Morgunblaðið - 27.04.2016, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.04.2016, Blaðsíða 2
Morgunblaðið/Eggert Íslandsmeistarar Lið Snæfells með Íslandsbikarinn á Ásvöllum og hina öflugu stuðningsmenn sína í bakgrunni. Í FAGRALUNDI Skúli Unnar Sveinsson skuli@mbl.is Afturelding úr Mosfellsbæ er Íslands- meistari í blaki kvenna. Liðið tryggði sér titilinn með 2:3 sigri á HK í fjórða leik liðanna í Fagralundi í gærkvöldi og vann því úrslitarimmuna 3:1. Mos- fellingar eru að auki bikar- og deildar- meistarar og því má segja að veturinn hafi verið fullkominn hjá þeim; allir þrír titlarnir í höfn. Afturelding byrjaði betur í gær og vann fyrstu tvær hrinurnar, þá fyrstu 16:25 og þá næstu 22:25 eftir að hafa haft yfirburði framan af í henni. Heimakonur gáfust þó ekki upp þó svo að þær lentu 12:20 undir og loka- kaflinn var spennandi. Þriðju hrinuna vann HK síðan 25:21 og sú fjórða endaði eins, þannig að áhorfendur í Fagralundi, sem voru fjölmargir, fengu oddahrinu. Hún var spennandi og lengi vel stefndi í að HK næði að tryggja sér oddaleik á föstu- daginn. HK var 8:6 yfir og vann það sem stundum er talað um sem mjög mikilvægt stig þegar boltinn gekk lengi á milli vallarhelminga með fín- um sóknum á báða bóga en Steinunn Helga Björgólfsdóttir átti þá stórleik í lágvörn HK og hirti upp alla bolta. HK vann stigið. „Jú, vissulega fór um mann, en það eru búin að vera svo mörg svona löng rallý í einvíginu, sem liðin skiptast á um að vinna, að við lét- um það ekki á okkur fá,“ sagði Kristín Salín Þórhallsdóttir, fyrirliði og upp- spilari Aftureldingar, brosandi út í bæði í leikslok. Afturelding jafnaði síðan 9:9, komst í 10:12 og þeim mun hélt liðið til loka. Fögnuður Mosfellskvenna var mikill en heimakonur voru að vonum nið- urlútar. Sá sem þetta skrifar hefði al- veg verið til í fimmta leik að Varmá á föstudaginn en mér varð ekki að ósk minni með það. Trúlega hefði Aftur- elding haft betur þar ef marka má úr- slitin úr hinum tveimur leikjunum sem liðin léku þar, en Afturelding sigraði 3:0 í þeim báðum. Hjá Aftureldingu var Thelma Dögg Grétarsdóttir stigahæst með 21 stig og það má segja að hún hafi smassað HK í kaf úr stöðu tvö, en var ekki al- veg jafn örugg úr stöðu fjögur. Að auki var hún öflug í hávörninni. Karen Björg Gunnarsdóttir, sem í eina tíð var fyrirliði HK, var með 11 stig, en hún hefur verið rosalega örugg og traust í þessu einvígi. Fjóla Rut Svav- arsdóttir átti einnig fínan leik, sem og fyrirliðinn Kristín Salín, sem spilaði mjög vel upp í gær, og ekki má gleyma Kristinu Apostolovu í stöðu frelsingja. Mig langar líka að minnast á Rogerio Ponticelli, þjálfara liðsins. Hann er frábær á hliðarlínunni, alltaf jákvæður, rólegur og lifir sig vel inn í leikinn. Hjá HK var Elísabet Einarsdottir með 29 stig en hún var sterk um allan völl, fékk meðal annars fimm ása úr uppgjöfum. Matthildur Einarsdóttir var með 14 stig. Fríða Sigurðardóttir fyrirliði átti einnig fínan leik, var góð í hávörninni og kom oft skemmtilega aftur fyrir uppspilarann, úr stöðu þrjú í stöðu tvö til að smassa þaðan. Það gekk oftast vel. Hins vegar voru sókn- ir HK ekki jafn sterkar og gestanna og oft þurfti liðið að setja boltann af öryggi yfir netið. Fullkomið hjá Aftureldingu  Mosfellingar handhafar allra titlanna 2 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. APRÍL 2016 Meistaradeild Evrópu Undanúrslit, fyrri leikur: Manch. City – Real Madrid..................... 0:0  Atlético Madrid og Bayern München mætast í fyrri leik sínum í kvöld. Svíþjóð Norrköping – Hammarby....................... 3:1  Arnór Ingvi Traustason skoraði þriðja mark Norrköping úr vítaspyrnu, en hann og Jón Guðni Fjóluson léku allan leikinn.  Ögmundur Kristinsson og Birkir Már Sævarsson léku allan leikinn með Norr- köping og Arnór Smárason fyrstu 70 mínúturnar. Staðan: Norrköping 12, Sundsvall 10, Jönköping 10, Djurgården 9, Malmö 9, Örebro 9, Gautaborg 8, Hammarby 8, AIK 8, Öster- sund 8, Helsingborg 7, Gefle 5, Kalmar 4, Elfsborg 3, Häcken 3, Falkenberg 3. England B-deild: Hull – Brentford....................................... 2:0 Staðan: Burnley 44 24 15 5 68:35 87 Middlesbrough 44 26 9 9 60:28 87 Brighton 44 24 15 5 70:40 87 Hull 44 23 11 10 64:33 80 Derby 44 21 14 9 65:41 77 Sheffield Wed. 44 18 17 9 62:43 71 Cardiff 44 17 16 11 55:47 67 Ipswich 44 16 15 13 49:49 63 Birmingham 44 16 13 15 50:46 61 Brentford 44 17 8 19 64:66 59 Preston 44 14 16 14 42:43 58 Leeds 44 14 16 14 48:55 58 QPR 44 13 18 13 53:53 57 Wolves 44 13 15 16 50:56 54 Reading 44 13 13 18 50:54 52 Huddersfield 44 13 12 19 58:61 51 Nottingham F. 44 12 15 17 40:45 51 Blackburn 44 11 16 17 42:45 49 Rotherham 44 13 10 21 52:65 49 Bristol City 44 12 13 19 50:70 49 Fulham 44 11 15 18 65:76 48 MK Dons 44 9 12 23 36:64 39 Charlton 44 8 13 23 38:76 37 Bolton 44 4 15 25 40:80 27  MK Dons, Charlton og Bolton eru fallin úr deildinni. KNATTSPYRNA Umspil karla Úrslit, annar leikur: Selfoss – Fjölnir.................................... 20:23  Staðan er 2:0 fyrir Fjölni, sem getur tryggt sér sæti í úrvalsdeild í þriðja leikn- um á heimavelli á föstudagskvöldið. Danmörk Úrslitakeppni, 1. riðill: Skjern – Tvis Holstebro...................... 27:25  Sigurbergur Sveinsson skoraði 1 mark fyrir Holstebro og Egill Magnússon 1.  Tvis Holstebro 6 stig, Skjern 3, Sönder- jyskE 2, Bjerringbro-Silkeborg 2. HANDBOLTI HANDKNATTLEIKUR Undanúrslit kvenna, þriðji leikur: Schenkerh.: Haukar – Stjarnan (1:1) . 19.30 Hertz-höllin: Grótta – Fram (2:0) ....... 19.30 KNATTSPYRNA Borgunarbikar karla, 1. umferð: Valsvöllur: KH – Snæfell ..................... 20.30 Í KVÖLD! Enski landsliðsmarkvörðurinn Joe Hart sá til þess að ekkert mark var skorað í fyrri undanúrslitaleik Man- chester City og Real Madrid í Meist- aradeildinni í knattspyrnu í gær- kvöld. Fyrri leikurinn í Manchester end- aði 0:0 og Hart varði tvívegis glæsi- lega á lokakaflanum, frá Casemiro og Pepe, auk þess sem Jesé átti skalla í þverslána á marki enska liðs- ins. Real Madrid lék án Cristiano Ron- aldo, sem náði ekki að hrista af sér meiðsli sem hann varð fyrir í síðustu viku. Líklegt er að hann verði tilbú- inn í slaginn þegar liðin mætast aftur á Santiago Bernabéu í Madríd næsta miðvikudag. Þar hefur Real ekki fengið á sig mark í keppninni í vetur. Atlético Madrid og Bayern München leika fyrri leik sinn í undanúrslitunum í Madríd í kvöld. vs@mbl.is AFP Dauðafæri Varnarmaðurinn Pepe aleinn gegn Joe Hart markverði Man- chester City sem tókst að verja frá honum undir lok leiksins. Hart hélt mögu- leikanum opnum  Markalaus fyrri leikur City og Real Dominos-deild kvenna Fimmti úrslitaleikur: Haukar – Snæfell.................................. 59:67  Snæfell sigraði 3:2 og er Íslandsmeistari 2016. 1. deild karla Fimmti úrslitaleikur umspils: Fjölnir – Skallagrímur......................... 75:91  Skallagrímur sigraði 3:2 og fylgir Þór frá Akureyri upp í úrvalsdeildina. Úrslitakeppni NBA Austurdeild, 8 liða úrslit: Charlotte – Miami ................................ 89:85  Staðan er 2:2 og fer fimmti leikur fram í Miami í kvöld. Vesturdeild, 8 liða úrslit: Oklahoma City – Dallas ................... 118:104  Oklahoma sigraði 4:1 og mætir San Antonio í undanúrslitum. Portland – LA Clippers ....................... 98:84  Staðan er 2:2 og fer fimmti leikur fram í Los Angeles í nótt.  mbl.is alltaf - allstaðar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.