Víkurfréttir


Víkurfréttir - 09.11.1995, Blaðsíða 1

Víkurfréttir - 09.11.1995, Blaðsíða 1
SPÆJARI LÉT GLÆPAGEN6I VITA AF FLOTTUM BÍLTÆKJUM! 44. töluhlaf) 16, árgangur Fininitudagurinii 9, nórember 1995 Stœrsta frétta- og auglýsingablaðið á Suðurnesjum STRÆTIFÆR GÓÐA DÓMA MEIRAUM VTLLIGÖTUR EYDIS FIMMFALDUR MEISTARI Sanmiiigur tveggja ráðherra og sveitarfélaga á Suöurnesjiun uni byggingu D-álmu: „Fjármálaráðherra blés á undir- skrift sína í þessum samningi. Hann sagðist styðja heilbrigðisráð- herra í því að byggja nýtanlegan áfanga, - ekki byggingu eins og samningurinn kveður á um. Þessi fundur olli okkur miklum von- brigðum", sagði Drífa Sigfúsdóttir, forseti bæjarstjórnar Reykjanes- bæjar á bæjarstjórnarfundi í fyrrdag. Þetta var svar Drífu þegar hún var spurð unt framgang málefna um D-álmu við Sjúkrahús Suður- nesja. Ingibjörg Pálmadóttir, heil- brigðisráðherra hefur eindregið sagt að hún vilji breyta samningi um D-álmu, sem fyrrverandi heil- brigðisráðherra og fjármálaráð- herra skrifuðu undir rétt fyrir kosn- ingar. Stjórnarmenn í SSS freist- uðu þess að ræða málin við Friðrik Sophusson, núverandi og fyrrver- andi fjármálaráðherra, en hann undirritaði tvíhliða samning um D-álntuna ásamt þáverandi heil- brigðisráðherra. A fundi með stjómarmönnum í SSS sagðist fjár- ntálaráðherra blása á eigin undir- skrift. Suðurnesjamenn hafa ítrek- að sagt að þeir vilji ekki breyta neitt út frá honunt. Búið sé að hringla með D-álmuna í áratugi og ekki sé hægt að gera það lengur. „Hvernig á að taka orð ráðherra ef hann segist blása á eigin undir- skrift, þegar við förum að ræða við ríkisvaldið um flutning grunnskóla frá ríki til sveitarfélaga. Munum við geta treyst því að ríkið standi við samninga sem það á eftir að gera. Þetta er mjög alvarlegt mál“, sagði Jóhann Geirdal á bæjarstjórn- arfundinum. Fleiri bæjarfulltrúar tóku til máls og áttu flestir orð til að lýsa þess- um ummælum fjármálaráðherra. Ellert Eiríksson, bæjarstjóri sagði þau hneykli. Fram hefur komið að rekstur sjúkrahúss Suðurnesja er sá lægsti á landinu á hvern sjúkling. Þrátt fyrir það setti heilbrigðisráð- herra tilsjónarmann yfir stofnunina en hann á að taka út reksturinn og koma með nýjar tillögur í þeim efnum. Málefni D-álmu virðast hins vegar algerlega í lausu lofti eða í „pattstöðu" og líkurnar á að ríkið standi við gerðan samning hverfandi. SUNNUDAGA TIL MIÐVIKUDAGA: Kíktu í KAFFI eða KOLLU í notalegu umhverfi! / Opíð frá kl. 20:00 til 24:00 Öll skot á 200 kr LIMBO-keppní í kjallaranum! r(sjóðandnwitt. iFNARGÖTU 33 - 6IMI4214001 Þú getur lesið Víkurfréttir á útgáfudegi út um allan heim! Heimasíöa Víkurfrétta: http://www.spornet.is/vikurfr/index.html Netfang/rafpóstur: vikurfr@spornet.is

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.