Víkurfréttir - 09.06.1994, Page 14
14
9. JÚNÍ 1994
VllfURFRÉTTIR
Nýr „ fíölskyldu "-golf-
völlur I Leirunni
-með stuttum holum og tilvalinn fyrir byrjendur.
Aðgangur ókeypis
Golfklúbbur Suðurnesja hef-
ur opnað nýjan par 3 holu völl
í Leirunni. Um er að ræða níu
stuttar holur á gamla æfinga-
svæðinu á Jóel. Völlurinn er
skemmtilegur og vel útfærður
og tilvalinn fyrir fólk sem er að
stíga si'n fyrstu skref í golf-
íþróttinni. Aðgangur á völlinn
er ókeypis og öllum heimill að-
gangur hvort sem viðkomandi
kann eitthvað fyrir sér í íþrótt-
inni eða ekki.
„Þetta er tilraun hjá okkur
og jafnframt hvatning til fólks
sem vill byrja í golfi. Klúbbur-
inn á 30 ára afmæli á þessu ári
og svo erum við einnig að
höfða til árs fjölskyldunnar. Á
þessum velli geta fjölskyldurn-
ar farið saman og spilað og
haft gaman af“, sagði Einar
Guðberg Gunnarsson, fram-
kvæmdastjóri Golfklúbbs Suð-
urnesja.
Til stendur að setja upp skúr
við þennan völl þar sem fólk
getur fengið skorkort og upp-
lýsingar og jafnvel lánaðar
kylfur. „Við erum að leita að
skúr og biðjum alla sem geta
benl okkur á einhvern að hafa
samband við okkur. Einnig
þætti okkur vænt um ef ein-
hverjir eiga gamlar eða notaðar
kylfur sem þeir eru hættir að
nota að koma með þær til
klúbbsins til að lána þeim sem
vilja prófa“, sagði Einar og
bætti við að nú þegar væru
hópar búnir að ákveða að koma
á litla völlinn, m.a. frá félags-
miðstöð Holtaskóla.
Hjá GS er starfandi golf-
kennari, Philip Hunter, en hann
er með verslun í klúbbhúsinu
og góða kennsluaðstöðu. Hann
leiðbeinir fólki, jafnt byrjend-
um sem lengra komnum og er
með sérstök barna- og ung-
linganámskeið, þrisvar í viku.
Námskeið sem gildir út sumar-
ið kostar aðeins kr. 4000 og er
jafnframt árgjald í klúbbinn.
I klúbbhúsinu er veitingasala
sem er opin alla daga og starf-
andi framkvæmdastjóri er á
staðnum og veitir allar upplýs-
ingar.
„Golffþróttin er íþrótt fyrir
fólk á öllum aldri. Hér eru
mikill fjöldi af börnum og ung-
lingum og allt upp í ellilífeyris-
þega. Golfið er ijölskylduíþrótt
og fyrir þá sem ekki vita er
Hólmsvöllur í Leiru hreinasta
útivistarparadís", sagði Einar
Guðberg.
Árlegt kvennastarf í Golf-
klúbbi Suðurnesja er að fara af
stað og verður fundur af því til-
efni í golfskálanum í Leiru nk.
miðvikudag 15. júní kl. 19:30.
Allar konur sem hafa áhuga fyrir
golfi eru hvattar til að koma. í
fyrra var metmæting á kynning-
arfund. Um 70 til 80 konur
mættu og er vonast til þess að
konur fjölmenni einnig nú.
Þorvaldur Ólalsson sigraði í
Landsbankamótinu í golfi sem
fram fór á Sandgerðisvellinum
sl. laugardag. Leikin var 18 holu
punktakeppni og fékk Þorvaldur
41 punkt. I 2. sæti varð Björn V.
Skúlason með 40 punkta, Jón
Friðriksson þriðji með 34. Rún-
ar Valgeirsson. Guðmundur
Jónsson og Þorvaldur Kristleifs-
son með 33 punkta. Næstur holu
á 6. braut var Þorvaldur Krisl-
leifsson, 1.21 m frá stönginni.
♦ Tcikning af
litla vellinum
sem ntjlega var
opnaður.
ORNÆVAR fvl-
bætti vallarmetið
-lék á 16 höggum undirpari á þrem dögum
♦ Órn Ævar hefur leikið frábært
golf undanfama daga.
mynd: pket.
Örn Ævar Hjartarson, ung-
lingalandsliðsmaður Golf-
klúbbs Suðurnesja er senni-
lega að leika besta golf á Is-
landi í dag. Hann setti nýtt
vallarmet á á klúbbteigum á
Hólmsvelli í Leiru á sunnu-
dag, lék á 68 höggum og bætti
síðan um betur á þriðjudag í
Hoffellsmótinu og lék þá á sex
höggum undir pari, 66 högg-
UTILISTAVERK
VIÐFS
Sýning á tillögum í lokaðri samkeppi um úti-
listaverk við FS verður haldin í bókasafni skól-
ans laugardaginn 11. júní og sunnudaginn 12.
júní n.k. kl. 10-17 báða dagana og er öllum
opin.
Dómnefnd
um. Það er lægsta skor sem
leikið hefur verið á í Leiru frá
upphafi. Á mánudag lék Örn
með félögum sínum, ekki í
móti og var þá einnig á 66
höggum. Hann lék því þessa
þrjá daga á 16 höggum undir
pari. Þetta er árangur á heims-
mælikvarða hjá 16 ára ung-
lingi og ljóst að drengurinn
verður varla lengi á íslandi ef
hann heldur áfram svona. At-
vinnumennskan bíður!
Örn hóf þessa glæsispila-
mennsku á sunnudag þegar
liann sigraði í opnu unglinga-
móti sem haldið var í
Leirunni. Hann lék þá 14 hol-
ur á pari og fjórar á „fugli".
Meðal keppenda voru allir
bestu yngri kylfingar landsins,
s.s. Skagamennirnir, Birgir
Leifur Hafþórsson. Helgi Dan
Steinsson, Þorkell Snorri Sig-
urðsson og lleiri.
Annar Suðurnesjakylfingur
sigraði með forgjöf í mótinu,
Jón Viðar Viðarsson. Hann
lék á 62 höggum nettó sem
einnig er mjög góður árangur.
Urslit urðu annars þessi:
Eldri flokkur
An forgjafar
I. Öm Ævar Hjartarson GS 33+35=68
2. Nökkvi Gunnarsson NK 37+34=71
3. Birgir Leifur Hafþórsson GL 39+32=72
Með forgjöf
1. Jón ViðarViðarssonGS 85-23=62
2. GuðmundurÞórGKj 83-18=65
3. Öm Ævar Hjartarson GS 68-3=65
Yngri flokkur
An forgjafar
1. Gunnar Þór Jóhannsson GS 39+42=81
2. Ævar Pétursson GS 48+35=83
3. Einar Már Jóhannesson GS 47+38=85
Með forgjöf
1. Ævar Pélursson GS 83-23=60
2. Einar Már Jóhannesson GS 85-24=61
3. Gunnar Þór Jóhannsson GS 81-19=62
66!!!
Öm hélt uppteknum hætti í
þriðjudagsmóti GS, Hoffells-
mótinu. Kom þá inn á sex
undir pari, 66 höggum. Örn
lék 12 holur á pari og sex hol-
ur einu undir pari og sigraði
að sjálfsögðu bæði með og án
forgjafar. Karen Sævarsdóttir
lék ágætlega, á 75 höggum en
með forgjöf var Elín Gunnars-
dóttir best, á 63 Itöggum. 73
þátttakendur tóku þátl t mól-
inu sem hinn kunni Suður-
nesjavinur Magnús Pétursson í
Hoffelli gefur verðlaun í.
Listagolf
hjá Irven-
fólkinu
Magdalenda S. Þórisdóttir og
Elín Gunnarsdóttir léku „lista-
golf‘ í Leirunni sl. laugardag og
sigruðu með og án forgjafar. 23
konur mættu til leiks úr öllum
klúbbum á Suðurnesjum. Úrslit
urðu þessi:
An forgjafar
1. Magdalena S. Þórisdóttir GS......90
2. Jóna Gunnarsdóttir GS............93
3. Sigrún Sigurðardóttir GG.........95
Með forgjöf
1. Elín Gunnarsdóttir GS............69
2. Elínborg Sigurðardóttir GS.......70
3. Magdalena S. Þórisdóttir GS......74
Með fæst pútt voru Magda-
lena S. Þórisdóttir og Sigurbjörg
Gunnarsdóttir, 33 alls.
Þröstur lék
meistaragolf
Sigurjón Arnarsson. landsliðs-
kylfingur úr GR sigraði í fyrsta
Bláa-lónsmótinu í golfi sem hald-
ið var í Grindavík sl. sunnudag.
Mótið fer fram á öllum völlum
Suðurnesja og síðar í sumar verð-
ur keppt í Leiru og í Sandgerði.
Sigurjón lék á einu undir pari, 69
höggum og var einu höggi betri en
Suðurnesjakylfingurinn Þröstur
Ástþórsson, sem kont inn á pari
vallarins, 70 höggunt. Þriðji varð
Ásgeir Guðbjartsson GK á 71
höggi. Með forgjöf sigraði Guð-
mundur Kristmundsson. GKG á
64 höggum, Þröstur Ástþórsson
varð annar á 65 höggum og þriðji
Halldór Svanbergsson GK á 66
höggum.
Næst verður keppt 7. júlt' í
Sandgerði. Verðlaun eru glæsileg-
ir ferðavinningar. Ameríkuferð
fyrir fyrsta sætið og Evrópuferð
fyrir annað. Þröstur Ástþórsson
gerði sér lítið fyrir og nældi sér í
tvo Evrópufarseðla. Þáttlakendur
voru 120 og léku golf í blíðviðri
og 13 stiga hita.