Víkurfréttir - 21.10.1993, Side 13
VffftfHFRETTIR
21. OKTÓBER 1993
13
restastefna Þjóðkirkjunnar
J, J lagði til árið 1988 að flestir
þættir kirkjulegs starfs
r verði endurskoðaðir í ljósi
safnaðareflingar. Bent var á helgi-
hald safnaðarins, líknarþjónustu,
fræðslumál, samstarf við aðrar
kirkjudeildir, byggingu nýrra
kirkna og safnaðarheimila og nýt-
ingu þeirra. Prestastefnan taldi
brýnt að efla menntun starfsfólks
safnaðanna og komið yrði á ráðgjöf
í safnaðaruppbyggingu. Bent var á
samþykkt kirkjuþings frá 1986,
þess efnis að efling kirkjulegs starfs
skuli vera meginmarkmið hátíðar-
halda vegna þúsund ára kristnitök-
unnar árið 2000 og telur safnaðar-
Safnaðarefling í Keflavíkursókn
uppbyggingu verðugt viðfangsefni
þennan áratug, sem aðdraganda há-
tíðarhaldanna aldamótaárið.
Víða hefur verið tekin upp sér-
þjónusta sem er mikils virði, eins og
þjónusta presta á sjúkrahúsum,
þjónusta við við sorgarhópa,
hjónafólk, fanga, fræðsla í fjöl-
miðlum, auk margvíslegrar lfknar-
starfsemi og einingarviðleitni
kirknanna.
Haft hefur verið eftir fram-
kvæmdastjóra Alkirkjuráðsins, að
það sem gerist ekki í söfnuðunum
gerist ekki í kirkjunni. Mörg við-
leitnin innan kirkjunnar hefur
hvorki fært fólk til kirkjunnar né
kirkjuna til fólksins. I sumum til-
vikum hafa leikmennirnir verið
sviptir ábyrgð eða ekki viljað
gangast undir ábyrgð.
Kristin kirkja er alheimssam-
félag, sem ætlað er að svala trúar-
þörf manna og kalla þá til ábyrgðar
í lífi og starfi. Hún kemur ekki í stað
fjölskyldu, þjóðar, verkalýðsfélags
eða klúbbs, sem gegna þörfu hlut-
verki. Hún er frábrugðin öllu þessu
vegna þess að hún boðar rnönnum
eilíf sannindi og er skuldbundin
Guði umfram allt. Kirkjan má ekki
leita svölunar í grunnum og hávað-
asömum vötnum samtímans á
kostnað hinna djúpu, kyrru og líf-
gefandi vatna, svo ég noti líkinga-
mál. Henni ber vissulega að vera
hvort tveggja í senn kirkja Mörtu og
Maríu og það má aldrei gleymast að
þær voru systur. Kirkjan er sam-
félag trúar og þjónustu sem sam-
einar og nær yftr allt sem sundrar.
Hún skerðir ekki frelsi einstakl-
ingsins, þótt hún kalli menn til
samfélags við Guð og náungann.
Það er hægt að hefja umbætur í
söfnuðunum. Menn hafa í því sam-
bandi komið á margs konar gras-
rótarhreyfingum í safnaðarstarfi.
Eg nefni sem dæmi umræðuhópa
um margs konar málefni. Leikmenn
geta stjórnað þessum umræðum. en
um leið notið leiðsagnar manna
með sérþekkingu. En í stað slag-
orðsins "kirkjan fyrir fólkið", kætjii
"kirkja fóiksins", kirkja sem lifir
þjáist, gleðst og starfar meðal
fólksins sjálfs. Þessar grásrótar-
hreyfingar gætu orðið það súrdeig
sem umskapar kirkju og samfélag
og þannigunniðaðnýjugildismati.
Menn hafa í því sambandi talað um
"steinana í kirkju framtíðarinnar".
I nýlegri könnun um trúarlíf Is-
lendinga vill fólk eftirfarandi
breytingar á starfsháttum kirkjunn-
ar. Eg vil taka það frarn að það sem
ég nefni fyrst hafði mest vægi í
könnuninni:
1) Frjálslegri, léttari og líflegri
guðsþjónustur. (91)
2) Meira fyrir börn og unglinga
og miðað við sérþarfir þeirra. (51)
3) Virkja söfnuðinn betur i
guðsþjónustunni og öðru starfi.
(47)
4) Vera alþýðlegri og fjalla um
dagleg vandamál. (45)
5) Endumýja og breyta tónlist í
kirkjunni (42).
6) Að fylgjast betur með breytt-
um þjóðfélagsháttum, framförum í
vísindum og þess háttar. (38)
Önnur atriði sem einnig komu
fram í könnuninni höfðu mun
minna vægi. Það sem vekur sér-
staka athygli, þegar þessar á-
bendingar eru skoðaðar, að kirkjan
og starfshættir hennar eru í hugum
manna einkum það sem fer fram
innan veggja guðshússins í bók-
staflegri merkingu. 731 einn svar-
listi barst af þúsund manna úrtaki
og af þeim vildu 34.9 % taka upp
nýja starfshætti, 21.6 % vildu það
ekki, 38.9% höfðu ekki skoðun á
málinu og 4.7 % svörðuðu ekki.
En viljum við í rauninni kirkju-
legt starf, ef við förum undan í
flæmingi þegar minnst er á kenn-
ingar kristninnar? Menn geta ekki
viljað andann án Orðsins, ekki Krist
án náungans, sem hefur þörf fyrir,
rétt eins og við, að ljúka upp lífi sínu
fyrir honum. Það eru alltaf ein-
hverjir; kirkjunni sem vilja taka þátt
í nýjum hreyfingum, einkum með
trúarlegu yfirbragði, komast í þá
lest sem brunar mót landi fram-
tíðarinnar. En það er athyglisvert að
oft sprettur lítil hugsun um Guð eða
tilbeiðsla af þessari athafnasemi,
vegna þess að menn eru uppteknir
af því að kirkjan lifi áfram, en ekki
hvert sé hið sanna eðli hennar.
Stundum læðist að mér sá grunur að
menn þori ekki að kannast við að
kirkjan þurfi að endurnýja sig í anda
fagnaðarerindsisins.
Boði kirkjan fagnaðarerindið ber
henni að prédika boðskapinn um
fyrirgefningu, kærleika og miskun-
sama nærveru Guðs í mannlegri
neyð bæði í orði og verki. Til þess
hefur hún kennivald og kenniskyldu
en ekkert pólitískt vald. Þörfin er
brýn í miskunnarlausum heimi og
samfélagi. En geri hún það ekki
verður hún ekki trúverðug og glatar
ásjónu sinni í heimi samtímans.
Nú gefst ykkur tækifæri, ágætu
Keflvíkingar, að leggja ykkar lóð á
vogarskálar. Umræðufundur um
safnaðareflingu verður í Kirkju-
lundi í kvöld kl. 20.30 og ákveðið
hefur verið að þessir fundir verði
eftirleiðis vikulega í allan vetur á
þriðjudagskvöldum kl. 20.30.
Ólafur Oddur Jónsson.
Nauðungarsala
Föstudaginn 22. október nk. kl. 16:00 fer fram
lausafjáruppboð að beiðni ýmissra lögmanna.
Uppboðið byrjar við Bílageymslu BG/Skemmu
við Flugvallarveg, þar sem boðnar verða upp
bifreiðar, sjónvörp. farsími o.fl. lausafjármunir.
Þá verður uppboðið flutt að Iðavöllum 6 í Kefla-
vík, áður Trésmiðja Þorvaldar Ólafssonar hf., og
þar seldir ýmsir lausafjármunir svo sem PC tölva,
Lingó 88TX, eldhúsborð, stólar, ísskápur, kaffi-
vél, tölvuskjár og lyklaborð, skrifborð, skápar,
hillusamstæða, sófaborð, hornsófi, bókahilla, af-
greiðsluborð, skrifborðsstólar, ritvél, tölvuskjáir
og lyklaborð, prentari, peningaskápur, hillu-
skápur, telextæki, skjalaskápur svo og efnislager
o.fl. lausafjármunir.
Að lokum verður uppboðið flutt á athafnasvæði
Súlna hf á Fitjabökkum í Njarðvík, þar sem seldar
verða ýmsar vinnuvélar og bifreiðar áður þ.b.
Stapaverks hf.
Sýslumaðurinn íKeflavík.
UPPBOÐ
Uppboð munu byrja á skrifstofu emb-
ættisins að Vatnsnesvegi 33, Keflavík,
fimmtudaginn 28. október 1993 kl. 10:00,
á eftirfarandi eignum:
Akurbraut 3, Njarðvík, þingl. eig. Guð-
bjartur Daníelsson, gerðarbeiðendur
Byggingarsjóður ríkisins, Landsbanki ís-
lands, Leifsstöð og Sparisjóðurinn í
Keflavík.
Austurgata 17,efri hæð.Keflavík., þingl.
eig. Sigurður G. Þorleifsson og Þrúður
Elísabet Sturlaugsdóttir, gerðarbeiðandi
Byggingarsjóður ríkisins.
Austurvegur 10, Grindavík, þingl. eig.
Haukur Pálsson., gerðarbeiðendur Birgir
Guðnason og Byggingarsjóður ríkisins.
Baugholt 25,Keflavík., þingl. eig. Sigrún
Óladóttir, gerðarbeiðandi Húsbréfadeild
Húsnæðisstofnunar ríkisins.
Bjarmaland 18, Sandgerði, þingl. eig. John
Hill, gerðarbeiðendur Kaupþing hf og ís-
landsbanki h.f., lögfræðideild.
Bjarmaland 20, Sandgerði, þingl. eig.
Sigurður Jóhannsson. og Ingibjörg
Bjamadóttir, gerðarbeiðandi Byggingar-
sjóður ríkisins.
Brekkugata 19, 0101, Vogum, þingl. eig.
Hörður Rafnsson og Margrét Pétursdóttir,
gerðarbeiðandi Byggingarsjóður ríkisins.
Brekkustígur 5 neðri hæð Sandgerði,
þingl. eig. Sigurður Jóhannsson., gerð-
arbeiðandi Byggingarsjóður ríkisins.
Eldeyjar-Súla KE-20 (skipaskrárnr. 1481),
þingl. eig. Eldey hf., gerðarbeiðandi 01-
íufélagið hf.
Garðbraut 64, Garði, þingl. eig. Sigurður
Gústafsson og Ragna Sveinbjörnsdóttir.,
gerðarbeiðendur Byggingarsjóður ríkisins
og Sparisjóðurinn Veðdeild.
Gerðavegur 4, Garði, þingl. eig. Eygló
Eyjólfsdóttir og Jón Ö. Arason, gerðar-
beiðandi Hitaveita Suðumesja
Gerðavegur 6, 0101, Garði, þingl. eig.
Kristín Eyjólfsdóttir, gerðarbeiðendur
Byggingarsjóður ríkisins og Húsbréfa-
deild Húsnæðisstofnunar ríkisins..
Hafnargata 16 efri hæð norðurendi,
Keflavík, þingl. eig. Gunnar Gunnarsson
og Heiðrún Jngvarsdóttir, gerðarbeiðandi
Landsbanki íslands, Leifsstöð.
Hafnargata 27, Grindavík, þingl. eig.
Steinþór Þorleifsson og Sigurður Stein-
þórsson, gerðarbeiðendur Landsbanki ís-
lands, Laugavegi 7, Reykjavík og Sjávar-
útvegsráðuneytið.
Hafnargata 65 efri hæð Keflavík, þingl.
eig. Svava Magnúsdóttir og Judy A.
Wesley, gerðarbeiðandi Islandsbanki
h.f.bankanr. 537.
Háteigur 21 a, kjallari, Keflavík, þingl. eig.
Helga Hjaltadóttir, gerðarbeiðandi Lána-
sjóður ísl. námsmanna.
Heiðarból lOg.Keflavík., þingl. eig. Dag-
bjartur Bjömsson, gerðarbeiðandi Bygg-
ingarsjóður ríkisins.
Heiðarból 2C. 0201, Keflavík, þingl. eig.
Einar S. Guðmundsson, gerðarbeiðendur
Byggingasjóður verkamanna, Lífeyris-
sjóður Suðurnesja og Tryggingamiðstöðin
hf..
Heiðargerði 30, 0101, Vogum, þingl. eig.
Þorsteinn Sigurðsson og Þóra Rut Jóns-
dóttir, gerðarbeiðandi Húsbréfadeild Hús-
næðisstofnunar ríkisins..
Heiðarholt 20a,Keflavík., þingl. eig. Ingi-
berg Jóhannsson, gerðarbeiðandi Hús-
bréfadeild Húsnæðisstofnunar ríkisins..
Heiðarhraun 15, Grindavík, þingl. eig.
Hrafn Vésteinn Kalman, og Torfey Haf-
liðadóttir., gerðarbeiðendur Byggingar-
sjóður ríkisins og Lífeyrissjóður sjó-
manna.
Heiðarvegur 19A, Keflavík, þingl. eig.
Gróa Hávarðardóttir og Páll Ólafsson,
gerðarbeiðandi Húsbréfadeild Húsnæðis-
stofnunar ríkisins..
Holtsgata 35,0101. Sandgerði. þingl. eig.
Skúli Guðmundsson og Guðbjörg Har-
aldsdóttir, gerðarbeiðandi Byggingar-
sjóður ríkisins.
Höskuldarvellir 5,Grindavík., þingl. eig.
Hermann M. Sigurðsson og Hrönn Krist-
insdóttir, gerðarbeiðandi Húsbréfadeild
Húsnæðisstofnunar ríkisins..
Kirkjustígur 7,Grindavík., þingl. eig. Stef-
án Karl Kristinsson og Hrafnhildur Hrund
Helgadóttir, gerðarbeiðandi Húsbréfadeild
Húsnæðisstofnunar ríkisins..
Kópubraut 13, Njarðvík, þingl. eig. Krist-
inn Magnússon, gerðarbeiðendur Bygg-
ingarsjóður ríkisins og Lífeyrissjóður
Suðurnesja.
Lágmói 10, Njarðvík, þingl. eig. Jón Sig-
urðsson, gerðarbeiðandi Húsbréfadeild
Húsnæðisstofnunar ríkisins..
Mávabraut 7B,Keflavík., þingl. eig. Heiðar
Reynisson og Stefanía Bergmann Magn-
úsdóttir, gerðarbeiðandi Byggingarsjóður
ríkisins
Mávabraut 9d,Keflavík., þingl. eig. Kol-
brún Arnadóttir og Jóhann Bjarki Ragn-
arsson, gerðarbeiðandi Byggingarsjóður
ríkisins
Mávabraut 9E, 3 hæð, Keflavík, þingl. eig.
Jóhannes Ingiþórsson, gerðarbeiðendur
Bygginearsjóður ríkisins og Húsasmiðjan
hf
Miðtún 7,efri hæð,Keflavík., þingl. eig.
Guðfínna Reimarsdóttir, gerðarbeiðendur
Byggingarsjóður ríkisins og Sparisjóður-
inn í Keflavík.
Njarðvíkurbraut 25b, Njarðvík, þingl. eig.
Gunnar Þór Isleifsson., gerðarbeiðendur
Byggingarsjóður ríkisins, Sjóvá Almennar
hf og Skeljungur h.f..
Norðurgata 23, Sandgerði, þingl. eig.
Guðjón Aðalsteinn Sæbjörnsson, gerð-
arbeiðandi Lífeyrissjóður Suðurnesja.
Norðurgata 24, Sandgerði, þingl. eig.
Böðvar Þórir Gunnarsson, gerðarbeið-
endur Byggingarsjóður ríkisins og Sýslu-
maðurinn í Keflavík.
Skagabraut 72, 0101, Garði, þingl. eig.
Magnús Frímann Hjelm, gerðarbeiðandi
Byggingarsjóður ríkisins.
Skúmur GK-22 (skipaskrárnr. 1872),
þingl. eig. Fiskanes hf, gerðarbeiðandi
Tryggingastofnun Ríkisins v/Lífeyrissjóðs
sjómanna.
Týsvellir 2,Keflavík., þingl. eig. Sigurður
Ragnarsson, gerðarbeiðandi Húsbréfadeild
Húsnæðisstofnunar ríkisins.
Vatnsnesvegur 14, 0202, 0301, 0302,
Keflavík, þingl. eig. Páll Axelsson., gerð-
arbeiðandi Sparisjóðurinn í Keflavík.
Sýslumaðurinn í Keflavík
19.október 1993.
UPPBOÐ
Framhald uppboðs á eftirtöldum eignum
verður háð á þeim sjálfum sem hér segir:
Fífumói 3B, neðri hæð, 0101, Njarðvík,
þingl. eig. Kristín Kristjánsdóttir, Guðríður
Dögg Pétursdóttir og Petra Mjöll Péturs-
dóttir, gerðarbeiðendur Byggingarsjóður
ríkisins, Gjaldheimta Suðurnesja, Líf-
eyrissjóður Suðumesja og Rfkisútvarpið
innheimtudeild, 27. október 1993 kl.
10:00.
Gónhóll 32, Njarðvík, þingl. eig. Hilmar
Hafsteinsson., gerðarbeiðandi Gjald-
heimta Suðurnesja, 27. október 1993 kl.
10:15.
Heiðargerði 29B,Vogum., þingl. eig.
Vogaverk hf.gerðarbeiðandi B.O.Rammi
hf.,27. október 1993 kl. 11:30.
Hjallavegur 3,0303,Njarðvík., þingl. eig.
Anna Dóra Combs., gerðarbeiðendur
Byggingarsjóður verkamanna og Gjald-
heimta Suðumesja, 27. október 1993 kl.
10:45.
Sýslumaðurinn í Keflavík
19. október 1993
Framhald uppboðs verður háð í dómsal
embættisins að Vatnsnesvegi 33,Keflavík
á Baldri GK-97, skipaskránr. 0311, þingl.
eign. Njáls hf.,gerðarbeiðandi Elliði hf.,
27. október 1993 kl. 10.30.
Sýslumaðurinn í Keflavík.
19.október 1993.