Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.06.1994, Page 1

Víkurfréttir - 30.06.1994, Page 1
frétta- og auglýsingablaðið á Suðurnesjum JIKUR • FEE T TIR 26. tbl./l 5. árg. Fimmtudagur 30/6 - 1994 FljÓt og öri gjaldeyrisþ. LftNDSBOKASAFN SAFNAHOSINU hverfisgötu 101 REYKJAVU- « SPRRISJÓÐURIHH I KEFLAVIK mmmœ Sigurður Þorleifs- son 6K seldur Útgerðarfyrirtækið Þorbjörn hf. í Grindavík hefur selt fiski- skipið Sigurð Þorleifsson GK til Eskifjarðar. Skipið var selt án kvóta, en á skipinu var um 900 tonna þorskígildiskvóti. Þorbjörn hf. gerir áfram út frystitogarann Hrafn Svein- bjarnarson GK og einnig Gnúp GK. Gnúpur hefur bæði verið gerður út á ísfisk og einnig hef- ur verið saltað um borð. Veiði- heimildir Sigurðar Þorleifssonar GK voru fluttar yfir á þessi skip. Ekki náðist í forráðamenn Þor- bjarnar út af málinu. 170 kg. af humri stolið Brotist var inn í frystigeymsl- ur Miðness hf. í Sandgerði að- faranótt sl. föstudags og þaðan stolið 17 kössum af humri. Hver kassi er 10.2 kg. af þyngd. þannig að hér er um að ræða rúm 170 kíló af humri. Lás á frystiklefanum var klipptur í sundur og þannig komst þjófur- inn inn í frystiklefann. I gegnum árin hafa innbrot í frystigeymslur Miðness verið nokkuð tíð og oftar en ekki er það humar sem heillar þjófana, enda um dýran varning að ræða. Það mun einnig vera auðvelt að koma humri í verð á þessum árstíma. Sameiningar- fundur íþrótta- félaganna í kvöld -skrúðganga frá Myllubakkaskóla Sameiningarfundur íþróttafé- laganna í Keflavík verður f sal Fjölbrautaskóla Suðurnesja í kvöld. Dagskráin hefst með skrúðgöngu frá Myllubakka- skóla kl. 19:30 og mun Lúðra- sveit Tónlistarskóla Keflavíkur fara fyrir göngunni. Fundurinn hefst svo kl. 20. Eins og greint hefur verið frá í Víkurfréttum að undanförnu munu öll íþróttafélög í Keflavík, að undanskildu Hestamannafé- laginu Mána, sameinast í eitt fé- lag, ÍÞRÓTTA- OG UNG- MENNAFÉLAGIÐ KEFLA- VIK. A félagsfundum í síðustu viku fengu stjórnir félaganna timboð til að ganga til samein- ingar sem eins og fyrr segir mun eiga sér stað á fundinum í kvöld. Samkvæmt heimildum blaðs- ins mun aðeins einn vera í fram- boði til formanns félagsins. Þaö er Skúli Skúlason. Nafnakosningin ógild -Félagsmdlciráduneytið leggur til við bæjarstjórn að kjósa um nafnið að nýjul Félagsmálaráðuneytið hef- ur úrskurðað nafnakosningu í nýju bæjarfélagi Keflavík- ur. Njarðvíkur og Hafna ógilda í framhaldi af kæru tveggja íbúa í Keflavík, þeirra Einars Ingimundar- sonar og Hólmars Magnús- sonar. Að sögn Sesselju Arnadóttur lögfræðings Fé- lagsmálaráðuneytisins er ákvörðun um ógildingu tekin á þeim forsendum að ekki hafi verið rétt staðið að skoðanakönnuninni. Akvörðun um að nöfn sveitarfélaganna þriggja væru ekki gjaldgeng hafi verið tekin of seint þar sem utankjörstaðakosning var hafin og kynning á þeirri ákvörðun mjög ábótavant. I nafnakosningunni í apríl sl. fékk nafnið Keflavík lang flest atkvæði eða tæplega helming. Nafnið Suðurnes fékk næst flest atkvæði, um 450 atkvæðum færra en Keflavík fékk. Að sögn Sesselju hefur ný bæjarstjórn Keflavíkur, Njarðvíkur og Hafna fengið málið í sínar hendur en ráðuneytið leggur til við nýja bæjarstjórn að hún láti fara fram nýja kosn- ingu og staðið verði betur að undirbúningi og kynningu hennar. „Ég er svo sem ekkert hissa á þessari ákvörðun ráðuneytisins og átli alveg eins von á henni. Málið verður tekið fyrir í bæjar- stjórn og rætt þar. Ég á ekki von á öðru en að ný kosning fari fram en þess ber að geta að ráðuneytið gagnrýnir ekki að einhver nöfn séu ekki gjaldgeng. Það er bæjar- stjórnarinnar að ákveða hvaða nöfn eru í kjöri“, sagði Ellert Eiríksson, bæjar- stjóri Keflavíkur, Njarðvíkur og Hafna. Allt sem þarf er hamar og sög! Rækjusjómenn btosa breitt: Allt að 8 foitif af Eld- eyjarrækju í róðri Eldeyjarrækjan hefur veiðst í miklu magni síðustu vikur. Dæmi eru um að rækjubátar af Suðurnesjum hafi veriö að fá upp í átta tonn af rækju í róðri. Bátarnir hafa landað eftir tvo daga á veiðum. Úr Grindavík róa sex bátar á miðin við Eldey. Að sögn Sverris Vilbergssonar. vigtar- manns, hafa þeir verið að landa 5-8 tonnum eftir tveggja daga veiðiferðir. „Hér brosa rækjusjómenn út að eyrum, enda virðist framtíðin vera björt livað varðar rækju- veiðina," sagði Sverrir. Rækjubátarnir hafa hver um sig 90 tonna kvóta og nokkrir þeirra eru hálfnaðir með kvót- ann. 1 Sandgerði Ianda þrír rækju- bátar. 1 samantekt fyrir síðasta hálfan mánuð kemur fram að Guðfinnur KE landaði 33.8 tonnum eftir 5 róðra, Þorsteinn KE landaði 18,4 tonnum eftir 4 róðra og Svanur KE var með 15,8 tonn í fjórum róðrum. Karl Einarsson vigtarmaður í Sand- gerði sagði í samtali við blaða- mann að hann haft verið að tala við skipstjórann á einuni rækju- bátnum um miðjan dag á þriðju- dag. Þá var hann að hífa trollið eftir að hafa dregið í skamman tíma. 800 kfló komu úr því hali. Eldey fékk framlengingu Útgerðarfélagið Eldey hf. fékk framlengingu á greiðslu- stöðvun fyrirtækisins til 7. sept- ember nk. Úrskurður þess efnis var kveðinn upp í Hérðasdómi Reykjaness á þriðjudagsmorgun. A hluthafafundi í Eldey á mánudag var samþykkt að færa hlutafé niður í 10% eða rúmar 9 milljónir. Jafnframt var stjórn veitt heimild til að auka hlutafé í 40 milljónir. Bílstjórum VL sagt upp Átján af 22 bílstjórum Varn- arliðsins hefur verið sagt upp störfum. Bílstjórarnir hafa ann- ast skólaakstur og að koma starfsmönnum á milli staða. Varnarliðið hugar að því að bjóða út aksturinn. Bílstjórarnir hafa hug á að bjóða í verkið. Rússaþotan í viðgerð Rússneska þotan sem verið hefur biluð á Keflavíkurflugvelli frá því í febrúar er nú komin í viðgerð í flugskýli Flugleiða. Skipta þarf um einn mótor og gera við tvo aðra. Flugvélin er innréttuð sem glæsifbúð eins og greint var frá í Víkurfréttum í vetur. Viðgerð tekur um viku tíma. Stolið úr hesthúsi Tilkynnt var um innbrot og þjófnað úr hesthúsi við Faxa- grund 10 á föstudaginn. Þremur hnökkum og fjórum beislum hafði verið stolið úr hesthúsinu. Þeir sem einhverjar upplýsingar geta gefið um grunsamlegar mannaferðir vinsamlegasl liafi samband við lögregluna.

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.