Víkurfréttir


Víkurfréttir - 12.06.1997, Blaðsíða 15

Víkurfréttir - 12.06.1997, Blaðsíða 15
Bikarleikir um helgina: Nágranna- slagur í Garði „Það leggst vel í okkur að mæta KR-ingum með nýjan þjálfara. Við ætlum okkur að gera besta, ekki aðeins gegn þeim heldur í næstu leikjum sem em gegn þeim liðum sem spáð var efstu þremur sætunum", sagði Sigurður Björgvinsson, annar þjálfari Keflavíkur- liðsins sem er efst í Sjóvá- Almennra deildinni í knattspymu. „Menn eru búnir að jafna sig og eru tilbúnir í næstu leiki. Strákamir hafa slopp- ið við meiðsl og hlakka til næstu leikja", sagði Sigurður. Keflavík mætir KR 18. júní nk. á heimavelli þeirra röndóttu. Um helgina fara hins vegar fram 32 liða úrslit Mjólkurbikar- keppninnar en þá mæta Keflvíkingar ÍR, Grindvíki- ngar fara í Garðinn gegn Víði, ungmennalið Kefla- víkur mætir Val og Reynis- menn fá Stjömuna f heim- sókn. Svsluniaðurinn í Keflavík Vatnsnesvegi 33, Keflavík Sími 421-4411 Uppboð Framliald uppboðs á eftirtöldum eignum verður háð á þeim sjálfum sem hér segir: Efstaleiti 38, Keflavík, þingl. eigandi Halldór Magnússon og Gunnlaug Amadóttir, gerðar- beiðendur Húsbréfadeiid Húsnæðisstofnunnar ríkisins, Ragnar H. Halldórsson og Sparisjóðurinn í Keflavík, 18. júm' 1997 kl. 10:15. Klapparbraut 8, Garði, þingl. eigandi Gunnar Geir Kristjánsson, gerðarbeiðandi Byggingarsjóður ríkisins, 18. júní 1997 kl. 10:45. Svslumaðurinn í Keflavík 11. júní 1997. Frágangur æfingagjalda Nú er sumarstarf Knatt- spyrnudeildar Keflavíkur komið á fulla ferð, allir flokkar erubyrjaðir í íslands- mótinu og því mikilvægt að allir iðkendur séu skuldlausir við deildina. í kvöld og annað kvöld gefst foreldrum tækifæri á að ganga fráæfingagjöldum fyrir sumar og eldri skuldum ef einhvetjar eru. Einnig em þeir sem eiga óuppgert vegna WC-pappírs- sölu vinsamlegast beðnir að gera upp. A sama tíma verða til sölu nýir æfingagallar og búningur knattspyrnudeild- arinnar. Opið verður í félagsaðstöðunni í K-video frá kl .19 til 21 báða dagana. Skotfimi á smáþjóðaleikunum fór fram á Suðurnesjum í síðustu viku. Annars vegar var keppt í Heiði í Höfnum oghins vegar í íþróttahúsinu í Njarðvík. Reynir Þór Reynisson í Skotdeild Keflavíkur var annar tveggja keppenda í Skeet en komst ekki á | verðlaunapall að þessu sinni. | Aðstaða skotdeildarinnar í Höfnum er orðinn sérlega glæsileg en þar hefur m.a. verið settur upp Trap-skotvöl- lur sem er tölvustýrður og þeytir leirdúfum upp í loft. Skotmennimir standa í skýli nokkra tugi metra frá og freta á „dúfumar". Eydís alltaf á verðlaunapall Orn Ævar í landsliðið Örn Ævar Hjarturson, klúbb- meislari GS varft í 2. sæti í íslandsmótinu í holukeppni um sl. Iielgi. I lann tapafti lyrir Þorsteini Hallgrítnssyni í úrslilaviðureign. Hann var- valinn í landslift íslands sem leikur ú Evrópumóti í Irlandi síftar í mánuftinum. Eydís Konráðsdóttir hlaut flest verðlaun sundfólksins á Smáþjóðalcikunum sem lauk um sl. lielgi. Hún fékk 4 gull og 4 silfur og fór á verðlaunapall í öllum greinum sem hún tók þátt í. Annar Suðurnesjasundfólk á leikunum sem fékk verðlaun voru þau Magnús Konráðsson sem fékk 1 gull og þrjú brons, Sunna Dís Ingibjargardóttir eitt silfur og eitt brons og Ragnheiður Möller sem fékk | eitt brons. Körfuboltafólkið stóð sig vel og Suðumesjamenn vom þar í fararbroddi bæði í kvenna- liðinu sem vann sigur á leikunum og karlaliðinu sem | varð í 3. sæti. Anna María Sveinsdóttir varð stigahæst kvenna á leikunum skoraði 52 stig, eða 17,3 að meðaltali og tók einnig fiest fráköst alls 46. Þjálfarar beggja liðanna eru engir aðrir en Jón Kr. Gíslason með karlana og Sigurður Ingimundarson með konumar. Víkingur, Rut og flrnar Freyr best í Olís-mótinu Þrír kylfingar voru efstir og jafnir í Olís-mótinu í golfi sem fram fór í Leiru sl. þriðjudag. Þetta var fjórða stigamót sumarsins. Björn Víkingur Skúlason, Davíð Jónsson og Guðmundur Sigurjónsson léku allir á 74 höggum en Bjöm endaði í 1. sæti eftir bráðabana. Með forgjöf var Jón Viðar Viðarsson bestur á 64 höggum. Guðmundur Sigurjónsson og Þorvaldur Ólafsson komu næstir á 67 en síðan komu fimm kylfingar á 68 höggum. I kvennaflokki voru Rut Þorsteinsdóttir og Ljósbrá Logadóttir á besta skorinu, 87 höggum. Rut vann Ljósbrá í bráðabana en Ljósbrá var síðan best með forgjöf, á 64 höggum. Móðir hennar, Bjargey Einarsdóttir kom önnur á 67. í 3.-4. sæti voru þær Sigríður Sanders og Jóna Gunnarsdóttir á 69 höggum. Hjá unglingunum lék Amar Freyr Jónsson best á 82 höggum en þeir Atli Elíasson og Elmar Geir Jónsson vom efstir með forgjöf á 68 höggum. Þriðji varð Þorsteinn Pétursson á 76 höggum. Njarðvíkurvöllur 40 ára Mánudaginn 16. júní nk. em 40 ár frá vígslu Njarðvíkurvallar. Af því tilefni stóð til að halda sérstakan afmælisleik enveg- na óhagstæðrar niðurröðunar leikja þennan dag höfum við ákveðið að hafa þann leik síðar í sumar. I tilefni afmælisins hefur Knattspyrnudeild UMFN ákveðið að halda upp á daginn með „veislu“ á Glóð- inni á mánudagskvöldið (dag- inn fyrir 17. júnO. Við viljum sérstaklega hvetja alla gamla félaga og velunnara okkar til að koma og eiga ánægjulega kvöldstund með okkur. Samkoman hefst kl. 20 og stendur til kl. 24. Verð kr. 1500 með mat. Hægt er að panta miða á skrifstofu deild- arinnar í vallarhúsinu í síma 421 11600. Upplýsingar veita Gunnar Þórarinsson í síma 421 3462, Þórður Karlsson, sími 421 3266 og Helgi Arnarsson, sími 421 2647. Islandsmót í knattspyrnu 3. deild Njarövíkurvöllur í kvöld kl. 20 NJARÐVÍK - BRUNI Unglinganám- skeið í golfi fyrir 6-12 ára hefst nk. mánudag 16. júní. Nánari upplýsingar og skráning í golf- skálanum í Leiru, sími 421 4100. Golfskóli Sigurðar Sigurðssonar ^ jAlli V íkurfréttir 15

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.