Víkurfréttir


Víkurfréttir - 21.12.1993, Qupperneq 15

Víkurfréttir - 21.12.1993, Qupperneq 15
yÍfíUÆFRÉTTIR 21. DESEMBER 1993 15 Sundfélagiö Suöurnes: Sterk í bik- arkeppninni Sundfélagið Suðurnes er f stöðugum vexti og framför. Fé- lagið varð í öðru sæti í Bik- arkeppni Sundsambandsins unt síðustu mánaðamót og setti sveit frá SFS m.a. stúlknamet í 4x1 OOm fjórsundi. Stelpumar gerðu sér lítið fyrir og bættu gamla metið um heilar fjórar sekúndur. Allir sundmenn SFS stóðu sig vel, en sigurvegarar í sínum greinum urðu: Eydís Kon- ráðsdóttir í 200m fjórsundi oglOOm flugsundi, auk þess sem hún varð önnur í 200m flugsundi og synti í boðsveitum. Eðvarð Þór Eðvarðsson sigraði í lOOm og 200m baksundi karla, og synti í sigursveit SFS í 4x1 OOm fjór- sundi. Eygló Anna Tómasdóttir sigraði í 200m bringusundi kvenna, varð þriðja í 200m fjór- sundi og synti í boðsveitum. Arnþór Ragnarsson sigraði svo lOOm bringusundi karla, 200m fjórsundi, varð þriðji í 200m bringu og synti í boðsveitum. Magnús Konráðsson varð annar f lOOm baksundi,100m bringu- sundi, 200m bringu og synti í boðsveitum. Anna St. Jónasd. varð önnur í 200m baksundi kvenna. Auk ofantaldra má líka nefna Berglindi Daðadóttur og Svavar Kjartansson sem áttu góða spretti. Svavar náði á þessu móti lág- marki til þátttöku á Norð- urlandameistaramóti unglinga sem haldið verður nk. helgi í Færeyjum. Þar mun hann keppa í 200,400 og 1500m skriðsundi. Á heildina litið verður að segj- ast að árangurinn er mjög góður, en hvernig fannst þjálfaranum, Martin Rademacher, ntótið koma út? „Þetta var ásættanlegt, en þó ekki fullkomið. Þetta er mikil vinna sem liggur, bæði að baki og framundan, og ég veit það og krakkarnir vita það." Jón Hall- dórsson hjá sundfélaginu sagði árangurinn góðan, sérstaklega ef miðað er við að SFS er byggt upp á heimamönnum, auk þess sem sundmaðurinn sterki, Magnús Már Olafsson, hefur farið yftr til Ægis. Aðeins munaði 1600 stig- um á tveimur efstu félögunum, og segir Jón það samsvara einni góðri langsundsferð. Næst stefna SFS ntenn og konur á Innanhússmeistaramót íslands, sem haldið verður í Vestmannaeyjum í mars, en und- irbúningur fyrir það hefst strax í janúar. Framtíðin er björt hjá SFS og stefnan er sett hátt. „Við stefnum að því að eiga einn eða fleiri Suðurnesjamenn í sundi á næstu Olympíuleikum!! Það eina sem háir okkur er skortur á inni- sundlaug!," segja þeir Jón og Martin að lokum og halda svo aftur út í frostið. þar sem úti- laugin bíður! mm JJíO\ mk n BÓKAVERÐLAUN FRÁ ||E}BÓK ■Ahi o jWi 1 ~ fiv* Það er bókabúðin Nesbók Hafnargötu 36 í Keflavik sem gefur þrenn bókaverðlaun fyrir réttar lausnir í Myndgátu Víkurfrétta 1993. SkUafrestur á lausnum er til mánudagsins 10. janúar 1994. Lausnarorð ásamt nafni og símanúmeri sendist til Víkurfrétta, Vallargötu 15, 230 Keflavík í síðasta lagi 10. janiiar 1994. /Vv jV ; /FsauDOR. ••••' LlTI IMM/W TONKTAHUfi. i

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.