Víkurfréttir


Víkurfréttir - 09.11.1995, Blaðsíða 13

Víkurfréttir - 09.11.1995, Blaðsíða 13
WfíUKFRÉTTIR 9. NÓVEMBER 1995 13 Ferðamálanefnd fíeykjanesbæjar: Mælir gegn því að farfuglaheimili verði lagt af Ferðamálanefnd Reykjanes- bæjar mælir eindregið gegn því að farfuglaheimilið sem rekið hefur verið í Njarðvíkur- skóla undanfarin sumur verði lagt af. Málið var tekið fyrir á bæjarstjórnarfundi í fyrradag. Þar var samþykkt að fresta af- greiðslu þess. Skólanefnd hafði fyrir stuttu síðan lagt til að bæjarfélagið leigði ekki aftur út húsnæði í skólanum fyrir farfuglaheimili. í fundargerð ferðamálanefndar 11. okt. sl. kemur fram að far- fuglaheimilið vegur þungt í ferðaþjónustu í sveitarfélaginu og að slík þjónusta væri mjög nauðsynleg í uppbyggingu ferðaþjónustu á svæðinu. Gistinætur í heimilinu hafa aukist ár frá ári og á þessu ári jukust þær um 60% eða í um 1700 gistinætur. Ellert Eiríksson bæjarstjóri sagði í umræðu um málið að farfuglaheimili væri rekið í Innri-Njarðvík og því sæi hann ekki þörfina fyrir rekstri slíks heimilis í Njarðvíkurskóla. Þar sem ferðamálanefnd var væntanleg á fund bæjarráðs var málinu frestað eins og fyrr segir, á bæjarstjórnarfundi í fyrradag. í gangi! * Jriiunflh KYMING FÖSTUDAG KL.13-18 vf. RSLunin óniii Víkurbram (ts. Griudcivík sími s,xö 8711 Kanabíll skemmdur Skemmdir voru unnar á bif- reið Vamarliðsmanns sem stóð við gatnamót Reykjanesbrautar og Grindavíkurvegar á sunnu- dagsmorgun. Afturrúða var bortin, bretti dældað og stungið á eða lofti hleypt úr öllum hjól- börðum bílsins.. Erilsamt Erilsamt var hjá lögreglunni í Keflavík um helgina. Var um hinn vanalega ölvunareril að ræða. M.a. var einn ökumaður tekinn fyrir grun um ölvun við akstur kl. 06 á laugardagsmorg- un. Myndbandstæki aldraðra stolið Brotist var inn í félagsað- stöðu aldraðra við Suðurgötu 12-14 og þaðan stolið mynd- bandstæki um helgina. Útihurð var spennt upp til að komast inn í húsnæðið. Ekki er vitað liver þarna var að verki. IMýtt og betra verð á Subaru Legacy SUBARU LEGACY 4WD 1J87,0® • Sam' blll kostaði aður 2.158.000.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.