Morgunblaðið - 27.04.2016, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 27.04.2016, Blaðsíða 4
4 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. APRÍL 2016 Það má segja að vorið í Hafn- arfirðinum sé rautt á íþróttasvið- inu, en Haukarnir eru heldur bet- ur í eldlínunni í úrslitakeppni karla og kvenna í handbolta og körfubolta þessa dagana. Haukar eru með lið í úrslitum á öllum þessum vígstöðvum og það er greinilega verið að vinna gott starf á Ásvöllum. Ég hef reyndar haldið því fram að Hafnarfjörður sé mesti íþróttabær landsins, en fyrir utan góðan árangur Haukanna á hand- boltavellinum og körfuboltavell- inum er FH ríkjandi Íslandsmeist- ari í Pepsi-deild karla, FH á marga af bestu frjálsíþróttamönnum landsins, Hafnfirðingar eiga sundmenn í fremstu röð og svona mætti lengi telja. Ég vil taka það fram að ég er Hafnfirðingur og er svokallaður Gaflari! Peter Baumruk vinur minn úr Haukunum hefur í nógu að snúast þessa dagana. Hann starf- ar sem húsvörður í Schenker-höllinni á Ásvöllum, en þar hefur verið og er áfram vett- vangur hvers leiksins á fætur öðrum í úrslitakeppnunum í körfubolta og handbolta. Baum- ruk og kollegar hans í Schenker- höllinni hafa því haft nóg að gera við það að þrífa húsið og gera það klárt á milli leikja en þess á milli fylgist Baumruk auðvitað grannt með syni sínum, Adam Hauki, stórskyttu Haukaliðsins í handbolta. Leicester-menn nær og fjær verða með hugann í Manchester- borg á sunnudaginn, en þar getur lið þeirra fullkomnað æv- intýralegt tímabil með því að tryggja sér Englandsmeistara- titilinn. Með sigri gegn 20-földum meisturum Manchester United á Old Trafford verður Leicester meistari. Mikið innilega vona ég að Leicester landi titlinum en bara ekki á Old Trafford. BAKVÖRÐUR Guðmundur Hilmarsson gummih@mbl.is LIÐ VIKUNNAR Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Einn nýliði er í liði vikunnar hjá Morgunblaðinu í dag, en liðið er nú valið fjórtándu vikuna í röð úr hópi íslenskra knattspyrnumanna í karla- flokki, hvar sem þeir spila. Nýliðinn er Guðmundur Þór- arinsson, sem lét að sér kveða í fyrsta byrjunarliðsleiknum með norsku meisturunum Rosenborg og skoraði í 4:0 sigri gegn Viking frá Stavanger í Þrándheimi. Guðmundur er á miðjunni ásamt Gylfa Þór Sigurðssyni, sem þótti skásti útispilari Swansea þegar liðið steinlá 4:0 fyrir toppliði Leicester í ensku úrvalsdeildinni. Rosenborg á annan fulltrúa í lið- inu, en miðvörðurinn Hólmar Örn Eyjólfsson er í liðinu í þriðja sinn í síðustu fjórum leikjum. Hann stóð sig vel í tveimur sigurleikjum Rosenborg í síðustu viku og skoraði í sigrinum á Viking. Ragnar Sigurðsson er miðvörður við hlið Hólmars, en Ragnar skoraði í bikarleik gegn Dinamo Moskva og spilaði í 180 mínútur í tveimur leikj- um rússneska liðsins Krasnodar. Alfreð Finnbogason skoraði í þriðja leik Augsburg í röð og í fimmta sinn í sex leikjum, ásamt því að leggja upp seinna markið í óvænt- um 2:0 útisigri gegn Wolfsburg. Mörk Alfreðs hafa átt drjúgan þátt í að koma liðinu af mesta hættusvæði deildarinnar og hann er í liði vik- unnar í áttunda sinn á tíu vikum. Eiður Smári Guðjohnsen þótti besti maður vallarins þegar Molde vann Vålerenga 4:0 í norsku úrvals- deildinni og er í framlínunni með Al- freð í úrvalsliðinu. Ari Freyr Skúlason var besti mað- ur OB, samkvæmt dönskum fjöl- miðlum, þegar liðið mátti sætta sig við 2:0 ósigur gegn Midtjylland í Herning í dönsku úrvalsdeildinni. Birkir Már Sævarsson er í hægri bakvarðarstöðunni eftir tvo ágæta leiki og 180 mínútur með Hammarby í sænsku úrvalsdeildinni. Theódór Elmar Bjarnason og Jó- hann Berg Guðmundsson eru á köntunum, en báðir skoruðu fyrir lið sín. Elmar gerði dýrmætt mark þeg- ar AGF tryggði sér rétt til að spila til úrslita í dönsku bikarkeppninni. Hannes Þór Halldórsson varði mjög vel þótt honum tækist ekki að forða Bodö/Glimt frá ósigri gegn Strömsgodset í Noregi. Guðmundur í liðinu í fyrsta skipti  Alfreð skorar enn fyrir Augsburg og er í liðinu í áttunda skipti á tíu vikum Lið vikunnar 19.-25. apríl (14) Skoruð mörk1 : 0 ÚrslitSpilaðar mínútur Hve oft í liðinu2 Gylfi Þór Sigurðsson Swansea 0:4 76 12 Ari Freyr Skúlason OB 90 0:2 7 Alfreð Finnbogason Augsburg 2:0 90 8 Hólmar Örn Eyjólfsson Rosenborg 2 : 1 4:0 90/90 3 Hannes Þór Halldórsson Bodö/Glimt 5 3:4 0:2 90/90 Theódór Elmar Bjarnason AGF 2:2 1 : 2 90/82 4 Eiður Smári Guðjohnsen Molde 4:0 0:4 75/42 4 Birkir Már Sævarsson Hammarby 3 : 1 1 : 1 90/90 6 Ragnar Sigurðsson Krasnodar 1 : 3 4:0 90/90 6 Guðmundur Þórarinsson Rosenborg 4:0 82 Jóhann BergGuðmundsson Charlton 1 : 3 90 8 Guðmundur Þórarinsson Eiður Smári Guðjohnsen Skallagrímur úr Borgarnesi tryggði sér í gærkvöld sæti í úrvals- deild karla í körfuknattleik á ný eftir eins árs fjarveru með því að sigra Fjölni, 91:75, í oddaleik í Grafarvogi í kvöld. Liðin voru búin að sigra hvort annað á víxl en í kvöld gerðu Borg- nesingar út um leikinn í fjórða leik- hluta eftir hnífjafna baráttu fram að því. Staðan var 59:58 fyrir Fjölni þegar fjórði leikhluti hófst en þá skoruðu Skallagrímsmenn 33 stig gegn 16. Kristófer Gíslason skoraði 24 stig fyrir Skallagrím, Jean Cadet 22 og Sigtryggur Arnar Björnsson 14 en Collin Pryor skoraði 23 stig fyrir Fjölnismenn, Garðar Sveinbjörns- son 14 og Róbert Sigurðsson 13. Skallagrímur fylgir því Þór frá Akureyri upp í úrvalsdeildina og liðin taka sæti Hattar og FSu. vs@mbl.is Morgunblaðið/Eggert Oddaleikur Hamid Dicko úr Skallagrími með boltann en Sigtryggur Arnar Björnsson, samherji hans, og Bergþór Ægir Ríkharðsson úr Fjölni fylgjast með. Skallagrímur á bæði karla- og kvennalið í efstu deild næsta vetur. Borgnesingar í úrvalsdeildina Aganefnd HSÍ lauk ekki í gær afgreiðslu á þeim fjórum er- indum sem fyrir nefndinni lágu í gær eftir kapp- leikina tvo í und- anúrslitum Ol- ísdeildar karla í handknattleik sem fram fóru í fyrrakvöld. Fjögur rauð spjöld voru sýnd í leikjunum, þar af þrjú í viðureign Aftureldingar og Vals. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins verða engin eftirmál að spjöldunum þremur í Mosfellsbæ. Leikmennirnir Jóhann Gunnar Einasson og Jóhann Jóhannsson, Aftureldingu, og Valsmaðurinn Sveinn Aron Sveinsson verða ekki úrskurðir í leikbann. Ástæðan mun vera sú að skýrsla var send til aga- nefndar vegna leikbrotanna þriggja. Hvað skal gera við Kára? Meiri vangaveltur eru innan aganefndar vegna rauða spjaldsins sem Kári Kristján Kristjánsson, leikmaður ÍBV, fékk í fyrri hálfleik viðureignar ÍBV og Hauka í Vest- mannaeyjum. Hann sýndi Hákoni Daða Styrmissyni að margra mati óviðeigandi eða ógnandi framkomu þegar þeir gengu af leikvelli eftir að þeir fengu tveggja mínútna refsingu hjá dómurunum Antoni Gylfa Pálssyni og Jónasi Elíassyni. Glöggir menn sem Morgunblaðið talaði við í gær, og þekkja regl- urnar til hlítar, telja ekki útilokað að Kári sleppi með skrekkinn eða fái eins leiks bann. Niðurstaða liggur fyrir í dag. Fyrir leikinn í fyrrakvöld hafði Kári fengið tvö rauð spjöld á leiktíðinni en hvorugt þeirra kostaði hann leikbann. Næsti leikur ÍBV og Hauka verður á föstudag en Valur og Afturelding leiða saman hesta sína annað kvöld. iben@mbl.is Kári Kristján Kristjánsson Vangaveltur vegna rauðu spjaldanna Karlalið Fjölnis steig stórt skref í átt að sæti í Olís- deild karla í handknattleik á næstu leiktíð þegar liðið vann Selfoss, 23:20, á Selfossi í gær- kvöldi. Þar með hefur Fjölnir tvo vinninga gegn engum Selfossliðsins í keppninni um sæti í efstu deild. Næsti leikur verð- ur á heimavelli Fjölnis í Dalhúsum á föstudagskvöldið og vinni heima- menn þann leik hafa þeir tryggt sér sæti í deild þeirra bestu í fyrsta sinn. Selfossliðið var sterkara í fyrri hálfleik í viðureigninni í gær. Fjölnismönnum gekk illa að skora. Markstangir Selfossmarksins þvældust fyrir skotunum. Aðeins einu sinni í fyrri hálfleik var Fjöln- isliðið yfir, það var í stöðunni 6:5, rétt eftir að leiktíminn var hálfn- aður. Selfoss skoraði tvö síðustu mörk fyrri hálfleiks og hafði þriggja marka forskot þegar gengið var til búningsherbergja, 11:8. Leikmenn Fjölnis jöfnuðu metin fljótlega í síðari hálfleik, 11:11, og náðu forystu í leiknum eftir það. Þeirri forystu héldu þeir til leiksloka og fögnuðu sætum sigri undir stjórn Arnars Gunnarssonar. iben@mbl.is Stórt skref stigið hjá Fjölni Arnar Gunnarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.