Víkurfréttir


Víkurfréttir - 28.04.1994, Page 9

Víkurfréttir - 28.04.1994, Page 9
WfílWFRÉTTIR 28. APRÍL 1994 9 VATNSLITIÐ aðfaranótt laugardagsins 30. apríl. FRA VATNSVEITU SUÐURNESJA Aðfaranótt laugardagsins 30. apríl verður unnið við tengingu inná aðal- æð veitunnar. Það má því búast við lágum þrýstingi og jafnvel vatnsleysi á sumum stöðum í Keflavík og Njarðvík frá kl. 01:00 til kl. 09:00 á laugardagsmorgun. Vatnsveita Suðurnesja Magnús veiddi 7 punda „Höfðingja" í Seltjörn Magnús Sigurðsson tekur við gjafabréfí úr hendi Jónasar Péturssonar. Gjafa- hréfíð hljóðar upp á kvöldmáltíð á Flughóteli,en slíkur vinningur fvlgir ölluni „Höfðingjum“ sem veiðast í Seltjörn. Nú eru 35 „Höfðingjar“ eftir í vatninu. r Atta (iin- ferðaróhöpp Tilkynnt var um átta um- ferðaróhöpp til lögregiunnar í Keflavík um helgina. Engin slys urðu á fólki. Aðfaranótt sunnudags kl. 04 kotn ökumaður bifreiðar á lög- reglustöðina og tilkynnti að hann hafi sofnað undir stýri bifreiðar og velt henni út fyrir veg í Hvassahrauni. Engin slys urðu á fólki í því óhappi. Aðrar fréttir af veiði í Seltjörn eru þær að frá opnun þann 16. Magnús Sigurðsson veiddi sjö punda bleikju í Seltjörn á mánu- daginn. Að sögn Jónasar Pét- urssonar, staðarhaldara, var um svokallaðan „Höfðingja" að ræða en 40 stórbleikjum á bilinu 6-10 pund var sleppt í Seltjörn sum- arið 1992. Hverjum þessara ftska fylgir kvöldverður í boði Flug- hótels í Keflavík. Til þessa hafa veiðst fimm stórbleikjur. Þar af tvær árið 1992. tvær í fyrra og svo núna þessi á mánudaginn. apríl sl. hafa veiðst 260 ftskar. Alls hefur verið sleppt 1750 ftsk- um í fjórum sleppingum. Þrátt fyrir kuldatíð er opið daglega frá kl. 10-22. Fitjagrill FITJUM -S: 13448 Axel hættir í Samkaup - Þröstur og síðar Sturla taka við Axel Nikulásson er að hætta verslunarstjórastörfum í Sani- kaup og fer til starfa hjá Köifuknattleikssambandi Is- lands. Þröstur Karlsson mun taka við verslunarstjóra- stöðunni til bráðabirgða fram á sumar, en þá mun Sturla Eð- varðsson taka við verslunar- stjórastöðunni. Sturla er rekstrarfræðingur frá Samvinnuháskólanum. Hann hefur reynslu af versl- unar- og versiunarstjórastörf- um. Guðjón Stefánsson, kaup- félagsstjóri, sagði að það væri eftirsjá í Axel. en engu að síður væru kaupfélagsmenn bjart- sýnir.

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.