Morgunblaðið - 27.04.2016, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 27.04.2016, Blaðsíða 3
Á ÁSVÖLLUM Guðmundur Hilmarsson gummih@mbl.is Snæfell úr Stykkishólmi á besta körfu- boltalið landsins í kvennaflokki, en lið- ið varð í gærkvöld Íslandsmeistari þriðja árið í röð eftir sigur á Haukum, 67:59, í oddaleik liðanna sem fram fór í frábærri umgjörð í Schenker-höllinni. Snæfell er þar með bæði Íslandsmeist- ari og bikarmeistari og þjálfarinn Ingi Þór Steinþórsson bætti enn einni skautfjöðrinni í hattinn á farsælum þjálfaraferli sínum. Það verður fagnað í Hólminum næstu daga, en stór hluti íbúa Stykkishólms var mættur á Ás- velli í gær til að styðja við bakið á stolti bæjarins sem kvennalið Snæfells er svo sannarlega. Það mátti greinilega merkja tauga- spennu hjá leikmönnum beggja liða til að byrja með. Jafnræði var með lið- unum í fyrsta leikhlutanum en Snæfell var þó skrefinu á undan og var þremur stigum yfir, 18:15, að loknum fyrsta leikhlutanum. Meistararnir náðu að halda Helenu Sverrisdóttur algjörlega í skefjum, en hún náði aðeins að skora þrjú stig í leikhlutanum og það voru síðustu stig Haukanna í honum. Snæfell náði góðu áhlaupi í öðrum leikhlutanum. Bryndís Guðmunds- dóttir gaf tóninn með tveimur þriggja stiga körfum með skömmu millibili og Snæfellsliðið spilaði frábæra vörn og ekki síst á Helenu. Helena náði aðeins að skora eina körfu í leikhlutanum og var með slaka skotnýtingu enda oft þvinguð í erfið skot. Þá var Pálína Gunnlaugsdóttir án stiga, en sóknar- leikur Haukanna gekk engan veginn upp. Sóknarleikurinn var skömminni skárri hjá Snæfellingum en tíu stiga forysta þeirra í hálfleik, 31:21, var mest góðum varnarleik að þakka. Haiden Denise Palmer hitti mjög illa, aðeins úr 4 af 16 skotum sínum. Þriðji leikhlutinn einkenndist af mistökum á báða bóga og á tímabili var leikmönnum fyrirmunað að koma boltanum rétta leið. Áfram hélt Palmer að spila góða vörn á Helenu og fékk líka góða hjálparvörn, en hvorki Helena né Pálína komust á blað í leik- hlutanum og varSnæfell yfir, 41:33, að honum loknum. Helena of sein í gang Það losnaði heldur betur um Helenu í fjórða leikhlutanum og hún sá um að hleypa smá spennu í leikinn. Hún rað- aði niður hverjum þristinum á fætur öðrum og Haukunum, sem höfðu verið 8-10 stigum undir allan leikinn, tókst að minnka muninn í fjögur stig þegar rúm mínúta var eftir. Snæfellsliðið fór þó ekki á taugum og tókst að landa sigri í þriðju tilraun í Firðinum í úr- slitaeinvíginu. Fögnuðurinn var ósvik- inn hjá leikmönnum og stuðnings- mönnum liðsins þegar bikarinn fór á loft. Haiden Palmer var eins og ávallt potturinn og pannan í leik Snæfells en hittni hennar var þó ekkert til að hrópa húrra fyrir. Snæfell fékk líka gott framlag frá Gunnhildi Gunnars- dóttur, Bryndísi Guðmundsdóttur og Berglindi Gunnarsdóttur en sterkur varnarleikur lagði öðru fremur grunn- inn að sigri liðsins. Helena Sverrisdóttir var að vanda atkvæðamest í liði Hauka en það var greinilega af henni dregið eftir mikið álag og skotnýting hennar var mjög slök. Það var ekki fyrr en í lokaleik- hlutanum sem hún sýndi sitt rétta andliti en það var allt of seint. Pálína Gunnlaugsdóttir var langt frá sínu besta, sem og María Lind Sigurðar- dóttir, en þrátt fyrir tapið getur ungt lið Hauka borið höfuðið hátt. Þriðji meistaratitillinn í röð hjá Hólmurum  Snæfell vann í þriðju tilraun á Ásvöllum og er Íslandsmeistari þriðja árið í röð  Snæfell skrefinu á undan allan leikinn  Náðu að halda Helenu í skefjum Morgunblaðið/Árni Sæberg Sigurstund Íslandsbikarinn á lofti og Aftureldingarkonur fagna innilega að loknum leiknum í Fagralundi í gærkvöld. ÍÞRÓTTIR 3 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. APRÍL 2016 Schenker-höllin, fimmti og síðasti úr- slitaleikur kvenna, þriðjudag 26. apríl 2016. Gangur leiksins: 0:1, 6:8, 11:12, 15:18, 15:19, 17:22, 19:29, 21:31, 26:31, 28:33, 29:36, 33:41, 37:45, 41:49, 47:57, 55:59, 55:63 57:67, 59:67. Haukar: Helena Sverrisdóttir 26/17 fráköst, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 10/7 fráköst/3 varin skot, Sylvía Rún Hálfdanardóttir 8/5 fráköst/3 varin skot, Auður Íris Ólafsdóttir 5, Pálína María Gunnlaugsdóttir 5/8 fráköst, Sólrún Inga Gísladóttir 3, Dýrfinna Arnardóttir 2. Fráköst: 29 í vörn, 15 í sókn. Snæfell: Haiden Denise Palmer 21/ 12 fráköst, Gunnhildur Gunnarsdóttir 14/9 fráköst, Bryndís Guðmunds- dóttir 12, Berglind Gunnarsdóttir 11/4 fráköst, Alda Leif Jónsdóttir 3/3 varin skot, María Björnsdóttir 2, Hugrún Eva Valdimarsdóttir 2, Andr- ea Björt Ólafsdóttir 2. Fráköst: 23 í vörn, 11 í sókn.  Snæfell sigraði 3:2 og er Íslands- meistari. Haukar – Snæfell 59:67 Meiðsli semSara Björk Gunnarsdóttir, landsliðskona í knattspyrnu, varð fyrir á æf- ingu með Rosen- gård í vikunni reyndust ekki eins alvarleg og óttast var í fyrstu. Sara staðfesti við mbl.is í gær að hún hefði fengið krampa í læri, en ekki hefði verið um tognun eða rifinn vöðva að ræða. Hún reiknar með að missa bara af einum leik og stefnir á að spila með liðinu í næstu viku.    Þýska meistaraliðið BayernMünchen staðfesti í gær að það hefði áhuga á að fá miðvörðinn Mats Hummels til liðs við sig frá Borussia Dortmund. Hummels var hjá Bay- ern áður en hann gekk í raðir Dort- mund árið 2008 en náði aðeins að spila einn leik með Bayern-liðinu. Hummels hefur lengi verið í sigtinu hjá Manchester United, en hann er 27 ára gamall.    Björgvin Stef-ánsson, markakóngur 1. deildar karla í knattspyrnunni á síðasta ári, er genginn til liðs við Valsmenn frá Haukum. Björg- vin er 21 árs og gerði 20 mörk í 22 leikjum Hauka í 1. deildinni í fyrra. Hann hefur verið í U21 árs lands- liðshópi Íslands. Haukar fengu í staðinn framherjann Hauk Ásberg Hilmarsson lánaðan frá Val.    Steve Kerr, þjálfari Golden StateWarriors, var í gær útnefndur þjálfari ársins í NBA-deildinni í körfuknattleik. Undir stjórn Kerr hefur Golden State átt frábært tíma- bil, en liðið vann 73 leiki í deildar- keppninni en tapaði aðeins 9 og er það besti árangur liðs í deildakeppn- inni frá upphafi. Terry Stotts, þjálf- ari Portland, varð annar í kjörinu og í þriðja sæti hafnaði Gregg Popo- vich, þjálfari San Antonio Spurs.    Dele Alli, semfarið hefur á kostum með Tott- enham Hotspur á yfirstandandi leiktíð, var í gær kærður af enska knattspyrnu- sambandinu fyrir ofbeldisfulla hegðun í leik liðsins gegn WBA í fyrrakvöld. Alli, sem var á dögunum kjörinn besti ungi leikmaðurinn í ensku úrvaldsdeildinni, missti stjórn á skapi sínu og kýldi Claudio Yacob, miðvallarleikmann WBA, í magann. Atvikið fór framhjá Mike Jones, dómara leiksins, en náðist hins veg- ar á myndbandsupptöku. Líklegt þykir að Alli verði dæmdur í þriggja leikja bann fyrir atvikið.    Fari svo að Leicester landi enskameistaratitlinum í knattspyrnu hefur liðið verið í 147 daga í toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar. Til sam- anburðar var Chelsea í 274 daga í toppsætinu á síðustu leiktíð þegar liðið varð meistari en Manchester City var aðeins 15 daga í toppsætinu tímabilið 2013-14.    Haukur Lárusson gekk í gær íraðir 1. deildarliðs Fram frá Fjölni og skrifaði undir tveggja ára samning við félagið. Haukur er 29 ára gamall miðvörður sem hefur leikið allan sinn feril með Fjölni en hann kom aðeins við sögu í einum leik liðsins í Pepsi-deildinni í knatt- spyrnu á síðustu leiktíð. Árið þar á undan lék hann 15 leiki í deildinni og skoraði eitt mark. Fólk sport@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.