Víkurfréttir


Víkurfréttir - 06.03.1997, Side 4

Víkurfréttir - 06.03.1997, Side 4
Gonholl 34, Njarðvík Uni 140 ferm. nýlegt raðhús ásamt 24 ferm. bílskúr. Góðar innréttingar. Verönd. ‘ 12.900.000.- Hlíðarvcgur 76, N jarðvík 132 ferm. raðhús ásamt bíl- skúr á góðum stað. Nýtt parket, gler og ofnar. 10.300.000,- Hciðarhvammur 5d, Keflavík 2ja herb. íbúð á 2. hæð í fjöl- býli. Mikið endumýjuð. Hagstætt áhvílandi. 4.400.000,- Mávabraut Ib, Keflavík 86 ferm. íbúð í sexbýli. Góðai' innréttingar. Hagstætt áhvflandi. 6.200.000.- Hólmgarður2a, Keflavík 3ja herb. íbúð í fjölbýli. Skipti möguleg á einbýli eða ódýrari eign. 6.900.000,- Kirkjuteigur 19, Keflavík 188 ferm. einbýli ásamt 27 ferm. bílskúr. Arinn í stofu.park- et, 4 svefnherb. Góður staður. 15.750.000.- Heiðarból 6, Keflavík 3ja herb. íbúð 0203 á 2. hæð í fjölbýli. 5.400.000.- Sólheiinar 9, Sandgerði 4ra herb. eldra einbýli með risi. Hagstætt áhvílandi. 4.400.000.- Heiðarholt 18, Keflavík 2ja herb íbúð 0302 á 3. hæð í fjölbýli. Allar innréttingar úr beyki. Hagstætt áhvílandi. 4.900.000,- Asabraut 3, Sandgerði 5 herb. íbúð á efri hæð í tvíbýli. Ýmislegt endurnýjað i.d. skolp, hiti. vatn og rafmagn .6.700.000.- Hringbraut 70, Keflavík 2ja herb. íbúð á jarðhæð í fjölbýli. Ekkert áhvíjandi. 4.500.000.- Fasteigiiaþjónusta Suðurnesja hf. Fasteigna- og skipasala Vatnsnesvegi 14 - Keflavík - sími 4213722 - fax 4213900 Suðurgata 43, Keflavík 3ja herb. efri hæð ásamt bíl- skúr og aðstöðu á neðri hæð til útleigu. 5.900.000,- Sólvallargata 45, Keflavík 5 herb. einbýli ásamt 56 ferm. bílskúr. Hagstætt áhví- landi. Laust strax. 9.000.000,- ■ Fiskvinnsluhús Maríss hf. við Hrannar- götu í Keflavík brennur til grunna í þriðja stórbrunanum í Keflavík á átta mánuðum: Eldsupptök líklega trá neista ur slípirokki -Marís hefur starfsemi aftur í öðru húsnœði, jafnvel í dag Talið er að eldsupptök í fisk- vinnslunni Marís við Hrann- argötu í Keflavík, sem brann til kaldra kola aðfaranótt laugardags hafi verið í frysti- klefa en þar hafði verið unnið við sögun nteð slípirokk á kælirörum nokkrum klukku- stundum áður. Talið er að tjónið nemi tugum milljóna króna. Eigendur Marís voru að rífa niður gantlan frystiklefa fyrr um kvöldið og er talið líklegt að eldurinn hafi kviknað út frá neista frá slípirokk. Að sögn lögreglunnar í Keflavík er held- ur ekki ólíklegt að eldur hafi getað kviknað frá ljóskastara sem var í klefanunt en inn í honum var mikill eldmatur. Tilkynning um eldinn barst stundarfjórðung eftir eitt aðfara- nótt laugardags og logaði glatt í byggingunni þegar slökkviliðs- menn Brunavarna Suðurnesja kornu á vettvang. Þeir fengu aðstoð frá Slökkviliðinu á Keflavíkurflugvelli. Eftir tvegg- ja tíma baráttu tókst að ráða niðurlögum hans að mestu en slökkvistarfi lauk á sjötta tíma- num en þá hafði nánast allt brunnið sem brunnið gat í hús- inu. Einn slökkviliðsmaður, Haukur Ingimarsson úr Keflavík sem var fyrstur á vettvang ásamt Gylfa Armannssyni varðstjóra, var ltætt kominn þegar hann féll niður úr stiga í um fimm metra hæð þegar eldsprengja varð en hann var þá við slökkvistörf á suðurgafli hússins sem er tvílyft á 700 fermetrum. Annar slökkviliðsmaður slas- aðist við slökkvistörf og tveir lögreglumenn sem fengu snert af reykeitrun. Þuiftu þeir allir að leita læknisaðstoðar. Sigmundur Eyþórsson, slökkvi- liðsstjóri segir að aðstæður haft verið mjög erfiðar þeir slökkvi- liðsmenn komu á vettvang, mikið hvassviðri og gaddur haft gert það að verkum að vatn fraus og ísing myndast. Húsnæði Suðurness hf. sem er með kolavinnslu og loðnu- frystingu í gömlu „Stóru Milljón" var í talsverðri hættu þar sem eldur og reykur stóð yfir það vegna hvassrar norðan og norðaustan áttar. Sigmundur segir að tekist hafi að rjúfa tengiskúr á milli húsanna og bægja hættunni frá húsi Suðumess. Fiskverkun Maríss hefur starfað í þrjú ár og tekið að sér slæg- ingu' á fiski fyrir kaupendur á ftskmörkuðum. Tíu til fnnmtán manns hafa starfað hjá fyrirtæk- inu að undanförnu í mikilli vinnu að undanfömu. Talsverð verðmæti voru í húsinu, lyftari, tæki og tól og nokkur tonn af fiski í eigu annarra. Húsið var tryggt en fyrirtækið var ekki með rekstrarstöðvunartrygg- ingu. Að sögn Gylfa Þórs Markússonar, annars eiganda þess hefur þeim verið boðið annað húsnæði og er hugmynd- in að reyna að hefja rekstur sem fyrst, jafnvel í dag. „Það er búið að vera rífandi gangur hjá okkur að undanfömum og þessi þjón- usta okkar hefur mælst mjög vel fyrir. Við höfum fengið hring- ingar frá viðskiptavinum okkur sem hafa hvatt okkur til að halda áfram", sagði Gylfi Þór. Man nánast ekki neitt -segir Haitkur Inginuirsson, slökkviliðsmaður „Eg veit ekki hvort það var út af eldsprengjun- ni eða að stiginn hafi runnið undan mér. Ég geri ntér ekki grein fyrir því. Ég vankaðist þegar ég lenti og man nánast ekki neitt fytT en á sjúkrahúsinu í Reykjavík, var bara í móki þar til þá. Það er óhætt að segja að betur hafi farið en á horfðist", sagði Haukur Ingimarsson, slökkviliðsmaður hjá Brunavörnum Suðumesja sent slasaðist þegar ltann var við slökkvistörf en hann og Gylfi Ármannsson varðstjóri vom fyrstir á vettvang. Haukur var í um 5 metra hæð við gluggaop á suðurgafli hússins við slökkvistörf jregar slysið varð. Hann segir að það Itafi verið sér til bjarg- ar að hafa verið vel gallaður og þungur og jrykkur gallinn hafi tekið rnikið af högginu jtegar hann lenti á planinu. Haukur var með reykköfunartæki á bakinu og þurfti að nota það því eftir spreninguna hafi kontið mikið reyk- jarkóf. Hann fékk súrefni úr því og skiptist á við Gylfa sem kom lionum til hjálpar eftir fallið. Einnig hafi Baldur Bald- ursson yfirvarðstjóri sem kom að honunt þurft að fá sér loftsopa í öllu reykjarkófinu, eins og Haukur orðaði það. ,.Ég man reyndar ekkert eftir þessu. Strákarnir sögðu mér frá þessu eftir á. Það er þó rétt eins og mig minni að það hafi ekki verið hægt að ná andanum þama á planinu. Strákamir sögðu mér líka að ég hafi kvartað yftr verkjum í skrokknum. Ég held þó að ég hafi sloppið nokkuð vel. óbrotinn en þó tognaður á fæti og örlítið skakkur og skældur." Haukur var fyrst sendur á Sjúkrahús Suð- umesja þar sem hann var skoðaður og mynd- aður en þaðan sendur á Sjúkrahús Reykjavíkur og þá fyrst komst hann til fullrar meðvitundar. 4 Víkurfréttir

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.