Víkurfréttir


Víkurfréttir - 09.06.1994, Qupperneq 8

Víkurfréttir - 09.06.1994, Qupperneq 8
8 9. JÚNÍ 1994 VÍKURFRÉTTIR ♦ Þnð er gott að hvíla lúin bein í kaffittmanum og fá sér tíu itropa í kaffistofunni í vesturbænum. Þökkum innilega samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður og ömmu Ingibjargar Ingimundardóttur Norðurgarði 7, Keflavík Sérstakar þakkir til K.K.K. og K.K. Börn tengdasynir og barnabörn. m ö © Hátíðarhöld á þjóð hátíðardaginn í ISjavðvík Hátíðarhöidin í Njarðvík i tilefni þjóðhátíðardagsins verður skipt í tvennt vegna hátíðarhaldanna á Þingvöllum og verð- ur dagskráin í meginatriðum eftirfarandi: 17. júní föstudagur: Kl. 09:30 Þjóðhátíöarmessa í Ytri-I\ljarðvíkurkirkju. Þjóðhátíðin sett. Kl. 10:15 Fánahylling - Lúðrasveit Tl\l Þjóðhátíðarræöa, Kristján Þálsson Ávarp fjallkonu Kórsöngur 18. júní laugardagur: Kl. 11:00 Víðavangshlaup, fjölskylduhlaup, púttmót o.fl. Kl. 14.00 Skrúðganga- r 7 Skemmtidagskrá við Stapann Hátíðarkaffihlaðborð vegum Kvenfélags ^ Njarðvíkur Kl. 20:00 Fjölskyldudansleikur í Stapa Nákvæmari dagskrá um þjóðhátíðarhöldin verður borin í hvert hús síðar. Þjóðhátíðarnefnd það fer með hundana út að ganga. Það er minna rusl í bænum þegar það er kalt úti því þá er fólk í bílunum sínum. En það er mikiö af sígarettustubbum út um allt í bænum. Þetta er fyrir neð- an allar hellur. Eg vona að fólk gangi vel um bæinn okkar. Glerbrot og annað er hryllingur! Bærinn helst ekki hreinn af sjálfum sér, það erum við, ég og Villi, sem tínurn ruslið upp. Þetta er stundum mikii vinna og þreytandi. Fólki finnst sjálfsagt að henda rusli. Þur er bannaö að henda rusli! Eg hef komið til Þýskaiands í bæinn hennar mömmu minnar sem er þýsk og þar var miklu þrifalegra en hér. Þar má fólk ekki henda rusli og stubbum á götuna, það er bannað og ef maður gerir það þá er bara pikk- að í niann og manni sagt aö taka þetta upp. Eftir erilsaman dag í vinnunni finnst Oskari gott að koma í for- eldrahús og setjast við sjónvarp- ið. Hann segist vera þreyttur í lok dagsins og finnst gott að hvíla sig við að horfa á eitthvað í kassanum. Stundum bóna ég bílinn minn og kannski fer ég í heimsókn tii systkina minna. En á föstudög- um fer ég stundum í sumarbú- staðinn meö mömmu og pabba. Það er nú eiginlega hörkuvinna því þar er nóg að gera. Maður er að smíða, mála grindverk og svo var ég að laga jarðar- berjareitinn um Hvítasunnuna. Sjö vinir Eg hef ferðast mikið t.d. til Kanaríeyja, Mallorca, Þýska- lands og ég man ekki fleiri lönd. Hérna innanlands fór ég síðast til Akureyrar með Sjö vinurn en það er félagsskapurinn minn. Við erum nú bara sex í hóp- num(en köllum okkur Sjö vini) á aldrinum 23 til 33 ára og ég er elstur. Asa Kristín Margeirs- dóttir er kennarinn okkar. Hún kennir okkur svo margt t.d. hef- ur hún kennt okkur að lesa, að Alltaf finnst mér jafn gaman að koma inn í Áhaldahús Keflavíkur. Þar ríkir skemmtilegur andi eða svo tlnnst mér svona gestkomandi. Fólkið sem vinnur hjá bænuni er oft á léttu nótunum og hefur skoðanir á öllu og engu. Nú þegar sumarið er komið þá fjölgar starfsmönnunum og þá færist meira fjör í mannskapinn. Auðvitað eiga hæjarstarfsmenn sínar erlíðu stundir eins og aðrir en ég held svei mér þá að þeim sé léttleiki í blóð horið. Ætli það sé ekki allt þetta lík- amspúl hjá starfsmönnunum sem er svona hollt fyrir sálina? Á kafFistofunni er lítlegast á morgnana þegar fólk kemur til vinnu og svo um fimmleytið þegar allir eru á heiinleið. Þess á milli er verið að vinna við fegrun bæjarins og lagfæringar hingað og þangað. Er Óskar ívarsson við? Eg kíkti einn morguninn niðr' í Áhaldahús því mig lang- aði að spjalla við jafnaldra minn og gamlan skólafélaga sem unn- ið hefur hjá Keflavíkurbæ síðan 1982. Það var eins og fyrri dag- inn, móttökurnar góðar og á meðan ég beið eftir skólafélag- anum fékk ég mér sæti hjá Þor- steini Baldvinssyni, verkstjóra. Hann var ásamt pípulagninga- manni að skoða myndbandsupp- töku af skolpræsislögn við götu eina hér í bæ. Með þessari tækni má staðsetja nákvæmlega skemmdir á skolplögnum t bæn- um. Myndavélin keyrir í gegn- um rörin, eftir að þau hafa verið krafthreinsuð, og myndar allt sem á vegi hennar verður. Þor- steinn segir þessa tækni spara bænum heilmikla fjármuni því áður þurftu þeir jafnvel að grafa á mörgum stöðum til að komast í eina skemtnd í lögn. Nú vita þeir nákvæmlega hvar lögnin er biluð. Eg var alveg dolfallin að horfa á þetta og að sjá skolprör- in að innan.. humm..og íbúana þarna niðri...jæja ekki orð um það en þetta var engu líkt! Nú birtist minn maður, Óskar Ivarsson, sá sem mig langaði að kynna fyrir ykkur í þetta sinn. Hann var alveg til í að spjalla um lífið og tilveruna enda lífs- glaður með eindæmum hann Óskar. Já, ég er fæddur þann 17.mars 1961 og uppalinn í Keflavík. Eg er yngstur í fjögurra systkina hópi, sonur hjónanna Ursúlu Magnússon og fvars Magnús- sonar. Viö búum núna úti í Garði en ég keyri sjálfur í vinn- una á Mözdunni minni, árgerð 1992. Við hreinsum göturnar Eg vinn við alls konar hreins- un í bænum, lóðahreinsun, gatnahreinsun og stundum hreinsa ég til í bænum á morgn- ana um helgar. Ég er varamað- ur um helgar ef það næst ekki í aðalmanninn. Við vorum mörg kölluð út til að þrífa eftir kosn- ingahelgina, þá var drasl fyrir utan Þotuna og á Hafnargötunni. Mér finnst leiðinlegt þegar mað- ur er búinn að gera götuna hreina og fólk byrjar aftur að kasta rusli á götuna. Það á að nota ruslakassana og við losum þá á föstudagsmorgnum. Hundum hefur fjölgað og þeim fylgir hundaskítur. Mér veröur óglatt af því að hreinsa upp skítinn eftir hundana. Fólk á að hafa poka með sér þegar skrifa og reikna. Jæja, en við fórum á Akur- eyri 12,-15. maí og þar ferðuð- umst við um. Við vorum að skoða okkur um. Fórum að heimsækja krakkana á sambýl- inu á Húsavík, þar var vel tekið á móti okkur. ♦ Óskar fyrir framnn fallegu Mözduna sína sem er 626 árgerð 1992. A henni keyrir hann í vinnuna. Óskar og Villi, vinnufélagi hans halda Kefla- vikurbx hreinum. „Fólki finnst sjálfsagt að hcnda rusli", segir Óskar. Lífsglatt fólk eiivs og rvm ÓSKAR ! MARTA EIRÍKSDÓTTIR 19. þáttur VllfVRFRÉTTIR ♦ Ég er mjög ánægður með að hafa vinnu í svona atvinnuleysi. Þetta er góð vinna. Ellert er bcsti vinurinn okkar... Svo fórum við í Hagkaupsbúö á Akureyri að skoða hvað það er fínt þar. Frá Hagkaup fórum við í sund og fengum lykil og skáp. Eftir sundið fórum við að telja kirkjutröppur og ég taldi I0l en getur það verið? Sumir sögðu 100 en ég var með alveg rétt. Svo hvíldum við okkur á torginu. Ævintýrakvöld... Um kvöldið fórum við í fín föt og fórum á kínverskan mat- stað og gátum valið hvað við vildum borða. Næst fórum við í bíó og svo á ballstað, Sjallann, og ég var alveg að dansa eins og ég gat á gólfinu með krökkun- unt. Það var sko gaman og ef þau vilja fara aftur þá er ég al- veg til! Við erum að reyna að safna í sjóð til að fara saman til útlanda. Mig langar að vera sjálfstæður maður og vera ekki alltaf með mömmu og pabba. Mig langar að ferðast með Sjö vinum, þetta eru bestu vinir mínir. Við hittumst einu sinni í viku hjá Þroskahjálp og ræðum saman. Það er svo gaman. I framtíðinni langar mig að læra meira. Ég vil hafa góða heilsu, reyna að lifa fínu lífi og hafa það gott. Ég er mjög ánægður með að hafa vinnu í svona atvinnuleysi og ég er ntjög ánægður hérna. Þetta er góð vinna. Ellert er besti vinurinn okkar. Hann er alltaf hress og kátur. 26. MAI 1994 Langar í betri vinnubíl Ég og Villi (Vilhjálmur Þor- leifsson) skiptumst á að hreinsa göturnar. Ég fer öðrum megin á götuna og hann hinum megin. Við förum líka með vörur í skólana og fleiri stofnanir. I sama rnund kemur Villi vinnufélagi Óskars inn og til- kynnir honum að nú þurfi þeir að fara með vörur út í bæ. Viðtal við Villa væri efni í aðra grein því hann talar tæpitungulaust um málin og hef- ur skoðanir á hlutunum. Óskari finnst hann nú dáldið strangur yfirmaður en þó finnst honum gaman að vinna með Villa og ferðast með honum í bitaboxinu. Óskar segist þó vera hálfhræddur að ferðast um í Suzukibílnum því hann leggist alveg örugglega saman ef þeir lenda í árekstri. Ég heyri á honum að hann er ekki rólegur yfir þessu og langar helst að fá sterkari bíl undir þá félaga. Og afhverju ekki? Þetta eru mennirnir sem sjá um það mikilvæga starf að halda götun- um hreinum. Á meðan ekki er búið að finna upp rusl sem labb- ar sjálft í fötuna þá eru þessir starfsmenn mikilvægari en okk- ur grunar. Vilhjálmur Þorleifs- son á lokaorðið; Ég og Óskar erum að þjóna menningunni á vissan hátt. Það ber engin virðingu fyrir manni í skítugum jakkafötum. Til að fólk beri virðingu fyrir bænum st'num þá verður hann að vera hreinn! Svo eru þeir roknir út í bæ með vörur en kíkja væntanlega í kringum sig um leið alveg ósjálfrátt. Þeirra draumur er að tæma einungis ruslafötur bæjar- ins en ekki göturnar. ÞJÓDHÁTÍÐAR- TÓNLEIKAR KORS KEFLAVÍKUR- KIRKJU Miövikudaginn 15. júni verða þjóðhátíðartónleikar í Keflavík- urkirkju og hefjast þeir kl. 20.30. Á efnisskránni verða m.a. íslensk ættjarðarlög og sálmar tengdir ættjörðinni. Ein- söngvarar verða María Guð- mundsdóttir, Sverrir Guð- mundsson og Steinn Erlings- son. Undirleikari er Gróa Hreinsdóttir. Stjómandi er Einar Örn Einarsson organisti Kefla- víkurkirkju. Með kórnum mun kór Trollhattan kirkju í Svíþjóð, vinabæjar Keflavíkur, syngja í tveinur lögum. Aðgangur er að sjálfsögðu ókeypis og fólk hvatt til að koma og heyra perlur úr íslenskum tónlistararfi sem eru ekki fluttar nema við sérstök tækifæri, eins og 50 ára lýðveld- isafmæli íslensku þjóðarinnar sannarlega er. Tónleikar á Skrúógaróstorgi sunnudag Hornaflokkur frá danska hemum kom hingað til lands í gær og er ráðgert að halda tónleika víðsvegar um landið. Flokkurinn er skipaður 16 hljóðfæraleikumm sem leika á málmblásturshljóðfæri og slagverk en stjómandi hans er Erik Hammerbak sem hefur stjórnað honum frá 1977. Á sunnudaginn næstkomandi mun flokkurinn leika á Skrúðgarðstorginu í Keflavík kl. 20. Aðgangur er ókeypis og em allir velkomnir. ♦ Eirikur og Óskar á góðri stund. FMÆLISTILBOÐ | Framkönunarþjónusta | HAFNARGÖTU 52 KEFLAVÍK SÍM114290 Passamyndir Barnamyndatökur öIIl ........,, ► JUJESZoJa - n* *. a allri * vöru og ^FSLÁrmk / þjónustu Framköllun (filma fylgir) Uf{d> Rammar »». ..»« ,,, *■■■*»* VIKUNA 9. - 17. JUNI Album MUNID LJÓSM YNDAMARAÞONID I f. JÚNÍ

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.