Víkurfréttir


Víkurfréttir - 14.11.1996, Qupperneq 6

Víkurfréttir - 14.11.1996, Qupperneq 6
Útgefandi: Vikurfréttir ehf. kt. 710183-0319 Ritstjórn og afgreiðsla: 2. hæð, Sparisjóðshúsinu, Grundarvegi 23, Njardvík Simar 4214717 og 4215717 fax 4212777 • Ritstjóri og ábyrgdarmadur: Páll Ketilsson, heimas: 421 3707 og GSM 893 3717 Bíll: 853 3717 • Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárdarson, heimas: 422 7064 Bíll: 854 2917 • Auglýsingadeild: Sigríður Gunnarsdóttir • Bladamadur: Dagný Gísladóttir, heimas: 421 1404 • Afgreidsla: Stefanía Jónsdóttir og Aldís Jónsdóttir • Víkurfróttum er dreift ókeypis um öll Sudurnes. • Fréttaþjónusta fyrir Stöð 2 og Bylgjuna á Sudurnesjum. • Fréttaþjónusta fyrir Dag-Tímann á Sudurnesjum. Eftirprentun, hljódritun, notkun Ijósmynda og annad er óheimilt, nema heimildar sé getid. • Útlit, auglýsingahönnun, litgreining og umbrot: Víkurfréttir ehf. • Filmuvinna og prentun: Stapaprent ehf., Grófin 13c Keflavík, sími 421 4388 Stafræn útgáfa Víkurfrétta: http://www.ok.is/vikurfr _________________NetfanQ/rafoóstur: vikurfr(d)ok.is LEIÐARI Vallar-vandamál Það er ekki ný saga að klúbbarnir á Keflavíkuiflugvelli heilli Islendinga. Það er gönnd saga og œtti að vera þannig. Land- inn getur nii valið úr fjölbreyttrí skemmtanaþjónustu og mörg- um veitingastöðum ci Suðurnesjum sem og víða um land. Engu að síður þykir það ekki tiltökumál fyrir íslenska hópa að halda árshátíðir eða skemmtanir í varnarliðsklúbbum. Samkeppni ís- lenskra veitinga- og skemmtistaða við vallarklúbba sem bjóða bjór og vín á margfalt lœgra verði m.a. vegna þess að hér er um herstöð að rœða, er ekki sanngjörn. Þetta er mál sem yfir- j völd eiga að taka fyrir. Rekstrarvandamál vallarklúbba eiga ekki að vera vandamál Islendinga en það er vitað að rekstur þeirra byggist að verulegu leyti upp á viðskiptum Islendinga. KSK til ísafjarðar Kaupfélag Suðurnesja stefnir að opntin stóiverslunar á Isafirði á nœstu vikum. Félagið seldi fyrír skömmu byggingavömversl- un sína til að geta einbeitt sér að matvörurekstri. Þar skiptir stœrðin máli því allt byggist þetta á því að geta boðið sem lœgst vöruverð. Með stœrri markað nœst meiri hagrœðing í innkaupum sem leiðir af sér lœgra vöruyerð. Um það snýst málið. Ljóst er að með „innrás" KSK til Isafjarðarfá Vestfirð- ingar lœgra vöruverð en hingað til. Þannig er hœgt að segja að kaupfélagsmenn liafi slegið tvœr flugur í einu liöggi með „ innrásinni“ vestui: Páll Ketilsson. Hollt á helðinni... í Víkurfréttum nýlega var sagt frá ferð glaðbeittra knatt- spyrnuáhugamanna á Old Trafford í Manchester og skeggræður þeirra við Eric Cantona. Mér skilst að þessir ágætu United áhangendur hafí gefið Eric og félögum góð ráð, enda tapaði Manchester örugglega næstu vikur á eftir og Cantona vissi ekki í hvora löppina hann átti að stíga inn á vellinum. Auðvitað er þetta bara tilviljun, en allur er var- inn góður svo þegar fréttist að stór hluti knattspymuráðs og annara ÍBK-ara , sem ekkert vit hafa á fótbolta væm á leið til Liverpool að sjá leik heimaliðanna var gripið til þess að sprauta það miklu vatni á völlinn að aflýsa varð leiknum. Við Arsenalistar gleðjumst ótæpilega yfír þess- um óförum öllum og sjáum Englandsbikarinn í hyllingum. Annað fréttnæmt er helst hin- ar vanabundnu leitir að flökkufé, týndum kálfum og áttavitalausum rjúpnaskyttum. Sjálfur er ég einn þeirra sem ekki getur hugsað sér annað í október en halda á fjöll og skjóta passlega í jólamatinn. Eg verð að viðurkenna að fátt fer meira í taugamar á mér um þetta leyti en fréttir af mönn- um sem kunna ekki að hegða sér í óbyggðum hvort sem það eru hinir áttavitalausu, eða berserkirnir sem keyra utan vega á tryllitækjunum sínum og misþyrma íslenskri nátt- úm. Sem betur fer em flestir sem á fjöll fara af öðru sauðahúsi, kunna að umgangast landið og meðvitaðir um hvemig rétt er að bera sig að á íslenskum vetri þegar allra veðra er von. Oft fæ ég að heyra að alveg sé óskiljanlegt hvað ég fái út úr því að elta rjúpuna upp til fjalla og sjálfsagt erfitt að skýra það út fyrir þeirn, sem ekki þekkja fjalla- eða öræfa- tilfinninguna. A fjórða veiðidegi haustsins vöknum við bræðumir klukk- an sex eins og endranær. Kaffikannan er sett upp með- an við tínum okkur til.Eftir morgunmat og nokkra kaffi- bolla er ekið af stað í myrkr- inu og stefnt að þvi að vera kominn að mýrinni í birtingu. Þar er bílnum lagt á afleggjara sem er raunar gamli þjóðveg- urinn og meðan dagskíman eykst í austrinu er rennt úr einurn kakóbolla og skifst á sögum við aðrar skyttur sem ber að. Ekki er fjölmenninu fyrir að fara svona á fjórða degi og aðeins örfáir þaulvan- ir menn á svæðinu. Hafa flest- ir komið hér í 15-20 ár og þekkja allar aðstæður vel. Við öxlum byrðamar og reyn- um að feta þurrasta einstigið yfir mýrarnar, um hálsinn hangir kíkir og áttaviti og reyndar er ég með annan í bakpokanum við hliðina á ál- teppinu og neyðarblysunum, sem ég endumýja reglulega. Hrafnkell Alltaf geta jú orðið slys og auðvelt að fótbrjóta sig í urð- unum þegar snjór liggur yfir og hylur misfellumar. Nokkur þoka liggur yfir heiðinni og þó maður þykist þekkja sig vel er áttavitinn tekinn fram og áttir teknar. Reyndar er það svo á sjálfu fjallinu að lækjar- sprænurnar sem maður er alltaf að blotna í hafa þann góða eiginleika að renna niður á móti, svo í versta falli er alltaf hægt að fylgja einni slíkri niður undir veg. Á heiðinni má finna ymis konar gróður meira að segja sveppir vaxa þar hátt yfir sjó, mosar og skófir auk annara plantna. þennan daginn eru snjótittlingarnir óvenju áber- andi og undir kvöld fljúga þúsundir þeirra neðarlega í hlíðunum. Stórkostleg sjón, en eins og alltaf í íslenskri náttúru þýðir þetta að mikil afföll verða hjá þeim í vetur þegar erfiðara verður unt mataröflun. Mýs sjást ekki þama uppi, en aftur á móti er mikið af þeim niður í firði og reyndar ótrúlegur músagangur í ár. Við hittum daginn áður menn sem vom að rífa allt út úr jeppanum sínum, því ein músin hafði komist þar inn í hlýjuna. Hún ekki bara borð- aði rjúpuna þeirra heldur fór að gera sér holu í innréttingu bflsins. Ekki var mönnunum hlátur í hug, en óneitanlega fannst mér þetta dálítið fynd- ið. En aftur á heiðina. Daglangt er snjórinn kafaður og fylgst með umhverfinu. Þarna eru spor eftir fjallaref sem hefur náð sér í rjúpu í gærkvöldi og ofar í hlíðinni er reyndar spor eftir silfurrefmn úr Njarðvík- urn sem þar var á ferð með vönum mönnum. Ekki lágu leiðir okkar saman í þetta skipti en Kristján mun vanur útilífsmaður. Dálítið er af rjúpu sem ropar af og til og vælir jafnvel þegar veðra- brigði eru í vændum. Sjálfsagt má þakka fyrir að hún kann ekki að syngja því þá væri hún eflaust alfriðuð. Eitt sem maður sér aldrei á fjöllum og það er Iiðið sem talar unt hversu falleg rjúpan sé og ljótt að skjóta hana. Sjálfsagt láta þeir hinir sömu sér nægja að horfa á hana í sjónvarpi þegar sýndar eru heimarjúpurnar í Hrísey. Þeim til huggunar skal sagt frá því, að við bústaðina sem við gistum í eru heimarjúpur í tugatali sem fá alveg að vera í friði fyrir okk- ur veiðimönnunum. Seinni part dags er haldið aft- ur til bílanna. Holl hreyfing allan daginn skilur eftir þreytu í vöðvum og maður gleðst yflr því hversu mikla óþarfa fitu maður hefur brennt af sér á labbinu auk þess að vera kom- inn með nóg í jólamatinn fyrir sig og sína. Meðan við eldum kjötsúpuna unt kvöldið er upplagt að raula eina limru; ÞAÐ ER HOLLT AÐ VERA Á HOLTAVÖRÐUHEIÐ- INNI I október cr liollt að verá Heiðinni og haklu sér í formi á rjúpna- veiðinni. Brölta um í bvljunum í brekkunum og giljunum og bræða af sér ístruna í leiðinni. Með veiðikveðju; Hrafnkell. 6 V íkurfréttir

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.