Víkurfréttir


Víkurfréttir - 21.11.1996, Síða 19

Víkurfréttir - 21.11.1996, Síða 19
011 Suðupnesjaliöin í 4ra liða úrslitum Leugjubikarsins Það verður sannkölluð körfuknatt- leiksveisla í Laugardalshöllinni { kvöld en þá fara frani fjögurra liða úrslit í Lengjubikarnum. Öll Suðumesjaliðin verða í eldlínunni því Grindvíkingar mæta KR- ingum kl. 19.00 og Keflavík og Njarðvík mætast í nágrannaslag strax á eftir eða kl. 21.00. Búast má við hörkuviðureignum. Keflvíkingar hafa unnið síðustu tvo leiki sína með miklum yfir- burðum og hafa skorað vel yfir 100 stig í þeim báðum. Það má því reikna með að Njarðvíkingar, sem fengu skell gegn Tindastóli á sun- nudaginn og ættu því að vera vel jarðtengdir, reyni að leggja allt kapp á að stöðva skyttur Keflvíkinga ásamt Damon Johnson sem hefur verið að spila mjög vel fyrir Keflavík að undan- fömu. Grindvíkingar em án efa vel stemmdir þrátt fyrir að Héraðsdómur Vestfjarða hafi dæmt Isfirðingum sigur í viður- eign liðanna á ísafirði um daginn, en þá hljóp liðstjóri Grindavíkur í skarðið og lék með liðinu því heimingur þess varð eftir á Reykjavíkurflugvelli eftir að hafa niisst af flugvélinni. Síðar kom í ljós að liðstjórinn haföi leikið með liði Golfklúbbs Grindavíkur í annarri deild og var því ólöglegur að mati Isfirðinga. Grindvíkingar hafa áfrýjað dómnum til íþrót- tadómsstóls KKI. VF hafði samband við fyrrver- andi leikmann og þjálfara Keflavíkur, Jón Kr. Gfslason, sem nú leikur með Grindavík og Hrannar Hólm þjálfara Njarðvíkur til að spá í leikina í kvöld. Báðir vom þeir ákveðnir í að vinna sína leiki en sögðu jafnframt að það yrði ekki auðvelt, enda andstæðin- gamir erfiðir og úrslit myndu sen- nilega ráðast á síðustu sekún- dunum. Að sögn Hrannars hafa Njarðvfldngar í hyggju að stöðva skyttur Keflvíkinga og reyna að nota styrkleika sinn undir körfun- ni. Aðspurður um leikinn gegn Tindastóli á sunnudaginn sagði hann að þeir hafi sofið á veiðinum og vaknað of seint. „Við leikum örugglega ekki svona gegn Keflvíkingum því ef við gerum það getum við bókað 30 stiga tap", sagði Hrannar sem hallaðist frekar að sigri Grindavíkur gegn KR. Þó myndi Jonathan Bow ráða þar miklu um ef hann gerir eins og hann er frægur fyrir og á toppleik í úrslitum. Jón Kr. óttast einnig að Bow muni gera rósir í kvöld en þeir væru tilbúnir að mæta því. Hann sagði einnig að bæði Marel Guðlaugsson, Grindavík og Her- mann Hauksson hjá KR væru meiddir og óvíst hvort þeir myndu verða með og gæti það líka sett strik í reikninginn. Jón sagði að það yrði toppurinn að fá sína gömlu félaga í Keflavík í úrslila- leik kæmust þeir alla leið. „Það er ntikill léttir að mæta í leik einungis sem leikmaður og laus viö allar þjálfaraáhyggjur”, sagði Jón. Ókeypis sætaferðir verða í höllina frá íþróttahúsi Keflavíkur kl. 17.50 og 19.30 og frá Iþróttamiðstöð Njarðvíkur kl. 18.00 og 19.40. Sætaferð frá Grindavík verður frá Festi kl. 17.30 og kostar kr. 600,- báðar leiðir. Ifinnl) fréttir Hvað gerist næst? I kvöld veröur skemmtikvöld á sal. Kósý-kaffihúsakvöld. Þar mun ljósmyndaklúbburinn vera sýningu myndlistarklúbburinn verður með sýningu, píanóleikari verður á svæðinu og einnig verða lesin ljóð, gjömingar fluttir og fullt af óvæntum atriðum verður stungið inn í dagskránna. Þama verður ekki síðri stemming en á fyrri skemmtikvöldum vetrarins. Frítt inn og kaffi t' boði Kaffitárs og mun Maskulinium-Café klúbburinn sjá um uppáhellingu enda em þeir fagmenn í kaffi. Hljóðneminn verður 29. nóvember og em keppendur og hljómsveitin Moðfisk þegar farin að æfa sig fyrir æsispennandi keppni. Seinna um kvöldið verður svo ball, þetla mun allt fara fram í Stapanum. Nú standa yfir leiksýningar hjá leikfélagi skólans Vox Arena, þau sýna verkið Kaffi Kaos, sem samanstendur af 4 einþáttungum og stuttum kynningum milli þeirra. Frábært verk sem enginn ætti að láta frani hjá sér fara, hvorki F.S.-ingar né aðrir landsmenn. Kynnið ykkur sýnangardagana og skellið ykkur. Skemmtikvöld á Sal F.S. N.F.S. hélt tvisvar í síðustu viku skemmtikvöid á sal. Það lyrra var karókí-kvöld þar sem félagar úr Maskulinum-Café kepptu við leiktuana úr Vox Arena./fslitin urðu sú að Mítskulinium-Café sigraði og átti einnig söngvara kvöidsins. Tryggva Þór. Eftir keppnina stigu nemendur á stökk og sungu í kerfmu, sumir af nteiri ánægju en hæfileikum. Frítt var inn og kaffi í boði Kaffitárs. Þetta kvöld var gríðarlega vel heppnað og skemmtu allir sér mjög vel. Síðasta fimmtudag var skemmtunin Flödeskum endurvakin eftir 15 ára svefn. Þar skemmta kennarar og nemendur sér í sátt og sam- lyndi, enginn minnist á verkefni sem ekki hafa skilað sér. Þar komu fram kennara-hljómsveit, Maskulinium-Café hljómsveit og Stjómin tróð upp (stjóm NFS). Stuttmyndir voiu sýndar og haldin var létt ræðukeppni milli kennara og nemenda, þar sem nemendur bám nauman sigur. Þar var einnig frítt inn og útskriftar-aðallinn sá um kaffisölu og vöfflubakstur. ÆS Aðal- 'JSfcj: fundur Hestamannafélagsins Mána verður haldinn í félagsheimilinu á Mánagrund (uppi), þriðjudaginn 26. nóvember kl. 20:30. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. Kaffiveitingar. Stjórnin. ATVINNA Óskum eftir að ráða svæðis- stjóra í matvörudeild Hagkaups í Njarðvík. Leitum af starfsmanni sem er eldri en 25 ára og er reiðubúinn að takast á við krefjandi starf. Nánari upplýsingar veitir verslunarstjóri á staðnum n.k. mánudag frá kl. 10-12. HAGKAUP Njarövík Módel óskast! Spennandi verkefni framundan fyrir áhugasöm módel. Sendu mynd og upplýsingar til Víkurfrétta efþú vilt vera með... Víkuríréttir eru til húsa á 2. hæð Sparisjóðsins íNjarðvík, Grundarvegi 23. AÐAL- / G FUNDUR Aðalfundur Alþýðubandalagsfélags Keflavíkur og Njarðvíkur verður haldinn mánudaginn 25. nóvember 1996 í Ásbergi, Hafnargötu 26. Á dagskrá eru almenn aðalfundarstörf. Fundurinn hefst kl. 20:30. Stjórn ABKN. Framleiðum og prentum; Úti- og innifána, bíirúðubúninga fyrir íþróttafélög, tölvuskorna límstafi á bíla, báta og glugga, límmiða sem þola flest efni. Framleiðum; götuauglýsingaborða, úti- og inniskilti, skreytum glugga með auglýsingum. Framleiðum og Offset-fjölritum; reikninga, bréfsefni, umslög og dreifibréf. Silkiprentum; á boli, vinnufatnað og íþróttaföt. Útvegum ódýra T-boli efum magn eraðræða. Prentum; plaköt sem er hægt að líma á bíla. Gæða vinna, gerum tilboð og hugmyndir þér að kostnaðarlausu. Hönnun á staðnum. Geymið auglýsinguna. Golfklúbbur Suðurnesja: Aðal- fundur Aðalfundur Golfklúbbs Suðurnesja verður haldinn laugardaginn 30. nóvember kl. 14:00 í Golfskálanum í Leiru. Venjuleg aðalfundarstörf. Ka ffi veitingar. Stjórnin. V íkurfréttir

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.