Víkurfréttir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Víkurfréttir - 10.04.1997, Qupperneq 5

Víkurfréttir - 10.04.1997, Qupperneq 5
M Fegiirðardrottning Suðumesja 1997 í viðtali: Við erum allar fegurðar- drottningar en það getur bara ein unnið ið fyrir frammistöðu sína. Einnig vil ég skila þakklæti fyrir allar gjafimar sem ég fékk“. Harpa Lind er lofuð og heitir sá heppni J Guðjón Öm Jóhannsson. Þeina fyrsta verk eftir keppnina var að fara á aðalstöðina og fá sér pylsu og hlær hún að því. „Ég borðaði líka páskaeggið mitt sem ég hafði geymt og það rann ljúflega niður'1. Hefur þú fengið einhver viðbrögð frá fólki eftir keppnina? ,Já sumir segja að af því að systir mín vann þetta geti ég ekki unnið. En ég og Brynja emm tvær ólíkar manneskjur og fórum í þessa keppni á ólíkum forsendum. Svona keppni er eins og púsluspil þar sem maður raðar brotunum saman og það er margt sem spilar inn í eins og unirbúningur, öryggi á sviði og fleira", segir Harpa Lind en þó tekur hún ffam að yfirleitt haft hún fengið jákvæð viðbrögð og hamingjuóskir frá fólki | sem er almennt mjög ánægt með þetta. En hvernig líst stóru systur á nýja fegurðardrottningu Suðurnesja? „Hún er rosalega ánægð með þetta og fannst þetta ffábært. Hún veitti mér góð ráð og ég held að hún hafi bara vonað það besta fyrir mfna hönd“. Fegurðardrottning Suðurnesja er tvítug Njarðvíkurmær Harpa Lind Harðardóttir. Foreldrar hennar em Hörður Karlsson og Anna Sigurðardóttir en systir Hörpu, Brynja Björk , var valin fegurðardrottning Suðurnesja árið 1995. Að sögn Hörpu Lindar veitti systir hennar henni góð ráð í keppninni og var hennar hægri hönd. Þegar að fyrstu tvö sætin voru tilkynnt á laugardagskvöldið hugsaði Hatpa Lind með sér „ætli ég vinni" og segir hún að sér hafi liðið ótrúlega vel þegar að hún heyrði nafnið sitt. ,,Eg var bara afslöppuð og bjóst ég nú ekki við þeim viðbrögðum", segir Harpa Lind. Fegurðarsamkeppnin þótti glæsileg í ár og að sögn Hörpu Lindar vom allir í góðu skapi. „Það var rosalega gaman þótt við væmm allar dálítið stressaðar. Við sátum á bakvið svið og hökkuðum í okkur sælgæti á milli atriða", segir hún og hlær. Undirbúningurinn fyrir keppnina var langur og strangur og reyndi Harpa Lind að komast í Æfingastudeo á hverjum degi. Hún er ánægð með undirbúninginn og segir að hópurinn hafi verið mjög góður. „Mig langar að koma á framfæri þakklæti til Lovísu og Agústu sem undirbjuggu okkur mjög vel fyrir þessa keppni og eiga lof skil- SÆTAR SYSTUR! Harpa Lind Harðardóttir er sjöunda Fegurðardrottning Suðurnesja sem kemur úr Njarðvík. Systir Hörpu, Brynja Björk Harðardóttir, varð Feg- urðardrottning Suðurnesja 1995 og varð jafnframt í öðru sæti í Fegurð- arsamkeppni íslands sama ár. Ljósmyndari blaðsins, Hilmar Bragi, smellti þessari mynd afþeim systrum baksviðs áður en úrslit voru Ijós. Það er ekki ofsögum sagt að þær systur eru líkar og fyrir þá lesendur sem eru í vafa þá er Brynja Björk til vinstri á myndinni... Víkurfréttir 5

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.