Víkurfréttir


Víkurfréttir - 12.06.1997, Blaðsíða 2

Víkurfréttir - 12.06.1997, Blaðsíða 2
Var orOinn virki- lega hræddur GARÐAUÐUN Guðm. Ó. Emilssonar Auk allrar almennrar garðvinnu, býð ég upp á GARÐAÚÐUN svo og úðun gegn hinum hvimleiða roðamaur auk eyðingar á illgresi í grasflötum. ÞEKKING - REYNSLA - ÞJONUSTA NÁNAR! UPPL. I SÍMA 893 0705 GEYMIO AUGL ÝSINGUNA Þessi mynd er tekin rétt eftir að þyrlan er farin med Hjalta Má. Bátur Ólafs Björnssonar, Hnoss KE er til hægri á myndinni. VF-myndir: Dagný Gísladóttir HAFNARGOTU 27 - KEFLAvlK SIMAR421 1420 OG421 4288 Fífumói la, Njarðvík 2ja herb. íbúð á l. hæð í góðu ástandi. Rúmgóðar svalir. I.aus strax. Tilboð. Ásabraut 6, Keflavík 68 ferm. neðri hæð með sér- inngangi. Vönduð íbúð á góðum stað. Lækkað verð. 3.600.000.- Heiðarholt 4c, Keflavík 84 fernt. 3ja herb. íbúð á 2. hæð. Hagst. Byggingarsj.lán áhvílandi með 4,9% vöxtum. 5.600.000,- Mávabraut 2b, Keflavík 77 ferm. 3ja herb. íbúð á 2. hæð. fbúðin er í góðu ástandi m.a. nýleg miðstöðvar- og skoplögn og nýlegt jám á þaki. Losnar fljótlega. 4.800.000,- Heiðargarður 12, Keflavík 155 ferm. einbýli ásamt 32 ferm. bílskúr. 5 svefnherb. eru í húsinu.Hiti í stéttum og bíla- plani. Ymsir greiðslumögu- leikar koma til greina. 10.500.000,- Borgarvegur 10, Njarðvík 2ja herb. íbúð á n.h. með sérinngangi. Ibúðin er í góðu ástandi m.a. búið að skipta um alla glugga og gler. Hagst. Húsbréfalán áhvílandi með 5,1% vöxtum. 4.100.000,- Heimavellir 5, Kcflavík 116 femi. einbýli ásamt 21 ferm. bílskúr. Skipti á 2ja eða 3ja herb. íbúð koma til greina. Nánari upplýsingar um sölu- verð og greiðsluskilmála gefnar á skrifstofunni. Kirkitcigur 29, Keflavík 141 ferm. einbýli ásamt 38 ferm. bílskúr. Húsið er í góðu ástandi. Hagstæð Húsbréfalán áhvílandi nteð 5% vöxtum. Skipti á minna húsnæði koma til greina. 10.300.000,- Vatnsnesvegur 34, Keflavík 4ra herb. neðri hæð með sér- inngangi ásamt bílskúr. fbúðin er í góðu ástandi. Eftirsóttur staður. Nánari upplýsingar um söluverð og greiðsluskilmála á skrifstofunni. Tilboð. Skooiú mynddglugga okkar, þar eru ao finna sýnishorn affasteignum, sem eru „Það var óþægileg tilfinning að sjá tugi manna uppi á klettunum án þess að fá nokkra hjálp. Eg var orðin vonlaus um tíma og hélt að þessu væri að ljúka en þegar þyrlan kom létti mér mik- ið“, sagði Hjalti Már Brynjars- son sem var bjargað upp í þyrlu Landhelgisgæslunnar TF SIF en hann var hætt kominn í sjón- um við Vatnsneskletta í Kefla- vík sl. laugardag. Sjóþota sem hann hafði leigt varð vélarvana og var hann í sjónum í um eina klukkustund í kulda, sjö vind- stigum og miklum öldugangi. Ttlkynning barst lögreglunni kl. 13.05 en þá var Hjalti sem er 17 ára Njarðvíkingur, í sjónum milli Vatnsness og smábáta- hafnarinnar í Keflavík. Var að sögn Johns Hill, rannsóknarlög- reglumanns þegar reynt að fá bát til að ná í piltinn sem sat á sjóþotunni í sjónum. Gekk það ekki þrautalaust því bátur Björgunarsveitarinnar Suður- ness var bilaður. Lögreglan náði sambandi við Olafur Bjömsson sem á sjóstangaveiðibátinn Hnoss KE og fór hann þegar á vettvang. Ólafur henti til hans belg en pilturinn náði honum ekki. Þá reyndu björgunarsveit- armenn að koma taug í bátinn en án árangurs. Klukkan 13.25 var kallað í Landhelgisgæsluna og hún beðin að koma með þyrlu á staðinn. Hún kom tutt- ugu mínútum síðar. Hjálmar Jónsson sigmaður hjá Gæslunni fór niður eftir Hjalta og fór þrisvar í kaf og fékk yfir sig stóra öldu áður en hann náði honum upp. Var pilturinn blaut- ur og kaldur en að sögn sig- mannsins ekki mjög þrekaður. Fjöldi bjögunarsveitarmanna ásamt lögreglu og fleira fólki horfði á Hjalta berjast um í brimrótinu án þess að geta nokkuð að gert. Hjalti var í þurrbúningi og björgunarvesti. Vegna mikils vinds rak hann hratt að landi en vegna frákasts við Vatnsnes rak hann ekki upp í þverhnípta klettana. Gunnar Stefánsson formaður Björgunarsveitarinnar Suðumes segir að það haft hitt illa á að björgunarbátur sveitarinnar, Njörður, sem er stór og vel út- búinn slöngubátur, skyldi hafa verið bilaður. Unt 2 milljónir kosti að koma honurn í stand og því haft orðið bið á því. Nú sé sveitin hins vegar með happ- drætti í gangi og stendur til að nota fjármagn sem kemur úr því í að laga bátinn eða kaupa nýj- an. „Það var óhugnalegt að sjá þetta í hafrótinu og geta lítið sem ekkert gert. Við settum bönd fyrir báðar víkurnar ef pilturinn hefði rekið svo langt. Svo fór nú ekki en vonlaust hefði verið ná honum í land við klettana. Hvað bátamálin varðar er það misskilningur sem kem- ur upp að menn skyldu ekki fara með bátnum. Ef það hefði gerst tel ég að það hefði verið hægt að ná piltinum upp í bát- inn“, sagði Gunnar. Hjalti segir að að sjór haft farið inn á blöndunginn á sjóþotunni og því haft drepist á henni. Ekki hafi gengið að koma henni í gang á ný. „Eg var um nokkra tugi metra frá landi og hélt dauðataki í þotuna. Eg gat hald- ið höfðinu upp úr sjó en öldum- ar veltu þotunni oft“, sagði Hjalti sem slapp vel þrátt fyrir að hafa fengið stýrið í andlitið og högg í fætur þegar það velt- ist um í brimrótinu. „Eg náði einu sinni í bátinn og togaði mig upp en ég missti tak- ið, ætlaði síðan að ná í stöng á bátnum en var aðeins nokkra sentimetra frá því að ná takinu. Ég var orðinn mjög þreyttur og kaldur og orðinn tilftnningalaus í höndum og fótum. Búningur- inn var farinn að leka og fötin orðin rennandi blaut. Um tíma hélt ég að þessu væri að ljúka. Var farinn að hugsa urn dauð- ann, ég neita því ekki. Maður var orðinn virkilega hræddur í briminu þarna undir klettun- um“, sagði Hjalti Mtír. Aðspurður unt hvort það liafi ekki verið glæfralegt að fara út í svona veðri sagði Hjalti það vissulega vera en hann hefði ekki gert sér grein fyrir því hversu slæmt hefði verið í sjó fyrr en hann var kominn út. Foreldrar Hjalta, Elísabet Þórð- ardóttir og Brynar Ragnarsson voru í sumarbústað í Borgar- firði þegar óhappið varð og sögðu þau að þeim hafi bmgðið mjög við fréttimar. „Við erum þakklát hvað þetta endaði allt vel“, sagði Elísabet. 2 Víkurfréttir

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.