Morgunblaðið - 25.04.2016, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 25.04.2016, Qupperneq 2
2 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. APRÍL 2016 Íþróttir Morgunblaðsins Hádegismóum 2, 110 Reykjavík, sími 5691100, netfang sport@mbl. is Útgefandi Árvakur hf. Umsjón Víðir Sigurðsson, vs@mbl. is Auglýsingar sími 5691111 netfang augl@mbl. is Bréfsími 5691110 Prentun Landsprent ehf. Dominos-deild kvenna Fjórði úrslitaleikur: Snæfell – Haukar................................. 75:55  Staðan er 2:2 og liðin mætast í oddaleik annað kvöld að Ásvöllum. Umspil karla Fjórði úrslitaleikur: Skallagrímur – Fjölnir ........................ 93:71  Staðan er 2:2 og liðin mætast í oddaleik í Grafarvogi annað kvöld. Spánn Valencia – Tenerife............................ 93:75  Jón Arnór Stefánsson skoraði 2 stig fyr- ir Valencia. Umspil, 8 liða úrslit, 2. leikur: Oviedo – Huesca ................................. 67:72  Ægir Þór Steinarsson skoraði 5 stig fyrir Huesca, átti 3 stoðsendingar og tók eitt frákast á þeim 24 mínútum sem hann lék.  Staðan er 2:0 fyrir Huesca Úrslitakeppni NBA Austurdeild, 8 liða úrslit: Detroit – Cleveland ........................... 91:101  Staðan var 3:0 fyrir Cleveland fyrir fjórða leikinn sem fór fram í Detroit í nótt. Sjá mbl.is. Boston – Atlanta .............................. 111:103  Staðan var 2:1 fyrir Atlanta fyrir fjórða leikinn sem fór fram í Boston í nótt. Sjá mbl.is. Indiana – Toronto.............................. 100:83  Staðan er 2:2. Charlotte – Miami ............................... 96:80  Staðan er 2:1 fyrir Miami. Vesturdeild, 8 liða úrslit: Memphis – San Antonio...................... 87:96 Memphis – San Antono..................... 95:116  Staðan er 3:0 fyrir San Antonio. Dallas – Oklahoma City .................. 109:119  Staðan er 3:0 fyrir Oklahoma. Portland – LA Clippers ...................... 96:88  Staðan er 2:1 fyrir Clippers. Houston – Golden State.................... 94:121  Staðan er 3:1 fyrir Golden State. KÖRFUBOLTI Í HÓLMINUM Ríkharður Hrafnkelsson sport@mbl.is Snæfell fékk Hauka í heimsókn í Stykkishólm í fjórða leik liðanna í úrslitakeppni Dominos-deild kvenna í gærkvöldi og hafði 75:55 sigur. Þar með er ljóst að oddaleik þarf um Íslandsmeistaratitilinn hjá konunum og verður hann annað kvöld að Ásvöllum í Hafnarfirði. Það var mögnuð stemming í íþróttahúsinu í Stykkishólmi í fjórða leik liðanna í úrslitakeppn- inni; stuðningsmenn Hauka fjöl- menntu og mynduðu skemmtilega umgjörð um leikinn með heima- mönnum. Heimastúlkur komu vel stemmd- ar til leiks og skoruðu strax fyrstu körfuna, næstu fjögur stig voru gestanna en þá kom ellefu-núll kafli Snæfells og eftir það höfðu heima- stúlkur undirtökin út allan leikinn. Ingi Þór, þjálfari Snæfells, breytti um varnaraðferð og lét Hai- den D. Palmer dekka Helenu Sverrisdóttur. Þetta gekk full- komlega upp, því Helena skoraði einungis tvö stig í fyrsta fjórðungi og önnur tvö stig í öðrum. Hauka- stúlkum gekk illa að eiga við afar sterka vörn Snæfells og voru að- eins með 24 stig alls í fyrri hálfleik, en heimaliðið var yfir í hálfleik 30:24. Heimastúlkur lögðu mikla áherslu á að stöðva Helenu og Pál- ínu Gunnlaugsdóttur og gekk það eftir lengi vel. María Lind Sigurðardóttir hélt gestunum inni í leiknum í fyrri hálfleik með frá- bærri skotnýtingu. „Mitt lið mætti ekki tilbúið til leiks hér í kvöld, það vantaði eitt- hvað upp á hugarfarið hjá mörgum af leikmönnum mínum,“ sagði Ingv- ar Þór Guðjónsson, þjálfari Hauka, í leikslok. Fljótlega í lokafjórðungnum skiptu gestirnir yfir í svæðisvörn til að reyna að brjóta upp sóknarleik heimastúlkna en það gekk lítt eftir. Um miðjan lokaleikhluta var Snæ- fell komið með sextán stiga forskot og nokkuð ljóst í hvað stefndi. „Því- líkur kraftur í mínum stelpum í kvöld, Haiden var stórkostleg á báðum endum vallarins, hún ætlaði sér ekki að tapa þessum leik. Þrátt fyrir frábæran leik hjá Haiden á allt liðið mitt hrós skilið, þær skil- uðu allar því sem til var ætlast af þeim. Stuðningsmennirnir hér í kvöld, vá, stelpurnar tóku stemm- inguna og kraftinn inn í sig og skil- uðu því beint í leikinn,“ sagði bros- mildur þjálfari Snæfells, Ingi Þór Steinþórsson, í leikslok. Haiden Denise Palmer var hreint út sagt frábær í leiknum, varnar- leikur hennar magnaður, skoraði grimmt með 52% nýtingu og stjórnaði sóknarleik Snæfells af stakri snilld. Liðsheildin og breidd- in skilaði miklu í leiknum og á Snæfellsliðið allt hrós skilið fyrir að bjóða körfuboltaáhugafólki upp á áframhaldandi körfuboltaveislu. Í liði Hauka stóð María Lind Sigurð- ardóttir upp úr í sóknarleiknum með 22 stig og 71% skotnýtingu, sem er alveg magnað. Þrátt fyrir slaka skotnýtingu var Helena Sverrisdóttir með 16 fráköst í leiknum og var öflug í vörninni. Ljósmynd/Eyþór Benediktsson Frábær Haiden Palmer var frábær í gær og er hér komin framhjá Shanna Dacanay. Snæfell náði í oddaleik  Lagði Hauka með 20 stiga mun  Haiden frábær bæði í vörn og sókn Stykkishólmur, Dominos-deild kvenna, úrslit, 4. leikur, sunudag- inn 24. apríl 2016. Gangur leiksins: 5:4, 13:4, 15:9, 17:13, 19:15, 21:19, 25:20, 30:24, 35:26, 39:31, 43:34, 50:39, 52:41, 57:45, 63:50, 75:55. Snæfell: Haiden Denise Palmer 35/6 fráköst/7 stoðsendingar, Bryndís Guðmundsdóttir 12/11 frá- köst, Berglind Gunnarsdóttir 11, Gunnhildur Gunnarsdóttir 9, María Björnsdóttir 4/4 fráköst, Alda Leif Jónsdóttir 2/4 fráköst, Andrea Björt Ólafsdóttir 2. Fráköst: 23 í vörn, 6 í sókn. Haukar: María Lind Sigurðardóttir 22/5 fráköst, Helena Sverrisdóttir 19/16 fráköst, Auður Íris Ólafs- dóttir 5/7 fráköst/5 stoðsend- ingar, Pálína María Gunnlaugs- dóttir 3/7 fráköst, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 2, Dýrfinna Arn- ardóttir 2, Shanna Dacanay 2. Fráköst: 25 í vörn, 15 í sókn.  Staðan er 2:2 og liðin mætast annað kvöld í oddaleik að Ásvöll- um. Snæfell – Haukar 75:55 KÖRFUKNATTLEIKUR Þriðji úrslitaleikur karla: DHL-höllin: KR – Haukar .......... (2:0) 19.15 HANDKNATTLEIKUR Undanúrslit karla, 2. leikur: Vestm.eyjar: ÍBV – Haukar........ (0:1) 18.30 N1-höllin: Afturelding – Valur ... (1:0) 19.30 KNATTSPYRNA Meistarakeppni KSÍ, karlar: Valsvöllur: Valur – FH......................... 19.15 Í KVÖLD! Lengjubikar kvenna Undanúrslit: Breiðablik – Þór/KA............................... 2:0 Fanndís Friðiksdóttir 47., 83. Lengjubikar karla Úrslitaleikur B-deildar: Magni – Grótta ......................................... 4:4  Grótta hafði betur í vítaspyrnukeppni, 3:1. Úrslitaleikur C-deildar: KFG – Hamar........................................... 3:3  Hamar vann í vítakeppni, 3:2. Bandaríkin Kansas City – Portland Thorns ............ 1:1  Dagný Brynjarsdóttir lék fyrstu 75 mín- úturnar í liði Portland. Kína B-deild: Shanghai Shenxin – Wuhan Zall ........... 0:0  Sölvi Geir Ottesen lék með Wuhan Zall. Meistaradeild kvenna Undanúrslit, fyrri leikir: Lyon – París SG........................................ 7:0 Wolfsburg – Frankfurt ............................ 4:0 Belgía Umspilsriðill um Evrópusæti: St. Truiden – Lokeren ............................ 2:2  Sverrir Ingi Ingason lék allan tímann með Lokeren. Sviss Vaduz – Basel........................................... 0:0  Birkir Bjarnason lék allan tímann með Basel. Rússland Krasnodar – Ufa ...................................... 4:0  Ragnar Sigurðsson lék allan tímann í vörn Krasnodar. KNATTSPYRNA Á VARMÁ Skúli Unnar Sveinsson skuli@mbl.is Bikar- og deildarmeistarar Aftur- eldingar eru komnir í vænlega stöðu í úrslitum um Íslandsmeistaratitil- inn í blaki kvenna eftir 3:0 sigur á HK í þriðja leik liðanna að Varmá á laugardaginn. Afturelding er 2:1 yfir í einvíginu og getur með sigri í Fagralundi á þriðjudaginn full- komnað veturinn hjá sér. Það er kannski ekki margt um leikinn að segja, yfirburðir Aftureld- ingar voru allt of miklir til að ein- hver spenna skapaðist að Varmá. Eitt af því fáa sem var jákvætt hjá Kópavogsbúum á laugardaginn var stuðningsmenn HK, þeir létu ekki deigan síga þrátt fyrir slakan leik liðsins og börðu drumbur og sungu og trölluðu alveg til loka. Vel gert hjá þeim og alveg öruggt að slíkur stuðningur mun skila einhverjum stigum í Fagralundi á þriðjdaginn. Mótttakan hjá liðunum var slök, sérstaklega hjá HK. Afturelding fékk 15 ása í leiknum og HK 10 og það er auðvitað allt of mikið að lið sendi boltann 15 sinnum rakleiðis í gólf mótherjanna í þremur hrinum. Mosfellingar unnu fyrstu hrinuna 25:15, þá næstu 25:11 og lokahrin- una 25:19 en leikurinn stóð í klukku- stund og þremur mínútum betur. Thelma Dögg Grétarsdóttir var sterkust heimakvenna, gríðarlega grimm í sókn og hávörn. Eins er gaman að fylgjast með Filipovu, hún staðsetur sig svo vel á vellinum og allt virðist svo auðvelt hjá henni. Fjóla Rut Svavarsdóttir átti líka fín- an leik og rosalegar uppgjafir, sem og Karen Björk Gunnarsdóttir og Sigdís Lind Sigurðardóttir. Kristina Apostolova var líka virkilega dugleg og góð í móttökunni. Hjá HK var Elísabet Einarsdóttir einna skást. Morgunblaðið/Golli Sterk Thelma Dögg var öflug. Ásarnir urðu 25  Léleg móttaka að Varmá  Afturelding ekki í vandræð- um með HK  Mosfellingar ætla sér alla titlana í vetur

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.