Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.06.1994, Page 6

Víkurfréttir - 30.06.1994, Page 6
30. JUNI 1994 VÍKURFnÉTTIH Stærsta fretta- og auglýsingablaðið á Suðurnesjunt • F R E T T I R Útgefandi: Víkurfréttir hf. Afgreiðsla, ritstjórn og auglýsingar: Vallargötu 15, símar 14717, 15717. Box 125,230 Keflavík. Póstfax nr. 12777. - Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, heimas. 13707, bílas. 985-33717. - Prétta- stjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, heimas. 27064, bílas. 985-42917. - Auglýsingastjóri: Sigríður Gunnarsdóttir - Upplag: 6400 eintök sem dreift er ókeypis um öll Suðurnes. - Préttaþjónusta fyrir Stöð 2 og Bylgjuna. - Aðili að Samtökum bæja- og héraðsfréttablaða. - Eftirprentun, hljóðritun, notkun Ijósmynda og annað er óheimilt nema heimildar sé getið. Umbrot, filmuvinna og prentun: Grágás hf., Keflavík Það er komið sumar Það er komið sumar. Fólk keppist við að nýta hvern einasta sólarglampa og það sem af er, getum við ekki annað en verið ánægð með veðurguðina. Það má greinilega sjá á gróðrinum sem vex vel. Grænar hendur eru um allt í görðum hér og þar og bæjarbúar taka óspart til hendinni. Ohætt er að segja að fegrun og snyrting við hús og torg hafi tekið stakkaskiptum á undanförnum árunt, bæði við hýbýli fólks og svo hjá stofnunumog bæjarfélögum. Þaðer vel til þess fundiðaðnýta atvinnuátak sveitarfélaganna til fegrunarframkvæmda. Það hefur oft verið sagt að innkoman í Njarðvík t.d. væri ekki beint til að hvetja ferðafólk á svæðið. Þar hefur orðið gjör- breyting á til batnaðar og víða annars staðar á Suðurnesjum. Fegrunarframkvæmdir opinberra aðila hljóta að hvetja íbúa svæðisins til dáða og útkoman getur ekki orðið önnur en góð. Suðumesjomaraþon Næstkomandi sunnudag fer fram fyrsta maraþonið á Suð- urnesjum. Von er á mörg hundruð ef ekki þúsund manns. Framkvæmdaaðilar hafa lagt mikla vinnu í undirbúning og vonandi tekst vel til og þetta verði árlegur viðburður í fram- tíðinni. Skokk og hlaup er ódýr og góð heilsubót og hefur orðið mikill vaxtabroddur í þessari tegund íþróttar meðal al- mennings. Það hefur jú oft verið sagt að hreyfing sé holl og nauðsynleg og nú á tímum heilsuræktar er það vel til fundið að efna til Suðurnesjamaraþons, sem ekki aðeins getur virkað sem hvatning fyrir fjölda fólks, heldur og verið í leiðinni góð auglýsing fyrir svæðið. Páll Ketilsson Reykjtmes Á þessu ári hefur Ferðamálaráð og Samgönguráðuneytið í sam- vinnu við öflug fyrirtæki hleypt af stað mikilli auglýsingaherferð og hvatt Islendinga til að ferðast um eigið land undir kjörorðinu „Island, sækjurn það heim !“. Sömu aðilar hvöttu einnig sveit- arfélög á landinu og ferðamála- samtök að kynna átakið heima í héraði og taka þátt í átakinu auk þess sem einstökum ferðaaðilum hefur verið boðið að auglýsa sig undir kjörorðinu og fá til þess teikningar sem hentuðu hverjum og einum. Eitthvað hefur þetta farið fyrir ofan garð og neðan hér á Reykjanesskaganum og því fagnaði ritstjóri Víkurfrétta því þegar ég bauð honum að skoða náttúruperlur á Reykjanesi í máli og myndum fyrir blaðið, lesend- Afmæli Elsku Stebbi minn! Til hamingju með þrí- tugsafmælið þitt þann 28. júní. Þín Solla og Snœfí. Eins og hér sést er Inga blind- full og sjúskuð en hér eftir breyttist það. Bílprófið er í vændum 3. júlí. Hún tekur á móti flöskum og bíllyklum á laugar- daginn. Dine venner...not UTB0Ð Almannavarnanefnd Suðurnesja óskar eftir tilboðum í verkið: HRINGBRAUT 125, KEFLAVÍK VIÐBYGGING RAFSTÖÐVAR Verkið felst í uppsteypu og fullnaðar frágangi á 35 m2 viðbyggingu við Hringbraut 125. Verkinu skal vera lokið 31. október 1994. Útboðsgögn eru til afhendingar hjáTækniþjónustu S.Á., Hafnargötu 37A frá og með föstudeginum 1. júlí 1994 og verða seld á kr. 2.500.- Tilboð verða opnuð að Hringbraut 125, Keflavík þriðjudaginn 12. júIí 1994 kl. 14:00. t - sækjum það heim! um til ánægju og einhvers fróð- leiks um hve heimkynni okkar eru mikil útivistarparadís. I byrjun langar ntig að vitna í gagnmerkt rit sem heitir Suður með sjó, leiðsögn um Suðurnes, sem Rótarýklúbbur Keflavíkur gaf út 1988 og Jón Böðvarsson tók saman, en þar segir hann í eftirmála: „Til skamms tíma hafa Suðurnesjamenn lítt hirt um að kynna sér heimaslóðir suður með sjó enda sú skoðun ríkt að færra sé þar markvert en í öðrum landshlutum. Ferðalög um svæð- ið voru sjaldgæf þar til fyrir fáum árum. Tímamót í ferðamálum urðu hér 1984. Þá kom út og var borinn í hvert hús veglegur bæk- lingur á vegum Sambands sveit- arfélaga á Suðurnesjum: Tímarit um Suðurnes. Einnig gaf SSS út ríkulega myndskreytt Suður- nesjakort og var það endurútget'ið skömmu síðar með enskum texta. Árbók Ferðafélags Islands 1984 fjallar einnig um Suðurnes. þarer gagnmerkur fróðleikur um jarð- fræði, gróður og dýralíf í lands- hluta þessum. Vorið 1985 stóðu SSS, Fjölbrautarskóli Suðurnesja og textahöfundur fyrir svæðis- leiðsögumannanámskeiði, hinu fyrsta sinnar tegundar hérlendis. Ferðamálasamtök Suðurnesja hafa starfað síðan 1985 og 1986 vann Náttúrufræðistofnun ís- lands skýrslu um náttúrufar, minjar og landnýtingu fyrir Stað- arvalsnefnd Iðnaðarráðuneytis- ins. Var hún prentuð. Allt er þetta góðra gjalda vert. En..... Bæk- lingar og kort SSS eru nú fremur fáséðir gripir, árbók FI er hér lítt kunn því útbreiðsla hennar er að mestu bundin við félagsmenn og skýrsla Náttúrufræðistofnunar er ekki til sölu á almennum markaði. Full þörf er því á nýju upp- lýsingariti um Suðurnes". Þetta sagði Jón Böðvarsson 1988 þegar þetta myndarlega rit kom út. en það var síðan endurprentað 1991 og fæst enn í búðum. Síðan þá er teljandi á fingrum annarar handar þau fáu dæmi sem hægt er að kulla upplýsingarit fyrir ferðamenn, innlenda sem erlenda, um Suð- umesin og Reykjanesskagann. Til að hefja þessa kynningu á nátt- úruperlum á Reykjanesi liggur beinast við að leggja leið sína upp í Reykjanesfólkvang og kynnast upphafi hans og tilurð. Reykja- nesfólkvangur var stofnaður með reglugerð árið 1975, og stóðu að stofnuninni eftirfarandi sveit- arfélög: Garðabær. Grindavík, Hafnarfjörður, Kellavfk, Kópa- vogur. Njarðvík, Reykjavík, Sel- tjarnarnes og Selvogur. en síðar bættust fjögur önnur sveitarfélög við: Vogar, Garður, Sandgerði og Hafnir. Fólkvangurinn er um 300 ferkm. að stærð, langstærsta frið- lýsta svæði sinnar tegundar. Svæðið nær frá Vesturhálsi austur að sýslumörkum, til sjávar að sunnan, en í norðri tengist það tveimur öðrum útivistarsvæðum, Bláfjallafólkvangi (84 ferkm.) og Heiðmörk (25 ferkm.). Landslag innan fólkvangsins er afar tjöl- breytt. og þar er meiri gróður en víðast hvar á Reykjanesskaga. Landið er því kjörið til útivistar og náttúruskoðunar. Kristinn Benediktsson. I'ramhald í nœsta hlaiti. REIÐNÁMSKEIÐ á vegum Hestamannafélagsins Mána og Suðurnesjabæjar fyrir börn, unglinga og fullorðna hefjast 5. júlí. Leiðbeinendur eru Snorri Ólason og Þóra Brynjarsdóttir. Skráning og upplýsingará kvöldin í símum 12030 Snorri og 15631 Þóra.

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.