip á þetta kvöld þótt hún tæki nú ekki mikinn þátt í sýningunni sjálfri. Þetta var danska (eða fær- eyska ?) vinnukonan og barnapían Ása (Marta Eiríksdóttir) sem hafði nú ýmislegt til málanna að leggja utan úr sal. Hún minnti um margt á fræga persónu. sem Edda Björg- vinsdóttir Ieikkona skapaði. og heitir Turilla Johannsson. Huldu Ólafsdóttur hefur hér tekist vel upp nteð persónu sem hún notar á rétt- um augnablikum til að brjóta upp sýninguna og halda uppi fjörinu. Leikmynd og leikstjórn eru í höndum Huldu. Leikmyndin er einföld enda bjóða aðstæður varla uppá annað. Leikarar héldu sínu striki allan tímann og "duttu ekki úr leik" þótt athyglin þeindist að ein- hverjum öðrum. Þar sem salurinn tekur aðeins um 70 manns skapaðist mjög skemmti- leg stemning. Setið var við hvert borð. Undirritaður fórekki í matinn á undan en heyrði á lólki að það væri þess virði. Maturinn ku hafa verið mjög góður og eftirréttinn fékk lólk í hléinu. Á undan sýningu hefði ég kosið að hlýða á einhverja lágt stillta og fallega tónlist. Aðeins skilur þunnt tjald að leikara og áhorfendur og heyrðist allt á milli. Ef leikarar tala lægra og tónlist hljómar frammi skapast enn betri stemning. Að lokum vil ég þakka Leik- félagi Keflavíkur fyrir góða skemmtun og oska þcim. og Huldu Ólafsdóttur, til hamingju með sýn- inguna. Vonandi sitja Suð- urnesjamenn ekki heima næstu helgar heldur bregða sér í betri fötin og fara á Glóöina. Úr uppfærslu L.K. á „STÖNDUM SAMAN' Tónlistarskólarnir á Suðurnesjum: Stórtónleikar n.k. laugardag í Garðinum N.k. laugardag, þ. 23. október, verður íslenskur tónlistardagur haldinn hátíðlegur unt land allt. Þá leggja útvarpsstöðvar að- aláherslu á flutning íslenskrar tónlistar og fjölmargir aðilar standa fyrir tónleikum. Tónlistarskólarnir á Suðurnesjum hafa tekið höndum saniun og Italda sameiginlega tónleika í hinu nýja og glæsilega íþróttahúsi í Garðinum og hefjast þeir kl. 15.00 Á Suðumesjum starfrækja sveitarfélögin 5 tónlistarskóla; Tónlistarskólann í Garði, Tón- listarskólann í Grindavík, Tón- listarskólann í Keflavfk, Tónlist- arskóla Njarðvíkur og Tónlist- arskóla Sandgerðis. í þessum skólunt stunda á sjöunda hundrað nentendur nám. Á tónleikunum munu nemendur skólanna flytja fjölbreytta efnisskrá. Fyrir hluti tónleikanna mun samanstanda af ýmsum atriðum frá hverjum skóla s.s. gítarkvartett, bjöllu- sveit, popp- og jasshljómsveitum, kórsöng og tréblásarasveit en eft- ir hlé ntunu forskóladeildir. strengjasveitir og lúðrasveitir allra skólanna flytja nokkur lög sameiginlega. Áð tónleikunum loknum mun Foreldrafélag tón- listarskólans í Garði verða með kaffisölu í grunnskólanum. Aðgangur að tónleikunum er öllum heimill á meðan húsrúm leyfir og ókeypis.

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.