Víkurfréttir - 26.01.1999, Síða 7
Grindavík:
BREYTINGAR
í LÖGGÆSLU
-bakvaktir færdar á lögreglustödina í Keflavík
Bakvaktir hjá lögregl-
unni í Grindavík
verða felldar niður
frá og með 1. febrúar
nk. Bæjarráð Grindavíkur
lýsti yfir áhyggjum sínum á
síðasta fundi vegna þessar-
ar breytingar og hefur ósk-
að eftir fundi með dóms-
málaráðherra um málið.
Þessi breyting hefur í för
með sér að skipuleggja
verður að nýju fyrirkomu-
lag útkalla á slökkviliði,
sjúkrabíl og björgunar-
sveit.
Jón Eysteinsson. sýslumaður
sagði í samtali við blaðið að
þó þessi breyting væri gerð
þýddi hún ekki verri þjónustu
fyrir Grindvíkinga því bak-
vaktimar færðust á lögreglu-
stöðina í Keflavík. Þar væri
vakt allan sólarhringinn en
bakvaktir í Grindavík voru
með þeim hætti að heima-
nrenn sinntu henni en þá
þurfti að ræsa ef eitthvað
kæmi upp. I framhaldi af
þessu væri sömuleiðis bætt
við eftirlitsferðunr hjá lög-
reglunni í Keflavík í Grinda-
vík en slíkar ferðir em famar
um öll byggðarlög á Suður-
nesjum, 1-3 ferðir á nóttu.
Jón sagði að þetta væri gert í
samráði við dómsmálayfir-
völd og hefði sparnað í för
nreð sér sem nauðsynlegt
væri að ná fram. Þá væri
tækni orðin þannig að engin
vandi væri að sinna þessu
svona. Þá yrði útköllum í
sjúkrabíl og slökkvilið beint í
gegnum neyðamúmerið 112
sem væri Grindvíkingum að
kostnaðarlausu en öll slík út-
köll fara þar í gegn hjá sveit-
arfélögum sem væru ekki
með sólarhringsvakt.
Fpönsku-
kennsla í
Grindavík?
Bæjarstjórn Grindavík-
ur hefur samþykkt að
kanna möguíeika á
því að taka upp
frönskukennslu í efri bekkj-
um grunnskólans. Er þetta
gert í beinu framhaldi af
nýstofnuðu vinabæjarsam-
bandi Grindavíkur og fran-
ska smábæjarins Jon/.ak í
Frakklandi.
Bæjarstjóra hefur verið falið í
samstarfi við skólastjóra og
félagsmálastjóra að ganga í
þetta mál. Kannað verði hvort
kennsluefni er tiltækt og gerð
kostnaðaráætlun um fram-
kvæmd verkefnisins.
Loðnufrysting
Starfsfólk vantar í lodnufrystingu
á komandi vertíd.
Upplýsingar í símum
426 7905 og 893 9714
Samherji h/f og
Fiskimjöl og lýsi Grindavík
Meistarafélag
byggingamanna
á Sudurnesja
iðnsveinaféiag
Suðurnesja
Idnsveinafélag Sudurnesja og
Meistarafélag byggingamanna á
Sudurnesjum áætla ad halda
tölvunámskeid, fyrir félagsmenn
sína, ef næg þátttaka fæst.
Um er ad ræda byrjenda-
námskeid. Einnig er áætlad ad halda
framhaldsnámskeið að
loknu byrjendanámskeiðinu.
Byrjendanámskeiðið hefst
9. febrúar n.k. kl. 18. Kennt verður
á þriðjudögum og fimmiudögum
frá kl. 78 -20. Þátttaka tilkynnist á
skrifstofu Iðnsveinafélags
Suðurnesja í síma 421 2976
fyrir 5. febrúar.
Þátttökugjald er kr. 4000.-
fyrir hvort námskeið.
Hitaveita
Suðurnesja
Brekkustíg 36 - Sími 422 5200
Hitaveita Suðurnesja óskar eftir að ráða
birgðastjóra til að annast daglega stjórn á
birgðageymslum Hitaveitunnar.
Birgðastjóra er ætlað að:
♦ annast daglegan rekstur birgðageymsla og stjórna
starfi birgðavarða ásamt því að sinna almennri
birgðarvörslu.
♦ skipuleggja í samráði við innkaupastjóra móttöku
vöru, vörslu og afgreiðslu ásamt vörutalningum.
♦ hafa yfirumsjón með skipulagningu birgðageymsla
HS. þannig að sem best nýting verði á húsnæði og
útigeymslum.
♦ annast innkaup á ákveðnum vörum og öll innlend
innkaup í fjarveru innkaupastjóra ásamt ýmsu öðru.
Æskilegt að viðkomandi umsækjandi hafi:
♦ Nokkra reynslu og þekkingu á tölvuvinnslu,
strikamerkingum og staðsetningakerfum.
♦ Þekkingu á birgðabókhaldi.
♦ Þekkingu á þeim vörum (og áhöldum) sem eru í
birgðageymslum Hitaveitunnar.
♦ Iðnmenntun.
♦ Reynslu af verkstjórn eða annarri skipulagningu.
Launakjör eru samkvæmt samningi Starfsmannafélags
Suðurnesjabyggða. Umsóknareyðublöð og nánari
upplýsingar veitir starfsmannastjóri á skrifstofu
Hitaveitu Suðurnesja, Brekkustíg 36, Njarðvík,
sími 422 5200 og skulu umsóknir berast þangað
eigi síðar en 12. febrúar 1999.
Víkurfréttir