Víkurfréttir


Víkurfréttir - 07.12.1995, Page 8

Víkurfréttir - 07.12.1995, Page 8
8 7. DESEMBER 1995 VllfllRFRÉTTIR Keflavík, Njarðvík, Hafnir: Kveikt á jóiatpjám í rigningu og roki Ekki voru veðurguðirnir í sínu besta skapi þegar tendrað var á jólatrjám í Keflavík, Njarðvík og Höfn- uni sl. laugardagskvöld. „Grenjandi“ rigning og rok var síðdegis þennan dag og fór athöfnin í Höfnum, sem var fyrst í röðinni, fram í Kirkjuvogskirkju. Kristján Gunnarsson, bæjarfulltrúi flutti ávarp. A öllum stöðum kom söngkvintettinn A Capella fram og jólasveinar heilsuðu upp á börn og full- orðna auk þess sem I.úðra- sveit Tónlistarskólans í Keflavík spilaði jólalög. I Njarðvík hímdu bæjarbúar, tónlistarfólk og fleiri í skoti Ytri-Njarðvíkurkirkju og reyndu að forðast rigninguna sem lamdi á andlitum þeirra. Auk fyrmefndra skemmtiatriða flutti Björk Guðjónsdóttir, bæj- arfulltrúi ávarp og Eva Gunn- arsdóttir. nemi í Njarðvíkur- skóla ýtti síðan á hnappinn sem hleypti lifi í ljósaperurnar á jólatrénu. I Keflavík var ákveðið að flytja athöfnina inn í íþrótta- húsið vegna vatnsveðurs og margra vindstiga og mættu ntargir í ljúfa tóna lúðrasveitar og til að hlusta á jólalög A Capella kvintettsins. Sólveig Þórðardóttir, bæjarfulltrúi flutti ávarp og Olav Mykilbust sendiráðsritari norska sendi- ráðsins afhenti tréð formlega. Að athöfninni í íþróttahúsinu lokinni var haldið niður á Tjarnargötutorg þar sem Er- lendsína Yr Garðarsdóttir nemi í Myllubakkaskóla kveikti á jólatrénu frá vinbænum Kristi- ansand og létu bæjarbúar, sent biðu Ijósanna, ánægju sína í Ijós með dynjandi bílflauti. ♦ Krakkamir kúnnu vel að meta heimsókn félaganna úr fjöllunum þó þessari ungu döniu hafi kannski ekki alveg verið sama um návistþess rauöklædda. VF-myndir/pket. ♦ Erlendsína Yr Garð- arsdóttir kveikti á jóla- Ijósunum i Keflavík með hjálp Olav Mykil- bust, sendiráðsritara og Ellerts Eiríkssonar, bæjarstjóra. Jóladagar í Reykjanesbæ þakka eftirtöldum aðilum veittan stuðning: YSFK, YS, Iðnsveinafél., Sparisjóðurinn, Hitaveita Suðurnesja, Reykjanesbær. Laugardagurinn 9• dcscmbcr Kl. 14:00-16:00 Götuhátíðarhöld með ýmsum uppákomum í umsjón Ungó og Tónlistaskóla Keílavíkur. 1 Hafnargötu og Kjarnanum 14:00 og 15:30 Hólmgarði 14:00 og 15:00 Við Samkaup 14:30 og 15:30 Hagkaup 14:30 og 15:00 try

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.