Víkurfréttir


Víkurfréttir - 26.06.1997, Page 8

Víkurfréttir - 26.06.1997, Page 8
Ny umferðarljos a Hringbraut Bæjarstjóm Reykjanesbæjar hefur ákveðið að setja upp umferð- arljós á gatnamót Hringbrautar og Skólavegar en þar fara mörg skólaböm um og umferð þung. Afturkallar lóðarúthlutanir til Húsagerðarinnar hf. Byggingarnefnd hefur aftur- kallað lóðarúthlutanir lil Húsagerðarinnar hf. á tveimur lóðum en fyrirtækið hefur fengið frest til haustsins til að hefja framkvæmdir við lóðina Aðalgötu 1-3. Lóðarúthlutanir á Norðurvöllum 61-63 sem veitt var árið 1995 og Hafnargötu 51-53 sem veitt var 1993 hafa verið felldar úr gildi. Frídur hópur málara á Keflavíkurflugvelli í nýjum málningargalla frá Dropanum. Að neðan erþað síðan kaffi- hlaðboðið sem boðið var upp á og þar tóku menn vel til matar síns. r: Flottir málarar á Keflavíkurflugvelli! Þeir eru heldur betur flottir í tauinu málararnir hjá Málaraverktökum Keflavíkur. Sl. föstudag fengu þeir allir nýjan málaragalla frá Dropanum í Keflavík. Málaraverktakar Keflavíkur em stór viðskiptaaðili Dropans og í tilefni af 40 ára afmæli Keflavíkurverktaka á dögunum var ákveðið að klæða málarana upp. Nú em allir málaramir í buxum og peysum merktum Dropanunt og Málningu hf. Málaramir fengu meira en málningargalla til að klæðast, því þeim var jafn- framt boðið í morgunkaffi. Myndasmiður blaðsins, Hilmar Bragi, var snemma á fótum sl. föstudag og tók þá meðfylgjandi myndir. ♦ Verðlaunahafar í Guinot mótinu ásamt umboðsaðilum Guinot í Reykjavík og Keflavík. Opna Guinot kvennamótið í golfi haldið í Leiru: FORMANNSFRÚIN í FÍNU FORMI Formannsfrúin í Golfklúbbi Suðurnesja, Hafdís Gunn- laugsdóttir, sigraði með forgjöf í opna Guinot kvennamótinu í golfi sem fram fór á Hólmsvelli í Leiru 14. júní. Hafdís lék á 64 höggum og fékk að launum glæsilegan gjafapakka frá Guinot snyrti- vöruframleiðandanum sem og allir verðlaunahafar í mótinu. I 2.-3. sæti urðu þær Ásgerður Sverrisdóttir, GR, og Magda- lena S. Þórisdóttir úr GS á 67 höggum. Án forgjafar bitust þær Þórdís Geirsdóttir úr GK og Ásgerður Sverrisdóttir um sigurinn. Þær léku báðar listavel eða á 75 höggum en Ásgerður hafði betur í bráðabana. Þriðja án forgjafar varð Magdalena S. Þórisdóttir á 83 höggum. Samhliða mótinu fór fram kynning á hinum kunnu frön- sku Guinot snyrtivömnum sem golfkonurnar kunnu vel að meta. ♦ Verðlaunin í opna Guinot kvenna- mótinu voru glæsileg eins og sjá má. * »■* FRÉTTAVAKT ALLAN SÓLARHRIN6INN SÍMI898 ZZZZ VEL KLÆDDIR MÁLARAR 8 V íkurfréttir

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.