Víkurfréttir


Víkurfréttir - 14.11.1996, Blaðsíða 2

Víkurfréttir - 14.11.1996, Blaðsíða 2
Fjölnota íþróttahús: Mikilvægt að menn vandi sig -segir Shúli Skúlason, formaður íþrótta- og ungmennafélagsins Keflavík. Bæjarstóm Reykjanesbæjar samþykkti á fundi sínum þann 5. nóv- ember sl. að fela íþróttaráði að láta fara fram úttekt á byggingu fjöl- nota íþróttahúss áður en gengið yrði frá samningum við íþróttafé- lög í bæjarfélaginu. íþrótta og ungmennafélagið Kellavík halði áður óskað eftir því við bæjaryftrvöld að gerður yrði rammasamningur niilli félagsins og bæjarins um byggingu, rekstur og afnot af íþróttamannvirkjum í Keflavtkurhverfinu. Að sögn Skúla Skúlasonar, formanns íþrótta- og ungmennaféiags- ins Keflavík fagnar félagið áltuga bæjaryftrvalda á málinu en liann lagði þó áherslu á að menn yröu að vanda sig og skilgretna vel hvað átt er við með fjölnota íþróttahúsi. Elleit Eiríksson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar sagði á bæjarstjómar- fundi þann 5. nóvember þegar málið var til umræðu að takmörkuð notkun væri á gervigrasvöllum annarra sveitarfélaga og því væri fjölnota íþróttahús betri kostur þar sem ýmsar íþróttagreinar gætu fengið þar aðstöðu auk knaltspymunnar. Iþrótta og ungmennafélagið Kcflavík halði geit ráð fyrir gervigras- velli í framtíðarskipulagningu sinni og sagði Skúli KSI gera kröfur um gervigras samkvæmt samnorrænum staðli í yftrbyggðu knatt- spymuhúsi. „Hvað er ált við með fjölnota íþróttahúsi? Sé geil ráð fyrir gervi- grasvelli mun það takmarka notkunina á því. Þvf verða mcnn að skilgreina vel Itvaða hlutverki þetla hús á að gegna. Yfirbyggður gérvigrasvöllur væri besta lausnin fyrir knattspymuna hér en það má þó ekki bitna á öðrum íþróttagreinum og nauðsynlegri upp- byggingu innan þeirra sbr. aðstöðu fyrir ftmleika og sund.,.Eg vona að joetta haft ekki áhrif á þá framtíðarsýn sem félagið hefur unnið og þá forgangsröðun sem hefur verið unnin innan félagsins og ein- hugur er um“, sagði Skúli. Kaupfélag Suðurnesja til Vestfjarða: Stefrir að opnun Samkaupsvorslunar á ísalirði innan tvegnja vikna Kaupfélag Suðumesja stefnir að því að opna Samkaups- verslun á ísaflrði innan tveggja vikna. Félagið og Sam- vinnulífeyrissjóðurinn ltafa að undanförnu átt með sér við- ræður um stofnun eignar- haldsfélags sem hefði það meginmarkmið að kaupa fasteign þrotabús Kaupfélags Isfirðinga en verslun þess lokaði fyrir nokkru síðan. Guðjón Stefánsson, kaup- félagsstjóri segir að ef af verði þurfi fyrirtækið um tvær vikur til að geta haftð rekstur í hús- næðinu. Ráðgert er að þetta eign- arhaldsfélag leigi Kaupfélagi Suðumesja húseignina sem er við Austurveg 2 á ísafirði. Samkvæmt heimildum blaðs- ins munu a.m.k. sex aðilar koma að stofnun eignarhalds- félagsins en nöfn annarra en Kaupfélags Suðurnesja og Samvinnulífeyrissjóðsins hafa ekki fengist uppgefin. „Eg hugsa að öll atriði varðandi þetta mál verði orðin Ijós fyrir vikulokin. Það er búið að taka þessa ákvörðun, enda á Samvinnulífeyrissjóðurinn stærsta hlutann í eigninni", sagði Margeir Daníelsson, framkvæmdastjóri sjóðsins sem leysti til sín eignina ásamt Landsbanka Islands. Guðjón Stefánsson sagði að stefnt hefði verið að því að opna verslunina eftir 3-4 daga frá afhendingu húsnæðisins. „Ur því sem kornið er held ég að vikurnar verði tvær. Við höfðum hugsað okkur að breyta húsnæðinu í áföngum en í dag lítur dæmið þannig út að fyrsta breytingin verður að vera stærri en ég hugsaði í upphaft. Það er alveg Ijóst að það þarf að gera mikið fyrir húsnæðið", sagði Guðjón. Samkvæmt upplýsingum blaðsins hefur almenn verslun í miðbæ ísafjarðar stórlega minnkað frá því rnatvöruversl- un Kaupfélags Isfirðinga var lokað og munu aðrir versl- unareigendur þar því fagna þessum tíðindum. Fasteimasalan HAFNARGÖTU 27 - KEFLAVÍK C3 SÍMAR4211420 OG 4214288 Hofgeröi 5, Vogum 126 ferm. einb.hús ásamt 56 ferm. bílskúr. Hagst. Bygg- ingasjóðslán áhvílandi m/4,9% vöxtum. 8.300.000,- Klapparstígur 3, Keflavík 115 ferm. einbýlishús. Ath. skolplagnir, rafm.lagn.og þak voru nýlega tekin í gegn. 6.500.000,- Sólvallagata 16, Keflavík 191 ferm. einb.hús á tveimur hæðum ásamt 32 ferm. bílsk. Mjög rúmgott og vandað hús á eftirsóttum stað. 9.500.000,- Hringbraut 100, Keflavík 74 ferm. íbúðarskáli seni gefur ýmsa möguleika. 2.500.000,- Smáratún 39, Keflavík 121 ferm. 5 lierb. e.h. ásamt 33 ferm. bílskúr. Sérinng. Eftirsóttur staður. 8.300.000.- Holtsgata 35, Njarðvík 3ja herb. risíbúð í góðu ást- andi. Hagstæð lán áhvílandi. 4.400.000.- Athugið! Skoðið myndaglugga okkar, þar er að finna sýnishorn af ýmsum fasteignum, sem eru á söluskrá hjá okkur. Kaxabraut 31C, Keflavík 3ja herb. íbúð á jarðhæð. Hagstæð Byggingasj.lán áhvflandi kr. 2.150.000 með 4,9% vöxtunt. 3.900.000,- Heiðarholt 10, Keflavík 3ja herb. íbúð 84 ferm. á 2. hæð. Hagst. Byggingasj.lán áhvt'I. með 4,9% vöxtum. Skipti á stærra húsnæði kemur til greina. 5.500.000,- Faxabraut 5, Kellavik 61 femi. 2ja herb. íbúð á jarðhæð. Ymsir góðir greiðsluskilmálar koma til greina. Tilboð. Hjallavegur 9, Njarðvík 3ja herb. íbúð á 2. hæð. Mjög hagstæð Ián áhvíl. kr. 2,3 millj. með lágum vöxtum. 4.400.000.- Faxabraut 36A, Keflavík 3ja herb. e.h. Nýlega búið að skipta um lagnir og glugga. Einstaklega góðir greiðsluskilmálar m.a. hægt að taka bifreið uppí útborgun. Tilboð. Verslun til siilti Verslunin Lísa, Hafhaigötu 45, Keflavík er til sölu. Góð umboð. Inméttingarog tæki fylgja. Nánari upplýsingar gefnar á skrifstofunni um sölu- vetð og greiðsluskilmála. TIL SOLU Húsnæði Björgunarsveitarinnar Ægis að Skagabraut 71 í Garði er til sölu. Húsið er um 190 fermetrar að stærð. Á húsinu eru tvær stórar hurðir. Nánari upplýsingar gefa Ásgeir Hjálmarsson ísíma 422 7135 og Sigfús Magnússon í síma 421 3303 l\lýtt heimilisfang Víkurfrétta er: Víkurfréttir, Sparisjóðshúsinu, Grundarvegi 23,2. hæð, Njarðvík. Símanúmer blaðsins eru 4214717 og 4215717 2 Víkurfréttir

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.