Morgunblaðið - 25.04.2016, Síða 1

Morgunblaðið - 25.04.2016, Síða 1
HANDBOLTI Guðmundur Hilmarsson gummih@mbl.is Lærisveinar Alfreðs Gíslasonar unnu frábæran sigur gegn Spánarmeist- urum Barcelona, 29:24, í fyrri leik lið- anna í átta liða úrslitum Meistara- deildar Evrópu í handknattleik í gær. Það var boðið upp á frábæran leik í Sparkassen-höllinni þar sem Kiel hafði undirtökin nær allan tímann. Staðan eftir fyrri hálfleikinn var 16:12, Kiel í hag, en strákarnir hans Alfreðs léku frábæran varnarleik með danska landsliðsmarkvörðinn Niklas Landin í fantaformi á milli stanganna. Dominik Klein var markahæstur í liði Kiel með 9 mörk, Johan Canellas skoraði 6 og Domagoj Duvnjak var með 5. Hjá Börsungum var Kiril Lazarov markahæstur með 6 mörk en Guðjón Valur Sigurðsson skoraði tvö mörk. „Þessi úrslit eru eins og draumur hafi ræst en þrátt fyrir þessa forystu erum við enn litla liðið í þessu einvígi. Allir sem hafa spilað í Palau Blaugr- ana vita hvað það þýðir,“ sagði Alfreð Gíslason eftir leikinn. „Ég hefði aldrei hugsað mér að vinna Barcelona með fimm marka mun,“ sagði Landin eftir leikinn. „Þetta var frábært kvöld, kvöld sem við eigum allir eftir að muna lengi eftir,“ sagði Klein eftir leikinn.  Aron Pálmarsson og samherjar hans í ungverska liðinu Veszprém eru í dauðafæri á að komast á Final Four- helgina í Köln eftir sigur á útivelli gegn Vardar frá Makedóníu, 29:26. Aron átti frábæran leik og skoraði 7 mörk úr átta skotum en Momir Ilic var markahæstur með 9 mörk.  Frönsku meistararnir í Paris SG eru komnir langleiðina í undan- úrslitin eftir átta marka útisigur gegn HC Zagreb, 28:20. Mikkel Hansen skoraði 9 mörk fyrir Parísarliðið og Nikola Karabatic var með 6 en Ró- bert Gunnarsson komst ekki á blað. Þá skildu Flensburg og Kielce jöfn, 28:28, í Flensburg. Þetta er eins og draumur hafi ræst  Frábær sigur Kiel á meisturunum AFP Ánægður Alfreð Gíslason var að vonum ánægður með sigur sinna manna. MÁNUDAGUR 25. APRÍL 2016 ÍÞRÓTTIR Fótbolti Leicester City gefur ekkert eftir í baráttunni um Englandsmeistaratitilinn. Leicester skellti Swansea í gær og náði átta stiga forskoti á toppi ensku úrvalsdeildarinnar 6 Íþróttir mbl.is Riyad Mahrez, leikmaður Leicester City, var í gærkvöld út- nefndur leikmaður ársins í ensku úrvalsdeildinni af leik- mönnum deildarinnar. Mahrez hafði betur í baráttu gegn fé- lögum sínum, N’Golo Kante og Jamie Vardy, sem voru tilnefndir, sem og þeir Mesut Özil, Harry Kane og Dimitri Pa- yet. Mahrez er fyrsti Afríkumaðurinn sem hlýtur þessa við- urkenningu, en hann hefur farið á kostum með Leicester á tímabilinu og skoraði í gær sitt 17. mark á leiktíðinni. Dele Alli, miðvallarleikmaður Tottenham, var valinn besti ungi leikmaðurinn á tímabilinu en aðrir sem voru tilnefndir voru Harry Kane, Ross Barkley, Romelu Lukaku, Jack But- land og Philippe Coutinho. gummih@mbl.is Mahrez valinn bestur Eiður Smári varð fyrir meiðslum í nára í viðureign Sarpsborgar og Molde í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær. Eiður hóf leikinn á varamannabekknum en var skipt inn á á 25. mínútu. Hann þurfti síðan að yfirgefa völlinn á 67. mínútu vegna meiðslanna og fer að sögn Magnúsar Agnars Magnús- sonar, umboðsmanns Eiðs, í myndatöku í dag þar sem meiðslin verða könnuð til hlítar. Líklega er um álagsmeiðsli að ræða hjá Eiði, enda hefur hann spilað mikið og hefur svo sannarlega látið að sér kveða með Molde-liðinu á tímabilinu. Molde steinlá fyrir Sarpsborg, 4:0. Kristinn Jónsson var í byrjunarliði Sarpsborgar en fór meiddur af velli um miðjan seinni hálfleikinn. gummih@mbl.is Eiður í myndatöku Þrír Íslendingar voru á skotskónum í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær. Hólmar Örn Eyjólfsson og Guðmundur Þórarinsson skor- uðu sitt markið hvor fyrir meistarana í Rosenborg, sem unnu öruggan 4:0 sigur gegn Viking og tylltu sér á toppinn. Guð- mundur var í fyrsta sinn í byrjunarliðinu og þakkaði traustið með því að skora þriðja markið með góðu skoti. Var það hans fyrsta á tímabilinu. Hólmar Örn skoraði fyrsta markið sem hann skoraði með hælspyrnu. Aron Elís Þrándarson innsiglaði stórsigur Aalesund þegar hann skoraði sjötta mark liðsins í 6:0 sigri gegn Aroni Sig- urðarsyni og samherjum hans í Tromsö. gummih@mbl.is Fyrsta mark Guðmundar  Alfreð Finnbogason, landsliðs- maður í knattspyrnu, hefur leikið sem atvinnumaður erlendis síðan árið 2011.  Alfreð hefur tvívegis komist á topp tíu listann í kjöri íþróttamanns ársins, 2012 og 2013. Hann er uppalinn hjá Fjölni en fór þaðan til Breiðabliks, þar sem hann varð bikarmeistari 2009 og Íslandsmeistari 2010. Hann samdi við Lokeren árið 2011 og hefur síðan leikið með Helsingborg, Heerenveen, Real Sociedad, Olympiacos og Augsburg. Alfreð hefur leikið 31 A-landsleik og skorað í þeim 7 mörk. ÍÞRÓTTA- MAÐUR DAGSINS Ekki náði Kári Steinn Karlsson að tryggja sér farseðilinn á Ólympíuleikana í Ríó, en hann náði sér ekki á strik í maraþon- hlaupinu í Düsseldorf í gær. Kári Steinn þurfti að hlaupa á innan við 2,19 klukkustundum til að vinna sér keppnisréttinn en kom í mark á 2,24 klst. Íslandsmet hans í maraþoni er 2.17,12 klst. Arnar Pétursson var einnig á meðal keppenda en náði ekki að ljúka keppni. gummih@mbl.is Vonbrigði hjá Kára Steini

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.