Morgunblaðið - 27.04.2016, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 27.04.2016, Blaðsíða 1
MIÐVIKUDAGUR 27. APRÍL 2016 ÍÞRÓTTIR Íslandsmeistarar Afturelding sigraði HK í fjórða úrslitaleik liðanna í blaki kvenna og náði Íslandsmeistaratitlinum úr höndum Kópavogsliðsins. Mosfellingar unnu alla titlana í vetur. 2-3 Íþróttir mbl.is Á ÁSVÖLLUM Guðmundur Hilmarsson gummih@mbl.is ,,Þetta er geggjuð tilfinning. Ég kom til Snæfells til að vinna titla og það hef ég svo sannarlega gert,“ sagði Bryndís Guðmundsdótttir, leik- maður Snæfells, við Morgunblaðið eftir sigurinn á Haukum í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitil- inn í Dominos-deild kvenna í körfu- knattleik að Ásvöllum í gær. Bryn- dís ákvað að yfirgefa Keflavík vegna ósættis rétt fyrir mótið og hún hefur svo sannarlega reynst Snæfells- liðinu góður liðsstyrkur. Bryndís skoraði 12 stig og lék stórt hlutverk í varnarleik síns liðs. ,,Það var kominn tími til að vinna Haukana á Ásvöllum og við höfðum svo mikla trú á okkur sjálfum. Við náðum að stjórna leiknum frá upp- hafi til enda og ég held að flest hafi gengið upp sem við ætluðum okkur að gera. Fyrir fjórða leikinn breytt- um við um og létum Haiden spila vörnina á Helenu og ég kom í hjálp- arvörnina. Þetta gekk ljómandi vel og átti sinn þátt í að við unnum þessa tvo síðustu leiki. Ég ætla svo sann- arlega að halda áfram í Snæfelli enda ekki hægt að fara frá liðinu á þessum tímapunkti,“ sagði Bryndís. Boltinn vildi ekki ofan í ,,Þessi niðurstaða er auðvitað gríðarleg vonbrigði. Við vildum svo mikið vinna titilinn á heimavelli en því miður fór ekki svo. Okkur gekk bara ekkert að koma boltanum ofan í körfuna. Við fengum endalaust mik- ið af góðum skotum en boltinn vildi bara ekki fara ofan í,“ sagði Helena Sverrisdóttir, leikmaður Haukanna, við Morgunblaðið eftir leikinn. Hel- ena skoraði 26 stig og kom stór hluti þeirra í síðasta leikhlutanum en hún var í strangri gæslu stóran hluta leiksins. „Snæfell tvöfaldaði vörnina á mig og stundum þrefaldaði en mér fannst við alveg leysa það vel. Við náðum að opna fyrir frí skot en við náðum ekki að nýta þau. Þegar svona gerist er erfitt að vinna leiki. Auðvitað getur verið að tauga- spenna hafi sett strik í reikninginn enda mikið undir en við mætum bara sterkari til leiks á næsta tímabili. Við erum með ungt lið sem á fram- tíðina fyrir sér,“ sagði Helena. Þetta var frábært einvígi ,,Ég er í sigurvímu og mér líður ótrúlega vel núna. Við höfðum allan tímann trú á að við gætum unnið einn leik á Ásvöllum og það tókst í þriðju tilraun. Sterkur varnarleikur, góð liðsheild, þolinmæði og frábær stuðningur skilaði okkur Íslands- bikarnum. Uppleggið var að taka frumkvæðið frá byrjun. Það tókst og við litum aldrei til baka eftir það. Þetta var frábært einvígi, það er æð- islega gaman að spila við Haukana og ég þakka þeim kærlega fyrir þessa frábæru úrslitakeppni. Um- gjörðin í kringum þessa leiki var meiriháttar og í kvöld var hálfur bærinn mættur til að styðja við bak- ið á okkur. Það voru ekki margir eft- ir heima,“ sagði María Björnsdóttir, leikmaður Snæfells. „Við höfum sýnt þjóðinni að við erum með besta lið Íslands. Við unn- um bæði bikarinn og Íslandsmótið og nú verður sko fagnað næstu dag- ana, held ég. Það verður alla vega gríðarlegt fjör í rútunni vestur í Hólminn,“ sagði María. Ræð bara ekkert við mig Alda Leif Jónsdóttir var grátandi af gleði þegar undirritaður spjallaði við hana í sigurgleði Snæfells. ,,Þetta er yndisleg tilfinning og ég ræð bara ekkert við mig. Við vorum staðráðnar í að sýna hvort liðið er betra og við gerðum það svo sannar- lega. Varnarleikurinn var frábær og lagði öðru fremur grunninn að sigr- inum. Ég ætlaði að hætta í fyrra en ég sé svo sannarlega ekki eftir því að hafa haldið áfram. Þetta er búið að vera svo skemmtilegt og frábært tímabil,“ sagði Alda Leif. Morgunblaðið/Eggert Gleði Leikmenn Snæfells höfðu svo sannarlega ástæðu til að fagna innilega eftir sigurinn í oddaleiknum gegn Haukum í gærkvöld. »2-3 Kom til að vinna titla  Bryndís Guðmundsdóttir fór frá Keflavík til Snæfells rétt fyrir mót  Með ungt lið sem á framtíðina fyrir sér, sagði Helena  Yndisleg tilfinning, sagði Alda Vafi leikur á hvort Magnús Stefánsson, fyrirliði ÍBV, geti leikið með liðinu gegn Haukum í þriðja undanúrslitaleik liðanna á Íslands- mótinu í hand- knattleik á föstu- daginn. Magnús hlaut slæma byltu í viðureign lið- anna í fyrra kvöld og fékk þungt högg á öxlina. Magnús fór í mynda- töku í gær og liggur niðurstaða hennar fyrir í dag. Auk meiðslanna í öxlinni hefur Magnús ekki bitið úr nálinni eftir að hafa handarbrotnað fyrir fá- einum vikum. iben@mbl.is Magnús fór í myndatöku Magnús Stefánsson Arnór Ingvi Traustason, landsliðsmaður í knattspyrnu, þurfti að bíða í átta mínútur eft- ir því að geta tekið vítaspyrnu undir lok leiks Norrköping og Hammarby í sænsku úrvals- deildinni í gærkvöld. Á 89. mínútu leiksins var dæmd vítaspyrna á gestina úr Hammarby, en staðan var þá 2:1 fyrir Norrköp- ing. Það var meira en stuðnings- menn Stokkhólmsliðsins þoldu, hluti þeirra reyndi að komast inn á völlinn og stöðvaði dómarinn leik- inn á meðan stillt var til friðar. Loksins þegar leikurinn gat haf- ist á ný tók Arnór vítaspyrnuna og skoraði af öryggi sitt fyrsta mark í deildinni á þessu tímabili, án þess að Ögmundur Kristinsson í marki Hammarby fengi rönd við reist. Meistarar Norrköping eru þar með á toppi deildarinnar. Íslend- ingarnir fimm í liðunum tveimur spiluðu allir og fjórir þeirra leikinn á enda. vs@mbl.is Beið eftir víti vegna óláta Arnór Ingvi Traustason  Björg Hafsteinsdóttir körfuknatt- leikskona vann fimmtán stóra titla með Keflvíkingum á árunum 1988 til 1997.  Björg fæddist árið 1969 og lék allan sinn feril með Keflavík. Hún var í stóru hlutverki í mikilli sigurgöngu liðsins sem varð átta sinnum bikarmeistari og sjö sinnum Íslandsmeistari á umræddu tímabili, og árið 1998 bætti hún við báðum titlunum sem liðsstjóri liðsins. Björg var lengi fastamaður í landsliði Ís- lands og lék 33 landsleiki. ÍÞRÓTTA- MAÐUR DAGSINS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.