Alþýðublaðið - 13.12.1919, Síða 3
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
sem þau fetuðu út á í fyrstu, var
I>ó fjærri því, að sú braut væri
bezta leiðin til viðhalús og efling-
ar íslenzkri menningu. „Hraust
Sai í hraustum líkama“ var sein-
^öDginn kjörgripur með þeirri að-
ferð einni saman.
f>egar eg minnist á þessa starfs-
aðferð ungmennafélaganna rifjast
UÞP fyrir mér löngu liðinn atburð-
Ur: Maður átti ágætt engi sem
fá undir skemdum af ágangi aur-
vatns. Hann hlóð varnargarð fyrir
eugið rneð ærnum kostnaði. En
garðurinn dugði ekki, og næsta
ár eyddi maðurinn 18 dagsverk-
UU3 til þess eins, að hlaða upp í
skörð í garðinum sem vatnið braut
1 hann jafnóðum. En nágranni
hans, — sem eg hlýt að álíta
vitrari mann, — fann ráð við
bessu sem dugði. Og ráðið var
bað, að eyða einu dagsverki til
Þess að veita vatninu í annan
farveg, burt frá enginu, svo hvorki
turfti á að halda varnargarði né
Skarðahleðslu.
Mngmennafélögin vildu bœta
skemdir sem orðnar voru og verða
hiundu á þjóðstofninum. En þau
SVridu hvorki vilja eða viðleitni til
að afslýra skemdunum.
G.
Clenenceai.
Ehöfn 11. dea.
Clemenceau er farinn til Lun-
húna í pólitískum ráðagerðum.
fLíklegast í tilefni af samningum
Lreta og Bolsivíka, sem fara fram
uQi þessar muDdir.j
þjólverjar neita.
Kliöfi: 11. des.
^rá Berlín er símað að þingið
á eitt sátt urn að fhinar nýju]
^röfur Bandamanna séu þannig að
kjóðverjar geti alls eigi uppfylt þær.
Sfeemtun \ er kalýösí ilagauna
^ fombóla \eriiur haldin annað
_ vöJd kl. 6. Ska annars vísað til
auSlýsingar á öðrum- sti ð í blað-
tou,
Lenin.‘)
Vladimir Flitch Uljanoff (stund-
um nefndur „Ilitch", „Táulin“,
„Ilin") sem venjulegast er nefnd-
ur Lenin, er af tignum ættum,
faÖir hans var ríkisráð og bar
sem slíkum ávarpið „yðar ágæti".
Hann er fæddur í stjórnarumdæm-
inu (gouvernement) Simbirsk, 10.
apríl 1870, og ólst upp í grísk-
kaþólskri trú. 1887 fór hann á
háskólann í Kazan, en þetta ár
var Alexander bróðir lians ásamt
fjórum öðrum socialistum tekinn
af lífi í fángelsinu Schlússelburg
og hafði það mikil áhrif á hug
hans og líf. Iiann gekk í flokk
hinna mörgu, er töldu ástand það
er ríkti í Rússlandi ilt, en var
fyrir þá sök rekinn af háskólan-
um og bannað að dvelja 1 Kazan.
1891 komst hann á háskólann í
Petrograd og giftist sama ár stúlku,
er tekið hafði mikinn þátt í hreyf-
ingunni þar. Hún heitir Nadeja
Constantinova Krupskaja og er
dóttir yfirdómara.
1895 fór hann til Genf og komst
þar í kynni við flokk Plekhanoffs2)
og sneri eftir stutta dvöl aftur til
Petrograd og tók að gefa sig all-
an við socialisma. Hann reit mik-
ið um þau efni undir dulnefninu
„Toumine". 1896 var hann ásamt
fleiri socialistum í Petrograd kærð-
ur fyrir „agitation" og 20. jan.
1897 var hann dæmdur í þriggja
ára Siberíuútlegð og dvaldi þann
tíma í Irkutsk, Krasnojarsk og
stjórnarumdæminu Jenissei. 16. júli
1900 fór hann af landi burt og
komst þá í nánari kynni við hina
fjölmörgu Rússa, er vegna skoð-
ana sinna voru útlægir úr Rúss-
landi. 1901 stofnaði hann ásamt
Martov og Potressoff blaðið »Iskra<f.
(„Neistinn") og á flokksþinginu
1903 var hann kjörinn foringi þess
hlutarins er fjölmennari vai (bol-
scheviki), en Martov foringi minni-
hlutans (menscheviki). 1905 kom
hann til Finnlands og dvaldi í
Kookhala, nokkrum kilom. frá
Petrograd og stjórnaði þaðan at-
höfnum Bolsivíkaflokksins á „2.
Dúmunni". Samt varð hann að
1) Sbr. Etienne Antonelli: La Russie
bolclieviste. Paris 1919,
2) Sbr. grein um TroUkij i síðasta
biaði.
flýja þaðan aftur skömmu síðar,
því hann var orðinn svo þektur
af skrifum sínum um socialisma,
sem viðurkend eru af flestum
stjórnfræðingum er til þekkja.
Hann starfaði lengi á hinni al-
þjóðlegu skrifstofu socialista og
reit auk þess greinar í mörg blöð
og tímarit. Hann var einn helzti
forsprakkinn á Zimmerwald-fund-
inum 1915 og barðist þar mest
fyrir því, að socialistar um heim
allan beittu sér fyrir friði án land-
vinninga. 1917 kom hann aftur til
Rússlands og er þar nú áhrifa-
mestur maður meðal Bolsivíka.
Merkust vísindarit hans um hag-
fræði og stjórnmál eru þessi: „Rró-
un auðvaldsins I Rússlandi", mik-
ið verk og þekt og gætir í því
þýzkra áhrifa, „Landbúnaðarmál",
„Raunvísindaleg efnishyggja og
gagnrýning“, „Á 12 árum“, „Im-
perialisminn" etc.
Lenin er maður lár vexti, þrek-
inn, en þó nokkuð mittismjór;
andlitið er rautt og kringluleitt.
Hann heflr svart alskegg og fell-
ur efrivararskeggið niður. Ennið
er hátt og mikið. Augnatillitið er
skært og þó mikilúðlegt. Yfir allri
persónunni hvílir einhver hátíðleg-
ur dulrænisblær.
Hann skrifar . gott mál, en þó
heldur þunglamalegt, en þó hvast
og vífilengjulaust. Hann sækist ekki
eftir almannahylli, en þó bera menn
honum yfir höfuð gott orð. Hann
er fámáll en hreinn og beinn.
Ilann er mælskur mjög, en ekki
eins og venjulega. Ræður hans eru
rökvissar, skýrar og ákveðnar, laus-
ar við alla mælgi og orðskrúð.
Hann er forsætisráðherra (for-
seti þjóðfulltrúaráðsins) í ríki Bolsi-
víka og frægasti maður þeirra.
+
„Hrr. Arnes Penge^
á kvikmynd.
Leikritið „Hrr. Arnes Penge“
eftir Selmu Lagerlöf hefir nýlega
verið kvikmyndað og var sýnt í
næstsíðasta mánuði í „Paladsthe-
atret“ í Kanpmannahöfn.
Biaðið „íslendingar“ á Akur-
eyri er selt Brynleifi Tobíassyni
kennara, og tekur hann við rit-
stjórn blaðsins um nýjár.