Víkurfréttir


Víkurfréttir - 03.01.1997, Blaðsíða 4

Víkurfréttir - 03.01.1997, Blaðsíða 4
 & tmn ViUijalmsSDfí o(l Valgeir Sifilivalsson ad Inlamm sidiisln Jtv diiiii sniiim hjii SBK l «<■' m Tveir elstu bílstjórar S.B.K. heiðraðir Tveir elstu bílstjóramir hjá Sérleyfisbifreiðum Keflavíkur hættu stöifum á gamlársdag. Þeltti em Jseir Ketill Vilhjálmsson og Valgeir Sighvatsson. Þeir komu báðir úr áætlunarferðum frá Reykjavík í sinni síðustu ferð. Ketill kl. 11 og Valgeir kl. 14 á gamlársdag. Almenningsvanganefnd Reykjanesbæjar. ásamt bæjarstjóra og starfsfólki SBK hélt jteim stutt kveðjuhóf og voru þeirn afhentar blómakörfur við það tækifæri. Ketill hefúr lengstan starfsaldur bfl- stjóra SBK eða 35 ár en Valgeir hafði ekið hjá SBK í 28 ár. Báðir hafa þeir ekið rútubflum og Ieigubflum í nokkur fleiri ár. eða vel á fimmta tuginn því þeir höfðu báðir starfað hjá forvera SBK fyrirtækisins, Steindóri. en saninefndur maður var framkvæmda- stjóri SBK eftir að bæjarfélagið keypti reksturinn af honum árið 1942. Miklar bteytingar urðu við áramótin hjá SBK en fyrirtækið varð þá að hlutafélagi. iKetill Vilhjálmsson og Valgeir Sighvatsson elstu bílstjórar Sérleyfisbifreiða Keflavíkur voru heiðraóir þegar þeir komu úr sínum sídustu ferðum. VF-mynd: Páll Ketilsson Eigendur trésmiðjunnar Víkurás í Keflavík sem brann til kaldra kola sl. sunnu- dagskvöld þegar aðeins sólarhringur var eftir af gantla árinu, liafa undanfarna daga unnið við hreinsun á svæðinu. Þeir stefna að því að byggja verksmiðjuna upp að nýju. Tjón hefur enn ekki verið að fullu metið en gæti numið í kringum 200 milljónir króna. Rannsóknarlögreglan í Ketki- vík hóf rannsókn á elds- upptökum brunans strax morguninn eftir. Ljóst er að eldurinn var utan- aðkomandi og fundust leifar af flugeldadóti þar sem eldurinn kom upp. Að sögn Johns Hill er rannsókninni ekki lokið en þó þykir allt benda til að ftkt með flugelda hafi valdið brunanum en flugeldasala frá björgunarsveitinni Suðurnesi er aðeins nokkra tugi metra frá verksmiðjunni. Eldur kom upp í verk- smiðjunni rétt fyrir klukkan tíu á sunnudagskvöldið. Allt tiltækt slökkvilið Brunavarna Suðurnesja ásamt aðstoð frá Keflavíkurflugvelli gekk illa að ráða niðurlögum eldsins. í húsinu var mikill eldmatur, lakkklefi með birgðum við suðurhliðina og mörg tonn af timbri í verksmiðjunni. Fór eldurinn fljótt um alla bygg- ingu svo illa varð við ráðið. Slökkvistarfi lauk að mestu rétt fyrir sex morguninn eftir en alfarið unt klukkan tíu. Vakt var þó áfram við verk- smiðjuna fram eftir degi. Nánast allt brann sem brunnið gat og eru útveggir nánast einir eftir og hluti af þaki. Mikil mildi þykir að vindátt var hagstæð þannig að gríðarmikið og margra klukkustunda reykjarkóf fór ekki yfir nærliggjandi íbúabyggð Iteldur vestur eftir - í áttina að flugstöð Leifs Eiríkssonar. Þó er ekki full kannað með reykskemmdir í nokkrum nærliggjandi iðn- aðarhúsum. Víkurás hefur framleitt hið vinsæla spónaparket og er einn stærsti hurðarframleiðandi á landinu. Fyrirtækið hefur að mestu framleitt fyrir Húsasmiðjuna en einnig átt stór viðskipti við verka- ntannabústaðakerfið í Reyk- javík og stóra byggingaverk- taka. TJÓNIÐ UM 200 MILLJÓNIR Vinningar afhentir í vinsœlum Jólahandbókarleik Víkurfrétta, Rafhúss ogjapís ó Þorlóksmessn: Tveir vinningar af átta fóru á Hlíðarveginn í Njarbvík Mjög gúð þátttaka var í jólaleik Ralliúss, Japis og Víkurfrétta en alls bárust á sjöunda hundrað lausnir en glæsilegir vinningar voru átta talsins fyrir að verðmæti uni 150 þúsund krónur samtals. Fyrsti vinningur fór til Kristins Antonssonar. Hlíðarvegi 56 í Njarðvík. „Ég hef aldrei unnið í neinu happdrætti. Getur þetta verið rétt“, sagði vinnings- hafinn þegar hringt var í liann tveimur dögum fyrir jól. Fyrsti vinningur var SONY hljómtækjasamstæða MHC 771 að verðmæti tæpar sextíu þúsund krónur. Annan vinning, SEGA Satum leikjatölvu vann Matthildur Oskars- dóttir. Faxabraut 38d í Keflavík. Þriðji og fjórði vinningur, Panaonic RX DS 10 ferðatæki með geislaspilaia, hvort að verðmæti tæpar 17 þús. kr. unnu Halldór Þorkelsson, Vatnsholti 6 í Keflavík og Friðrik Guðni Óskarsson, Birkiteig 7, Keflavík. Vinninga 5.-8. fengu María Sigurðardóttir. Hlíðan’egi 50, Njarðvík, Heiða Jóhannesdóttir, Víkurbraut 22, Grindavík, Ebba Gunnlaugsdóttir. Birkileig II. Keflavík og Jón Borgarson. Kirkjuvogi 11. Höfnum. Það vakti athygli að tveir af vinningunum átta fóru á Hlíðarveginn í Njarðvík, sá fyrsti og sá fimmti. Jólaleikurinn fór þannig frani að spurt var úr auglýsingum í Jólagjafahandbók Víkurfrétta sem kom út í byrjun desember. Spurningamar ♦ Vinningsltafar í jólaleik Vikurfrétta, Rafhúss og Japís með verðlaunin. VF-mynd: hbb birtust í þremur tölublöðum Víkurfréna í desember.Víkurfréttir, Rafhús og Japis þakka öllum sent tóku þátt í leiknum. 4 Víkurfréttir

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.